Fréttablaðið - 03.06.2005, Blaðsíða 6

Fréttablaðið - 03.06.2005, Blaðsíða 6
6 3. júní 2005 FÖSTUDAGUR Reyndi að smygla fólki til Bandaríkjanna um Ísland: Dæmdur í hálfs árs fangelsi DÓMSMÁL Kínverskur karlmaður var í gær dæmdur í hálfs árs fangelsi fyrir að reyna að smygla ungum Kínverjum um Ísland til Bandaríkjanna. Kínverjinn var sakfelldur var fyrir að aðstoða tvo einstaklinga við að komst til Íslands eða annars ríkis með ólöglegum hætti, en refsiramminn fyrir brot af þessu tagi er að hámarki tveggja ára fangelsi. Eyjólfur Kristjánsson flutti málið fyrir hönd ákæruvaldsins. Hann telur þetta mál tengjast gífurlega umsvifamikilli glæpa- starfsemi. „Þessi mál eru senni- lega hluti af vel skipulagðri glæpastarfsemi sem mansalið er. Það er þriðja umsvifamesta glæpastarfsemi í heiminum á eftir vopnasölu og fíkniefnavið- skiptum. Það er því ekkert undar- legt að hluti af þessu rati inn á okkar borð. Vonandi verður hægt að senda þau skilaboð til aðilanna sem í þessum geira starfa að leið- in um Ísland sé ófær.“ - mh KOMIÐ Í HÉRAÐSDÓM Maðurinn var dæmdur fyrir að aðstoða út- lendinga við að ferðast ólöglega til landsins. Arkþing hannar menningarhús á Akureyri: Kostar 1.400 milljónir fullbúi› MENNINGARHÚS Í gær var undirrit- aður samningur um hönnun menn- ingarhúss á uppfyllingunni við Torfunef á Akureyri. Gert er ráð fyrir að byggingarframkvæmdin verði boðin út í byrjun næsta árs og stefnt er á að húsið verði tilbúið til notkunar fyrir árslok 2007. Kristján Þór Júlíusson, bæjar- stjóri á Akureyri, og Sigurður Hallgrímsson, arkitekt hjá Ark- þingi, undirrituðu hönnunarsamn- inginn á Akureyri en Arkþing varð fyrir valinu að undangeng- inni hönnunarsamkeppni. Starfsemi Tónlistarskólans á Akureyri verður í menningarhús- inu en Kristján Þór segir að ekki sé búið að ákveða endanlega hvernig húsið verður nýtt að öðru leyti. „Leikfélag Akureyrar verð- ur ekki með fasta aðstöðu í húsinu en þó er gert ráð fyrir aðstöðu til leiksýninga og tónleikahalds í húsinu. Kostnaður við bygginguna er áætlaður 1.370 milljónir króna en þá verður sá hluti sem hýsir tónlistarskólann aðeins fokheldur. Af því mun ríkið greiða um 700 milljónir króna en Akureyringar verða að bera mismuninn,“ segir Kristján. - kk Gó› störf tapast vegna sterkrar krónu EFNAHAGSMÁL Sveinn Hannesson, framkvæmdastjóri Samtaka iðnað- arins, segir jafn mikla ástæðu til að hafa áhyggjur af því að íslensk fyrirtæki kjósi nú að stofna til reksturs erlendis og því að fyrir- tæki segi upp fólki hérlendis. Fregnir berast þessa dagana af erfiðleikum í rekstri sjávarútvegs- fyrirtækja og fyrirtækja í sam- keppnisrekstri. Tilkynnt hefur ver- ið um uppsagnir í fiskvinnslu á Bíldudal, Reyðarfirði og Stöðvar- firði jafnframt því sem Skinnaiðn- aður á Akureyri áætlar að segja upp 40 manns á næstunni. „Fækkun starfa í innlendum samkeppnisiðnaði er af sömu rótum runnin og viðleitni fyrirtækja til þess að flytja störf á erlenda grund. Það er hins vegar nefnt útrás,“ segir Sveinn Hannesson. „Það eru mörg önnur störf en í fiskiðnaði sem eru að tapast en gætu verið arðbær. Þetta gerist vegna firna- sterkrar krónu. Ég sé eftir arðbær- um störfum eins og til dæmis Marel er að skapa í Slóvakíu. Þetta eru há- tæknistörf og Marel fjárfestir þar fremur en í Garðabæ,“ segir Sveinn. Hann segir að íslenska myntin sé vitlaus og til lengri tíma litið sé ekkert annað til ráða en að leggja niður óstöðuga krónuna og taka upp evruna sem gjaldmiðil hér á landi. „Í fjárfestingarfasa rýkur krónan upp og veldur búsifjum og hið sama gerist þegar um hægist, þá með gengisfalli krón- unnar. Við eigum að miða okkur við evruna. Það er hið eina skynsamlega. Aðrar þjóðir Evrópu hafa talið nauðsyn- legt að draga úr sveiflum með því að taka hana upp sem gjaldmiðil. Ef einhver hefur þörf fyrir slíkt er það við. Ísland er ekki heppilegt myntsvæði í alþjóða- væddum heimi nú um stundir,“ segir Sveinn. Steingrímur J. Sigfússon, for- maður Vinstri grænna, segir að stjórnvöld eigi að hætta að vinna gegn viðleitni Seðlabankans til að halda aftur af þenslu og ættu nú að stöðva stóriðjustefnu sína. „Allir eru sammála um að orsakir ástands- ins séu þrjár: Í fyrsta lagi stóriðju- stefnan, í öðru lagi skattalækkanir stjórnvalda og í þriðja lagi ástandið á fasteignamarkaðinum. Stjórnvöld hafa möguleika á beinum aðgerðum varðandi stóriðjustefnuna. Skyn- samlegast væri að lýsa því yfir að nú sé nóg komið í bili og hagkerfinu verði gefið svigrúm til kælingar,“ segir Steingrímur. johannh@frettabladid.is Mullah Krekar: Talinn ógna Nor›mönnum NOREGUR, AP Dómsmál Mullah Krekar gegn norskum stjórnvöld- um hófst í dag. Krekar er stofn- andi kúrdísku samtakanna Ansar al-Islam sem grunuð eru um hryðjuverk í Írak. Hann hefur síðan 1991 haft stöðu pólitísks flóttamanns í Nor- egi en nýverið fyrirskipuðu norsk yfirvöld að vísa bæri honum úr landi þar sem þau telja hann ógn- un við þjóðaröryggi. Krekar hefur nú hafið dómsmál þar sem hann fer fram á afturköll- un skipunarinnar. Talið er að mál- ið geti velkst árum saman í dóms- kerfinu áður en niðurstaða fæst. BANDARÍKIN REKIN FYRIR AÐ TAKA TÖFLUR Unglingsstúlka hefur verið rekin úr skóla sínum í York-sýslu í Pennsylvaníu eftir að hún sagði kennara sínum að hún hefði tekið væga höfuðverkjatöflu á leið í skólann vegna mígrenis. Skóla- reglur kveða á um að lyfjataka verði að vera í samráði við yfir- kennara. Móðir stúlkunnar er æf út í skólayfirvöld. HANDTEKIN FYRIR TÖLVUPÓST- ÁREITNI Debby Wilbanks, frá Seminole í Flórída, hefur verið tekin föst fyrir að áreita spennu- sagnahöfundinn Randy White með stöðugum tölvupóstsending- um. Að sögn lögreglu sendi hún rithöfundinum mörg hundruð tölvuskeyti þar sem hún játaði honum eldheita ást sína. www.urvalutsyn.is ÍS LE N SK A A U G LÝ SI N G A ST O FA N /S IA .I S U RV 2 85 97 06 /2 00 5 Sumartilboð 9. og 16. júní Costa del Sol Glæsilegir gististaðir í boði • Sunset Beach Club Mjög gott íbúðahótel við ströndina í Benalmadena Costa. • Amaragua Eitt vinsælasta íbúðahótelið á staðnum. • Flatotel Glæsilegur gististaður í Benalmadena. 44.900* kr. Verðdæmi á Flatotel: á mann í íbúð m/1 svefnh. m.v. að 3 ferðist saman. Enginn barnaafsláttur. Verð á aukaviku skv. verðlista. Innif.: Flug, gisting í 7 nætur, akstur til og frá flugvelli erlendis, íslensk fararstjórn og föst aukagjöld. Ef bókað er símleiðis eða á skrifstofu greiðist bókunar- og þjónustugjald sem er 2.000 kr. á mann. Tryggðu þér bestu kjörin og bókaðu strax. Sunset Beach Club Fleiri eða færri? Finndu verð á þinni ferð á www.urvalutsyn.is Myndir þú kaupa sumarhús af Orkuveitunni? SPURNING DAGSINS Í DAG: Vinna Íslendingar Ungverja í undan- keppni heimsmeistaramótsins í fótbolta? Niðurstöður gærdagsins á visir.is 62,4% 37,6% Nei Já Farðu inn á fréttahluta visir.is og segðu þína skoðun KJÖRKASSINN Framkvæmdastjóri Samtaka i›na›arins segir einu lei›ina út úr rekstrarkrögg- um íslenskra fyrirtækja a› taka upp evruna sem gjaldmi›il. Forma›ur Vinstri grænna vill stö›va stóri›justefnu stjórnvalda. við ja- SAMNINGURINN UNDIRRITAÐUR Kristján Þór Júlíusson og Sigurður Hallgrímsson undirrit- uðu samninginn en Kristján telur að menningarhús á uppfyllingu við Torfunef falli vel að verðlaunahugmyndinni í samkeppni um nýjan miðbæ á Akureyri. STEINGRÍMUR J. SIGFÚSSON „Við höfum ávallt varað við þessu og nú er verið að segja við menn að þetta erfiða ástand haldi áfram með skefjalausri stóriðjust- efnu,“ segir Steingrímur. SVEINN HANNESSON „Það er kallað útrás þegar ís- lensk fyrirtæki treysta sér ekki til að stofna ný störf hér á landi en gera það erlendis þess í stað.“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.