Fréttablaðið - 03.06.2005, Blaðsíða 44

Fréttablaðið - 03.06.2005, Blaðsíða 44
Það er góð tilfinning að vera bæjarstjóri Kópavogs að mati Gunnars I. Birgissonar sem tók við lyklavöldum af Hansínu Ástu Björgvinsdóttur í vikunni. Má segja að þau hafi skipt um sæti en Gunnar hefur lengi verið formað- ur bæjarráðs sem Hansína tekur nú við. Helsta muninn milli þess- ara tveggja starfa segir Gunnar liggja í því að formennska í bæj- arráð sé að mestu unnin í auka- vinnu og felist meira í pólitískri vinnu. Bæjarstjórastaðan sé hins vegar fullt starf frá morgni til kvölds. „Ég er pólitískur bæjar- stjóri en jafnframt bæjarstjóri allra Kópavogsbúa,“ segir Gunn- ar, sem mun sakna Alþingis að vissu marki þegar hann lætur af þingmennsku í haust. Hann segir þó mjög jákvætt að ákvarðanatökur í Kópavogi gangi mun hraðar fyrir sig. Ekki sé sami seinagangur og á Alþingi þar sem allt þurfi að fara í einn grautarpott. „Fyrir kappa eins og mig sem vill að hlutirnir gangi hratt fyrir sig getur það reynt á þolinmæðina,“ segir Gunnar hlæjandi. Gunnari þykir vænt um Kópa- vogsbæ. Hann flutti í bæinn árið 1983 og hafði áður búið í Mýrun- um í Reykjavík. Hann fékk ekki húsnæði þar þegar hann var að leita og var bent á hús í Kópavogi. Þegar þangað var komið var ekki aftur snúið. „Kópavogur er skemmtilegt samfélag. Það er ákveðinn drif- kraftur sem einkennir það. Mikl- ar framkvæmdir og góður tónn og andi,“ segir Gunnar sem ætlar að halda áfram á svipaðri braut og verið hefur. Spurður hvort hann fái að ráða meira eða minna eftir þessi umskipti hlær hann við og segir að það verði að koma í ljós. Gunnar sér ekki fram á mikið frí í sumar. Hann segist ekki vera mikill útilegumaður, hins vegar hafi hann gaman af því að fara í sumarbústað sinn í Grímsnesinu og fara í heimsóknir, flakka og skoða landið. En er alltaf jafn gott að búa í Kópavogi? „Já, og batnar með hverjum deginum,“ segir hinn nýi bæjarstjóri. ■ 28 3. júní 2005 FÖSTUDAGUR FRANZ KAFKA (1883-1924) lést þennan dag. Verður sífellt betra að búa í Kópavogi TÍMAMÓT: GUNNAR I. BIRGISSON TEKUR VIÐ STARFI BÆJARSTJÓRA Í KÓPAVOGI „Hver uppreisn gufar upp og skilur eftir sig nýtt skrifræði.“ - Franz Kafka rithöfundur var fæddur og uppalinn í Prag. Hann skrifaði öll sín verk á þýsku. timamot@frettabladid.is JAR‹ARFARIR 13.00 Björn Aðils Kristjánsson, múr- arameistari, Bræðratungu 19, Kópavogi, verður jarðsunginn frá Digraneskirkju. 13.00 Ragnar Guðmundsson verður jarðsunginn frá Fossvogskirkju. 13.00 Jochum Magnússon, kennari, verður jarðsunginn frá Dómkirkj- unni. 13.00 Kristján Þorleifsson, Hrauntungu 20, Hafnarfirði, verður jarðsung- inn frá Hafnarfjarðarkirkju. 13.30 Margrét H. Randversdóttir, Lind- arsíðu 3, Akureyri, verður jarð- sungin frá Akureyrarkirkju. 14.00 Leifur Einarsson, frá Geithellum, verður jarðsunginn frá Hofskirkju í Álftafirði. 14.00 Sesselja Ólafsdóttir, Kirkjuvegi 6, Hvammstanga, verður jarðsungin frá Hvammstangakirkju. 15.00 Oddný Ingimarsdóttir, fyrrver- andi bóksali, verður jarðsungin frá Dómkirkjunni. 15.00 Stefán Haukur Einarsson, Reka- granda 5, verður jarðsunginn frá Fossvogskapellu. 15.00 Ragna Ágústsdóttir, Hátúni 4, Reykjavík, verður jarðsungin frá Fossvogskirkju. ANDLÁT Gunnar Gunnarsson, Miklubraut 20, Reykjavík, lést laugardaginn 28. maí. Jónína Benediktsdóttir, Klapparstíg 12, Reykjavík, lést sunnudaginn 29. maí. Guðmundur Bergsteinn Jóhannsson, Birkigrund 2, Selfossi, lést sunnudaginn 29. maí. GUNNAR I. BIRGISSON Kampakátur á nýrri skrifstofu sinni hjá Kópavogsbæ. Flugvél af gerð Boeing 707 frá flug- félaginu Air France fórst við flugtak á flugvellinum Orly í París þennan dag árð 1962. 130 manns voru um borð og létust allir nema tvær flug- freyjur sem á undraverðan hátt sluppu lítið meiddar. Flest fórnarlömbin voru bandarísk og þar á meðal voru 121 farþegi félagar í listasambandi Atlantaborg- ar sem voru á leið heim eftir að hafa skoðað helstu listafjársjóði Evrópu. Sjónarvottar sögðu að þeim sýndist sem vélin hefði ekki getað komist í loftið. Flugstjórinn reyndi að hætta við flugtak en þá rakst hægri væng- ur vélarinnar í jörðina þannig að hún endasentist inn í garða og á mannlaust hús. Flugvélin sprakk í loft upp um 50 metra frá enda flugbrautarinnar. Ógurlegur hiti myndaðist í brakinu sem kom í veg fyrir björgunaraðgerðir og einn og hálfur tími leið áður en slökkviliðs- menn gátu komist að þeim látnu. Við slysið brotnaði stélið af vélinni sem varð þeim tveim flugfreyjum til lífs er þar sátu. Vélin hafði verið á leið til Atlanta og var öll borgin í uppnámi enda var þetta versta slys fram að þeim tíma þar sem ein flugvél kom við sögu. Í minningu hinna látnu var byggt listasafn. Síðar kom í ljós að bilunina var hægt að rekja til tæknigalla en þegar flugstjórinn áttaði sig á því var það um seinan. 3. JÚNÍ 1962 Vélin var af gerðinni Boeing 707. ÞETTA GERÐIST MERKISATBURÐIR 1844 Síðustu tveir geirfuglarnir í heiminum eru drepnir á syllu við Eldey. 1932 Ríkisstjórn Ásgeirs Ásgeirs- sonar tekur við völdum. 1937 Játvarður, fyrrverandi kon- ungur Breta, giftist hinni bandarísku og fráskildu Wallis Simpson. 1951 Séra Bjarni Jónsson kveður söfnuð Dómkirkjunnar í Reykjavík. 1967 Aretha Franklin fer í fyrsta sinn á topp vinsældalistans í Bandaríkjunum með lagi sínu Respect. 1989 Jóhannes Páll páfi II kemur til Íslands. Þetta var fyrsta heimsókn trúarleiðtoga kaþólskra manna til landsins. Slæmt flugslys á Orly Tilkynningar um merkisatbur›i, stórafmæli, andlát og jar›arfarir í smáletursdálkinn hér á sí›unni má senda á netfangi› timamot@frettabladid.is. Augl‡singar á a› senda á auglysingar@frettabladid.is e›a hringja í síma 550 5000. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /H AR I Kærar þakkir fyrir auðsýnda samúð vegna andláts og útfarar móður okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu, Steinunnar Þ. O. Nielsen Sigríður C. A. Nielsen, Margrét St. Nielsen, Sveinn Sveinsson Ástkær faðir okkar, afi, bróðir, mágur, frændi og vinur, Gunnar Gunnarsson Miklubraut 20, Reykjavík, lést laugardaginn 28. maí. Útför hans fer fram frá Bústaðakirkju þriðjudaginn 7. júní kl. 15.00. Blóm og kransar vinsamlegast afþakkaðir, en bent er á minningarkort Samhjálpar, Hverfisgötu 42, Reykjavík. Guðrún Ósk Gunnarsdóttir og fjölskylda í Ástralíu, Linda Björk Gunnarsdóttir og fjölskylda í Ástralíu, Jóhanna Gunnarsdóttir og fjölskylda í Noregi, Ólafur Gunnarsson og fjölskylda, Hjallavegi 8, Reykjavík, Karl Gunnarsson og fjölskylda, Langagerði 9, Reykjavík, Tryggvi Gunnarsson og fjölskylda, Langagerði 9, Reykjavík og aðrir aðstandendur. Elskulegur eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, Sveinbjörn Sigurðsson byggingameistari, Miðleiti 7, sem lést föstudaginn 27. maí, verður jarðsunginn frá Dómkirkjunni mánudaginn 6. júní kl. 15. Blóm og kransar vinsamlegast afþakkaðir. Þeim sem vilja minnast hans er bent á Krabbameinsfélagið. Helga Kristinsdóttir Kristinn Sveinbjörnsson Valgerður Bjarnadóttir Sigurður Sveinbjörnsson Dagný Jónasdóttir Árni Sveinbjörnsson Áslaug Sigurðardóttir Sveinbjörn Sveinbjörnsson Auður Jónsdóttir Anna María Sveinbjörnsdóttir Egill Ingibergsson barnabörn, barnabarnabörn. AFMÆLI Indriði Úlfsson rithöfundur er 73 ára. Sverrir Þóroddson, ökuþór og flugmaður, er 61 árs í dag. Guðbjörn Guðbjörnsson óperusöngvari er 43 ára. Stefán Máni Sigþórsson rithöfundur er 35 ára. Ásgeir Gunnar Ásgeirsson fótbolltakappi er 25 ára. 60 ra S mundur Kristj nsson Álfhólsvegi 43a, Kópavogi, verður 60 ára á morgun 4. júní. Tek á móti á gestum á Hótel Loftleiðum laugardaginn 4. júní milli 15-18.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.