Fréttablaðið - 03.06.2005, Síða 50
Gamla kaupfélagshúsið við
Strandgötuna í Hafnarfirði vakn-
ar heldur betur til lífsins í kvöld
þegar 27 myndlistarmenn opna
þar sýningu.
Lúðrasveit Hafnarfjarðar tek-
ur á móti gestum og hljómsveit-
irnar Glampar og Úlpa ætla að
leika nokkur lög. Einnig ætla
dansararnir Valgerður Rúnars-
dóttir og Halla Ólafsdóttir að sýna
spunadansverk.
Sýningin er liður í lista- og
menningarhátíðinni Björtum
dögum í Hafnarfirði, en hópurinn
sem sýnir verk sín kallar sig KFL
Group að hætti stórfyrirtækja
nútímans sem horfa langt út fyr-
ir landsteinana.
„Listamenn verða líka að fá að
vera með sína útrás,“ segir Ólöf
Björg Björnsdóttir, sem titlar sig
kaupfélagsstýru. „Við köllum
okkur Kaupfélag listamanna, það
er einhvern veginn við hæfi á
þessum stað.“
Ólöf hefur haft aðstöðu í
gamla Kaupfélagshúsinu í vetur,
bæði til að vinna að verkum sín-
um og halda sýningar. Á næst-
unni verður húsnæðinu breytt í
íbúðir og fannst Ólöfu og félög-
um hennar tilvalið að efna til
veglegrar sýningar og skemmti-
legrar uppákomu, svona í kveðju-
skyni.
Auk Ólafar eiga verk á sýning-
unni þau Margrét M. Norðdahl,
Jóhanna Helga Þorkelsdóttir,
Kolbrá Bragadóttir, Kristín
Helga Káradóttir, Helga Óskars-
dóttir, Hlín Gylfadóttir, Guð-
mundur Thoroddsen, Halla Dögg
Sigurðardóttir, Þórunn Inga
Gísladóttir, Karen Ósk Sigurðar-
dóttir, Baldur Geir Bragason,
Þuríður Sigurðardóttir, Elín Anna
Þórisdóttir, Elísabet Ólka Guð-
mundsdóttir, Guðbjörg Hákonar-
dóttir, Röðull Reyr Kárason,
Hulda Vilhjálmsdóttir, Hlaðgerð-
ur Íris Björnsdóttir, Maria Elisa-
beth Wechner, Rósa Sigrún Jóns-
dóttir, Hafsteinn Michael, Móeið-
ur Helgadóttir, Egill Ingibergs-
son, Halldór Hrafn, Ásdís Spanó
og Arndís Gísladóttir.
„Þetta er svolítið eins og völ-
undarhús með vídeó, skúlptúr-
um, málverkum og innsetning-
um. Við erum bara eins og kýrn-
ar sem sleppa út, búin að skvetta
rassinum upp um alla veggi og
loft og gólf og meira að segja út í
næsta nágrenni, því eitt af verk-
unum fer út úr húsinu.“ ■
34 3. júní 2005 FÖSTUDAGUR
EKKI MISSA AF…
... sýningu þýska leikstjórans og
listamannsins Christoph Schling-
ensief í Klink og Bank, Brautar-
holti 1. Sýningin stendur fram á
sunnudag og er opin milli klukk-
an 13 og 18.
... franska sirkusnum Cirque á
Hafnarbakkanum, sem verður
með sýningar klukkan tuttugu á
laugardags-, sunnudags- og
mánudagskvöld.
... síðustu tónleikum Pacifica
kvartettsins hér á landi, sem
verða á Ísafirði á laugardaginn.
Bergur Thorberg kaffimálari verður heldur
betur á ferðinni núna um helgina. Klukkan
sautján í dag opnar hann sýningu á myndum
sínum í Eden í Hveragerði, en klukkutíma síð-
ar verður hann mættur á menningarhátíðina í
Grand Rokk sem verður sett klukkan 18.
Á laugardag og sunnudag tekur hann þátt í
hátíðinni Sjómaðurinn síkáti í Grindavík, þar
sem hann málar myndir í gríð og erg frá há-
degi og fram undir kvöldmatarleytið, en skýst
svo á Grand Rokk á milli til að mála.
Bergur málar gjarnan með kaffi í staðinn fyrir
málningu og hefur jafnan myndirnar á hvolfi
meðan hann málar.
„Það er búið að vera þannig í sextán ár,“ seg-
ir Bergur.
„Svo sest ég gjarnan niður hvar sem er til að
mála og spjalla, það er svo ríkur þáttur í
minni list. Þetta eru augnabliksmyndir sem
maður þarf að vera fljótur að vinna. Menn
segja mér að ég sé að mála mína lífssögu.“
Kl. 20.00
Víóluhátíðin mikla, sem hófst í gær-
kvöldi, heldur áfram með víóluleikum í
tónlistarhúsinu Ými við Skógarhlíð. Þar
leikur Garth Knox ásamt víóluleikurum
úr Sinfóníuhljómsveit Íslands.
menning@frettabladid.is
Málar út um allt
!
STÓRA SVIÐ
99% UNKNOWN - Sirkussýning
CIRKUS CIRKÖR frá SVÍÞJÓÐ
Þri 14/6 kl 20, Mi 15/6 kl 20, Fi 16/6 kl 20,
Fö 17/6 kl 20 Aðeins þessar sýningar
25 TÍMAR
Dansleikhús / samkeppni LR og Íd í samstarfi
við SPRON. Fi 9/6 kl 20 - 2.500,-
Einstakur viðburður
ÞUMALÍNA
Frá Sólheimaleikhúsinu
Í kvöld kl 20 - 1.000,-
KALLI Á ÞAKINU
e. Astrid Lindgren
Í samstarfi við Á þakinu
Lau 4/6 kl 14 UPPS., Su 5/6 kl 14 - UPPS.,
Su 12/6 kl 14 UPPS, Su 12/6 kl 17,
Lau 18/6 kl 14, Su 19/6 kl 14 - UPPS.,
Su 26/6 kl 14
NÝJA SVIÐ/LITLA SVIÐ/ÞRIÐJA HÆÐIN
ALVEG BRILLJANT SKILNAÐUR
Einleikur Eddu Björgvinsdóttur.
Í kvöld kl 20, Lau 4/6 kl 20, Su 5/6 kl 20,
Fi 9/6 kl 20, Fö 10/6 - UPPS., kl 20,
Lau 11/6 kl 20, Þri 14/6 kl 20, Fi 16/6 kl 20
Aðeins 2 sýningarhelgar eftir
Börn 12 ára og yngri fá frítt í
Borgarleikhúsið í fylgd
fullorðinna
- gildir ekki á barnasýningar
Miðasölusími 568 8000
midasala@borgarleikhus.is
Miðasala á netinu
www.borgarleikhus.isMiðasalan í
Borgarleikhúsinu er opin:
10-18 mánudaga og þriðjudaga, 10-20
miðviku-, fimmtu- og föstudaga
12-20 laugardaga og sunnudag
Eins og kýr að vori
KFL GROUP 27 listamenn hafa komið sér fyrir í Gamla kaupfélagshúsinu í Hafnarfirði og opna þar sýningu með látum í kvöld klukkan 20.