Fréttablaðið - 03.06.2005, Blaðsíða 47

Fréttablaðið - 03.06.2005, Blaðsíða 47
FÖSTUDAGUR 3. júní 2005 31 Fjögur gull í frjálsum í gær firi›ji keppnisdagur Smáfljó›aleikanna skila›i af sér 17 íslenskum ver›laun- um, 8 í frjálsum og 7 í sundi og júdóstelpurnar unnu auk fless li›akeppnina. SMÁÞJÓÐALEIKAR Íslenska íþrótta- fólkið hélt áfram að safna að sér verðlaunum á þriðja keppnisdegi Smáþjóðaleikanna. Ísland vann alls 17 verðlaun í gær og hafa því 18 gull og alls 49 verðlaun komið í hlut Íslendinga á leikunum. Það gekk vel á frjálsíþróttavell- inum í gær og fjögur íslensk gull litu dagsins ljós. Björgvin Víkings- son vann glæsilegan sigur í 400 metra grindahlaupi og varð þar á undan tveimur Kýpverjum. Þórey Edda Elísdóttir vann öruggan sig- ur í stangarstökki, stökk 30 sentí- metrum hærra en silfurhafinn frá Kýpur og átti auk þess þrjár góðar tilraunir við eigið Norðurlanda- met. Óðinn Björn Þorsteinsson vann gull þegar hann kastaði kúl- unni 17,15 metra og vann með miklum yfirburðum en Jón Arnar Magnússon varð í fjórða sæti. Þetta eru önnur verðlaun Óðins á leikunum, hann hlaut silfur í kringlukasti í fyrradag. Jón Arnar vann síðan brons þegar hann stökk 7,30 metra í langstökki og Vilborg Jóhannsdóttir vann silfur í sleggjukasti. Ásdís Hjálmsdóttir var aðeins fimm sentimetrum frá fimm daga gömlu Íslandsmeti sínu í spótkasti þegar hann vann gull í gær en í öðru sæti varð Vigdís Guðjónsdótt- ir. Þetta voru önnur verðlaun Ás- dísar en hún vann brons í kúlu- varpi á þriðjudaginn. Hin 15 ára gamla Íris Anna Skúladóttir vann einnig sín önnur verðlaun þegar hún bætti bronsverðlaunum í 1.500 metra hlaupi við gullið sem hún vann svo eftirminnilega í fyrra- kvöld. Ragnheiður Ragnarsdóttir vann eina gullið í einstaklingskeppni sundsins í gær þegar hún vann 50 metra skriðsundið. Ísland vann silfur (Erla Dögg Haraldsdóttir) og brons (Helena Ósk Ívarsdóttir) í 200 metra bringusundi kvenna, Jakob Jóhann Sveinsson vann silf- ur í 200 metra bringusundi, stráka- sveitin vann silfur í 4x100 metra fjórsundi og þá vann Sigrún Brá Sverrisdóttir brons í 200 metra skriðsundi. Íslandsmet hjá Önju Hitt gull dagsins vann kvenna- sveit í 4x100 metra fjórsundi en Anja Ríkey Jakobsdóttir gerði sér lítið fyrir og bætt þar íslandsmetið í 100 metra baksundi í fyrsta sprettium. Anja synti á 1.05.29 mínútum og bætti gamla metið um 19/100 úr sekúndu. Kvennalandsliðið í júdó vann gull í liðakeppninni en strákarnir urðu að sætta sig við fjórða sætið. Kvennasveitin skipa þær Gígja Guðbrandsdóttir og Margrét Bjarnadóttir en Margrét vann þarna sitt annað gull á leikunum. Kvennalandsliðið í körfubolta varð að sætta sig við silfur eftir 48- 57 tap fyrir Lúxemborg í úrslita- leik. Birna Valgarðsdóttir var stigahæst með 19 stig og Helena Sverrisdóttir skoraði 11 stig. Karlaliðið vann sinn annan leik, nú nauman 73-69 sigur á Lúxemborg. Sigurður Þorvaldsson var stiga- hæstur með 14 stig. -ooj Sumarhappdrætti Krabbameinsfélagsins www.krabb.is Vertu með og styrktu gott málefni! Dregið 17. júní 2005 vinningar: Glæsilegir 900 kr. Uppl‡singar um vinningsnúmer í símum 540 1918 (símsvari) og 540 1900 og á vefsí›unni krabbameinsfelagid.is/happ Honda CR-V ES Ver›mæti 2.995.000 kr. Bifrei› e›a grei›sla upp í íbú› Ver›mæti 1.000.000 kr. Úttekt hjá fer›askrifstofu e›a verslun Hver a› ver›mæti 100.000 kr. 148 skattfrjálsir vinningar að verðmæti 150 18.795.000 kr. E N N E M M / S ÍA / N M 16 5 6 1 BOLTAVAKTIN Ný þjónusta fyrir boltafíkla. Frímiðar á landsleikina: Vísir b‡›ur á völlinn FÓTBOLTI Í tilefni af opnun Bolta- vaktarinnar á vísi.is býður Vísir notendum sínum fjóra tvennumiða á landsleiki Íslands við Ungverja- land og Möltu. Það eina sem þarf að gera er að fara inn á visi.is, svara laufléttri spurningu úr Boltavaktinni og þá kemst fólk í pott sem síðar verður dregið úr. Fyrir þá sem ekki komast á völlinn er bent á að hægt verður að fylgjast með leiknum í beinni á boltavakt Vísis. FÓTBOLTI Botnlið ÍBV í Landsbanka- deildinni hefur bætt við sig leik- manni en Heimir Snær Guðmunds- son fer til liðsins á lánssamningi frá FH og verður út þetta sumar. Heim- ir verður 21 árs um miðjan mánuð- inn en hann var fyrirliði 2. flokks FH sem fór taplaus í gegnum Ís- landsmótið 2003. Heimir er miðjumaður en einnig er vel hægt að nota hann í hægri bakverði. Guðlaugur Baldursson, þjálfari ÍBV, var ekki í vafa um að þetta væri liðsstyrkur fyrir ÍBV. „Ég þekki þennan strák vel og það er klárt mál að hann styrkir okkur. “ - egm ÍBV fær liðsstyrk úr Firðinum: Heimir Snær til Eyja Framtíð Snorra Steins ráðin: Mun semja vi› Minden HANDBOLTI Snorri Steinn Guðjóns- son, landsliðsmaður í handknatt- leik, hefur náð munnlegu sam- komulagi við þýska liðið Minden og mun líklegast skrifa undir tveggja ára saming við liðið á allra næstu dögum. Mörg lið sýndu honum áhuga eftir að ljóst varð að Grosswall- stadt ætlaði ekki að framlengja samning hans en hans vilji var að vera áfram í Þýskalandi. Topplið í Þýskalandi sýndi honum áhuga en fékk svo annan mann í staðinn og því varð ekkert af því að hann færi þangað. Minden var í vand- ræðum í þýsku deildinni á nýliðnu tímabili og endaði í 16. sæti af 18 liðum, nú á samt að rétta úr kútn- um og má reikna með að fleiri leikmenn muni ganga til liðs við félagið á næstu dögum. - egm SNORRI STEINN GUÐJÓNSSON Gengur til liðs við þýska úrvalsdeildarfélagið Minden í sumar. SLÓ KÝPURBÚNUM VIÐ Kýpurbúar hafa verið mjög sterkir í Andorra en réðu þó ekkert við Björgvin Víkingsson í 400 metra grindahlaupinu. TVÖ GULL Í GÆR Ragnheiður Ragnarsdóttir vann tvö gull í gær, í 50 metra skriðsundi og svo með íslensku sveitinni í 4 x 100 metra fjórsundi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.