Fréttablaðið - 06.06.2005, Síða 8

Fréttablaðið - 06.06.2005, Síða 8
1Hver er forseti palestínsku heima-stjórnarinnar? 2Hvaða þjóð var hlutskörpust í Norð-urlandamóti í ökuleikni vagnstjóra? 3Hver skoraði síðara mark Íslendinga ílandsleiknum gegn Ungverjum? SVÖRIN ERU Á BLS. 30 VEISTU SVARIÐ? 8 6. júní 2005 MÁNUDAGUR Mjótt var á mununum í þjóðaratkvæðagreiðslu í Sviss: Sviss ver›ur hluti af Schengen GENF, AP Svisslendingar sam- þykktu í gær Schengen-sam- komulagið með naumum meiri- hluta í þjóðaratkvæðagreiðslu. Evrópusambandið fékk því styrk úr óvæntri átt á annars erfiðum tímum í sögu sambands- ins. Sviss hefur hingað til viljað standa utan við flest það sem hefur með Evrópusamvinnu að gera og eru hvorki í Evrópusam- bandinu né eiga þeir aðild að evrópska efnahagssvæðinu. Einnig var kosið um aukin réttindi samkynhneigðra og er það í fyrsta skipti sem þjóðarat- kvæðagreiðsla á sér stað um þau málefni í Evrópu. Um 58% kjós- enda samþykktu að veita sam- kynhneigðum stóraukin réttindi. Meðal þeirra réttinda má telja að samkynhneigð pör skulu hafa sömu lagalegu stöðu og gagn- kynhneigð hvað varðar skatt- greiðslur og lífeyrisréttindi en mega þó hvorki ættleiða né gangast undir glasafrjóvgunar- aðgerðir. Niðurstöður kosninganna þykja sýna að Svisslendingar vilji gjarnan hafa meira við Evr- ópusambandið að sælda. Samuel Schmid forsætisráðherra sagði niðurstöðurnar staðfesta gagn- kvæman vilja um aukið sam- starf. ■ Shoe Studio Group: Stefnir a› skráningu í Kauphöllina VIÐSKIPTI Don McCarthy, forstjóri Shoe Studio Group, hefur áhuga á því að skrá félagið í Kauphöll Ís- lands næsta haust en þetta kom fram hjá Sunday Express. Shoe Studio rekur meðal annars tísku- verslunarkeðjurnar Principles and Warehouse auk þess að reka skóverslanir. Um 70 prósent hlutafjár eru í eigu stjórnenda Shoe Studio en Baugur Group, KB banki, Kevin Stanford, Magnús Ármann og Sigurður Bollason eiga minni hluti. Samkvæmt heimildum Frétta- blaðsins velta þessar hugmyndir nokkuð á því hvaða viðtökur Mosaic Fashions, sem hefur sölu á nýju hlutafé til almennings í dag, fær en Baugur Group og KB banki eru meðal eigenda Mosaic. Menn telja að eftirspurn sé eftir félögum af þessari stærðargráðu á Íslandi og því sé mun ákjósan- legra að skrásetja félag á borð við Shoe Studio hérlendis fremur en í Bretlandi þar sem það gæti „týnst“ meðal fjölmargra smá- sölufyrirtækja. - eþa Slökkvili›smenn íhuga uppsagnir ATVINNUMÁL Ólga er meðal starfs- manna hjá Slökkviliði Akureyrar eftir að einn reyndasti starfsmað- ur stöðvarinnar var látinn taka pokann sinn í kjölfar deilna við slökkviliðsstjórann. Er óánægjan svo megn að til tals hefur komið að starfsmennirnir segi upp allir sem einn í mótmælaskyni. Málið er viðkvæmt, enda um einn reyndasta slökkviliðsmann á landinu að ræða, og átti hann meðal annars sæti í stjórn Lands- sambands slökkviliðs- og sjúkra- flutningamanna um hríð. Í þeirri sömu stjórn er einmitt slökkvi- liðsstjóri Akureyrar, Erling Þór Júlínusson, en sá hefur oftar en einu sinni lent upp á kant við und- irmenn sína og þurfti í þessu til- viki bæjarstjóri Akureyrar og bæjarráð allt að skerast tvisvar í leikinn. Í fyrra tilfellinu sagði Er- lingur manninum upp varðstjóra- stöðu að tilefnislausu. Þegar við- komandi hótaði bænum lögsókn vegna þess skárust bæjaryfirvöld í málið og sátt náðist um að hann kæmi aftur til greina í starfið. Slökkviliðsstjórinn virti þá ákvörðun þó ekki og skarst þá aft- ur í odda með mönnunum tveim- ur. Varð niðurstaðan sú að slökkviliðsstjórinn hafði sitt fram og gerður var starfslokasaming- ur við undirmanninn. Skipti þar mestu að bæjarstjórinn, Kristján Þór Júlíusson, var á bandi slökkvistjórans. Ekkert er þó um þetta að finna í fundargerðum bæjarins enda voru þær hörðu umræður sem um málið urðu inn- an bæjarráðs færðar í sérstaka trúnaðarbók sem áhugasamir íbú- ar Akureyar eða aðrir hafa ekki aðgang að. Slökkviliðsstjórinn hefur að sögn heimildarmanna ekki látið þar við sitja heldur notað áhrif sín til að koma í veg fyrir að undir- maðurinn fái starf í sama geira annars staðar á landinu. Fyrir hönd Landssambandsins vildi Sverrir Björn Björnsson, varaformaður, hvorki tjá sig um hvers vegna reyndur félagsmaður væri gerður útlægur með þessum hætti né hafði hann áhyggjur af því að ólga skyldi vera svo mikil meðal annarra starfsmanna Slökkviliðsins á Akureyri að þeir íhuguðu í fyllstu alvöru uppsagnir. „Þessu máli er lokið og ef eitthvað hefur verið um það rætt innan okkar raða gef ég ekkert upp um það.“ Erling Þór Júlínusson vildi ekki tjá sig þegar eftir því var leitað. albert@frettabladid.is Lögreglan ánægð: Líti› um óspektir LÖGREGLUMÁL Þó að víða hefði ver- ið erill hjá lögreglu um land allt voru lögreglumenn almennt afar ánægðir með helgina. Dansleikir voru víða eins og ávallt fyrir sjó- mannadaginn en það er af sem áður var að kvíði væri í mönnum vegna þess enda hefur þessi helgi undanfarin ár verið með besta móti. Lítið var um pústra og slags- mál á landsvísu og ekki voru fleiri ölvaðir ökumenn teknir en á venjulegri helgi Hafði enda einn lögreglumaðurinn á orði að sjó- mannadagshelgin væri orðin til- hlökkunarefni. - aöe KRAUMAR Í SLÖKKVILIÐSMÖNNUM Einum reyndasta slökkviliðsmanni landsins var gert að taka pokann sinn eftir deilur við yfirmann sinn. Félögum hans hjá Slökkviliði Akureyrar sárnar meðferðin og hefur komið til tals þeirra í millum að segja upp störfum. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /S TE FÁ N Slökkvili›smenn á Akureyri eru afar ósáttir vi› framkomu slökkvili›sstjórans gagnvart kollega fleirra sem enda›i me› flví a› vi› hann var ger›ur starfsloka- samningur. Uppsagnir í mótmælaskyni hafa komi› til tals. SKÓR Í KAUPHÖLLINA? Stjórnendur Shoe Studio Group, sem er að hluta til í eigu ís- lenskra fjárfesta, hafa hug á því að skrá fé- lagið í Kauphöllina. TALNINGAMENN AÐ STÖRFUM Svisslend- ingar kusu í gær um gildistöku Schengen- samkomulagsins og einnig um réttindi samkynhneigðra. 550 5000 AUGLÝSINGASÍMI
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.