Fréttablaðið


Fréttablaðið - 06.06.2005, Qupperneq 12

Fréttablaðið - 06.06.2005, Qupperneq 12
12 6. júní 2005 MÁNUDAGUR Me› leyfi frá lágvöxn- um Hraunsnefjungum Fjárhúsið hjá bændunum á Hraunsnefi í Borgarfirði hefur heldur betur tekið stakkaskiptum. Blaðamaður komst að því þegar honum var boðið í kaffi og með því í gamla haughúsinu. Framkvæmdir gengu illa þar til leyfi fyrir þeim fékkst hjá lágvöxnum Hraunsnefjungum. FERÐAMENNSKA Hjónin Brynja Brynjarsdóttir og Jóhann Harðar- son ferðabændur á Hraunsnefi í Borgarfirði hafa unnið að því hörð- um höndum að umbreyta fjárhús- inu í gistiheimili en frá og með 15. júní næstkomandi, þegar fram- kvæmdum lýkur og gistiþjónustan opnar, verður hægt að leggja sig á Hraunsnefi í tjaldi eða herbergi. Einnig verður aðstaða til ráð- stefnuhalda og gamla haughúsið mun geta tekið við fimmtíu svöng- um munnum. En hjónakornin á Hraunsnefi urðu þess fljótlega vör að þau voru ekki einu ábúendurnir í þessari sveit þegar þau fluttust þangað full af framkvæmdagleði fyrir einu og hálfu ári. Brynja útskýrir málið: „Við fengum ekki deigan dropa úr vatnskrananum né heldur hafði neitt gengið að slétta úr hérna fyr- ir ofan til að gera flatir fyrir tjald- stæði. Þar að auki drapst alltaf á slátturvélinni þegar við reyndum að slá hérna fyrir neðan. Eftir ábendingar frá Erlu Stefánsdóttur, álfasérfræðingi, prófuðum við svo að útskýra fyrir álfunum sem hér kynnu að vera að við vildum ekkert eyðileggja heldur aðeins snyrta til og bæta og hvort þeir væru nú ekki til í að leyfa okkur það; þá fór vatn- ið að renna og slátturvélin í gang,“ segir hún og hlær. Erla sem þekkt er fyrir álfa- fræðin hefur nú kortlagt svæðið og er engu líkara en íbúarnir á Hraunsnefi séu fjölmargir. Ásamt fjölmörgum álfasteinum á svæð- inu er gamall blótsstaður neðar- lega á túninu þar sem undarlegir vættir halda til. Gestum á Hraunsnefi mun standa til boða að fara upp í hlíð og tóna þar frá álfa- steini einum en það er orkufyllandi athæfi að sögn þeirra sem reynt hafa. En framkvæmdaþróttur þeirra hjóna er ekki á þrotum því þau ráð- gera að reisa einskonar þorp í hlíð- inni fyrir ofan þar sem gestir geta valið sér hús til að búa í um stund- arsakir. „Efst í byggðinni verður svo bæjarstjórinn,“ segir Brynja í glettni en er svo rokinn með ham- arinn því von er á gestum 15. júni og því þurfa Hraunsnefjungar að hafa hröð handtök. jse@frettabladid.is ÁRIÐ 2004 VORU 70 TOGARAR SKRÁÐIR Á ÍSLANDI Heimild: Hagstofan SVONA ERUM VIÐ Friðrik Þór Friðriksson kvikmyndaleik- stjóri er þessa dagana að berja sam- an fjármagni fyrir nýrri mynd, Óvinafagnaðinum. Handritið er skrif- að eftir skáldsögu Einars Kárasonar sem aftur er byggð á Sturlungasögu. Friðrik segir að söfnunin gangi vel en það hafi verið erfitt út af lágu gengi dollarans. Til dæmis hafi upphafleg fjárhagsáætlun hækkað um 3 millj- ónir dollara vegna gengis en að sögn Friðriks verður þetta 28 milljóna doll- ara mynd. Megnið af því fjármagni kemur erlendis frá. Friðrik vonast til að geta hafið tök- ur í lok september. Handritið er þeg- ar tilbúið og að sögn Friðriks skot- helt. Friðrik sér ekki fram á mikið sum- arfrí. Hins vegar ætlar hann að reyna að komast í veiði enda forfallinn veiðimaður. Hann ætlar að renna fyr- ir fisk í drottningu veiðiánna, Laxá í Að- aldal, og skreppa stuttlega í Hvítá. Hann segist vera mjög fisk- inn og finnst fiskur mjög góður. Sérstaklega sjóbirtingur sem Friðrik matreiðir með því að skella á grillið í eina og hálfa mínútu. „Þannig að hann sé hrár inn við beinið, það er besti matur í heimi,“ segir Friðrik sem er á leiðinni á kvikmyndahá- tíð í Seattle þar sem hann sit- ur í dómnefnd. Þar mun hann einnig reyna að fá fólk til að fjármagna Óvinafagnaðinn. Safnar fyrir Óvinafagna›i HVAÐ ER AÐ FRÉTTA? FRIÐRIK ÞÓR FRIÐRIKSSON BJARNI HARÐARSON Vill ekki flyngri dóma MANSALSDÓMAR SJÓNARHÓLL TAK TU ÞÁT T! Taktu þátt þú gætir unnið: Meet the fockers Lemony Snicket´s A Series Of Unfortunate Events • Meet the parents SE • Aðrar DVD myndir Kippur af Coke og margt fleira! D3 Vinningar verða afhentir hjá BT Smáralind. Kópavogi. Með því að taka þátt ertu kominn í SMS klúbb. 199 kr/skeytið HA HA HA HA HA! FR ÉT TA B LA Ð IÐ /G VA HRAUNSNEFJUNGAR Í FRAMKVÆMDAHAM Þau Brynja Brynjarsdóttir og Jóhann Harðarson fyrir framan fjárhúsið sem verður end- anlega orðið að gistiheimili þann 15. júní. Þau eru glöð í bragði enda hafa framkvæmdir gengið vonum framar eftir að lágvaxnir Hraunsnefjungar gáfu grænt ljós á þær. FERÐAMENNSKA Þeir sem álíta lands- byggðina fulla af fólki sem berjist í bökkum og bíði tækifæris til að komast suður gætu orðið hissa ef þeir kynntust Hirti Árnasyni og konu hans Unni Halldórsdóttur en þau reka Shell söluskálann í Borg- arnesi. Þau hjúin eru gamlir Reyk- víkingar en Hjörtur var rekstrar- stjóri hjá Skeljungi en Unnur fram- kvæmdastjóri Landssamtakana Heimili og skóli. „Mörgum þótti það óðs manns æði þegar við ákváðum svo að kaupa reksturinn á Shell-sjoppu úti á landi,“ segir Hjörtur brosandi. „Vinir okkar voru hálfáhyggjufull- ir enda er sjoppan við túnfótinn hjá samkeppnisaðilanum sem er hund- rað sinnum stærri en við. Ég hafði þó alltaf trú á þessu,“ bætir Hjört- ur við. Hann reyndist sannspár enda hafa viðskiptin verið í blóma sérstaklega eftir að Hvalfjarðar- göngin opnuðu. En þau hjú hafa ekki látið staðar numið og nú er verið að leggja lokahönd á fyrsta gólfhótelið á landinu við golfvöllinn að Hamri í Borgarfirði en það hótel er í eigu þeirra hjóna. „Þetta verður fullbú- ið þriggja stjörnu hótel með 30 her- bergjum og verður opnað 20. þessa mánaðar,“ útskýrir Hjörtur og hef- ur tröllatrú á að örlögin verði hon- um hliðholl líkt og þegar hann sló til og keypti rekstur söluskálans. En skyldi þessi athafnamaður ekki sakna borgarinnar? „Nei, þeim mun oftar sem ég fer til Reykjavíkur þeim mun fegnari er ég yfir því að hafa farið,“ segir hann og útbýr eina með öllu fyrir ferðalang úr borginni. – jse Athafnamaður lætur til sín taka í Borgarfirði: Reisir fyrsta golfhótel landsins FR ÉT TA B LA Ð IÐ /G VA HJÖRTUR ÁRNASON Hjörtur segir að mörgum hafi þótt það óðs manns æði þegar hann sagði upp í góðu starfi fyrir sunnan og keypti rekstur söluskála úti á landi. Hann er enn að ögra slíkum röddum því innan skamms verður hann eigandi fyrsta gólfhótelsins á landinu. Sumir telja að taka þurfi á málum sem tengjast mansali af meiri festu og þyngja þurfi dóma til að senda þau skilaboð að ekki sé ákjósanlegt að flytja fólk um Ísland. Bjarni Harðarson, ritstjóri Sunn- lenska, er ósammála þessu. „Ég er al- mennt á móti þungum refsingum,“ segir Bjarni sem telur vafamál að refs- ingar beri árangur, heldur séu oftar en ekki hluti af keðjuverkun sem viðhald- ið sé með refsingum. Hann segir að auðvitað séu sum mansalsmálanna andstyggileg, hins vegar trúi hann því að oft séu þau á mörkum þess að vera mansal og teng- ist frekar tilraunum þriðja heims íbúa til að komast til Vesturlanda. „Mansals- vandamálið er að stærstum hluta til- komið vegna þess hve Vesturlönd hafa lokað sínum löndum fyrir íbúum þriðja heimsins,“ segir Bjarni sem vill opna landamæri miklu meira. Nýlunda á veitingahúsi í Taívan: Bor›a upp úr klósettum Sú nýlunda hefur verið tekin upp á veitingahúsi í Taívan að þar borða gestir ekki af hefðbundnum diskum heldur úr líkönum af vest- rænum og austrænum klósettum. Maturinn sem borinn er fram á veitingahúsinu líkist um margt því sem venjulega lendir ofan í klósettunum, brúnir karríréttir og súkkulaðiís er meðal þess sem finna má á matseðlinum. Viðskiptavinir veitingahússins hafa tekið þessari nýjungagirni eigandans Eric Wang vel og iðu- lega er fullt út úr dyrum. Við- skiptavinirnir gera jafnvel meira úr subbuskapnum sjálfir og hræra í matnum þangað til hann lítur nákvæmlega eins út og þegar gleymist að sturta niður í klósett- um og spæna svo í sig gúmmelað- ið með bestu lyst. - oá KLÓSETTDISKAR Réttirnir á veitinga- staðnum líkjast því sem oft lendir ofan í klósettum, brúnir karríréttir og súkkulaðiís.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.