Fréttablaðið - 06.06.2005, Page 74

Fréttablaðið - 06.06.2005, Page 74
Í aldarfjórðung hefur Helga Steffensen skemmt ungum sem öldnum á sumrin með dyggri að- stoð Lilla og félaga. Hún heillað- ist snemma af brúðuleikhúsi sem listgrein og tók við Brúðubílnum árið 1980 af upphafsmanni hans Jóni E. Guðmundssyni. Hún hefur farið á ýmis nám- skeið bæði hér á landi og á Norð- urlöndunum og viðað að sér þekkingu. Hins vegar segir hún reynsluna vera einn besta skól- ann. En hvað er svona heillandi við brúðuleikhúsið? „Það inniheldur allt. Fyrst semur maður leikritið, býr til brúðurnar og leiktjöldin og leikur,“ segir Helga auk þess sem sérstök kúnst sé að stjórna brúðunum. „Það þarf mikla æf- ingu og ögun til að vera góður brúðustjórnandi,“ segir Helga sem hefur samið mikið af leikrit- unum sem eru sýnd í brúðubíln- um. Á hverju sumri kemur hún með tvö ný leikrit og því má ætla að þau séu orðin ansi mörg eftir 25 ár. Mörg leikritin tekur hún upp úr sögum og breytir fyrir brúðuleikhús. Þá hefur hún gam- an af því að taka gamlar íslensk- ar sögur eða kvæði eins og Guttavísur. Helga býr sjálf til brúðurnar í bílinn og finnst það eitt skemmtilegasta verkefnið þótt það sé mikil vinna. Alltaf bætast við nýjar brúður en sumar eru vinsælar og eiga því fastan samastað í Brúðubílnum. Sú allra vinsælasta er án efa apinn Lilli. „Hann á næstum jafnlangt starfsafmæli og ég,“ segir Helga og hlær hjartanlega. „En þetta grey eldist ekkert og er alltaf fimm ára,“ segir Helga sem finnst börn ekkert hafa breyst í gegnum tíðina. „Mér finnst þau alltaf jafn sönn, yndisleg, rétt- sýn og heiðarleg,“ Í sumar sýnir Helga leikrit allt frá fyrstu árum leikhússins í tilefni afmælisins. Það elsta er Ungarnir og refurinn. „Ég býst við að einhverjir foreldrar sem komi með börnin sín í sumar muni kannast við það frá því þeir voru litlir,“ segir Helga sem til- einkar þessa sýningu minningu vinkonu sinnar Guðrúnar Katrínar Þorbjörnsdóttur fyrr- um forsetafrúar. 18 6. júní 2005 MÁNUDAGUR JEAN PAUL GETTY (1892-1976) lést þennan dag. Lilli eldist aldrei TÍMAMÓT: HELGA STEFFENSEN STJÓRNANDI BRÚÐUBÍLSINS Í 25 ÁR: „Uppskrift að velgengni: Vaknaðu snemma, leggðu hart að þér og finndu olíu.“ - J. Paul Getty var bandarískur auðjöfur sem stofnaði Getty- olíufélagið. Hann var fyrsti maðurinn til að eiga einn milljarð Bandaríkjadala. timamot@frettabladid.is AFMÆLI Ingibjörg J. Rafnar lögfræðingur er 55 ára. Bubbi Morthens tónlistarmaður er 49 ára. Jakob Falur Garðarsson, sendiráðsfulltrúi í Brussel, er 39 ára. Stefán Eiríksson, skrifstofustjóri dóms- málaráðuneytisins, er 35 ára. Baldvin A. Baldvinsson Aalen, trommari í Sóldögg, er 31 árs. Brynja Valdís Gísladóttir leikkona er 32 ára. BRÚÐUBÍLSGENGIÐ Helga ásamt þeim Vigdísi Másdóttur leikkonu og Birgi Ísleifi Gunnarssyni bílstjóra Brúðubílsins. Þennan dag árið 1944 réðust bandamenn gegn nasistum í Norm- andí við strendur Frakklands. Inn- rásin er ein sú frægasta og afdrifa- ríkasta í seinni heimsstyrjöldinni þar sem hún olli miklum þáttaskil- um í stríðinu og hefur innrásardag- urinn verið þekktur undir nafninu D-Day eða d-dagurinn allar götur síðan. Í byrjun árs 1944 var orðið ljóst að Þjóðverjar væru að tapa heimsstyrj- öldinni. Bandamenn töldu sig þurfa að ráðast inn í Vestur-Evrópu þar sem Þjóðverjar höfðu þó náð að stöðva sókn þeirra upp Ítalíuskaga. Ákveðið var að á fyrsta degi innrás- ar skyldu tvær bandarískar, tvær breskar og ein kanadísk herdeild lenda á innrásarsvæðum sem náðu frá Cotentin-skaga í Normandí allt til borgarinnar Caen. Sömuleiðis skyldu tvær bandarískar og ein bresk fallhlífaherdeild lenda að baki varnarliðinu þá um morguninn. Óvissa og fát einkenndi fyrstu við- brögð yfirmanna þýska hersins. Þegar undirmenn Hitlers báru hon- um loks fréttirnar af innrásinni var hann ófús til að senda bryndeildir til Normandí því hann taldi að þetta væri blekkingarinnrás. Strandhögg bandamanna þann 6. júní tókst þrátt fyrir gríðarlega mót- spyrnu. Hins vegar stóð baráttan um Normandí fram í ágúst. 6. JÚNÍ 1944 ÞETTA GERÐIST MERKISATBURÐIR 1584 Prentun Guðbrandsbiblíu á Hólum í Hjaltadal lýkur. Bókin var gefin út í 500 eintökum. 1800 Alþingi er afnumið með konunglegri tilskipun. 1914 Bifreið er notuð í fyrsta sinn hér á landi til að aka brúð- hjónum til vígslu. 1938 Sjómannadagurinn er hald- inn hátíðlegur í fyrsta sinn. 1966 James Meredith, fyrsti svarti Bandaríkjamaðurinn til að fara í háskóla í Mississippi, er skotinn. 1984 Um 300 látast þegar ind- verski herinn ræðst inn í gullna hofið í Armitsar sem var í haldi herskárra sjíta. D-dagur í Normandí Tilkynningar um merkisatbur›i, stórafmæli, andlát og jar›arfarir í smáletursdálka hér á sí›unni má senda á netfangi› timamot@frettabladid.is. Augl‡singar á a› senda á auglysingar@frettabladid.is e›a hringja í síma 550 5000.           !" # $" ! $% &   ' ( ) !* +  $* * * & ,'% -./0 %  ) !" !&! -$&!!" % ) ! + &"1 ,! 2 1 3    4!") * 5$     6     &  5&6$ ! "1  7  ) ' )(!     & *"* 8"! 3  &*& !  6  & "  *() ! ,&*     *  $*,'"9 "  * &*  " 5$   &* 1 &:"2 1-./0+ &"1' 5&6$1  ;" "* !" & " 6   < &  < & 6!  &")3  53 = & "!  & !   & * " ! " (9 " "/ "!!&  !1 "2)" !>9  3! " ?,"!! $"  *& !!"& !!  7" &!  7"! & "! ->?$" <" < 7   23 !(& "=< 7 ) @3&! & " 7  A!!" 0& " "!! "                            !"#    2)" !B !!$"     09 "  $* 5$     !  B ! C !"  7 "!! @"" ,"*"  7 &!D,1 " "    ! &  &*   $* ,"!"  "  *" &    * * D#  ") " !"  ! ! "'"D#D "*  & $*  )!"D  )  "  -)"" !&   FR ÉT TA B LA Ð IÐ /H EI Ð A H EL G AD Ó TT IR „Fyrsta starfið sem ég fékk greitt fyrir að inna af hendi var þegar ég var sendill í hverfis- búðinni í Laugarneshverfinu,“ segir Sævar Karl Ólason, klæð- skeri og kaupmaður í Banka- stræti. Sævar kynntist vinnu snemma og var sendur í sveit sex ára gamall. Þegar hann var tólf ára komst hann inn undir hjá kaup- manninum í hverfisversluninni í Laugarnesinu. „Ég átti heima í Laugarnesi 62 og hverfisversl- unina rak maður að nafni Gunn- ar. Verslunin hét Vitinn og ég held að það sé verslað með gler- vöru þar í dag. Fyrir Gunnar hjólaði ég með kókkassa og því um líkt heim til fólks og fékk pening fyrir. Mig minnir að þetta hafi nú ekki verið mikið, en launin voru eflaust drjúg í augum tólf ára hnokka.“ Sævar segir það hafa verið sér mikils virði að fá tækifæri til að vinna sér fyrir skotsilfri og hefur verið sívinnandi síðan, þótt hann hafi ekki ílengst í sendilstarfinu. „Ég fór á á tog- ara þegar ég var fjórtán ára. Réð mig sem háseta á hálfum hlut. Tíðarandinn var sá að það þótti ekki tiltökumál þótt dreng- ir á fermingaraldri færu á sjó. Það unnu allir sem vettlingi gátu valdið.“ FYRSTA STARFIÐ: Hjóla›i me› kókkassa í Laugarnesinu SÆVAR KARL ÓLASON FÆDDUST fiENNAN DAG 1799 Alexander Púskín rithöfundur. 1875 Thomas Mann rithöfundur. 1935 Dalai Lama fjórtándi. 1946 Lasse Hallström leikstjóri. 1956 Björn Borg tennisleikari. ANDLÁT Jón Hallgrímsson, áður til heimilis á Kleppsvegi 28, Reykjavík, andaðist á Víf- ilsstöðum að kvöldi fimmtudagsins 2. júní. Guðmundur Bergsteinn Jóhannsson, Birkigrund 2, Selfossi, lést sunnudaginn 29. maí. JAR‹ARFARIR 13.00 Erla Ingibjörg Vilhjálmsdóttir, Hvannalundi 5, Garðabæ, verður jarðsungin frá Vídalínskirkju í Garðabæ. 13.00 Sigurlín (Eva) Andrésdóttir, Skjóli, áður Furugerði 1, verður jarðsungin frá Grensáskirkju. 13.00 Lára Sigurbjörnsdóttir, Ási, við Sólvallagötu, verður jarðsungin frá Dómkirkjunni. 15.00 Sveinbjörn Sigurðsson bygginga- meistari, Miðleiti 7, verður jarð- sunginn frá Dómkirkjunni.

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.