Fréttablaðið - 06.06.2005, Blaðsíða 78
6. júní 2005 MÁNUDAGUR
Ashley Cole leikmaður Arsenal,óttast um framtíð sína hjá félag-
inu eftir að hann varð uppvís af því
að hafa rætt ólög-
lega við Chelsea
um að ganga til liðs
við þá. Cole á ekki
von á að geta leikið
meira með Arsenal
og segist alveg í
rusli. „Ég vil hvergi
leika annars staðar
en hjá Arsenal, en nú sýnist mér ég
ekki vera velkominn hjá félaginu
lengur. Ég sé mig aldrei leika fyrir
annað lið en Arsenal og ef ég þarf
að fara héðan, vil ég fara frá
Englandi,“ sagði Cole.
Breski boxarinn Ricky Hatton barsigurorð af Kostya Tszyu í bar-
daga um heimsmeistaratitilinn í
veltivigt um helgina og í kjölfarið
eru menn farnir að tala um hann
sem besta veltivigtarmann í heimin-
um. Bardaginn var frábær skemmt-
un frá upphafi til enda og Bretinn
ungi þótti sýna ótrúleg tilþrif og út-
hald. „Ricky er á góðri leið með að
verða besti boxari sem Bretland hef-
ur alið af sér,“ sagði þjálfari hans
eftir bardagann.
Martin Jol, knattspyrnustjóriTottenham, biður aðdáendur
liðsins að örvænta ekki þó að Frank
Arnesen hafi stungið af frá félaginu
og gengið í raðir Chelsea. „Það var
súrt að missa
Frank, en ég get
lofað því að við
munum ekki láta
brotthvarf hans á
okkur fá. Það eru
spennandi tímar
framundan hjá fé-
laginu og við erum
staðráðnir í að byggja á bættu gengi
í fyrra. Við enduðum síðasta tímabil
á jákvæðum nótum og munum taka
það með okkur inn í næsta tímabil.“
Franski ökuþórinn Sebastien Loebá Citroen hélt áfram sigurgöngu
sinni í heimsbikarkeppninni í ralli
um helgina, þegar hann sigraði ör-
ugglega í tyrkneska rallinu á sunnu-
daginn. Heims-
meistarinn sigraði á
tíu af sautján sér-
leiðum í keppninni
og var með tæpri
mínútu betri tíma
en næsti maður,
sem var Petter Sol-
berg á Subaru.
Loeb hefur þrettán stiga forystu á
næsta mann í stigakeppni öku-
manna það sem af er tímabilinu, en
sigurinn um helgina var hans fjórði í
röð.
Shaquille O’Neal var tekinn áorðinu af ættingjum George
Mikan heitins, en hann hafði lofað
að greiða allan útfararkostnað goð-
sagnarinnar, því
hann heyrði að fjöl-
skylda hans ætti við
fjárhagserfiðleika
að etja. Mikan var
fyrsta stórstjarnan í
NBA-deildinni og
leit O’Neal mikið
upp til hans. „Send-
ið reikninginn bara til Miami-liðsins,
það yrði mér sannur heiður að fá að
greiða fyrir útförina, því án hans
væri ég ekki það sem ég er í dag,“
sagði tröllið.
Það er sjaldan lognmolla í kring-um lið Detroit Pistons og þeir
komust í fréttirnar fyrir annað og
meira en að vinna leiki. Önnur
sprengjuhótunin á örfáum vikum
skapaði nokkra ringulreið fyrir sjötta
leikinn við Miami á sunnudags-
kvöldið og þurfti að
tæma húsið í kjöl-
farið. Þetta reyndist
þó vera gabb eins
og í fyrra skiptið og
sökudólgurinn var
handtekinn í gær.
Þá fékk Rasheed
Wallace 20.000
dollara sekt fyrir að gagnrýna dóm-
ara opinberlega og fyrir að nota
ófagran munnsöfnuð í viðtölum við
fjölmiðla, en hann gagnrýndi dóm-
arana sem dæmdu fimmta leikinn
við Miami harðlega.
ÚR SPORTINU
22
LEIKIR GÆRDAGSINS
1. deild karla:
KS–VÍKINGUR R. 0–0
www.toyota.is
ÍS
LE
N
SK
A
A
U
G
LÝ
SI
N
G
A
ST
O
FA
N
/S
IA
.I
S
T
O
Y
28
19
1
0
5/
20
05
Nú fæst hinn feikivinsæli RAV4 í sérstakri útfærslu með sportlegu
yfirbragði. Aukahlutapakki að verðmæti 160.000 kr. fylgir. Pakkinn
inniheldur sílsahlíf, krómgrind á afturljós, sportgrill, krómstút á púst,
sílsarör og dráttarbeisli. RAV4 SPORT sameinar því þægindi, kraft,
öryggi, sportlegt útlit og hagstæð kjör, en hann fæst frá aðeins
2.720.000 kr. Komdu og prófaðu RAV4 SPORT í dag.
Toyota, Nýbýlavegi 4-8, sími 570 5070
RAV4 SPORT. Fyrir allt sem í þér býr og meira til.
Aukahlutapakki að verðmæti 160.000 kr. fylgir með.
Verð frá 2.720.000 kr.
Jafnt í borg sem til fjalla
RAV4 SPORT
Sportgrill Sílsarör Krómgrind
á afturljós
Sílsahlíf Krómstút
á púst
Dráttarbeisli
Detroit jafnaði metin gegn Miami í NBA:
Oddaleikur í kvöld
KÖRFUBOLTI. Það verður sannkallað-
ur stórleikur í NBA í nótt þegar
Miami Heat og Detroit Pistons
mætast í hreinum úrslitaleik um
sæti í lokaúrslitunum, eftir að
Detroit vann sjötta leik liðanna
með gríðarlegum yfirburðum í
fyrrinótt, 91-66.
Miami lék án Dwayne Wade,
sem er meiddur og horfir nú fram
á erfiðan oddaleik þar sem svo
gæti farið að aðalskorari Miami
yrði ekki með. Jafnræði var með
liðunum í fyrsta fjórðungnum í
fyrrakvöld, en þá opnaðist fyrir
allar flóðgáttir hjá Miami og í ljós
kom hversu mikið lakara liðið er
án Wade. Shaquille O’Neal lék
ágætlega í leiknum og skoraði 24
stig og hirti 13 fráköst, en það
dugði ekki til og sóknarleikur Mi-
ami var vandræðalegur og tilvilj-
anakenndur. Richard Hamilton
var stigahæstur í liði Detroit með
24 stig og meistararnir hugsa sér
gott til glóðarinnar í oddaleiknum
í Miami í kvöld.
„Mínir menn léku vel í kvöld
og ég held að áhorfenda bíði sann-
kölluð veisla í úrslitaleiknum. Þar
vona ég að betra liðið vinni og ég
er alveg viss um að Dwayne Wade
verður til í slaginn þá,“ sagði
Larry Brown, þjálfari Detroit.
„Nú verðum við að gjöra svo vel
og klára dæmið í næsta leik og
þar duga engar afsakanir,“ sagði
Shaquille O’Neal hjá Miami. „Nú
er það bara að vinna eða hypja sig
heim og það sem ég er ekki sér-
lega mikið fyrir að veiða, verðum
við einfaldlega að vinna oddaleik-
inn á heimavelli,“ sagði Damon
Jones, leikmaður Miami. -bb
LYKILLINN Dwayne Wade verður að ná heilsu fyrir oddaleikinn ef Miami á að eiga mögu-
leika gegn meisturunum. FRÉTTABLAÐIÐ/GETTYIMAGES