Fréttablaðið - 06.06.2005, Side 81

Fréttablaðið - 06.06.2005, Side 81
Heimasíða Classic fm hélt könnun meðal lesenda sinna um það hvaða kvikmynd innihéldi bestu frum- sömdu tónlistina. Þúsundir kusu og fékk tónskáldið John Williams flest verkefni sín inn á topp 50, alls átta, en Howard Shore hamp- aði fyrsta sætinu fyrir ógleyman- lega tónlist úr Lord of the Rings. John Williams er eitt þekktasta tónskáld samtímans. Hann hefur samið fyrir margar af frægustu myndum kvikmyndasögunnar þar á meðal Star Wars-myndirnar, Ju- rassic Park, E.T. og Indiana Jones. Hann er afkastamikið skáld með fleiri en hundrað kvikmyndir á ferilskránni en það hefur ekki bitnað á gæðum tónlistarinnar því hann hefur fengið flestar Óskar- stilnefningar núlifandi mann- eskju. Honum tókst frábærlega að fanga viðkvæmt andrúmsloftið í Schindler's List og hvert manns- barn getur raulað stefið sem not- að er við Svarthöfða í Star Wars. Til gamans má geta að Williams hefur samið tónlistina við allar Spielberg-myndirnar nema eina. Howard Shore fékk Óskarsverð- launin fyrir tónlistina úr Lord of the Rings en hann hefur samið tónlist fyrir meira en sextíu kvik- myndir, til dæmis Silence of the Lambs, Philadelphia og Seven. Hann er einn af upphafsmönnum Saturday Night Live og sá um tón- listina í þáttunum þegar þeir hófu göngu sína. Kvikmyndatónlist er oft vanmetið fyrirbæri. Vel heppnuð tónlist getur gert góða kvikmynd frábæra en eins getur óheppileg tónlist drepið niður alla stemmningu. Tónlistin er ómissandi viðbót við túlkun leik- ara og getur hún gert áhorfendur spennta, æsta eða sorgbitna, allt eftir því hvernig hún er sett fram. 25MÁNUDAGUR 6. júní 2005 STÓRA SVIÐ 99% UNKNOWN - Sirkussýning CIRKUS CIRKÖR frá SVÍÞJÓÐ Þri 14/6 kl 20, Mi 15/6 kl 20, Fi 16/6 kl 20, Fö 17/6 kl 20 Aðeins þessar sýningar 25 TÍMAR Dansleikhús / samkeppni LR og Íd í samstarfi við SPRON. Fi 9/6 kl 20 - 2.500,- Einstakur viðburður KALLI Á ÞAKINU e. Astrid Lindgren Í samstarfi við Á þakinu Su 12/6 kl 14 UPPS, Su 12/6 kl 17, Lau 18/6 kl 14, Su 19/6 kl 14 - UPPS., Su 26/6 kl 14, Lau 9/7 kl 14, Su 10/7 kl 14, Su 17/7 kl 14, Su 24/7 kl 14 NÝJA SVIÐ/LITLA SVIÐ/ÞRIÐJA HÆÐIN ALVEG BRILLJANT SKILNAÐUR Einleikur Eddu Björgvinsdóttur. Fi 9/6 kl 20, Fö 10/6 kl 20 - UPPS., Lau 11/6 kl 20, Þri 14/6 kl 20, Fi 16/6 kl 20, Lau 17/6 kl 20, Su 18/6 kl 20 Síðustu sýningar Börn 12 ára og yngri fá frítt í Borgarleikhúsið í fylgd fullorðinna - gildir ekki á barnasýningar Miðasölusími 568 8000 midasala@borgarleikhus.is Miðasala á netinu www.borgarleikhus.is Miðasalan í Borgarleikhúsinu er opin: 10-18 mánudaga og þriðjudaga, 10-20 miðviku-, fimmtu- og föstudaga 12-20 laugardaga og sunnudag Meðlimir Bjargræðiskvartetts- ins hafa látið undan miklum þrýstingi, óskum og hvatningu frá aðdáendum sínum og sett saman nýja söngdagskrá. Allt eru þetta lög sem hafa notið mikilla vinsælda víða um heim, en nokk- ur þeirra hafa ekki áður heyrst í flutningi Bjargræðiskvartetts- ins. Að vanda eru þau útsett af meðlimum kvartettsins og þarafleiðandi bæði vönduð og skemmtileg. Kvartettinn skipa Húsvíking- urinn Aðalheiður Þorsteinsdóttir, Reykvíkingurinn Anna Sigríður Helgadóttir, Patreksfirðingurinn Gísli Magnason og Hafnfirðing- urinn Örn Arnarson. Bjargræðiskvartettinn hefur því sömu kynjaskipan og ABBA- flokkurinn forðum, eða tvennt af hvoru kyni, allir syngja og allir spila á alls konar hljóðfæri. Kvartettinn verður með tón- leika í kvöld í sal FÍH við Rauða- gerði. Tónleikarnir hefjast klukkan 20 og má fastelega reikna með því að þeir seljist upp. Kvartett gengur aftur BJARGRÆÐISKVARTETTINN Þessi vinsæli kvartett er mættur til leiks á ný og verður með tónleika í kvöld. Bestu kvikmynda- tónverk sögunnar 1. The Lord of the Rings Höfundur: Howard Shore 2. Schindler's List Höfundur: John Williams 3. Gladiator Höfundar: Hans Zimmer/Lisa Gerrard 4. Star Wars Höfundur: John Williams 5. Out of Africa Höfundur: John Barry 6. Dances with Wolves Höfundur: John Barry 7. Lawrence of Arabia Höfundur: Maurice Jarre 8. The Mission Höfundur: Ennio Morricone 9. Jurassic Park Höfundur: John Williams 10. Pirates of the Carribean Höfundur: Klaus Badelt GLADIATOR Í Gladiator blandast saman nýaldartónlist Gerrards og hasartónlist Zimmers. LORD OF THE RINGS Bestu kvikmynda- tónlist allra tíma er að finna í Lord of the Rings að mati lesenda classicfm.com.

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.