Fréttablaðið - 03.07.2005, Side 8

Fréttablaðið - 03.07.2005, Side 8
N ú um helgina hafa verið haldnir tónleikar víða um heimgegn fátækt í veröldinni, en einkum þó Afríku. Tónleika-haldarar vilja með þessu beina athyglinni að hinni miklu fá- tækt sem víða ríkir í heiminum og þeirri staðreynd að talið er að um 30 þúsund manns deyji á degi hverjum vegna hungurs og fá- tæktar. Það er engin tilviljun að þessi helgi er valin til tónleika- haldsins, því síðar í vikunni halda leiðtogar iðnveldanna átta fund í Skotlandi, þar sem málefni fátækustu ríkjanna verða til umræðu. Þegar hefur verið ákveðið að fella niður skuldir margra ríkja við alþjóðastofnanir, en meira þarf til. Fella þarf niður skuldir fleiri ríkja og þá ekki aðeins við alþjóðastofnanir. Ekki er nóg að fella niður skuldir fátæku ríkjanna, það þarf kannski miklu fremur að huga að stjórnarfari og umbótum í stjórn- kerfinu í mörgum þessara ríkja. Það er ekki þar með sagt að þau þurfi að taka upp stjórnkerfi vestrænna ríkja, heldur þarf að upp- ræta þá spillingu sem víða viðgengst í þróunarríkjunum, jafnframt því sem þau eiga að fá að halda sérkennum sínum hvert og eitt þeirra . Alþjóðastofananir og stórveldin hafa gjarnan gert að skil- yrði fyrir aðstoð, að viðkomandi ríki taki upp breytta stjórnarhætti og lagi sig að vestrænum siðum, en slíkt leiðir ekki alltaf til bóta eins og dæmin sanna. Grunur leikur líka á að spilltir valdhafar hafi oft stungið á sig styrkjum og framlögum sem fara áttu til uppbygg- ingar og hjálpar fátækum í löndunum, eða að milliliðir hafi hirt góðan skerf að því sem fara átti til hjálparstarfs. Slíka hluti verður að koma í veg fyrir, ef takast á að koma fólkinu í fátæku löndunum til hjálpar. Framlag tónlistarmannanna og annarra listamanna bæði hér á landi og víða um heim um helgina er mikilvægt til þess að vekja at- hygli á örbirgðinni í þróunarríkjunum, en svo þegar líður á vikuna og fundur leiðtoga iðnveldanna er að baki þá er hætt við að önnur mál taki athyglina frá vandamálum fátæku þjóðanna. Þá kemur til kasta stjórnvalda að efna þau loforð sem gefin hafa verið varðandi aðstoð. Sameinuðu þjóðirnar hafa gefið út það markmið að ríki greiði 0,7 prósent hverrar landsframleiðslu til þróunarhjálpar. Mörg nágrannaríkja okkar hafa þegar náð þessu marki og við Ís- lendingar höfum stöðugt sótt í okkur veðrið í þessum efnum. Hlut- fallsleg framlög okkar hafa hækkað ár frá ári, þótt enn sé töluvert í að við náum markmiði Sameinuðu þjóðanna. Þegar Ísland er komið á lista auðugustu ríkja heims miðað við mannfjölda og fram- þróun á ýmsum sviðum, gerir alþjóðasamfélagið þær kröfur til okkar að við stöndum við okkar hlut gagnvart þróunarríkjunum. Þess vegna verðum við að taka okkur á í þessum efnum, jafnframt því sem við þurfum að marka okkur ákveðna stefnu um hvernig við ætlum að verja framlögum okkar. 3. júlí 2005 SUNNUDAGUR SJÓNARMIÐ KÁRI JÓNASSON 30 þúsund manns deyja daglega vegna hungurs og fátækar. Spila› og sungi› gegn fátækt FRÁ DEGI TIL DAGS fiegar Ísland er komi› á lista au›ugustu ríkja heims mi›a› vi› mannfjölda og framflróun á ‡msum svi›um, gerir alfljó›asamfé- lagi› flær kröfur til okkar a› vi› stöndum vi› okkar hlut gagnvart flróunarríkjunum. fiess vegna ver›um vi› a› taka okkur á í flessum efnum, jafnframt flví sem vi› flurfum a› marka okkur ákve›na stefnu um hvernig vi› ætlum a› verja framlögum okkar. Fornbíladagurinn á Árbæjarsafni í dag kl. 13-17. Aðeins einn eftir Könnun Gallup frá því í júní um fylgi stjórnmálaflokkanna gefur Frjálslynda flokknum ekki meira en einn þing- mann. Hann fengi aðeins kjördæma- kjörinn þingmann í norðvesturkjör- dæmi en enga uppbótarþingmenn. Fyrsta þingmanninn missti Frjálslyndi flokkurinn þó þegar Gunnar Örlygsson gekk í raðir sjálfstæð- ismanna en næstu tvo eftir úthringingar Gallup. Guðjón Arnar Kristjánsson, formaður flokksins, hefur þó sýnt að hann er til alls líklegur en þarf að gefa í ef hann ætlar sér að halda sínu fylgi. Menntaskólastíllinn Guðmundur Hjaltason, framkvæmda- stjóri Eglu, fataðist heldur flugið þegar hann þýddi enska fréttatilkynn- ingu þýska bankans Hauck & Aufhäuser yfir á íslensku sem bank- inn sendi frá sér á dögunum. Eglu- menn létu svo Árna Þórð Jónsson hjá Athygli um að senda tilkynningu til fjölmiðla til þess að láta hana virka trúverðugri. Athygli vekur, þegar enska tilkynningin er skoðuð, að af henni má sjá að hún er ekki á hinni fínu banka-ensku sem notuð er af virtum fjármálafyrirtækjum í Evrópu, heldur minnir hún á góða æfingu í enskum stíl í menntaskóla. Engin heima Eglu-menn, þeir Ólafur Ólafsson, Guð- mundur Hjaltason og Kristinn Hall- grímsson, virðast ekkert kannast við með hvaða hætti fréttatilkynningin hafi borist hingað til lands. Þeir segja hana hafa verið gerða eftir að þeir sjálfir hafi greint þýska bankanum frá „ástandinu hér á landi“ út af málefnum bankans. Peter Gatti, sem skrifaður er undir til- kynninguna, svarar hvorki skilaboðum né vill að neinu leyti tjá sig um málið og því virðist enginn vita neitt um til- kynninguna nema að Guðmundur Hjaltason sá um þýðingar á leikritinu. hjalmar@frettabladid.is ÚTGÁFUFÉLAG: 365 – prentmiðlar RITSTJÓRI: Kári Jónasson FRÉTTARITSTJÓRAR: Sigurjón M. Egilsson og Sigmundur Ernir Rúnarsson AÐSTOÐARRITSTJÓRI: Jón Kaldal FULLTRÚI RITSTJÓRA: Guðmundur Magnússon RITSTJÓRNARFULLTRÚI: Steinunn Stefánsdóttir AUGLÝSINGASTJÓRI: Þórmundur Bergsson RITSTJÓRN OG AUGLÝSINGAR: Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík AÐAL- SÍMI: 550 5000 SÍMBRÉF Á FRÉTTADEILD: 550 5006 NETFÖNG: ritstjorn@frettabladid.is og auglysingar@frettabladid.is VEFFANG: visir.is UMBROT: 365 – prentmiðlar PRENTVINNSLA: Ísafoldarprentsmiðja ehf. DREIFING: Pósthúsið ehf. dreifing@posthusid.is Fréttablaðinu er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu, Suðurnesjum og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslunum á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. ISSN 1670-3871 Hef á stundum velt því fyrir mér hvort aðrar þjóðir tali jafn mikið um eigið ágæti og Íslendingar sannarlega gera þegar út- lendingar heyra til – og láti jafn mikið fyrir sér fara á erlendri grundu og þeir einatt gera í sjálfumgleði sinni, slái jafn rækilega um sig, stæri sig – og monti sig margfaldlega. Þessi líka merkilega þjóð. Já, hvort til dæmis Danir, staddir á Ítalíu, hlammi sér niður hjá heimamönnum og byrji að dásama eigið land og þjóð; hvort Ítalirnir þekki ekki Kim Larsen, hafi komið til Legolands, lesi bækur And- ersens? Hvort Svíar sem ferðast um Spánarlönd bíði í ofvæni eftir því að senjor- arnir mæri þá fyrir það eitt að vera Svíar. Og hvort Finnar á ferð um Rússland telji það sjálfsagt mál að um æðar Slavanna hríslist hrifningarstraumur við þau stórtíðindi að viðmæl- andinn komi frá Suomi; ja hérna – sjálfir höfundar Kalevalanna, synir Sibelí- usar, höfundar Helsinki- sáttmálans. Hvað þá að Norðmenn byrji allar sam- ræður við útlendinga á því hvort þeir þekki ekki Munch, eða A-ha, Bobbysocks og norsku peysurnar. Býst við að Íslendingar séu sér á báti. Og samkjafti ekki um eigið ágæti. Æjá, blessuð þjóðremban. Mig hefur oftsinnis langað til að síga undir borðbrúnina þegar Íslendingar byrja að tala um Gull- foss og Geysi á alþjóðlegum ráð- stefnum úti í heimi, sérstaklega á fundum ferðamálafrömuða. Þá ætlar allt um koll að keyra í of- mati á eigin þjóð. Gullfoss stækkar um helming, Geysir magnast að mun. Og svo er mar- vaðinn gjarna troðinn með Íslend- ingasögunum og elsta tungumáli heims, að ekki sé talað um Græn- landsferðirnar og Ameríkufund- inn, eldgosin og móðuharðindin, Laxness og Björk – og hvað þetta allt saman heitir sem leynist á bak við risavaxna kennitölu íslensku þjóðarinnar. Ef svo undarlega vill til að þessir erlendu viðmælendur hafa ekki áhuga á náttúrufari, sögu og heimsfrægum Íslendingum má allt eins skipta yfir í hagtölur og slá um sig með nýjustu úttektum OECD; hvergi betra læsi, hærri aldur, nýrri bílar, minni barna- dauði, meiri fegurð. Og svona al- mennt séð; hvergi meiri hamingja – jafn mælanleg og hún nú annars er. Hef stundum reynt að setja mig í spor þessara útlendinga sem neyðast til að hlusta á orðagjálfur Íslendinga og allar þessar óum- beðnu lýsingar í fundahléum stóru ráðstefnanna úti í heimi. Hvað skyldu þeir vera að hugsa á meðan Íslendingar láta dæluna ganga um samanlagða fegurð Vatnajökulsþjóðgarðsins, þess stærsta og hrikalegasta í Evrópu. Og ég hugsa jafnframt til þess hvernig mér myndi sjálfum líða ef blaðamaður frá Möltu – svo dæmi sé tekið – byrjaði að stunda þennan ófögnuð í eyru mín af minnsta tilefni, svo sem á milli rétta í lokahófi einnar ráðstefn- unnar; já vinur sæll, það get ég sko sagt þér að Valletta er einhver fjörlegasta borg sem hægt er að sækja heim; næturlífið magnað, konurnar hvergi fallegri, svolítið lauslátar meira að segja ... og svo myndi hann halla sér þétt upp að eyra mínu að hefja fagurgala sinn um sögu Möltu, Rómverjana sem komu þangað 218 fyrir Krist, Býsanska ríkið, Arabaveldið, Jó- h a n n e s a r r i d d a r a n a , Napóleónstímann og enska hernámið ... já, svo ekki sé minnst á kalk- steinalögin á Gozo, vín- ekrurnar á Comino, hvort ég viti ekki af mállýsk- unum, málurunum, rit- höfundunum og hvort ég þekki ekki hann David Agius, langfrægasta söngvara eyjunnar, hreint alveg dásamlegan fulltrúa lands og þjóðar. Og ég myndi bara hlusta með býflugnasuðið í eyrunum. Ekkert finnst Íslend- ingum merkilegra en að mæla sig við aðrar þjóðir. Það fer einhver unaður um þjóðarsálina þegar fréttist af Kristjáni Jó- hannssyni í einhverju óp- eruhúsi í Lyon, eða að Paul McCartney hafi hlustað á nýjustu plötu Sigur Rósar. Hvað þá þegar íslenskir kaupsýslumenn kaupa grónar fatabúðir á fasta- landinu. Enn meiri viður- kenning er að frægt fólk vilji koma til Íslands; rokkarar, leikarar, leik- stjórar. Og þegar einn kunnasti dægurlagasmið- ur Breta tók upp á því að reisa sér einbýlishús í einu úthverfa Reykjavíkur sleikti þjóðin út um. Það er eitthvað sætt við þetta. Ofursætt. Íslendingum er eiginlegt að mæla sig stærri en þeir eru, enda verðbólga þeim í blóð borin – og svo hitt að iðulega finnst þeim þeir vera langtum fjölmennari þjóð en 300 þúsund manna smá- ríki. Allt sem bendir til þess að landið og landsmenn séu ívið veigameiri en veruleikinn vitnar um er og verður helsta fréttaefni þessarar þjóðar. Sagan er meiri, náttúran stórkostlegri og fólkið listrænna og snjallara en venjan er á meðal annarra þjóða, enda þótt allt saman sé þetta nú svona miðlungs þegar að er gáð. Það er af þessum sökum sem Íslendingar skrifa fyrirfram um landsleiki Íslendinga og Þjóðverja í knattspyrnu eins og um gjörunn- inn leik sé að ræða ... þegar reynd- ir er sú að landslið þjóðarinnar á í stökustu vandræðum með að halda markinu hreinu í viðureign sinni við Möltu. Best erum við nefnilega á smá- þjóðaleikunum. En við minnumst ekkert á svoleiðis leika. Okkur lætur betur að leika stórhlut- verkin þótt við pössum ekki í rulluna. Og njótum okkar hvergi betur en við ýktar lýsingar á eigin afrekum þegar útlendingar heyra til. Og þeir skulu sko hlusta. Blessu› fljó›remban TÍÐARANDINN SIGMUNDUR ERNIR RÚNARSSON Ekkert finnst Íslendingum merkilegra en a› mæla sig vi› a›rar fljó›ir. fia› fer einhver una›ur um fljó›arsálina flegar fréttist af Kristjáni Jóhannssyni í einhverju óperuhúsi í Lyon, e›a a› Paul McCartney hafi hlusta› á n‡justu plötu Sigur Rósar.

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.