Fréttablaðið - 03.07.2005, Blaðsíða 4
4 3. júlí 2005 SUNNUDAGUR
Tillaga formanns Kjördæmasambands framsóknarmanna:
Vill halda opi› prófkjör
STJÓRNMÁL „Ég legg til að fram-
sóknarmenn í Reykjavík haldi
opið prófkjör svo að borgarbúar
geti sjálfir valið okkar borgar-
fulltrúa,“ segir Þorlákur Björns-
son formaður Kjördæmissam-
bands framsóknarmanna í
Reykjavíkurkjördæmi norður
en hann á einnig sæti í viðræðu-
nefnd um framtíð R-listans.
Hann segir umræðuna hafa
verið á þá vegu að framsóknar-
menn séu hræddir við dóm kjós-
enda vegna skoðanakannanna að
undanförnu en með þessu vilji
hann sannreyna að þeir treysti
borgarbúum mæta vel til að
meta störf flokksins.
Aðpurður hvort R-lista flokk-
arnir séu farnir að huga að kosn-
ingum hver með sínu sniði segir
Þorlákur það aðeins eðlilegt að
flokkarnir noti sína aðferð við
að koma sér saman um menn og
hann telur að opið prófkjör sé
eins og komið er hentugasta
leiðin fyrir framsóknarmenn,
hvort sem þeir verði innan R-
listans eða ekki.
Alferð Þorsteinsson segir
þetta vera bestu tíðindi sem
hann hafi heyrt lengi frá forystu
flokksins og vonast hann ein-
dregið til að orðið verði við til-
lögunni. Hann segist ekki vera
smeykur við að leggja verk sín
hjá Orkuveitunni undir dóm
borgarbúa, þrátt fyrir að
stjórnarformennska hans hjá
Orkuveitu Reykjavíkur hafi
verið mjög umdeild, enda hafi
umsvifin þar treyst atvinnulífið
á höfuðborgarsvæðinu. -jse
fi‡ski bankinn haf›i
tilkynningaskyldu ytra
VIÐSKIPTI Rekstrarhagnaður
þýska bankans Hauck &
Aufhäuser nam um 2,4 milljörð-
um íslenskra króna árið 2004
samkvæmt ársreikningi bank-
ans. Söluhagnaður bankans af
bréfunum í Búnaðarbanka árið
2004 var hins vegar um 1,85
milljarður króna sem bóka á sem
hagnað samkvæmt reiknings-
skilavenjum bankans.
Hagnaður bankans mun því að
meira en tveimur þriðju hlutum
byggður á fjárfestingu hans í
Búnaðarbankanum. Þýski
bankinn hefur ekki fengist til að
staðfesta hvort sú fjárfesting
hafi verið hans eigin eða hvort
hann hafi keypt bréfin fyrir
hönd annarra aðila eins og haldið
hefur verið fram.
Alþekkt er að fjármálafyrir-
tæki hafi safnreikninga fyrir
viðskiptavini sína. Þannig kemur
bankinn fram sem hluthafi fyrir
hönd viðskiptavinarins og er
skráður hluthafi en ekki hinn
raunverulegi eigandi. Slíkt telst
fyllilega eðlilegt en engu síður
hefur hinn raunverulegi eigandi
upplýsingaskyldu gagnvart við-
komandi yfirvöldum, svo sem
fjármálaeftirliti eða kauphöll-
um.
Þýska bankanum bar skylda
að tilkynna þýska fjármálaeftir-
litinu um kaup sín samkvæmt
þýskum bankalögum, þar sem
viðskipti með Búnaðarbankann
áttu sér stað innan Evrópska
Efnahagssvæðisins og eign
Hauck & Aufhäuser í Búnaðar-
bankanum var meiri en tíu pró-
sent. Þetta sagði starfsmaður
þýska fjármálaeftirlitisins þegar
Fréttablaðið leitaði upplýsinga
þar um tilkynningaskyldu bank-
ans. Þýska fjármálaeftirlitið vill
ekki gefa upp hvort bankinn hafi
gert slíkt enda tjáir það sig ekki
um mál einstakra banka. Eftirlit-
ið staðfesti þó að þýski bankinn
hafi ekki haft þessa upplýsinga-
skyldu ef hann hefði keypt hlut-
inn í annars nafni því þá hefði sá
aðili verið tilkynningaskyldur.
Forsvarsmenn Eglu hafa tjáð
Fréttablaðinu að eignarhlutur
þýska bankans í Búnaðarbanka
hafi verið færður í veltureikning
þýska bankans. Sá reikningur er
skráður í ársreikningi 2003 að
upphæð um 13 milljarðar ís-
lenskra króna. Kaup bankans í
Búnaðarbankanum sama ár voru
að fjárhæð 3,7 milljarðar króna.
Samkvæmt því er rúmlega fjórð-
ungur af veltureikningi bankans
viðskipti með bréf í Búnaðar-
bankanum.
hjalmar@frettabladid.is
EVRÓPA
HERÐA LEIT AÐ MLADIC Serbnesk
og bosnísk stjórnvöld hafa
ákveðið að herða leitina að stríðs-
glæpamönnum við landamæri
ríkjanna tveggja. Leitin beinist
einkum að Ratko Mladic, sem
sakaður er um að hafa stjórnað
fjöldamorðum á 8.000 múslimum
í Srebrenica í júlí 1995.
SKOTINN TIL BANA Öfgamönnum
úr röðum mótmælenda er kennt
um morðið á karlmanni sem skot-
inn var til bana í Belfast, höfuð-
borg Norður-Írlands, á föstudag.
Maðurinn var að vinna í rústum
kráar sem var áður í eigu eins yf-
irmanna öfgahóps mótmælenda
þegar bifreið var ekið framhjá og
hann skotinn.
Kynning á framkvæmdum
við Hellisheiðarvirkjun
Gestamóttakan í Skíðaskálanum
í Hveradölum er opin
mánudaga-laugardaga kl. 9-17
og sunnudaga kl. 13-18.
Allar nánari upplýsingar
í síma 516 6000 og á www.or.is
Aðgangur er ókeypis.
Allir velkomnir!
ORKA
ÚR IÐRUM JARÐAR
www.or.is
ÍS
LE
N
SK
A
A
U
G
LÝ
SI
N
G
A
ST
O
FA
N
/S
IA
.I
S
O
RK
2
87
51
06
/2
00
5
LÖGREGLUFRÉTTIR
VEÐRIÐ Í DAG
KAUP
Gengisvísitala krónunnar
Bandaríkjadalur
Sterlingspund
Evra
Dönsk króna
Norsk króna
Sænsk króna
Japanskt jen
SDR
USD
GBP
EUR
DKK
NOK
SEK
JPY
XDR
64,94 65,24
115,62 116,18
78,42 78,86
10,52 10,582
9,96 10,018
8,27 8,318
0,585 0,5884
95,5 95,06
GENGI GJALDMIÐLA 01.07.2005
GENGIÐ
HEIMILD: Seðlabanki Íslands
SALA
110,18 -0,13%
Rúmlega tveir flri›ju hlutar hagna›ar Hauck & Aufhäuser ári› 2004 eru vegna
söluhagna›ar af Búna›arbanka. fi‡ski bankinn haf›i tilkynningaskyldu vegna
kaupanna hjá fl‡ska fjármálaeftirlitinu.
FR
ÉT
TA
B
LA
Ð
IÐ
/H
B
HÖFUÐSTÖÐVAR HAUCK & AUFHÄUSER Í FRANKFURT Rúmlega tveir þriðju hlutar hagn-
aðar bankans árið 2004 er til kominn vegna söluhagnaðar af Búnaðarbanka.
Ólafsvík:
Sumarhús og
tjöld fuku
HÁTÍÐ Mikið fjör var á færeyskum
dögum í Ólafsvík um helgina og
fjöldi fólks sóttu bæinn heim.
Lögreglan áætlar að um 3000 til
5000 manns hafi verið í bænum.
Að sögn lögreglu fór allt vel
fram en mikinn strekking gerði
aðfararnótt laugardags og veður
var með versta móti. Tjöld fuku út
í veður og vind sem og grind af
sumarbústað sem var í byggingu.
Björgunarsveitir og lögregla voru
kölluð út til að aðstoða fólk sem
lenti í vandræðum vegna veður-
hamsins. Einhverjir gestir
pökkuðu þá saman og fóru heim.
Veðrið lagaðist þó fljótlega
daginn eftir og vindinn lægði. ■
DANSAÐ Á FÆREYSKUM DÖGUM Nokkuð
hvasst var í Ólafsvík og einhver tjöld fuku.
ÞORLÁKUR BJÖRNSSON
Þorlákur segir framsóknarmenn hvergi
bangna heldur séu þeir reiðubúnir að bera
verk sín undir dóm borgarbúa og því
leggur hann til að flokkurinn haldi opið
prófkjör í Reykjavík.
MAÐUR LÉST SKAMMT FRÁ HÖFN
Maður á sextugsaldri fannst lát-
inn í Ketillaugarfjalli um miðbik
gærdags. Maðurinn er heima-
maður á Höfn og hafði gengið oft
á fjallið. Lögreglan á Höfn sagði
líklegt að fólk hafi farið að undr-
ast um hann og fundið hann lát-
inn. Maðurinn hafði fallið fram af
brún. Ekki er ljóst hvort það hafi
orsakaði dauða hans.
FÓTBROTNAÐI VIÐ ÖSKJUVATN
Lögreglunni í Húsavík barst til-
kynning um ökklabrotinn mann
við Öskjuvatn um þrjúleytið í
gær. Erfitt var að komast að
manninum fótgangandi og var
því send þyrla frá varnarliðinu til
að sækja hann.
BÁTUR SÖKK ÚT AF SNÆFELLS-
NESI Báturinn Ísborg SH 58 var
nærri sokkinn út af Snæfellsnesi
um klukkan sex á föstudags-
kvöld. Landhelgisgæslan sendi
bátinn Bárð SH 81 á vettvang og
tókst að bjarga skipverjanum á
Ísborgu ómeiddum.
TVÖ UMFERÐARÓHÖPP Tvö um-
ferðaróhöpp urðu á Vestur-
landsvegi í gær. Um klukkan tíu
í gærmorgun varð árekstur við
gatnamót Akrafjallsvegar og
Vesturlandsvegar. Bílarnir
skemmdust töluvert og þurfti
að draga þá í burtu en engin
slys urðu á fólki. Um tvö leytið
valt bíll við gatnamót Vestur-
landsvegar og Hvalfjarðarveg-
ar. Að sögn lögreglunnar á
Akranesi voru þrjár stúlkur í
bílnum en engin þeirra slasað-
ist.
TVÖ FÓTBOLTAMÓT OG HUMAR-
HÁTÍÐ Tvö fótboltamót eru á Ak-
ureyri yfir helgina og eitt golf-
mót. Að sögn lögreglu fór allt vel
fram í gær en mikið var af fólki í
bænum vegna mótanna. Einnig
var mikill erill á Höfn vegna
Humarhátíðarinnar sem stendur
yfir en hátíðin fór einnig vel
fram og lögregla hafði ekki þurft
að hafa afskipti af hátíðarhöldun-
um í gær.