Fréttablaðið - 03.07.2005, Blaðsíða 17

Fréttablaðið - 03.07.2005, Blaðsíða 17
Gæðastjóri Markmið starfsins: Sjá um og stýra gæðamálum fyrirtækisins með það að leið- arljósi að ná sem bestum árangri hvað varðar gæði og eins- leitni framleiðslu fyrirtækisins. Hlutverk og ábyrgð: • Uppfærslur á gæðahandbók. • Hafa umsjón með skráningum og úrvinnslu frávika og kvartana. • Leiða og stjórna fundum gæðanefndar. • Öll gagnakerfi sem tengjast gæðamálum fyrirtækisins. • Umsjón með nýþjálfun og endurmenntun starfsmanna fyrirtækissins. • Öll áætlanagerð er tengist gæðamálum og þjálfun starfsfólks. • Tryggja flæði upplýsinga til framkvæmdastjóra. • Sýna frumkvæði í uppbyggingu og þróun starfseminnar. Menntun og hæfni sem starfið kallar á: • Háskólamenntun eða sambærileg framhaldsmenntun á sviði byggingafræði, tæknifræði eða verkfræði, helst tengt byggingageiranum. • Reynsla af gæðastýringu æskileg. • Tungumálakunnátta; enska og eitt norðurlandamál í það minnsta. • Góð tölvukunnátta og reynsla í notkun Excel og Word. • Stjórnunarhæfileikar og áhugi á byggingariðnaði og tengdum sviðum. • Góðir samskiptahæfileikar gagnvart samstarfsfólki og viðskiptavinum. Umsóknir leggist inn á afgreiðslu Fréttablaðsins, merktar „Smellinn“, eða sendist Fréttablaðinu í tölvupósti á box@frett.is merkt „Smellinn-Gæði“, fyrir 14. júlí n.k. Byggingaiðnfræðingur/tækniteiknari Markmið starfsins: Vinna í tæknideild fyrirtækisins við gerð vinnuteikninga fyrir framleiðsludeild fyrirtækisins, magntökur og önnur störf sem til falla. Menntun og hæfni sem starfið kallar á: • Byggingaiðnfræðingur eða tækniteiknari. • Reynsla af tölvuteikningum nauðsynleg. • Góð tölvukunnátta og reynsla í notkun AutoCad, Excel og Word. • Áhugi á byggingariðnaði og tengdum sviðum. • Góðir samskiptahæfileikar gagnvart samstarfsfólki og viðskiptavinum. Umsóknir leggist inn á afgreiðslu Fréttablaðsins, merktar „Smellinn“, eða sendist Fréttablaðinu í tölvuósti á box@frett.is merkt „Smellinn-Cad“, fyrir 14. júlí n.k. Fyrirtækið Þorgeir og Helgi hf. var stofnað árið 1963. Árið 1999 hófst framleiðsla forsteyptra húseininga undir nafninu Smellinn og er það í dag meginþátturinn í starfsemi fyrirtækisins. Félagið er í eigu 11 hluthafa og eru starfsmenn um 50 talsins. Starfsmenn okkar eru allir með mikla starfsreynslu og góða menntun að baki. Sjá nánar www.smellinn.is. Þorgeir og Helgi hf. / Smellinn á Akranesi óskar eftir að ráða í eftirtalin störf Gæðastjóri • Byggingaiðnfræðingur/tækniteiknari Þorvaldur Þór Björnsson er hamskeri hjá Náttúrufræðistofnun Íslands. Aðalstarfið er að stoppa upp fugla en einnig verkar hann bein bæði úr fugl- um og hvölum. Svo er hann húsa- smiður og grípur smíðaáhöldin þegar með þarf. „Hamskurðurinn hefur verið áhugamál hjá mér í yfir þrjátíu ár,“ segir Þorvaldur, sem ólst upp í Reykjavík en var í sveit á sumrin eins og tíðkaðist á þeim tíma. „Ég var á bæ í Vestur-Húnavatnssýslunni og áhugi minn á fuglum og náttúrunni almennt er meðal annars kominn til af því. Á veturna gekk ég í Laugarnesskóla og þar var kynt undir þennan áhuga en svo er þetta í genunum líka. Foreldrar mínir voru mikið fyrir að horfa í kringum sig úti við,“ segir hann brosandi. Nú hefur hann starfað á Náttúru- fræðistofnuninni í tíu ár. Kveðst meðal annars hamfylla fugla sem geymdir séu í skúffum í vísindaskyni. Sumir séu úldnir þegar þeir komi og þá séu bara beinin tekin, hreinsuð og geymd til að hægt sé að bera þau saman við bein sem fólk finni kannski við uppgröft eða aðrar rannsóknir. „Þó ég sé titlaður hamskeri hef ég líka verið að verka hvalbein og setja upp hvalabeina- grindur. Í Hvalamiðstöðinni á Húsavík, Náttúrufræðistofnun Kópavogs og hvala- skoðunarfyrirtæki í Reykjavíkurhöfn sem heitir Hvalastöðin eru slíkar beinagrindur eftir mig,“ segir hann og upplýsir að það taki þrjú ár að hreinsa alla fitu úr beinum hvalanna. Einnig lýsir hann verkun fiska sem geymdir eru í sérstökum vökva er varðveitir þá um hundruð ára ef rétt er að farið. Þorvaldur er sjálfmenntaður í faginu en það kemur oft í hlut hans að hjálpa öðrum vísindamönnum við rannsóknir og hann kveðst vissulega hafa gaman af að vinna úti við. Auk þess er hann húsasmiður og lagar það sem laga þarf innan stofnunarinnar. Þegar hann á frí er hann þó ekki alveg eins spenntur fyrir fuglunum og hann var. „Þetta breyttist svolítið þegar áhugamálið varð að atvinnu. Maður er ekki alveg eins upplagður að hafa það sem áhugamál á eftir.“ gun@frettabladid.is Áhugamálið varð að atvinnu atvinna@frettabladid.is Nýsköpun Samkeppni um við- skiptaáætlanir, Nýsköpun 2005, er nú haldin í fimmta skiptið og er Ís- landsbanki einn af burðarásum keppninnar. Eina skilyrð- ið fyrir þátttöku er að sama viðskiptaáætlun hafi ekki áður verið send í keppnina, að öðru leyti er frjálst að senda inn nýja eða eldri viðskiptaá- ætlun. Innsendar við- skiptaáætlanir fá ítarlega umsögn sérfræðinga, hægt er að vinna til veg- legra peningaverðlauna og auk þess er gert ráð fyrir að valin verkefni fái ákveðin tæknilegan stuðning við vöruþróun hjá Iðntæknistofnun. Nánar á www.nyskopun.is. Kjarasamningur Tollvarðafélag Íslands hefur samþykkt kjara- samning félagsins og fjármálaráðu- neytis sem undirritaður var 6. júní 2005. 106 voru á kjörskrá og kusu 89 eða 84% Já sögðu 68 eða 76% en nei sögðu 21 eða 24%. Engin atkvæðaseðill var auður eða ógild- ur. Norðurlönd Á aðalfundi NSO Samtaka ríkisstarfs- manna á Norðurlöndum (Nordiske Stat- stjenestemænds Organ- isation) sem haldinn var á Akureyri síðastliðinn mið- vikudag var Tommy Agerskov Thomsen kosinn nýr formaður samtakanna. Hann tók við formennsku af Jens Andréssyni formanni SFR sem gengt hefur embættinu síð- astliðið ár. Með aðalfundinum lauk þriggja daga ráðstefnu Samtaka ríkisstarfsmanna á Norðurlöndum en hana sóttu liðlega 50 fulltrúar frá Finnlandi, Svíþjóð, Danmörku, Noregi og Íslandi. Þorvaldur kann vel við sig innan um náttúruminjarnar. LIGGUR Í LOFTINU í atvinnu MEST LESNA ATVINNUBLAÐ LANDSINSER ÞÍN ATVINNUAUGLÝSING HÉR? Af lúxusfleytu á togara BLS. 2 Óléttar konur missa vinnu BLS. 2 Starf verkfræðingsins BLS. 6 Lánafulltrúi í fjárfestingabanka BLS. 8 SMÁAUGLÝSINGAR byrja í dag á bls. 12 Flokkar & fjöldi Bílar & farartæki Keypt & selt Þjónusta Heilsa Skólar & námskeið Heimilið Tómstundir & ferðir Húsnæði Atvinna Tilkynningar Góðan dag! Í dag er sunnudagur 3. júlí, 184. dagur ársins 2005. REYKJAVÍK 3.09 13.32 23.53 AKUREYRI 2.06 13.17 00.24 Heimild: Almanak Háskólans Sólarupprás Hádegi Sólarlag STÖRF Í BOÐI Öryggisvörður 3 Byggingaverkfr. 3 Trésmiðir 3 Byggingaráðgj. 3 Grunnskólakennari 4 Bílstjóri 4 Hárgreiðslusveinn 4 Baðvörður 4 Leikskólakennari 4 Ræstingafólk 5 Lagerstörf 5 Málmsmiðir 6 Íþróttafulltrúi 7 ÞÚ GETUR PANTAÐ SMÁAUGLÝSINGAR Á visir.is FR ÉT TA B LA Ð IÐ /S TE FÁ N
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.