Fréttablaðið - 03.07.2005, Blaðsíða 18

Fréttablaðið - 03.07.2005, Blaðsíða 18
Hlífðarbúnaður Heilsan skiptir miklu máli og því nauðsynlegt að nota alltaf tilheyrandi hlífðar- búnað ef starfið er þess eðlis að hans er þörf. Ef trassað er til dæmis að nota eyrnarhlífar er hægt að hljóta varanlegan skaða á heyrninni. [ ] Af lúxusfleytu á frystitogara Harpa og Göran kunna vel við sig í Hálendismiðstöðinni en útiloka ekki frekari ævintýr. Harpa Groiss hefur þrátt fyrir ungan aldur komið víða við í atvinnulífinu, bæði hér heima og erlendis. Nú er hún hótel- stýra á hálendinu en hefur verið á frystiskipum á miðun- um jafnt og lúxusfleytum í Karabíska hafinu. „Ég hef unnið víða frá því ég fór að heiman sextán ára. Þetta snýst um að viða að sér lífs- reynslu og upplifa ævintýrin meðan maður er enn ungur og óbundinn. Mér hefur þótt allt skemmtilegt sem ég hef fengist við, en trúlega stendur þó vinn- an á skemmtiferðaskipunum upp úr, ekki síst vegna þess hversu víða við fórum,“ segir Harpa, sem vann við káetuþrif. Skipið sem hún vann á telst til lítilla skemmtiferðaskipa, rúmar 200 farþega og 120 manna áhöfn. „Vinnan á þessum skipum er mikið púl, sextán tím- ar á sólarhring, en við höfðum þó tækifæri til að skreppa í land í nokkra tíma þegar skipið lá við bryggju. Farþegarnir voru mest ríkir amerískir eldri borgarar, oft sömu farþegarnir ár eftir ár og margir skrýtnir og skemmtileg- ir karakterar. Um borð er allt sem hugurinn girnist, en þetta eru ekki partífleytur eins og stærri skipin. Gamla fólkið vill sína rútínu og rólegheit og það kom auðvitað stundum fyrir að fólk kvaddi fyrir fullt og allt á siglingunni.“ Hörpu finnst Rio de Janero standa upp úr í minningunni svo og litlar frumbyggjaeyjar í Panama og heimsóknir í lítil þorp í Amazon. „Það eru þó fjöl- margir fleiri staðir sem voru æðislegir að heimsækja eins og Róm og Barcelona.“ Eftir þrjú ár á skemmtiferða- skipinu lá leið Hörpu rakleitt á frystitogarann Arnarey og það- an fór hún í snyrtivöruverslun. Nú er hún hótelstýra í hálendis- miðstöðinni í Hrauneyjum, en kærastinn hennar Göran Sincranz, sem er frá Svíþjóð, stýrir hótelinu með henni. „Við Göran kynntumst þegar við unnum á Hótel Rangá. Hann er miðborgarstrákur frá Stokk- hólmi, en hann nýtur þess í botn að vera hér í víðáttunni.“ Harpa og Göran verða á há- lendinu enn um sinn, en Harpa útilokar ekki frekari ævintýr. „Við erum enn ung og barnlaus og til í allt,“ segir hún glað- hlakkaleg. Fjórtán klögumál vegna kynferðislegrar áreitni komu til kasta HK á síðasta ári, en HK er stéttarfélag versl- unar- og skrifstofufólks í Danmörku. Það er um 75% auking frá árinu áður. Um fimm manns leita til HK að meðaltali á ári vegna slíkra mála. Í öllum tilfellunum fjórtán voru það konur sem urðu fyrir kynferðislegri áreitni frá karlmönnum. Í 12 til- fellum voru konurnar áreittar af yfirmanni sínum, í tveimur tilfellum var um vinnufélaga að ræða, eða mann sem áreitti konu á salerni fyrirtækisins. Hann var rekinn fyrirvaralaust þegar yfirmaðurinn frétti af málinu og kærður. Hann var dæmdur í 30 daga fangelsi og til að greiða konunni 15.000 danskar krónur í skaða- bætur. Konurnar 14 sem um ræðir voru allar meðvitaðar um hvað þær áttu að gera. Þrátt fyrir áfallið sem slíkt hefur í för með sér báðu þær manninn í öllum tilfellum að hætta atferlinu og þegar það dugði ekki leituðu þær til yfirmanns síns og trúnaðarmanns á vinnustaðnum eða stéttarfélagsins beint ef um sjálfan yfirmanninn var að ræða. ■ Kynferðisáreitni eykst Klögumálum fjölgaði um 75% hjá danska verslun- armannafélaginu. Stöðugt fleiri kæra kynferðislega áreitni til samtaka verslun- armanna í Danmörku. Tugir þúsunda kvenna eru neyddar til að hætta í vinnu sinni á hverju ári í Bretlandi vegna þess að þær eru barnshafandi. Þetta kemur fram í nýrri könnun jafnréttisráðs þar í landi. Þessar konur tapa tólf milljónum punda í lögbundnum fæðingarorlofs- launum á meðan vinnuveitendur eyða 126 milljónum punda í að finna stað- gengla fyrir þær. Enn fremur kemur fram í könnuninni að milljón barnshafandi konur verði fyrir mismunun á vinnustað á næstu fimm árum og að konur þurfi að vera betur upplýstari um vinnustaðaréttindi sín. Um það bil þrjátíu þúsund konur missa starf sitt vegna á hverju ári vegna þess að þær verða barnshaf- andi en aðeins þrjú prósent þeirra setja fram kvörtun. Næstum helming- ur þeirra kvenna sem vinna á með- göngutímanum, hafa orðið fyrir mis- munun í vinnunni. IMG Ráðgjöf og Landhelgisgæslan kynntu á fundi í flugskýlinu á Reykja- víkurflugvelli síðastliðinn miðvikudag afrakstur stefnumótunarvinnu fyrir Landhelgisgæsluna. Kynntar voru breytingar á stjórnskipulagi sem sett- ar eru fram í nýju skipuriti, en einnig var farið yfir niðurstöður fram- kvæmdahópa og sagt frá því hvernig framhaldið yrði á þeirra vinnu. Stefnumótunin hófst með greiningu sem IMG Ráðgjöf og IMG Gallup önn- uðust, með þátttöku allra starfs- manna Landhelgisgæslunnar. Í fram- haldinu fór af stað umbótavinna sem ráðgjafar frá IMG stjórnuðu og fjöl- margir starfsmenn Landhelgisgæsl- unnar tóku þátt í. Af hálfu IMG Ráðgjafar unnu Hákon Gunnarsson og Sigþór Hallfreðsson verkefnið, en Tómas Bjarnason stýrði vinnustaðagreiningunni. Margar óléttar konur missa vinnuna á hverju ári í Bretlandi og verða fyrir mis- munun á vinnustað. Sjúkraliðafélag Íslands skrifaði undir kjarasamning við ríkið síðdegis í fyrra- dag. Samningurinn felur í sér veruleg- ar kjarabætur fyrir sjúkraliða, auknar tryggingar vegna slysa og örorku, hækkun á framlagi ríkisins til fjöl- skyldu- og styrktarsjóðs og aukin framlög til endur- og símenntunar og hækkun á orlofs- og persónuuppbót. Þann 1. maí 2006 kemur til fram- kvæmda nýtt launakerfi með nýrri launatöflu hliðstæðri töflu BHM. Gert er ráð fyrir að samningurinn verði kynntur á almennum fundi fyrir sjúkraliða í Reykjavík og nágrenni næstkomandi mánudag á Grettisgötu 89, fjórðu hæð. Fundurinn hefst klukkan 16. Sjúkraliðum verður kynntur nýr samningur á morgun. Ný stefnumótun er í framkvæmd hjá Landhelgisgæslunni. Ný framtíðarsýn Landhelgisgæslunnar AFRAKSTUR STEFNUMÓTUNARVINNU. Nýr samningur sjúkraliða FELUR Í SÉR VERULEGAR KJARABÆTUR. Barnshafandi konur beittar misrétti FJÖLDINN ALLUR AF ÓLÉTTUM KONUM Í BRETLANDI MISSIR VINNUNA Á ÁRI HVERJU VEGNA ÁSTANDS SÍNS.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.