Fréttablaðið - 03.07.2005, Blaðsíða 54

Fréttablaðið - 03.07.2005, Blaðsíða 54
Þeir eru ekki öfundsverðir tón- listarmennirnir sem eru fyrstir á dagskrá á Hróarskeldu frekar en í Júróvisjón. Flestir gestirnir skemmta sér fram undir morgun og eru því ekki vel upplagðir svona rétt eftir hádegi. Mugison var spilaði klukkan eitt. Pavilion-tjaldið var samt sem áður troðfullt þegar tónleikarnir hófust. Mugison var greinilega í stuði þegar hann steig á svið og fékk áhorfendur fljótt með sér og því mikið fjör í tjaldinu. Ís- lendingarnir á svæðinu tóku undir í flestum lögum þar sem það átti við. Mugison kenndi fólkinu viðlagið við Poke a pal og uppskar alþjóðlegan fjöldasöng fyrir vikið. Stemningin var mikil þegar Mugison fór af sviðinu fyrir uppklapp. Eftir stutta pásu kom hann askvaðandi fram á sviðið að nýju með Pétri gítar- leikara og tók lagið Murr-Murr við mikinn fögnuð. Þeir félagar kvöddu og þökkuðu fyrir sig. Fólkið vildi þó meira og varð að ósk sinni þegar Mugison kom aftur fram, sagðist taka eitt lag í viðbót en kunni ekki textann jafn vel og gestir tjaldsins. Hann spilaði svo Wild thing og þurfti litlar áhyggjur að hafa af text- anum enda sáu tónleikagestir um sönginn án teljandi vand- ræða. Stoltir Íslendingar í bland við furðu lostna útlendinga stóðu eftir að tónleikum loknum. Mug- ison ætti kannski að halda fleiri hádegistónleika. -ks 30 3. júlí 2005 SUNNUDAGUR SIGUR RÓS Hljómsveitin Sigur Rós er á leið í tónleikaferð um heiminn sem hefst í Bretlandi 8. júlí. Handpressa›ir bolir til sölu Rúmlega hundrað stuttermabolir hafa verið hannaðir fyrir tón- leikaferð Sigur Rósar um heiminn sem hefst 8. júlí í Bret- landi. Hönnuðir bolanna, sem eru handpressaðir, eru Lukka Sig- urðardóttir, kærasta Orra Dýra- sonar, trommara Sigur Rósar, og Alex Somers, kærasti söngvar- ans Jóns Þórs Birgissonar. Bolirnir verða seldir ásamt meiri varningi á tónleikaferðinni sem verður farin í tilefni af nýj- ustu plötu Sigur Rósar, sem er væntanleg í haust. Svipuð áletrun og er á bolunum verður á umslagi plötunnar. SCF Vinningar verða afhendir hjá BT Smáralind. Kópavogi. Með því að taka þátt ertu kominn í SMS klúbb. 99 kr/skeytið. ***** svalasta mynd arsins ÞÞ FBL MUGISON Hann sló í gegn hjá Íslendingum og útlendingum þegar hann lék á Hróarskeldu. STOLTIR ÍSLENDINGAR: HRÓARSKELDA KOMIN Á FULLT Meik hjá Mugison HIN HLIÐIN HIN HLIÐIN Á ÁRNA SNÆVARRI UPPLÝSINGAFULLTRÚA HJÁ SAMEINUÐU ÞJÓÐUNUM Hvernig ertu núna? Sveittur, stessaður og í mjög góðu skapi. Augnlitur: Blár, minnir mig. Starf: Ég er upplýsingafulltrúi hjá Sameinuðu þjóðunum. Stjörnumerki: Fiskur. Hjúskaparstaða: Einhleypur. Hvaðan ertu? Reykjavík. Helsta afrek: Börnin mín. Helstu veikleikar: Hvað má þetta vera langt? Helstu kostir: Ég er einstaklega skapgóður. Uppáhaldssjónvarpsþáttur: Fréttir, en ég horfi eiginlega ekkert á sjónvarp. Uppáhaldsútvarpsþáttur: Fréttir og hér gildir það sama og um sjónvarpið. Uppáhaldsmatur: Ostrur. Uppáhaldsveitingastaður: Allir helstu fiskréttastaðirnir á St.Catharine torginu í Brussel. Uppáhaldsborg: París og Istanbúl. Mestu vonbrigði lífsins: Öll þessi ár sem KR hefur ekki orðið Íslandsmeistari. Áhugamál: Menn og menning. Viltu vinna milljón? Endilega. Jeppi eða sportbíll: Sportbíll. Hvað ætlaðir þú að verða þegar þú yrðir stór? Ég ætlaði að verða svo auðugur að ég gæti ráðið bryta. Hver er fyndnastur? Woody Allen. Hver er kynþokkafyllst(ur)? Hér er ég kominn út á hálan ís og ætla ekki að segja múkk. Ég gæti móðgað svo marga. Trúir þú á drauga? Nei. Hvaða dýr vildirðu helst vera? Múrmeldýr. Hvaða dýr vildirðu ekki vera? Bavíani, því þeir eru með svo ljótan rass. Áttu gæludýr? Nei. Læðan Bóris lést sviplega í umferðar- slysi á síðasta ári og ég er enn að syrgja. Besta kvikmynd í heimi? Apocalypse Now. Besta bók í heimi? Ég ætla að gamni að nefna Miðnætur- börnin eftir Salman Rushdie. Hvað hefurðu verið að bralla undanfarið? Átta Líf tónleikarnir í Hljómskálagarðinum á föstudag standa upp úr á síðustu dögum. 04.03.1962 Vildi helst vera múrmeld‡r . . . fær sjónvarpsstöðin Sirkus fyrir að sýna frá Live 8 tónleik- unum sem eru með þeim stærstu sem um getur í sögunni. Málefnið er líka gott. HRÓSIÐ Ef einhver hefði verið svo séður að taka með sér nokkra lítra af sólarvörn hingað á Hróarskeldu þá væri sá hinn sami ríkur maður í dag. Sólin hefur skinið beint á bert fólkið í allan dag og margir sól- brenndir. Enginn sjáanlegur með sólarvörn enda þykir það kannski ekki fínt á svona hátíð. Gestir há- tíðarinnar eru misjafnlega á sig komnir. Sumir soldið þreyttir eftir partí næturinnar en svo eru aðrir sem byrja í morgunpartíi og þurfa því að leggja sig þegar líður á daginn. Fólk liggur því víða um tún og sefur úr sér áhrifin. En fyrir þá sem standa í lapp- irnar er nóg í boði. Stanslausir tónleikar á sex sviðum frá há- degi og fram á nótt og eru þeir langflestir mjög vel sóttir. Þeir sem vilja taka sér pásu frá tón- leikunum geta skellt sér í bíó, farið á diskótek, tekið þátt í kappræðum eða haldið sína eigin tónleika á karókísviðinu. Hér er því nóg við að vera fyrir þessa 100 þúsund gesti hátíðarinnar. KAROKÍ Mikil stemning skapast á karókísviðinu þar sem gestir hátíðarinnar geta látið ljós sitt skína. KRISTJÁN SIGURJÓNSSON BLOGGAR FRÁ HRÓARSKELDU Engin sólarvörn fyrir rokkara ÞREYTA Fólk er í misjöfnu ástandi á há- tíðinni. 550 5000 AUGLÝSINGASÍMI
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.