Fréttablaðið - 03.07.2005, Side 33
9
ATVINNA
ÚTBOÐ
LEITUM AÐ
FORSTÖÐUMANNI
Svæðisskrifstofa málefna fatlaðra á Reykjanesi
óskar eftir að ráða forstöðumann á heimili fólks
með fötlun í Grindavík.
Forstöðumaður mun taka þátt í framsæknu þróun-
arstarfi við mótun þjónustunnar og mæta spenn-
andi áskorunum í starfi. Þá mun nýr forstöðumaður
taka þátt í víðtæku samstarfi við aðra stjórnendur
hjá Svæðisskrifstofunni og fá öflugan faglegan
stuðning í starfi.
Um er að ræða fjölbreytt og áhugavert starf. Leitað
er eftir einstaklingi sem hefur góða samstarfs- og
skipulagshæfileika, jákvæðni og drifkraft.
Sjá nánari upplýsingar um starfið á eftirfarandi
heimasíðum:
http://www.smfr.is og http://www.starfatorg.is
Umsóknarfrestur er til og með 17. júlí 2005.
Árbæjarskóli
Skólaárið 2005 – 2006
Árbæjarskóli er einn stærsti grunnskóli landsins,
staðsettur í einstöku umhverfi Elliðaárdalsins og eru
nemendur um 800. Skólinn er safnskóli á unglinga-
stigi þar sem til náms í unglingadeild koma nemend-
ur frá Ártúns- og Selásskóla. Nemendur á unglinga-
stigi eru 400 í 5 til 6 bekkjardeildum í árgangi. Á
yngra stigi eru einnig um 400 nemendur í 2 til 3
bekkjardeildum í árgangi.
Við skólann starfa um 70 kennarar og aðrir starfs-
menn eru 35.
Helsti áhersluþáttur skólans er að nemendur, kenn-
arar og annað starfsfólk, nái hámarksárangri hvert á
sínu sviði. Við skólann starfar metnaðarfullt og fram-
sækið starfsfólk og samvinna einstaklinga og
starfsandi er góður. Góð samvinna er milli heimilis
og skóla enda starfar við skólann öflugt og metnað-
arfullt foreldrafélag.
Einkunnarorð Árbæjarskóla eru:
Ánægja – Áhugi – Ábyrgð – Árangur
Skólaárið 2005 – 2006 eru
eftirfarandi stöður lausar
Skrifstofumaður 80% starf.
Skrifstofumaður starfar á skrifstofu Árbæjarskóla og
lýtur daglegri verkstjórn skrifstofustjóra. Góð tölvu-
kunnátta er nauðsynleg.
Auk þess er mikilvægt að umsækjendur hafi skipu-
lagshæfileika, samstarfsvilja, jákvætt viðmót og ríka
þjónustulund. Forsenda er að umsækjendur hafi
áhuga á að vinna með börnum og fjölbreyttum hópi
starfsmanna auk þess sem frumkvæði og metnaður
er nauðsynlegur.
Sérkennari 100%
Sérkennari sinnir sérkennslu einstaklinga og smærri
hópa og leggur fyrir nemendur ýmiss greinandi próf
samkvæmt fyrirmælum deildarstjóra sérkennslu.
Auk þess er mikilvægt að umsækjendur hafi skipu-
lagshæfileika, samstarfsvilja, jákvætt viðmót og ríka
þjónustulund. Forsenda er að umsækjendur hafi
áhuga á að vinna með börnum og fjölbreyttum hópi
starfsmanna auk þess sem frumkvæði og metnaður
er nauðsynlegur.
Ráðið er í ofangreind störf frá 1. ágúst 2005.
Umsóknarfrestur er til 22. júlí 2005.
Upplýsingar gefur skólastjóri í síma 6648120.
Skólastjóri er Þorsteinn Sæberg.
Umhverfissvið Reykjavíkurborgar er eitt af sjö fagsviðum Reykjavíkurborgar.
Helstu verkefni Umhverfissviðs eru eftirfarandi: heilbrigðis- og mengunarvarnar-
eftirlit, náttúruvernd og garðyrkja, sorphirða frá heimilum, dýraeftirlit, Vinnuskóli
Reykjavíkur, Staðardagskrár 21 og stefnumótunar- og þróunarverkefni á sviði
umhverfis- og samgöngumála. Um 170 starfsmenn starfa hjá Umhverfissviði
árið um kringum að fjölbreyttum verkefnum á sviði umhverfismála. Á sumrin
margfaldast sú tala þegar ungir Reykjavíkingar njóta sumarsins við að snyrta og
fegra borgina. Umhverfissvið auglýsir nú laust til umsóknar starf upplýsingafull-
trúa sem er ný staða hjá sviðinu.
Upplýsingafulltrúi
Umhverfissvið Reykjavíkurborgar óskar eftir að ráða upplýsingafull-
trúa. Upplýsingafulltrúi mun hafa umsjón með fræðslu- og kynning-
armálum Umhverfissviðs, þ.á.m. heimasíðu sviðsins. Upplýsingafull-
trúi mun starfa á skrifstofu sviðsstjóra Umhverfissviðs og sviðsstjóri
næsti yfirmaður hans. Upplýsingafulltrúi mun enn fremur vinna náið
með öðrum sérfræðingum á sviði upplýsingamála hjá Reykjavíkur-
borg.
Starfs- og ábyrgðarsvið
• Upplýsingamiðlun um málefni er varða starfsemi Um
hverfissviðs, þ.á.m. kynning og samráð vegna ýmissa
verkefna
• Heimasíða Umhverfissviðs, þ.á.m. fréttaskrif og þróun
heimasíðu
• Fræðslu- og útgáfumál
• Stefnumiðað árangursmat (balanced scorecard)
• Þátttaka í vinnu Reykjavíkurborgar að þróun verkefna á
sviði upplýsingamála
Menntunar- og hæfniskröfur
• Háskólamenntun er nýtist í starfi.
• Sjálfstæði, frumkvæði og skipulagning í starfi.
• Samstarfshæfni; vera lipur í mannlegum samskiptum og
eiga auðvelt með að tjá sig í töluðu og rituðu máli.
• Hæfileiki til að vinna að fjölbreyttum verkefnum í krefj
andi starfsumhverfi.
• Þekking og reynsla á sviði upplýsingamála og heima
síðugerðar nauðsynleg.
Nánari upplýsingar veitir Ellý Katrín Guðmundsdóttir, sviðsstjóri Um-
hverfissviðs Reykjavíkurborgar, frá kl. 9-16 í síma 411 8500.
Launakjör fara að kjarasamningum viðkomandi stéttarfélaga og
Reykjavíkurborgar.
Við ráðningar í störf vilja borgaryfirvöld stuðla að því að þau flokkist
ekki í sérstök kvenna- eða karlastörf og hvetja því það kynið sem er
í minnihluta í viðkomandi starfsgrein að sækja um . Konur og karlar
eru því hvött til þess að sækja um starfið.
Umsóknir skulu berast til Umhverfissviðs Reykjavíkurborgar, Skúla-
götu 19, 101 Reykjavík, eigi síðar en 18. júlí 2005 merkt „upplýs-
ingafulltrúi“.
Reykjavík 1. júlí 2005
Umhverfissvið Reykjavíkurborgar.
Fosshótel auglýsir eftir fólki með ástríðu
fyrir gestrisni til að starfa á Fosshóteli
Reykholti. Eftirtalin störf eru í boði:
Framreiðslumaður (framtíðarstarf):
Hæfniskröfur:
- Menntun eða reynsla af framreiðslustörfum
- Stjórnunarhæfileikar
- Framúrskarandi færni í mannlegum samskiptum
- Þjónustulund og umhyggjusemi
- Gestrisni og sveigjanleiki
- Áhugi og dugnaður
- Vingjarnleiki
Almennt starf (sumarstarf):
Hæfniskröfur:
- Þjónustulund og umhyggjusemi
- Gestrisni og sveigjanleiki
- Áhugi og dugnaður
- Vingjarnleiki
- 18 ára lágmarksaldur
Fæði og húsnæði í boði. Umsóknareyðublöð má nálgast á
www.fosshotel.is Umsækjendur eru sérstaklega beðnir um að tilgreina
hvaða starf þeir sækja um og á hvaða hóteli. Nánari upplýsingar veitir
Sigrún Hjartardóttir, hótelstjóri, í síma 435 1260 eða í gegnum tölvu-
póstfangið sigrun@fosshotel.is
vinalegri um allt land • www.fosshotel.is
Einingaverksmiðjan
Borg ehf
Smiðir og handlagnir verkamenn á öllum aldri
óskast til starfa við framleiðslu á steinsteyptum
einingum i verksmiðju okkar í Kópavogi sem
fyrst, einnig óskum við eftir mönnum við vinnu
á byggingarstað. Upplýsingar í síma 517-8900
eða á netfanginu borg@evborg.is
Einingaverksmiðjan Borg, Bakkabraut 9,
200 Kópavogur.
Sími 5178900 • Fax: 5178901 • E-mail: borg@evborg.is
34.900.000. Stórglæsilegt 6 herb. 237 fm einbýlishús á tveimur
hæðum. Húsið skilast fullfrágengið að utan, lóð verður fullkláruð.
Rúmlega fokhelt að innan, þar sem búið er að einangra þak. Einnig
verður hægt að frá eignina lengra komna ef óskað er eftir því.
Magnús s. 696-0044 og Friðbert s. 896-0295
taka vel á móti ykkur.
Draumahús ehf.
Brynjólfur Hjartarson hdl. og Sigurður J. Sigurðsson, löggiltir fasteignasalar.
Asparhvarf 19a - 203 Kóp.
OPIÐ HÚS Í DAG á milli kl. 14.00 og 17.00
Rit ri
Draumahús leita að ritara. Starfið felst í
símsvörun, aðstoð við skjalafrágang og
útkeyrslu skjala. Vinnutími 9:00 til 17:00
mánudaga til föstudaga.
Krafa um bílpróf, hreint sakavottorð og að viðkom-
andi sé ekki á vanskilaskrá. Draumahús eru
reyklaus vinnustaður. Draumahús eru fyrirmyndar-
fyrirtæki VR 2005.
Draumahús bjóða seljendum fasteigna fasta
söluþóknun.
Umsóknir, með mynd, sendist á
bergur@dr umahus.is eða Draumahús,
Mörkinni 4, 108 Reykjavík, fyrir 6. júlí
2005.
Leikskólakennarar óskast.
Sólborg í Sandgerði er 3ja deilda leikskóli. Næsta skólaár
tökum við á móti börnum á aldrinum eins til sex ára. Deild-
arnar eru aldurskiptar, á eldri deildunum verður unnið sam-
kvæmt Könnunaraðferðinni.
Okkur vantar leikskólakennara, um er að ræða 50 % störf
e.h.
Afleysingu vantar í 50% starf.
Hæfniskröfur:
• Reynsla af uppeldis- og/eða kennslustörfum með
börnum
• Færni í mannlegum samskiptum
• Skipulagshæfni, áreiðanleiki og frumkvæði í starfi.
Ef ekki fást leikskólakennarar í störfin, verða ráðnir leiðbein-
endur.
Ráðningartími er frá 1. september 2005. Umsóknarfrestur er
til 6. júlí n.k.
Upplýsingar gefa leikskólastjóri Jórunn og aðstoðarleikskóla-
stjóri Hanna Gerður í síma 423 7620 eða á netfangi:
solborg@sandgerdi.is
ÁLFTANES
ÚTBOÐ
LEIKSKÓLI VIÐ BREIÐUMÝRI
Sveitafélagið Álftanes óskar eftir tilboðum
í byggingu leikskóla ásamt lóðarfrágangi
við Breiðumýri á Álftanesi.
Helstu stærðir eru:
Grunnflötur húss 700 m2
Stærð lóðar 7.000 m2
Útboðsgögn verða seld á skrifstofu VSÓ Ráðgjafar
ehf. Borgartúni 20, 105 Reykjavík frá og með þriðju-
deginum 5. júlí 2005. Gjald fyrir útboðsgögn er
5.000,- kr.
Tilboðum skal skila á sama stað eigi síðar en mið-
vikudaginn 20. júlí 2005 kl. 11:00 og verða þau þá
opnuð að viðstöddum þeim bjóðendum sem þess
óska.