Fréttablaðið - 03.07.2005, Blaðsíða 12

Fréttablaðið - 03.07.2005, Blaðsíða 12
Margt hefur breyst frá þeim tíma þegar Sesselja H. Sigmundar- dóttir stofnaði barnaheimili á Sól- heimum í Grímsnesi í nokkrum tjöldum á afmælisdag sinn 5. júlí árið 1930. „Það var torfbær á staðnum en hann var óíbúða- hæfur,“ greinir Agnar Guðlaugs- son framkvæmdastjóri Sólheima frá og bætir við að Sesselja og börnin hafi dvalið í tjöldum fram í nóvember á meðan Sólheima- bærinn var byggður. Nálægur hver hafi verið leiddur í rörum undir gólf tjaldanna til að halda hita. Slík hugvitssemi einkennir enn þann dag í dag Sólheimasam- félagið en það rekur sína eigin hitaveitu, dreifikerfi fyrir raf- magn, fráveitukerfi, vatnsveitu, sorphirðu, endurvinnslu auk þess sem sjö íbúar skipa slökkvilið á staðnum. Árið 1931 kom fyrsta fatlaða barnið að Sólheimum að undirlagi Knut Ziemsen sem hafði verið Sesselju innan handar við barna- heimilið. Hún samþykkti það með þeim skilyrðum að það myndi ekki hamla börnunum sem fyrir voru. Agnar segir að í rauninni hafi Sólheimar aldrei verið skil- greindir sem staður fyrir þroska- hefta eða fatlaða heldur búi þar saman fólk sem aðhyllist sér- staka umhverfisstefnu en Sól- heimar voru fyrsti staðurinn á Norðurlöndum til þess að stunda lífræna ræktun. Agnar segir að í raun geti hver sem er flutt til Sól- heima meðan viðkomandi fylgi umhverfisstefnu staðarins. Um hundrað íbúar búa á Sól- heimum og njóta um fjörutíu þeirra þjónustu. „Þetta er bara samfélag,“ segir Agnar,og bætir við að daglegt líf á Sólheimum sé líflegt. Allir vinni frá níu til fimm og fimm daga vikunnar borði stærstur hluti íbúanna saman í hádeginu. Eftir vinnu er hægt að fara í félagsmiðstöðina Grænu könnuna eða taka þátt í starfi íþrótta-, skáta- og leikfélagsins. Agnar segir að draumur Sól- heimaíbúa sé að gera Sólheima að sjálfstæðu sveitarfélagi enda séu þau nánast sjálfbær. „Við sjáum um allt sjálf nema skóla- og leik- skóla,“ segir Agnar en gerir sér þó grein fyrir að það falli varla að stefnu ríksins um að fækka sveit- arfélögum. Afmælishátíð verður haldin í dag að Sólheimum og vígir biskup Íslands, herra Karl Sigurbjörns- son, Sólheimakirkju. Þá verður Umhverfissetur Sólheima tekið formlega í notkun og Sigríður Anna Þórðardóttir umhverfisráð- herra flytur ávarp en setrið mun leggja áherslu á að kynna sjálf- bæra þróun. Á afmælinu sjálfu á þriðjudag tekur Árni Magnússon félags- málaráðherra fyrstu skóflustung- una að nýrri miðstöð Sólheima auk þess sem opnað verður trjásafn. ■ 12 3. júlí 2005 SUNNUDAGUR JIM MORRISON (1943 – 1971) lést þennan dag. Vilja vera sjálf- stætt sveitarfélag SÓLHEIMAR Í GRÍMSNESI: 75 ÁR FRÁ STOFNUN „Vinur er sá sem veitir þér algert frelsi til að vera þú sjálfur.“ Jim Morrison var söngvari hljómsveitarinnar The Doors, sem naut gífurlegra vinsælda. Hann lést 27 ára gamall í baðkeri í París. timamot@frettabladid.is ANDLÁT Pála S. Ástvaldardóttir frá Sauðárkróki er látin. Sigurjón Björnsson fyrrverandi stöðvar- stjóri Pósts og síma í Kópavogi, lést miðvikudaginn 29. júní að Hrafnistu í Hafnarfirði. FÆDDUST fiENNAN DAG 1883 Franz Kafka rithöfundur. 1962 Tom Cruise leik- ari. AFMÆLI Ólafur Sigurgeirsson, dvalarheimilinu Ási í Hveragerði, er áttræður í dag. Salóme Þorkelsdóttir, fyrrverandi forseti Al- þingis, er 78 ára. Ólöf Eldjárn ritstjóri er 58 ára. Bára Lyngdal Magnús- dóttir leikkona er 41 árs. Marsibil Jóna Sæ- mundsdóttir er 31 árs. Í KVENNAHLAUPI Sólheimar standa fyrir kvennahlaupi á hverju ári. Þó nokkur fjöldi kvenna á Sólheimum tóku þátt í ár og hér má sjá þær fyrir framan kaffihúsið Grænu könnuna. Þennan dag árið 1987 var fyrrverandi Gestapó-foringinn Klaus Barbie dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir glæpi gegn mannkyninu. Kviðdómur fann hann sekan um 341 ákærulið í dóms- sal í Lyon í Frakklandi. Hinn 73 ára gamli Barbie, sem hlaut viðurnefnið „slátrarinn frá Lyon“ var ákærður fyrir að láta flytja 842 manns í útrýmingar- búðir Nasista í seinni heimstyrjöldinni. Flestir þeirra voru gyðingar og um 370 af þeim sem Barbie sendi í búðirnar létu lífið. Ein ákæran snérist um atvik þar sem 44 börnum var smalað saman á bóndabæ nálægt Lyon og send á vit dauðans. Dómssalurinn var yfirfullur af aðstand- endum þeirra látnu. Málið fékk mikla fjölmiðlaumfjöllun í Frakklandi og beið fólk fyrir utan dómshúsið til þess að hlýða á úrskurðinn. Áður hafði Barbie tvisvar verið dæmd- ur til dauða en hann lifði undir fölsku nafni í Bólivíu. Hann fannst þar árið 1972 en yfirvöld í Bólivíu fengust ekki til að framselja hann fyrr en árið 1983. Barbie gekk til liðs við SS-sveitir Þjóð- verja árið 1935 og varð síðar yfir- maður Gestapó í Lyon. Talið er að hann eigi sök á dauða yfir fjögur þús- und manna í síðari heimstyrkjöldinni. Eftir stríðið vann Barbie fyrir Bandarík- in sem gagnnjósnari en Bandaríkin báðust síðar afsökunar á því. Barbie lést í fangelsi í Lyon 25. september árið 1991. 3. JÚLÍ 1987 ÞETTA GERÐIST MERKISATBURÐIR 1863 Robert E. Lee hershöfðingi er sigraður við Gettysburg í bandarísku borgara- styrkjöldinni. 1921 Hin íslenska fálkaorða er stofnuð. Hana á að veita þeim sem öðrum fremur hafa eflt hag og heiður Ís- lands. 1948 Skrifað er undir samning um Marshall-aðstoð. Bandaríkjamenn létu Ís- landi um 39 milljónir dala í té. 1954 Dregið var í fyrsta sinn í Happdrætti DAS. Fyrsti vinningurinn var Chevrolet- fólksbifreið. 1973 Vísindamenn lýsa því yfir að eldgosinu í Heimaey sé lokið. 1986 Sjálfvirkt farsímakerfi Lands- símans er formlega tekið í notkun. Barbie í lífstí›arfangelsi Tilkynningar um merkisatbur›i, stóraf- mæli, andlát og jar›- arfarir í smáletursdálkinn hér a› ofan má senda á netfangi› timamot@frettabladid.is. Augl‡singar á a› senda á auglysingar@frettabladid.is e›a hringja í síma 550 5000. Ástkær móðir mín, tengdamóðir og amma Bergþóra G. Jónsdóttir Hjálmholti 9, Reykjavík, sem lést á Landspítala Fossvogi laugardaginn 25. júní s.l. verður jarðsungin frá Fossvogskirkju mánudaginn 4. júlí kl. 13. Hrafnkell Björnsson Dagbjört Aðalsteinsdóttir Aðalsteinn Hrafnkelsson Kristín María Guðjónsdóttir Björn Hrafnkelsson Viðar Hrafnkelsson DÓMSMÁLARÁÐHERRA Björn Bjarnason opnaði nýjan vef Lögbirtingablaðsins. Lögbirtingabla›i› a›eins á netinu Lögbirtingablaðið verður í fram- tíðinni einungis gefið út á netinu. Á föstudag opnaði Björn Bjarnason dómsmálaráðherra nýjan vef Lög- birtingablaðsins, www.logbirtinga- blad.is, á sýsluskrifstofu Hvols- vallar. „Í dag eru merk tímamót í sögu Lögbirtingablaðsins, þegar stigið er skref frá prentaðri útgáfu þess til rafrænnar. Með þessari breytingu er svarað kalli tímans en prentað hefur blaðið verið gefið út síðan í ársbyrjun 1908,“ sagði Björn en Gutenberg prentsmiðjan prentaði blaðið í 97 ár. Í ársbyrjun 2002 var stigið fyrsta skrefið í átt að rafrænni út- gáfu samhliða þeirri prentuðu og nú til fulls. Þrátt fyrir hið nýja fyrirkomu- lag verður hægt að panta ný tölu- blöð á prenti. Netáskrift af blað- inu verður ókeypis fram að ára- mótum. ■ Í SUNNU Reynir Pétur kitlar Rósu forstöðumann garðyrkjustöðvarinnar Sunnu með lauf- blaði. Með þeim á myndinni er dóttir Rósu, Líney Lea og Edda Guðmundsdóttir.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.