Fréttablaðið - 03.07.2005, Blaðsíða 48
3. júlí 2005 SUNNUDAGUR
Nú er nóg komið. Ís-
land er of lítið fyrir
mig og tími til kom-
inn að yfirgefa land-
ið. Opna hugann og
kynna sér framandi
menningu. Ég ætla
að flytja til Sví-
þjóðar, nánar
tiltekið að bæjar-
mörkum Huskvarna og Jönköping.
Ég veit lítið um bæinn Huskvarna
annað en það að þar eru til saumavél-
ar sem draga nafn sitt af honum. Ég
hef hins vegar aflað mér smá upp-
lýsinga um Jönköping. Bærinn er
álíka stór og Reykjavík og hefur
gjarnan verið nefndur Jerúsalem
Svíþjóðar enda flestar kirkjur
landsins þar miðað við höfðatölu.
Eftir því sem ég kemst næst býr
tvenns konar fólk í Jönköping. Ann-
ars vegar eru svokallaðir „raggare“
ameríkanseraðir Svíar sem keyra
um á gömlum bensínhákum og
hlusta á ameríska sveitatónlist.
Minnir óneitanlega á sveitalúða í
Suðurríkjum Bandaríkjanna. Hins
vegar eru svokallaðir „indre
mission“ sem útleggst, að því er ég
best veit, heimatrúboðar. Það eina
sem þetta fólk á víst sameiginlegt er
að það skrollar lítillega þegar það
talar.
Ég veit ekki alveg hvernig mér á
eftir að ganga að aðlagast heima-
mönnum. Sjálfur er ég hvorki
skírður né fermdur og hef alltaf átt
erfitt með að trúa á guð. Ég var líka
alinn upp við það að ganga Kefla-
víkurgöngur og mótmæla hersetu
Nató sem varð til þess að ég lít
Bandaríkjamenn alltaf hornauga. Ég
hef því búið mig undir það að vera
eins og illa gerður hlutur innan um
kristniboðana og „raggarana“, í það
minnsta fyrst um sinn. Ef mér tekst
hins vegar ætlunarverk mitt, það er
að aðlagast aðstæðum og tileinka
mér nýja menningu, má búast við
því að innan skamms renni í hlað hjá
íslenskum almúga rauður Chevy '64,
með Kenny Rogers í botni og út stígi
maður í hvítum hlýrabol, með sítt að
aftan. Hann mun ganga eins og
kúreki, banka með stæl á hurðina og
syngja: „Hefurr þú kynnt þérr orrð
Guðs og boðskap krristinnarr trrú-
ar?“
STUÐ MILLI STRÍÐA
Kristján Hjálmarsson ÆTLAR AÐ KYNNA SÉR FRAMANDI MENNINGU.
Skrollandi kristniboð í Chevy '64
M
YN
D
: H
EL
G
I S
IG
U
RÐ
SS
O
N
Dalbraut 3, 105 Reykjavík • Nánari upplýsingar í síma
567-7773 og 893-6337 um kvöld og helgar
MARKISUR
www.markisur.com
VILTU SKJÓL Á
VERÖNDINA?
Stökktu til
Rimini
7. eða 14. júlí frá kr. 29.990
Heimsferðir bjóða ótrúlegt tilboð
til Rimini í júlí. Njóttu lífsins á
þessum vinsælasta
sumarleyfisstað Ítalíu. Bókaðu
sæti og 4 dögum fyrir brottför
færðu að vita hvar þú gistir.
Síðustu sætin
Verð kr. 29.990 í viku
kr. 39.990 í 2 vikur
Netverð á mann, m.v. hjón með 2 börn,
2-11 ára, í íbúð í 1 eða 2 vikur. Flug,
skattar, gisting og íslensk fararstjórn.
Stökktu tilboð 7. eða 14. júlí.
Verð kr. 39.990 í viku /
kr. 49.990 í 2 vikur
Netverð á mann, m.v. 2 í
herbergi/stúdíó/íbúð í 1 eða 2 vikur.
Flug, skattar, gisting og íslensk
fararstjórn. Stökktu tilboð 7. eða 14. júlí.
G
O
T
T
F
Ó
L
K
M
c
C
A
N
N
■ PONDUS
■ PÚ OG PA Eftir SÖB
Eftir Frode Överli
Þrándur frændi á að
passa mig alla virka daga.
Hann er ótrúlega skrýtinn
í framan....miðað við það
að hann er fullorðinn.
Hann er kannski snjall... og klár að ýta mér hratt...
en hann á það til að
gleyma...
því að hann er að ýta
mér...
ÆÆÆÆÆÆÆ
Þrándur,
meiddir þú þig?
Klara frænka er engu
skárri!
Var þetta
vont?
24