Fréttablaðið - 03.07.2005, Blaðsíða 11

Fréttablaðið - 03.07.2005, Blaðsíða 11
SUNNUDAGUR 3. júlí 2005 11 til Avions Group fyrir tæpa 22 milljarða króna. Avion Group, sem hyggur á skráningu í Kaup- höllina eigi síðar en 1. febrúar á næsta ári, er orðið stærsta flutn- ingafyrirtæki landsins með 110 milljarða ársveltu. Burðarás kom einnig við sögu í slagnum um Íslandsbanka. Félag- ið keypti allan hlut Steinunnar Jónsdóttur, um fjögur prósent, snemma í júní. Kaupin gætu haft áhrif á valdabaráttuna innan Ís- landsbanka sem er í fullum gangi. Línurnar taka eflaust að skýrast á þessum ársfjórðungi. Straumur seldi um 38 prósenta hlut í Tryggingamiðstöðinni snemma á árs- fjórðungnum. Kaupendur voru fjölskylda Óla heitins í Olís, kennd við eign- arhaldsfélagið Sund, Fjárfest- i n g a r f é l a g sparisjóðanna og Höfðaborg. Tvö ný félög litu dagsins ljós í Kauphöllinni á öðrum ársfjórð- ungi. Vekur það athygli, enda hafa félögin yfirgefið Kaup- höllina svo tug- um skiptir á undanförnum árum. Fyrsta er- lenda félagið var skráð í júní þegar bréf fær- eyska olíuleitar- félagsins, Atl- antic Petrole- um, voru tekin á markað. Mun stærra félag var skráð skömmu síðar -Mosaic Fashions, breska tískuverslunarkeðjan sem er að stærstum hluta í eigu Baugs Group. Allt hlutafé í útboði til fag- fjárfesta og almennings seldist upp. Hækkun félagsins hefur ver- ið heldur lítil á eftirmarkaði – um fjögur prósent. Atli er þokkalega bjartsýnn á að félögum taki að fjölga á ný og telur að mikil eftirspurn sé á markaði fyrir góðum fjárfesting- arkostum. „Hlutafjárútboðið hjá Actavis var mjög stórt en féll samt vel í kramið hjá hluthöfum. Sala nýs hlutafjár hjá Íslands- banka, Landsbankanum, Mosaic og Straumi gekk einnig vel.“ Sigurður tekur í sama streng en bendir jafnframt á að á sama tíma hafa skuldabréfaútboð fyrirtækja, sveitarfélaga og ríkisstofnana afl- að þeim tæpum 100 milljörðum á sex mánuðum. „Það er ekkert smáræði,“ segir hann. Uppgjörin verða góð Sérfræðingar eru sammála um að markaðurinn hafi róast. Sigurð- ur segir þróunin í Kauphöllinni geti ráðist af því hvernig einka- væðing Símans gangi, hverjir fái hann og hvert kaupverðið verður. Hann bætir því við að aukin útrás styðji þá hækkun sem þegar sé orðin og hlakkar til að sjá afkomu- tölur sem birtast fljótlega. „Við eigum eftir að sjá afbragðs hálfs- árs uppgjör hjá nokkrum félögum á næstunni og þá fyrst og fremst hjá fjármálafyrirtækjunum.“ Sumartilboð í Sony Center LCD og Plasma sjónvörp vaxtalaust! KLV-27HR3S 27” LCD sjónvarp • XGA upplausn • 3D kamfilter fyrir PAL og NTSC • 2x scarttengi 14.940 krónur á mánuði vaxtalaust* 179.280 krónur staðgreitt. KLV-20SR3S 20” LCD sjónvarp • 3D kamfilter fyrir PAL og NTSC • 2x scarttengi 8.940 krónur á mánuði vaxtalaust* 107.280 krónur staðgreitt. KE-P42M1SI 42” Plasma sjónvarp • 42" Alis Plasmaskjár • Wega Engine • 3D kamfilter fyrir PAL og NTSC • Virtual Dolby SRS TruSurround • 3x scarttengi/Component 26.940 krónur á mánuði vaxtalaust* 323.280 krónur staðgreitt. *Miðað við 12 vaxtalausar jafnar greiðslur á Visa eða Mastercard skuldabréf. 0,5% stimpilgjald bætist við samningsfjárhæðina og greiðist með jöfnum greiðslum yfir samningstímann. What Plasma & LCD Editors Choice "...An impressive and affordable offering from Sony" SIGURÐUR VAL- TÝSSON Fram- kvæmdastjóri MP Fjárfestingarbanka ATLI B. GUÐ- MUNDSSON Hjá greiningu Íslands- banka FL Group eykur vi› hlut sinn í easyJet FL Group bætti við sig bréfum í breska lággjaldaflugfélaginu ea- syJet á föstudaginn samkvæmt heimildum Fréttablaðsins. Þetta gerist sama dag og tilkynnt var um mikil eigendaskipti í FL Group þar sem næststærsti hlut- hafinn Saxbygg seldi öll sín bréf. EasyJet er skráð í bresku kauphöllina. Markaðsvirði þess er um 200 milljarðar. FL Group, næststærsti hluthafinn í félaginu með um tíu prósenta hlut, hefur samkvæmt heimildum haft mikinn hug að stækka stöðu sína verulega í breska lággjaldafé- laginu, sem er að 40 prósent hluta í eigu Stelios Haji-Ioannou og fjölskyldu nánustu ættingja. Á föstudaginn voru nær þrefalt meiri viðskipti með easyJet en á venjulegum degi og hækkaði gengi bréfanna um 5,3 prósent. Stelios, sem stofnaði félagið árið 1995, hefur lýst því yfir að ekki sé óeðlilegt að gengi easyJet sveiflist á bilinu 150-400 pens en núverandi gengi er í 258 pensum á hlut. FL Group hóf að kaupa bréf í easyJet í október á síðasta ári, þegar verðið var í lágmarki, og eignaðist þá átta prósenta hlut fyrir rúma sex milljarða króna. - eþa EASYJET Gengi bréfa easyJet hækkaði um 5,3 prósent á föstudag og voru viðskiptin nær þrefalt meiri en á venjulegum degi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.