Fréttablaðið - 03.07.2005, Síða 11
SUNNUDAGUR 3. júlí 2005 11
til Avions Group fyrir tæpa 22
milljarða króna. Avion Group,
sem hyggur á skráningu í Kaup-
höllina eigi síðar en 1. febrúar á
næsta ári, er orðið stærsta flutn-
ingafyrirtæki landsins með 110
milljarða ársveltu.
Burðarás kom einnig við sögu í
slagnum um Íslandsbanka. Félag-
ið keypti allan hlut Steinunnar
Jónsdóttur, um fjögur prósent,
snemma í júní. Kaupin gætu haft
áhrif á valdabaráttuna innan Ís-
landsbanka sem er í fullum gangi.
Línurnar taka eflaust að skýrast á
þessum ársfjórðungi.
Straumur seldi um 38 prósenta
hlut í Tryggingamiðstöðinni
snemma á árs-
fjórðungnum.
Kaupendur voru
fjölskylda Óla
heitins í Olís,
kennd við eign-
arhaldsfélagið
Sund, Fjárfest-
i n g a r f é l a g
sparisjóðanna
og Höfðaborg.
Tvö ný félög
litu dagsins ljós
í Kauphöllinni á
öðrum ársfjórð-
ungi. Vekur það
athygli, enda
hafa félögin
yfirgefið Kaup-
höllina svo tug-
um skiptir á
undanförnum
árum. Fyrsta er-
lenda félagið
var skráð í júní
þegar bréf fær-
eyska olíuleitar-
félagsins, Atl-
antic Petrole-
um, voru tekin á
markað.
Mun stærra félag var skráð
skömmu síðar -Mosaic Fashions,
breska tískuverslunarkeðjan sem
er að stærstum hluta í eigu Baugs
Group. Allt hlutafé í útboði til fag-
fjárfesta og almennings seldist
upp. Hækkun félagsins hefur ver-
ið heldur lítil á eftirmarkaði – um
fjögur prósent.
Atli er þokkalega bjartsýnn á
að félögum taki að fjölga á ný og
telur að mikil eftirspurn sé á
markaði fyrir góðum fjárfesting-
arkostum. „Hlutafjárútboðið hjá
Actavis var mjög stórt en féll
samt vel í kramið hjá hluthöfum.
Sala nýs hlutafjár hjá Íslands-
banka, Landsbankanum, Mosaic
og Straumi gekk einnig vel.“
Sigurður tekur í sama streng en
bendir jafnframt á að á sama tíma
hafa skuldabréfaútboð fyrirtækja,
sveitarfélaga og ríkisstofnana afl-
að þeim tæpum 100 milljörðum á
sex mánuðum. „Það er ekkert
smáræði,“ segir hann.
Uppgjörin verða góð
Sérfræðingar eru sammála um
að markaðurinn hafi róast. Sigurð-
ur segir þróunin í Kauphöllinni
geti ráðist af því hvernig einka-
væðing Símans gangi, hverjir fái
hann og hvert kaupverðið verður.
Hann bætir því við að aukin útrás
styðji þá hækkun sem þegar sé
orðin og hlakkar til að sjá afkomu-
tölur sem birtast fljótlega. „Við
eigum eftir að sjá afbragðs hálfs-
árs uppgjör hjá nokkrum félögum
á næstunni og þá fyrst og fremst
hjá fjármálafyrirtækjunum.“
Sumartilboð í Sony Center
LCD og Plasma sjónvörp vaxtalaust!
KLV-27HR3S
27” LCD sjónvarp
• XGA upplausn
• 3D kamfilter fyrir PAL og NTSC
• 2x scarttengi
14.940 krónur á
mánuði vaxtalaust*
179.280 krónur staðgreitt.
KLV-20SR3S
20” LCD sjónvarp
• 3D kamfilter fyrir PAL og NTSC
• 2x scarttengi
8.940 krónur á
mánuði vaxtalaust*
107.280 krónur staðgreitt.
KE-P42M1SI
42” Plasma sjónvarp
• 42" Alis Plasmaskjár
• Wega Engine
• 3D kamfilter fyrir PAL og NTSC
• Virtual Dolby SRS TruSurround
• 3x scarttengi/Component
26.940 krónur á
mánuði vaxtalaust*
323.280 krónur staðgreitt.
*Miðað við 12 vaxtalausar jafnar greiðslur á Visa eða Mastercard skuldabréf. 0,5% stimpilgjald bætist við samningsfjárhæðina og greiðist með jöfnum greiðslum yfir samningstímann.
What Plasma &
LCD Editors Choice
"...An impressive
and affordable
offering from Sony"
SIGURÐUR VAL-
TÝSSON Fram-
kvæmdastjóri MP
Fjárfestingarbanka
ATLI B. GUÐ-
MUNDSSON Hjá
greiningu Íslands-
banka
FL Group eykur vi›
hlut sinn í easyJet
FL Group bætti við sig bréfum í
breska lággjaldaflugfélaginu ea-
syJet á föstudaginn samkvæmt
heimildum Fréttablaðsins. Þetta
gerist sama dag og tilkynnt var
um mikil eigendaskipti í FL
Group þar sem næststærsti hlut-
hafinn Saxbygg seldi öll sín bréf.
EasyJet er skráð í bresku
kauphöllina. Markaðsvirði þess
er um 200 milljarðar. FL Group,
næststærsti hluthafinn í félaginu
með um tíu prósenta hlut, hefur
samkvæmt heimildum haft
mikinn hug að stækka stöðu sína
verulega í breska lággjaldafé-
laginu, sem er að 40 prósent
hluta í eigu Stelios Haji-Ioannou
og fjölskyldu nánustu ættingja.
Á föstudaginn voru nær þrefalt
meiri viðskipti með easyJet en á
venjulegum degi og hækkaði
gengi bréfanna um 5,3 prósent.
Stelios, sem stofnaði félagið árið
1995, hefur lýst því yfir að ekki
sé óeðlilegt að gengi easyJet
sveiflist á bilinu 150-400 pens en
núverandi gengi er í 258 pensum
á hlut.
FL Group hóf að kaupa bréf í
easyJet í október á síðasta ári,
þegar verðið var í lágmarki, og
eignaðist þá átta prósenta hlut
fyrir rúma sex milljarða króna.
- eþa
EASYJET Gengi bréfa easyJet hækkaði um
5,3 prósent á föstudag og voru viðskiptin
nær þrefalt meiri en á venjulegum degi.