Fréttablaðið - 03.07.2005, Blaðsíða 15

Fréttablaðið - 03.07.2005, Blaðsíða 15
Í hugum flestra einkennist líf diplómata af fundum, mannfögn- uðum, kokteilboðum og öðrum slíkum uppákomum. Eflaust er þessi ímynd rétt svo langt sem hún nær en þrátt fyrir það hlýtur líf fólks sem lifir og hrærist í ut- anríkisþjónustu að vera erfitt á stundum og jafnvel einmanalegt. Diplómötum er þeytt heimshorna á milli með reglulegu millibili því yfirboðarar þeirra vilja ekki að tengslin sem þeir myndi við gisti- þjóð sína verði ættjarðarástinni yfirsterkari. James I. Gadsden hefur verið sendiherra Bandaríkjanna á Ís- landi í tæp þrjú ár og hann hefur nýtt tímann vel til að kynnast landi og þjóð. Nú sér hins vegar fyrir endann á dvöl þessa háttvísa en mjög svo hlýlega manns hér á landi því um miðjan þennan mánuð heldur hann heim til ann- arra starfa. Alls engin útlegð Fyrstu árin í utanríkisþjónust- unni starfaði Gadsden í ýmsum löndum en áður en hann var skip- aður sendiherra hér á landi vann hann í utanríkisráðuneyti Banda- ríkjanna, þar sem hann sá um tví- hliða samskipti við fjölmörg Evr- ópulönd, þar á meðal Ísland. “Ég kom eitt sinn í mjög skemmtilega dagsheimsókn hingað og þegar ég yfirgaf landið hafði ég mjög góða tilfinningu fyrir því. Mér líkaði mjög vel við starfsbræður mína í íslenska utanríkisráðuneytinu og jafnframt varð ég strax hrifinn af Reykjavík. Mig grunaði ekki að ég myndi nokkurn tímann koma aftur til Íslands en þegar yfir- menn mínir báðu mig um að verða sendiherra á Íslandi varð ég bæði glaður og upp með mér, ekki síst vegna þessara stuttu kynna sem ég hafði þegar haft af landinu. Mér fannst ekki þá eins og verið væri að senda mig í út- legð og ég stend enn fastari á þeirri skoðun núna,“ segir Gads- den hlæjandi og blæs þar með á goðsögnina um að erindrekar Bandaríkjanna líti á dvölina hér á norðurhjaranum sem hina verstu Brimarhólmsvist. Ráðagóðir Íslendingar Bandaríkin eru voldugasta ríki heims og því eru að vonum skipt- ar skoðanir um hlutverk þeirra og stefnu á alþjóðasviðinu. Stríðs- reksturinn í Afganistan og Írak hefur ekki orðið til þess að auka vinsældir ríkisstjórnar George W. Bush í heiminum heldur þvert á móti. Þótt Gadsden hafi vissu- lega orðið var við að mörgum Ís- lendingum hugnist lítt stefna stjórnarinnar í Washington þá tel- ur hann engu síður að Íslendingar séu almennt jákvæðir í garð Bandaríkjanna. Þessi afstaða helgast af rótgróinni vináttu þjóð- anna sem er ræktuð á nær öllum sviðum mannlífsins, bæði hinu opinbera og á milli einstaklinga. „Ég hef aldrei fundið fyrir neins konar fjandskap frá Íslendingum hvar sem ég hef verið á landinu. Oft eru Íslendingar einfaldlega að gefa góð ráð sem þeir búast við að verði til gagns. Þannig var ég oft stöðvaður út á götu þegar um- ræðurnar um Abu Ghraib- fang- elsið í Írak stóðu sem hæst og við mig sagt: „Þið verðið komast að því hvað er að gerast þarna og síðan að lagfæra það sem miður hefur farið.“ Í þessum orðum fólst greinilega vissa um að hegð- un á borð við þessa væri óásætt- anleg í hugum Bandaríkja- manna.“ Gadsden lét ekki hjá líða að koma þessum skilaboðum til yfir- manna sinna. „Auðvitað, þetta er það sem við gerum. Eitt hlut- verka okkar er að koma viðhorf- um og skoðunum Íslendinga á framfæri, ekki bara fjölmiðla og stjórnmálamanna heldur einnig almennings.“ Tekist á um kostnað Málefni herstöðvarinnar í Kefla- vík eru stöðugt á borði banda- ríska sendiherrans á Íslandi. Gadsden fær ekki neitt frí frá þeim málum síðustu dagana sína í starfinu hér því á miðvikudaginn kemur hefjast undirbúningsvið- ræður ríkisstjórna Bandaríkj- anna og Íslands um þessi mál. Skipting rekstrarkostnaðar Keflavíkurflugvallar verður aðal- efni viðræðnanna en Bandaríkja- menn telja að Íslendingar eigi að axla meiri byrðar. „Á sínum tíma var notkun flug- vallarins að mestu hernaðarleg en í fyllingu tímans hefur það hlutverk óðum vikið fyrir borg- aralegum notum af honum. Ríkis- stjórn Íslendinga hefur tekið und- ir þau sjónarmið að því sé sann- gjarnt að Íslendingar borgi stærri hluta af rekstrarkostnaði Keflavíkurflugvallar. Þetta verða hins vegar einungis undirbún- ingsviðræður, ekki búast við því að þær muni leiða til lausnar á öll- um þeim málum sem þarf að leysa. Þetta er upphaf á ferli sem mun að líkindum taka talsverðan tíma. Tíminn er hins vegar auka- atriði, aðalatriðið er að gera þetta á markvissan hátt svo við náum niðurstöðu sem ríkisstjórnir beggja landa sætta sig við. „ Gadsden ítrekar að ekki megi rugla saman samningaviðræðum um kostnaðarskiptingu og stóru spurningunni um framtíðarhlut- verk herstöðvarinnar. Sú spurn- ing er ekki til umræðu nú. Engar ákvarðanir hafa verið teknar Aðspurður um hvort Bandaríkja- stjórn sé að nálgast niðurstöðu um hvaða hlutverki Keflavíkur- herstöðin eigi að gegna í framtíð- inni svarar Gadsden á varfærinn hátt og undirstrikar að alls ekkert hafi verið ákveðið í þeim efnum, enn séu allir möguleikar opnir. „Á milli Íslendinga og Bandaríkj- anna er í gildi tvíhliða samningur og samkvæmt honum skuldbind- ur Bandaríkjastjórn sig til að tryggja varnir Íslands. Við höfum engin áform að draga okkur út úr því. Í ljósi síbreytilegra kring- umstæðna í heiminum verðum við stöðugt að endurmeta með hvaða hætti við getum staðið við skuldbindingar okkar á sem áhrifamestan hátt. Ef við á hinn bóginn teldum herstöðina á Keflavíkurflugvelli ekki mikil- væga þá myndum við einfald- lega loka henni.“ Litlu munaði að orrustuþot- urnar á Keflavíkurflugvelli yrðu kallaðar heim fyrir tveim- ur árum. Bendir það ekki til þess að ríkisstjórn Bush telji hernaðarlegt gildi stöðvarinnar harla lítið? „Ég held að það sé ekki sjálfgefið,“ segir Gadsden. „Þú verður að hafa samhengið í huga, þessa atburðarás má ekki skoða í samhengi varnarvið- ræðna Íslendinga og Banda- ríkjamanna, heldur í samhengi við hvaða ógnir steðjuðu að heiminum á þessum tíma og hvaða úrræði við höfðum til að bregðast við þeim. Á þessu augnabliki hefur hins vegar engin ákvörðun verið tekin um þoturnar, engin ákvörðun hefur verið tekin um herstöðina, eng- ar ákvarðanir hafa með öðrum orðum verið teknar. Þess vegna höfum við ekki ákveðið hvert framtíðarfyrirkomulag her- stöðvarinnar verður.“ Á skólabekk Gadsden mun greinilega hafa í nógu að snúast næstu dagana þar til hann heldur heim. Óvíst er hvort annríkið minnki nokkuð þegar til Washington er komið því þá söðlar hann heldur betur um. Hans bíður kennarastaða í National Defense University þar sem hann kennir tvö nám- skeið um varnar- og öryggismál. „Markmiðið er að þeir sem hafa reynsluna geti miðlað af fróðleik sínum til þeirra sem eru að hefja störf í stjórnunar- stöðum í hernum og í stefnu- mótun í ráðuneytunum. Ég hef aldrei kennt áður og því er ég fullur eftirvæntingar,“ segir Gadsden, sem býst við að kenna við skólann í 1-2 ár. Hann virðist ekki kippa sér neitt upp við að vita ekki hvað tekur við eftir það. Óvissan er nokkuð sem ríf- lega þriggja áratuga ferill í ut- anríkisþjónustunni hefur kennt honum að lifa með. ■ SUNNUDAGUR 3. júlí 2005 15 Umboðsmaður ofurveldisins James Irvin Gadsden hefur veri› sendiherra Bandaríkjanna á Íslandi sí›astli›in flrjú ár en nú hillir undir starfslok hans hérlendis. Sveinn Gu›marsson bla›ama›ur ræddi vi› hann um vi›horf Íslendinga til Bandaríkjanna, málefni herstö›varinnar á Mi›neshei›i og sitthva› fleira. Nafn: James Irving Gadsden Fæddur: Í Charleston í Suður-Karólínu 12. mars 1948 Menntun: B.A. í hagfræði (ágætiseinkunn) frá Harvard-háskóla 1970. M.A. í Austur-Asíufræðum með áherslu á Kína frá Stanford-háskóla 1972. Gadsden talar fjölmörg tungumál, þar á meðal mandarínsku og ung- versku. Starfsferill: Störf í sendiráðum Bandaríkjanna í Taipei, París, Búdapest á árunum 1974-1997 auk ýmissa annarra starfa fyrir bandaríska utanríkis- ráðuneytið. Á árunum 1997-2001 vann hann í utanríkisráðuneytinu þar sem hann sá um framkvæmd tvíhliða samninga við fjölmörg Evrópuríki, þar á meðal Ísland. Gadsden hefur verið sendiherra Bandaríkjanna á Ís- landi síðan 24. október 2002. Fjölskylduhagir: Gadsen er kvæntur og á tvo syni. Fjölskylda hans býr hins vegar í Washington. Svipmynd af sendiherra: Á þessu augnabliki hefur hins vegar engin ákvörðun verið tekin um þoturnar, engin ákvörðun hefur verið tekin um her- stöðina, engar ákvarðanir hafa með öðrum orðum verið teknar. ,, FR ÉT TA B LA Ð IÐ /S TE FÁ N FR ÉT TA B LA Ð IÐ /S TE FÁ N VINÁTTA ÞJÓÐANNA ER TRAUST Ég hef aldrei fundið fyrir neins konar fjandskap frá Íslendingum hvar sem ég hef verið á landinu. Oft eru Íslendingar einfaldlega að gefa góð ráð sem þeir búast við að verði til gagns. Þannig var ég oft stöðvaður úti á götu þegar umræðurnar um Abu Ghraib-fangelsið í Írak stóðu sem hæst og við mig sagt: „Þið verðið komast að því hvað er að ger- ast þarna og síðan að lagfæra það sem miður hefur farið.“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.