Fréttablaðið - 03.07.2005, Blaðsíða 42

Fréttablaðið - 03.07.2005, Blaðsíða 42
18 3. júlí 2005 SUNNUDAGUR Áttum yndislegar stundir á Íslandi Hr. Mendel var steinsof-andi uppi á hótelherbergií Moskvu þegar blaða- maður náði loksins í hann eftir margar hringingar. Klukkan var 11 um morguninn hjá honum en 7 heima á Íslandi. Foo Figthers eru á umfangsmikilli tónleika- ferð um heiminn um þessar mundir og liðsmenn sveitarinnar því þreyttir eftir erfið ferðalög. Tónleikar í Moskvu voru fram undan og því um að gera fyrir Mendel að nudda úr sér stírurn- ar og gíra sig upp fyrir kvöldið. Fjölskyldurnar með til Íslands Hlakkar þú ekki til Íslandsfarar- innar? Ójú. Síðast þegar við komum til Íslands var það besti dagur á tónleikaferð sem við höfum nokkurn tímann átt. Við áttum yndislegar stundir og fannst al- veg frábært,“ segir Mendel dá- lítið ryðgaður. „Þannig að þegar við fengum tækifæri til þess að fara aftur þangað ákváðum við að taka frá smá auka tíma til að við gætum skoðað okkur um.“ Eruð þið búnir að ákveða hvað þið ætlið að gera á Íslandi? Nei, ekkert ákveðið. Það kemur bara í ljós. Við ætlum að fara þangað með fjölskyldur okkar og reyna að skemmta okkur.“ Hvað með félaga ykkar í Queens of the Stone Age. Koma þeir með fjölskyldurnar sínar líka? „Nei, ég er nú ekki svo viss um það.“ Þið spiluðuð í Rosewell í Mexíkó fyrir skömmu. Hvernig gekk það? „Það var mjög skemmtilegt. Það var flogið þangað með fólk sem hafði unnið ein- hverja samkeppni og grillað fyrir það. Við lentum síðan á flugbrautinni við hliðina á flugskýlinu þar sem við spil- uðum. Við skemmtum okkur vel og tónleikarnir gengu eins og í sögu.“ Hefur þú einhvern áhuga á fljúgandi furðuhlutum eða er það bara Dave Grohl? „Ég held að Dave sé sá sem hafi mestan áhuga á þeim. Þessi áhugi nær aftur til þess er við byrjuðum fyrst að spila saman. Hann hafði alltaf rosalegan áhuga á þessu og hefur verið mikill áhugamaður um þetta í gegnum árin.“ Tvær plötur veita öryggi Hvað finnst þér um nýju plötuna. Er hún sú besta frá ykkur hingað til? „Gæti verið. Það tekur alltaf smá tíma að sjá það út. Þegar við gerð- um okkar síðustu plötu fannst okkur hún sú besta sem við höfðum gert,“ segir hann og hlær. „En þegar við horfum aftur til baka þá var hún það kannski ekki. Þannig að ég vil ekki vera of fljótur á mér að segja eitthvað. En ég held pottþétt að hún sé mjög vel gerð.“ Var engin áhætta að gera tvöfalda plötu? „Nei, það finnst mér ekki. Við ætluðum að gera eina plötu fyrst en lögin voru bara alveg nógu mörg og sterk til að vera á tveimur plötum. Það hefði verið meiri áhætta ef við hefðum gefið bara út rólegu plötuna og ekki stutt við bakið á henni með plötu með svipuðum lögum og við höfðum áður samið. Með því að gefa út báðar plöturnar í einu vildum við hafa þetta öryggi.“ Hafið þið verið að spila rólegu lögin á tónleikum? „Við höfum spilað Miracle tölu- vert á tónleikum en við viljum halda áfram að spila rokkuðu lögin í þessari tónleikaferð. Síðan langar okkur að fara á smærri staði og spila rólegu lögin af plötunni.“ Þannig að það verður ágætis há- vaði á tónleikunum á Íslandi? „Já, það verður allt sett á fullt þar. „Volume“-takkinn verður skrúfaður í botn.“ Var platan ekki tekin upp í kjall- aranum hjá Dave Grohl? „Við tókum upp síðustu tvær plöturnar okkar þar. En núna búa allir hinum megin á landinu, í Los Angeles, þannig að við byggðum hljóðver fyrir þessa plötu. Við keyptum risastóra vöruskemmu og byggðum þar upp hljóðver alveg frá grunni. Þar var alveg frábær aðstaða til að taka upp plötu.“ Dave er enginn harðstjóri Foo Fighters er búin að vera starfandi í tíu ár. Á að halda upp á afmælið, fyrir utan auðvitað að gefa út plötuna? „Ég veit ekki hvort við ætlum eitthvað að halda sérstaklega upp á það. Að gera plötu, fara í tónleikaferð og gera það sem við gerum venjulega eru einu há- tíðarhöldin sem við höfum ákveðið.“ Sérðu ykkur halda áfram í tíu ár til viðbótar? „Ég veit það ekki. Við tökum þetta bara plötu fyrir plötu. Ég sá ekki fram á að sveitin yrði til í tíu ár þegar við byrjuðum. En þetta hefur verið frábært og við erum í sterkari stöðu núna en nokkru sinni fyrr. Hugsanlega vorum við að gera okkar bestu plötu, við höfum skemmt okkur vel og ferðast út um allan heim. Við höfum víkkað sjóndeildar- hringinn með því að gera þessa tvöföldu plötu og núna getur allt gerst.“ Hvernig er andinn í hljómsveit- inni? Er hann alltaf jafngóður? „Já, hann er að minnsta kosti eins góður og alltaf. Hann hefur verið góður alveg frá byrjun.“ Hvar sérðu Foo Fighters í dag miðað við aðrar hljómsveitir? „Við höfum eiginlega gert það sama í tíu ár. Við höfum náð að skapa okkar eigin stíl. Við höfum búið til rokkplötur, farið í hljóð- ver og ekki spáð mikið í hvað væri í gangi í kringum okkur. Það er að mínu mati lykillinn á bak við það af hverju við höfum verið starfandi svona lengi.“ Hversu miklu ræður Dave í hljómsveitinni? Er hann einhvers konar harðstjóri? „Nei, hann er ekki harðstjóri en hann semur lögin og hefur mest að segja um hvert við stefnum. Allir fá samt að leggja sitt af mörkum og hann vinnur mjög lýðræðislega þrátt fyrir allt. Hann er samt alltaf í forgunnin- um, ekki satt? „Taylor syngur reyndar eitt lag á plötunni og við höfum verið að reyna að fá hann frá trommu- settinu til að syngja það. En hann er frekar taugaóstyrkur út af því.“ Drukku brennivín á ströndinni Hvað gerðuð þið þegar þið voruð síðast á Íslandi? Fóruð þið ekki á Stokkseyri? „Við sáum hverana og það var mjög gaman. Næsta dag fórum við í lítið sjávarþorp og borð- uðum á frábærum litlum humar- veitingastað. Síðan drukkum við íslenskt brennivín á ströndinni, kveiktum bálköst, horfðum á norðurljósin og djömmuðum með lítilli hljómsveit sem var að æfa sig neðar í götunni. Við bara skemmtum okkur mjög vel og þetta var æðisleg kvöldstund.“ Hvað er í uppáhaldi hjá ykkur í Foo Fighters núna? „Við hlustum mikið á Minus the Bear og á Constantine frá Kanada sem ætla að hita upp fyrir okkur þegar við förum í tón- leikaferð þangað eftir um það bil mánuð. Ég hlakka mikið til þess. Síðan finnst mér Pinback líka góðir.“ Hverjir eru áhrifa- valdar þínir sem bassaleikari? „Fyrir mig hefur það alltaf verið pönk- rokk tónlistin sem ég ólst upp við, þar á meðal hljómsveitir eins og Dead Kenn- edys og Minor Thread. Ég er sjálflærður og fylgdist mikið með því hvernig þær spiluðu. Ég fikraði mig síðan áfram eftir það og upp- götvaði sígilt rokk og frábæra bassaleikara á borð við John Entwistle og John Paul Jones.“ Hlustaðirðu mikið á Nir- vana? „Ég var enginn rosa Nir- vana-aðdáandi en mér fannst Bleach mjög góð og við hlustuðum allir á upp- töku af Nevermind. Ég bjó í Seattle á þessum tíma og við hlustuðum allir á plötuna áður en hún kom út. Við heyrðum strax hversu góð hún var og dýrkuðum hana undir eins. Síðan fylgd- umst við með sprengingunni sem varð í kjölfarið.“ Vill fara í jöklaferð Takk kærlega fyrir spjallið. Áttu einhver lokaorð fyrir ís- lenska aðdáendur Foo Fighters? „Já, þið eigið eftir að sjá mikið af okkur,“ segir Mendel og hlær. „Reyndar vil ég að einhver fari með mig í einum af þessum stóru jeppum með stórum dekkjum og aki um jöklana.“ Rokksveitin Foo Fighters heldur sína a›ra tónleika hér á landi næstkomandi flri›judag. Freyr Bjarnason ræddi vi› Nate Mendel, bassaleikara sveitarinar, og fræddist me›al annars um sí›ustu Íslandsfer› hans. FOO FIGHTERS Nate Mendel, lengst til hægri, ásamt félögum sínum í Foo Fighters. Sveitin heldur tónleika hér á landi fimmta júlí í Egilshöll.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.