Fréttablaðið - 03.07.2005, Blaðsíða 46

Fréttablaðið - 03.07.2005, Blaðsíða 46
22 3. júlí 2005 SUNNUDAGUR SUNNUDAGSVIÐTALIÐ > HEIÐAR HELGUSON Heiðar, sem nú er tuttugu ogsjö ára gamall, bjó á Dal-vík, ásamt móður sinni Helgu Matthíasdóttur, fyrstu ár ævi sinnar en sautján ára að aldri fluttist hann til Reykjavíkur. „Það var fínt að alast upp á Dalvík, ég þekkti alla og allir þekktu mig. Það var þægilegt að alast upp við þær aðstæður sem eru í smá- bæjarsamfélögum eins og á Dal- vík. Þar var ég úti að leik frá morgni til kvölds og þurfti ekki að hafa áhyggjur af neinu. Þetta um- hverfi var öruggt og þægilegt. Ég eignaðist marga góða vini þar, sem ég held sambandi við enn í dag. Óneitanlega væri skemmti- legra að geta hitt vini sína og fjöl- skyldu hér á Íslandi oftar, en ég verð bara að sætta mig við það hversu mikillar viðveru er krafist í fótboltanum.“ Af mölinni í borgina Heiðar byrjaði ungur að árum að láta að sér kveða í fótboltanum og hóf fimmtán ára gamall að leika með meistaraflokki Dalvík- ur. „Ég hafði mikinn áhuga á fót- bolta og æfði vel. Ég var farinn að spila með meistaraflokki fimmtán ára gamall og spilaði í tvö ár að mig minnir. Ég man sérstaklega vel eftir Jóni Þóri Jónssyni, en hann var leikmaður og þjálfari meistaraflokks Dalvíkur um tíma. En auðvitað voru þarna margir fleiri eftirminnilegir félagar.“ Heiðar flutti til Reykjavíkur sautján ára gamall og byrjaði að æfa þar með liði Þróttar í Reykja- vík. „Það var lærdómsríkt fyrir mig að koma í borgina þetta ungur. Ég þurfti að læra að standa á eigin fótum, og svona eftir á að hyggja finnst mér þessi tími í borginni hafa verið bæði skemmtilegur og þroskandi. Ég eignaðist nýja vini sem reyndust mér vel. Þannig bjó ég heima hjá Fjalari Þorgeirssyni, góðvini mínum og markmanni Þróttar, fyrstu mánuðina sem ég var í borginni. Fjölskylda hans reynd- ist mér afar vel.“ Frá Reykjavík til Noregs Heiðar spilaði vel fyrir Þrótt og segist hafa bætt sig mikið sem leikmaður undir handleiðslu góðra þjálfara. „Willum Þór Þórs- son, núverandi þjálfari Vals, reyndist mér vel og ég átti gott tímabil þegar Þróttur komst upp í úrvalsdeild. Ég skoraði mikið og sýndi, að mér finnst, miklar framfarir á stuttum tíma. Ég komst í unglingalandsliðin og reyndi að standa mig með þeim.“ Heiðar spilaði með landsliði skipað leikmönnum undir tuttugu og eins ár aldri, og eftir fyrsta landsleik sinn með því liði gegn Norðmönnum í Keflavík var honum boðið til æfinga hjá Lille- ström í Noregi. „Það voru um- boðsmenn norskra liða að horfa á leikinn og einn þeirra hefur sam- band við mig og býður mér að koma til reynslu í tvær vikur. Ég samþykkti það og fæ samningstil- boð eftir reynslutímann og ákvað að skella mér í norska boltann.“ Heiðar var nýbúinn að kynnast konu sinni, Eik Gísladóttur, á þessum tíma og fór hún með honum til Noregs. „Við Eik höfum verið gift í sex ár. Við vorum bæði frekar ung þegar við giftum okkur, enda engin ástæða til þess að bíða lengi með að gifta sig þeg- ar maður hefur fundið þá réttu. Hún fór með mér til Noregs, og reyndist mér náttúrlega afar vel eins og hún hefur alltaf gert.“ Heiðar segist hafa átt í erfið- leikum með að þola álagið sem fylgdi atvinnumennskunni. „Ég átti í miklum erfiðleikum með að þola líkamlega álagið sem fylgdi æfingunum. Við æfðum hrikalega mikið, miklu meira en ég hef kynnst á Englandi. Ég einfaldlega þoldi þetta álag ekki vel. Ég meiddist töluvert og átti í erfið- leikum með að halda mér í nægi- lega góðu formi.“ Heiðar lék með Rúnari Krist- inssyni, sem nú leikur með Lokeren í Belgíu, hjá Lilleström og ber honum vel söguna. „Rúnar reyndist mér vel og hefur alltaf gert. Hann var, og er enn þá, frá- bær knattspyrnumaður sem hefði getað spilað með nánast hvaða liði sem er á sínum bestu árum.“ Slær í gegn í Noregi Heiðar lék í tvö ár í Noregi og á seinna árinu sló hann í gegn sem helsti markaskorari í norsku knattspyrnunni. „Ég þoldi æfing- arnar betur eftir fyrsta árið og náði að einbeita mér vel að því að bæta leik minn á hverri æfingu. Það er það eina sem dugir í fót- boltanum, að stefna að því að verða betri á hverri æfingu. Ég náði svo að skora mark nánast í hverjum leik, og ósjaldan komu þau eftir samleik við Rúnar.“ Enska félagið Watford, sem þá var í ensku úrvalsdeildinni, keypti Heiðar fyrir tæplega tvö hundruð milljónir íslenskra króna frá Lilleström, sem gerði hann að dýrasta leikmanni í sögu fé- lagsins. „Fyrsti leikur minn var gegn Liverpool á Vicarage Road, heimavelli Watford. Það var mikil stemning og mér leið eins og þetta væri draumur. Mér tókst að skora í leiknum fyrir framan hörðustu aðdáendur Watford, sem fögnuðu markinu ákaft. Að skora í mínum fyrsta leik var draumi líkast.“ Fjölskyldan mikilvægust af öllu Eftir góða byrjun í enska bolt- anum hefur mikið vatn runnið til sjávar. Lið Watford féll niður í næstefstu deild og hefur verið þar í nokkur ár. Heiðar, sem aðdáendur Watford kalla Ís- manninn, hefur verið besti leik- maður liðsins undanfarin ár og hefur fundið sig vel í framlínu liðsins. „Fjölskyldu minni hefur liðið vel hér í London og ég hef ekki séð neina ástæðu til þess að skipta um lið fyrr en núna. Þó það hefði verið gaman að komast upp í úrvalsdeildina aftur og spila með sterkara liði, þá snýst lífið ekki allt um fótbolta. Eik hefur verið í háskólanámi í graf- ískri hönnun og er langt komin með námið. Þá líður strákunum okkar, þeim Aroni og Oliver, af- skaplega vel og eiga þeir marga vini í nágrenni við heimili okkar. Okkar unga fjölskylda er nú á leið inn í nýtt skeið sem vonandi á eftir að reynast þroskandi og skemmtilegt fyrir okkur öll.“ Við vorum bæði frekar ung þegar við giftum okkur, enda engin ástæða til þess að bíða lengi með að gifta sig þegar maður hefur fundið þá réttu. ,, Í FÓTBOLTA FYRIR FJÖLSKYLDUNA FEÐGARNIR SAMAN Heiðar ásamt sonum sínum Oliver og Aroni, sem eru fjögurra og sex ára. Feðgarnir fagna hér viðurkenningu sem Heiðar fékk þegar hann var valinn leikmaður ársins hjá Watford á síðustu leiktíð. Knattspyrnuma›urinn Hei›ar Helguson, sem n‡lega gekk til li›s vi› enska úrvalsdeildarfélagi› Fulham, hefur veri› atvinnuma›ur í íflróttinni frá árinu 1997. Hei›ar, sem alinn er upp á Dalvík, flutti sig til Watford á Englandi ári› 2000, flar sem hann hefur leiki› vi› gó›an or›stír í fimm ár. Magnús Halldórsson ræddi vi› Hei›ar um knattspyrnuferilinn og ‡mislegt fleira. Chelsea bauð rúma þrjá milljarða í landsliðsmann Ghana í gær: Lyon neitar a› sleppa Essien FÓTBOLTI Michael Essien, tutt- ugu og tveggja ára gamall miðju- maður franska félagsins Lyon, er eftirsóttur þessa dagana en öll stærstu knattspyrnufélög Evrópu hafa borið sig eftir því að fá leik- manninn til sín. Chelsea, með moldríka eigand- ann Roman Abramovic í broddi fylkingar, bauð í gær tuttugu og sex milljónir punda, eða rúma þrjá milljarða íslenskra króna, í leikmanninn. Jean-Michael Aulas, yfirmaður knattspyrnumála hjá Lyon, sagði Essien miklu meira virði. „Þó þetta séu miklir pening- ar, þá ætla ég ekki að selja Essien fyrir þessa upphæð. Ef eitthvað félag ætlar sér að kaupa Essien þá þarf það að borga mun meira fyrir hann. Einhverjir myndu kannski segja að ég væri að fara fram á alltof mikla peninga, en ég held að Essien sé einn af bestu leimönnum heims. Hann á að vera verðmetinn í samhengi við það.“ Essien var í vor valinn knatt- spyrnumaður ársins í Frakklandi, en hann var besti leikmaður Lyon sem vann efstu deildina fjórða árið í röð. Hann vakti sérstaklega athygli fyrir frábæran leik í meistaradeild Evrópu en Lyon komst nokkuð óvænt í átta liða úrslit. Gerard Houllier, nýr knatt- spyrnustjóri Lyon, vill ólmur halda Essien hjá félaginu en ólík- legt þykir að hann verði áfram hjá þar. Juventus og Manchester hafa lengi verið orðuð vill leikmanninn og fylgjast grannt með gangi mála. -mh MICHAEL ESSIEN. Miðjumaðurinn ungi hef- ur verið lykilmaður hjá Lyon í Frakklandi og nú vilja Chelsea-menn ólmir fá hann til liðs við sig.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.