Fréttablaðið - 05.07.2005, Síða 2
2 5. júlí 2005 ÞRIÐJUDAGUR
Sáttatillaga framsóknarmanna vegna R-listans:
Samfylking fær bestu bitana
BORGARMÁL Ný tillaga framsókn-
armanna vegna áframhaldandi
samstarfs R-listans í Reykjavík
gerir ráð fyrir að Samfylkingin
fái fyrsta val um borgarstjóra,
formann borgarráðs og forseta
borgarstjórnar samkvæmt heim-
ildum Fréttablaðsins.
Í gær fór fram fundur meðal
samstarfsnefndar Reykjavíkur-
listans en þar voru ýmsar tillög-
ur ræddar fram og aftur. Ágrein-
ingur hefur verið með hvaða
hætti hver flokkur skuli bjóða
fram og einnig hvernig listinn í
heild eigi að líta út fyrir næstu
borgarstjórnarkosningar. Hefur
Samfylkingin gert þar kröfur
sem öðrum hefur litist miður á.
Þorlákur Björnsson, Fram-
sóknarflokki, segir enn töluvert í
samkomulag milli flokkanna en á
næsta fundi muni skýrast hvort
Samfylkingin hafi í raun hug á að
starfa áfram með hinum flokk-
unum og boltinn sé hjá þeim.
Margar tillögur hafa þegar
verið lagðar fram en fundar-
menn gefa sér nú eina viku fyrir
næsta fund að ákvarða hvort sátt
náist um hugmynd Framsóknar
og standa vonir til að svo verði
enda vilji flestra að klára þessi
mál sem fyrst.
Páll Halldórsson, fulltrúi
Samfylkingar í samráðshópnum,
sagði málin öll í réttum farvegi.
„Það hafa komið fram gildar
hugmyndir á öllum okkar fund-
um og öll þessi vinna snýst um að
ná samkomulagi um þær. Það
tekur tíma að velta þeim hug-
myndum á milli og kannski fæst
vænleg niðurstaða og kannski
ekki.“
Svandís Svavarsdóttir frá
Vinstri grænum sagði fundinn
hafa gengið bærilega en hún seg-
ir að tíminn sé orðinn knappur.
„Ég hefði viljað sjá þetta ganga
hraðar fyrir sig enda nóg af öðr-
um málefnum sem taka þarf til
skoðunar.“
- aöe
Eftirköst vatnsviðrisins á Austurlandi um helgina:
Vi›ger›um hvergi nærri loki›
VEÐUROFSI Viðgerðir eru í fullum
gangi á vegum sem skemmdust í
vatnsviðrinu á Austurlandi um
helgina. Vegurinn um Fagradal
milli Reyðarfjarðar og Egilsstaða
fór í sundur eftir skriðu og að
sögn starfsmanna Vegagerðarinn-
ar á Reyðarfirði gengur viðgerðin
sæmilega. Í gær var enn mikið
vatnsveður á Austurlandi sem
gerði viðgerðarmönnum erfitt
fyrir. Búist er við að bráðaviðgerð
verði ekki lokið á veginum fyrr en
seinna í vikunni og lengri tíma
tekur að gera yfirborðið eins gott
og það var.
Á Fáskrúðsfirði eru bæjar-
starfsmenn komnir á fullt með
viðgerðir á skemmdum af völdum
vatnsins. Tveir lækir flæddu þar
úr farvegi sínum og skemmdu lóð-
ir og götumannvirki. „Það tekur
einhverja daga að gera við þetta
en við erum byrjuð,“ segir Björg-
vin Baldursson bæjarverkstjóri á
Fáskrúðsfirði. Stærstu viðgerð-
irnar eru á lóðum sem létu á sjá
eftir vatnsmagnið og nefnir hann
til dæmis að miklar skemmdir séu
á skólalóðinni við grunnskólann.
Björgvin vildi ekkert segja um
áætlaðan kostnað á viðgerðunum
„Við lögum þetta og svo sjáum við
hvað það kostaði.“ ■
Helgi segir fleiri
spurningar vakna
Helgi Hjörvar segir fla› vekja upp spurningar a› Ker hafi skrifa› undir afsal a›
flokksskrifstofum Framsóknar um fla› leyti sem Búna›arbanki var seldur ári› 2002.
A›dróttanir úr lausu lofti gripnar segja framsóknarmenn sem keyptu húsi› 1997.
STJÓRNMÁL Eignarhaldsfélagið Ker
afsalaði sér húseigninni að Hverf-
isgötu 33 í Reykjavík til tveggja
félaga Framsóknarflokksins
skömmu eftir að samþykkt var að
ganga til viðræðna við S-hópinn
um kaup á Búnaðarbankanum en
Ker hf. leiddi þann hóp.
Helgi Hjörvar, alþingismaður
Samfylkingarinnar, hefur ritað
Magnúsi Stefánssyni, formanni
fjárlaganefndar Alþingis, bréf
þar sem farið er fram á skýringar
á því hvort rétt sé að þetta hafi
verið gert á sama tíma og unnið
var að gerð kaupsamnings vegna
Búnaðarbankans og hver þáttur
Halldórs Ásgrímssonar, forsætis-
ráðherra, í ferlinu hafi verið.
Í bréfi Helga til Magnúsar seg-
ir Helgi ýmsu ósvarað varðandi
þátt forsætisráðherra við sölu rík-
isins á Búnaðarbankanum. Varpar
hann fram þremur spurningum
sem hann óskar svara við. Vill
hann fá skýringar á fullyrðingum
Ríkisendurskoðanda að enginn
söluhagnaður hafi verið af við-
skiptum Hesteyrar með bréf í
Keri þegar svör Kauphallar Ís-
lands benda til að verðmæta bréfa
hafi hækkað meðan á einkavæð-
ingarferlinu hafi staðið um hálfan
milljarð króna.
Helgi vill einnig fá skjalfest
hvort eða hvenær Halldóri hafi
verið kunnugt um kaup Skinneyjar-
Þinganess í Hesteyri og kaup Hest-
eyrar í Keri í kjölfarið en um það
hefur forsætisráðherra verið tví-
saga að mati Helga. Hefur hann
óskað þessara upplýsinga sem
fyrst og segir mikilvægt að sann-
leiksgildið sé kannað til hlítar.
Hvorki náðist í Halldór Ás-
grímsson né Magnús Stefánsson
þegar eftir var leitað og Sigurður
Þórðarson, ríkisendurskoðandi,
vildi ekki tjá sig.
Framsóknarflokkurinn sendi
frá sér yfirlýsingu í gærkvöld þar
sem segir að flokkurinn hafi
keypt húsið 1997 og flokkurinn
flutt skrifstofur sínar þangað
1998. Dráttur hafi hins vegar orð-
ið á að gengið hafi verið frá afsali
að eigninni en í millitíðinni hafi
Framsóknarflokkurinn borið allan
kostnað af rekstri hússins. Því séu
aðdróttanir um að kaupin á Hverf-
isgötu 33 tengist sölu Búnaðar-
bankans algjörlega úr lausu lofti
gripnar.
albert@frettabladid.is
Verðhækkun hjá
olíufélögunum:
Dísilolía d‡rari
en bensín
NEYTENDUR Dísilolía er nú orðin
dýrari en bensín eftir síðustu
hækkanir olíufélaganna Olís, Esso,
og Skeljungs í gær en þá hækkaði
verð á dísilolíu um eina krónu á
hvern lítra.
Ástæðan er hækkandi heims-
markaðsverð en aðeins eru fjórir
dagar síðan breytingar urðu á
skattlagningu dísilolíu sem áttu að
leiða til þess að almenningur
keypti dísilknúna bíla í stað bensín-
bíla. Hefur Geir H. Haarde sagt að
það hafi aldrei verið fyrirséð að
verð á hvern lítra dísilolíu yrði
dýrari en bensínlítri en það er orð-
ið staðreynd. - aöe
MARGIR UM HITUNA Eftirspurn eftir lóðum
fer ekkert minnkandi. Þvert á móti virðist
hún aukast víða á landinu en þó mest
suðvestanlands.
Lóðaúthlutun við Elliðavatn:
Mikil örtrö›
LÓÐAÚTHLUTUN Miklar annir voru
hjá bæjarskipulagi Kópavogs í
gær en þá rann út frestur til að
skila inn umsóknum vegna úthlut-
unar byggingaréttar fyrir íbúðir í
fyrirhuguðu Þingahverfi við El-
liðavatn.
Ekki lá nákvæmlega fyrir
hversu margar umsóknir bárust í
heildina áður en frestinum lauk
en talið er að um tvö til þrjú þús-
und hefðu borist áður en yfir lauk.
Það er í samræmi við fyrri úthlut-
anir en gríðarleg eftirspurn virð-
ist vera á stærri lóðum eins og
þeim sem til stendur að byggja á í
Þingahverfi. - aöe
LAUGAVEGI 87 • SÍMI 511 2004
Vegna sameiningar Dún og fiður hreinsunar og
Dún og fiður sérverslunar bjóðum við frítt með
hverri sæng sem kemur í hreinsun;
Nýtt ver utan um koddan
SPURNING DAGSINS
Gísli, ertu neytönd?
Ætli ég sé ekki frekar neytörn því ég á að
vaka yfir hagsmunum og réttindum neyt-
enda.
Landsmenn allir eru neytendur og er Gísli
Tryggvason nýtekinn við nýju embætti talsmanns
þeirra.
KOMIÐ TIL RAUFARHAFNAR Gott veður var
þegar Kjartan kom til Raufarhafnar í síð-
ustu viku en hann segist vindbarinn eftir
strekking síðustu daga.
Hringróðurinn:
Í vandræ›um af
völdum ve›urs
STYRKTARRÓÐUR Kjartan Jakob
Hauksson, róðrarkappinn sem er
að róa hringinn í kringum landið til
styrktar Sjálfsbjörgu, ætlaði í gær
að freista þess að róa fyrir Langa-
nes. Stefnan var sett á Bakka- eða
Vopnafjörð en hann átti von á að
gista í fjörunni á sunnanverðu
Langanesi í nótt. „Veðrið hefur ver-
ið slæmt undanfarna daga og á
laugardaginn lá við að ég lenti í
ógöngum en ég náði landi við Heið-
arnes á norðanverðu Langanesi,“
segir Kjartan. - kk
Hvalarannsókn:
Vei›a má
39 hrefnur
HVALVEIÐAR Veiða má allt að 39
hrefnur í ár samkvæmt ákvörðun
sjávarútvegsráðuneytisins. Náist
það verður búið að veiða hundrað
af tvö hundruð hrefnum sem
veiða á samkvæmt hvalarann-
sóknaáætlun Hafrannsóknastofn-
unar.
25 hrefnur voru veiddar í fyrra
og 36 árinu áður. Veiðarnar hafa
verið smærri í sniðum en upphaf-
lega var gert ráð fyrir. Auk hrefn-
anna á að veiða tvö hundruð lang-
reyðar og hundrað sandreyðar.- bþg
SKEMMDIR Á FÁSKRÚÐSFIRÐI Bæjarstarfsmenn á Fáskrúðsfirði eiga mikið verk fyrir hönd-
um í viðgerðum á götum og görðum sem fóru illa út úr flóðum um helgina. Enn rigndi á
Austurlandi í gær og gerði veðrið viðgerðarmönnum erfitt fyrir.
FR
ÉT
TA
B
LA
Ð
IÐ
/H
JA
LT
I S
TE
FÁ
N
SS
O
N
HALLDÓR ÁSGRÍMSSON Helgi Hjörvar telur ýmsu ósvarað varðandi þátt forsætisráðherra í
bankasölumálinu. Nýjar upplýsingar sem Ríkisendurskoðandi hafði ekki vitneskju um
benda til að fleiri félög tengd forsætisráðherra hafi átt í viðskiptum við Ker hf. þegar
einkavæðing bankanna stóð yfir.
FR
ÉT
TA
B
LA
Ð
IÐ
/V
AL
G
AR
Ð
U
R
TÖLUVERÐ VINNA ENN EFTIR Fundir flokk-
anna sem standa að R-lista samstarfinu
ganga bærilega en það gæti skýrst í næstu
viku hvernig framboðsmálum listans fyrir
næstu borgarstjórnarkosningar verður end-
anlega háttað.