Fréttablaðið - 05.07.2005, Page 19
3ÞRIÐJUDAGUR 5. júlí 2005
100% hreinn fyrir þig
SMOOTHIE
ávaxtadrykkur
Arka • Sími 899 2363
Vertu fallega
sólbrún(n)
- innan frá
Vísindalega staðfest. Imedeen Tan
Optimizer - hylki verka innan frá og
veita gylltan húðlit, sem helst lengur en
þig hefur nokkurn tímann dreymt um.
Hylkin undirbúa húðina fyrir
sólina, minnka roða og viðkvæmni fyrir
sól, verja húðina gegn öldrun af
völdum sólar og örva myndun á fallegri
sólbrúnku.
Opið 8-24 alla daga
í Lágmúla og Smáratorgi
Opið virka daga kl. 10-20
laugardaga kl. 10-17
SÖLVI GEFUR GÓÐ RÁÐ
Síðuspik
Orkuefni líkamans
Líkaminn notast við þrjú orkuefni. Þau
eru fita, kolvetni og prótein. Orkuefnin
eru geymd í líkamanum og mynda
orkuforða hans. Orkuefni þýðir ein-
faldlega efni sem gefur okkur orku, þá
orku sem við lifum á og göngum fyrir.
Auk þess eru prótein og fita aðalupp-
byggingarefni líkamans. Ef við hugsum
okkur líkamann sem bíl þá er bíllinn
byggður úr próteini og fitu á meðan
hann notar kolvetni meira eins og
bensín.
Hvers vegna fitnum við?
Við fitnum, svo til undantekningar-
laust, vegna þess að við neytum fleiri
hitaeininga en við brennum. Þá er
sama hvaða orkuefni við innbyrðum,
því kolvetni, prótein og fita verða öll
að fitu sé þeirra neytt í of miklu
magni. Líklegra verður að teljast að
líkaminn geymi fitu sem fitu en kol-
vetni eða prótein þar sem hann þarf
að hafa fyrir því að umbreyta síðar-
nefndu efnunum yfir í fitu áður en
hann geymir þau.
Hvernig minnkum við síðuspikið?
Erfiðasta breytingin fyrir flesta er að
breyta mataræðinu. Samt skiptir það
jafnvel meira máli en þjálfunin! Oftast
virkar best að gera áherslubreytingar á
mataræði.
Áherslubreytingar í mataræði?
Þær felast m.a. í því að borða oftar yfir
daginn með því að fá sér millimál, til
dæmis ávöxt, en að öðru leyti að
borða meira og minna eins, þ.e. sama
matinn á sömu tímum. Ávextir og
grænmeti eru einnig vatnsríkari fæða
en flest önnur og gefur okkur þar af
leiðandi meiri saðsemistilfinningu.
Þegar ég var púki borðaði ég nær
aldrei grænmeti en eftir að ég gerði
mér grein fyrir því hvað maður verður
þægilega saddur af því, sem meðlæti,
sleppi ég því nær aldrei!
Gróft kornmeti + ávextir + græn-
meti!
Að auðga fæðuna með grænmeti,
grófu kornmeti og ávöxtum kemur
mjög vel út þar sem hægt er að byrja
rólega og sjá svo til og bæta við. Af
grænmeti er spínat – tilvalið að nota
ferskt sem salat – og spergilkál/brokk-
ólí – tilvalið að hafa létt gufusoðið
sem meðlæti – einir bestu fitu-
brennsluhvatar sem til eru.
Sveitt en samt samræðuhæf!
Til þess að hámarka fitubrennslu er
líklega ein besta viðmiðunin sú að við
stundum þjálfun að því álagi að við
svitnum en getum jafnframt haldið
uppi samræðum. Þetta ætti, sérstak-
lega sé tekið fyrir bæði mataræði og
þjálfun, að saxa fljótt á síðuspikið...
Gangi þér vel!
Þetta og fleiri hollráð er einnig að
finna á heimasíðu Heilsuráðgjafar
www.heilsuradgjof.is
Sölvi Fannar Viðarsson
Er framkvæmdastjóri
Heilsuráðgjafar. Hann
hefur starfað við
einkaþjálfun og
heilsuráðgjöf
um árabil.
Psoriasis er langvinnur húð-
sjúkdómur. Ekki er vitað ná-
kvæmlega hvað veldur hon-
um en talið er að hann erfist
og sýkingar í hálsi geta kom-
ið honum af stað.
Psoriasis er langvinnur húð-
sjúkdómur og hefur engin var-
anleg lækning fundist enn.
Sjúkdómurinn lýsir sér þannig
að útbrot myndast á húð sem
geta brotist fram aftur og aftur
en mjög mismunandi er hversu
oft fólk fær útbrotin og hversu
mikið.
Til eru fimm tegundir af
Psoriasis. Algengasta tegundin
felur í sér útbrot sem eru rauð-
ar skellur, örlítið upphleyptar
og oft þaktar hvítu hreystri. Al-
gengastar eru þær á olnbogum
og hnjám þar sem álag á húð er
mest.
10 til 30 prósent þeirra sem
eru með Psoriasis fá einnig
Psoriasis liðagigt sem veldur
sárskauka og stífleika í liðum
og liðamótum.
Sjúkdómurinn leggst oft and-
lega þungt á sjúklinga
Psoriasis getur komið fram
hvar sem er á húðinni og sumir
fá psorias í hársvörð og neglur.
Sjúkdómurinn smitast ekki,
en talið er að hann erfist þó ekki
sé vitað nákvæmlega hvað veld-
ur. Vísindamenn eru þó flestir
sammála um að ónæmiskerfið
sé ræst fyrir mistök sem veldur
því að húðfrumur fjölga sér of
hratt og þroskast óeðlilega.
Ein tegund af psoriasis brýst
fram við sýkingar í hálsi. Í þess-
um tilvikum er mikilvægt að
meðhöndla undirliggjandi sýk-
ingu í hálsinum með sýklalyfj-
um. Stundum getur reynst nauð-
synlegt að gefa sjúklingum með
aðrar tegundir að psoriasis
sýklalyf ef þeim versnar við
sýkingar af völdum hálsbólgu-
baktería. Slíkar sýkingar geta
valdið vægum einkennum frá
hálsinum.
Sýkingar geta kallað fram
psoriasis útbrot, sérstaklega
hálsbólga. Andlegt álag getur
einnig valdið því að útbrotin
brjótast fram, auk þess sem
áfengi hefur slæm áhrif á sjúk-
dóminn.
Rannsóknir á áhrifum fæðu á
psoriasis eru enn á frumstigi,
en hafa þó bent til þess að
neysla á fiski og lýsi hafi já-
kvæð áhrif.
Miklar framfarir hafa verið í
meðhöndlun á Psoriasis á und-
anförnum árum. Útbrot geta
brotist fram eftir að meðferð er
hætt, mörg dæmi eru þó um
sjúklinga sem hafa fengið bata í
marga mánuði eða ár eftir vel
heppnaða meðferð.
Gagnlegar upplýsingar er að
finna á www.psoriasis.is.
Húðsjúkdómurinn
Psoriasis