Fréttablaðið - 05.07.2005, Side 20
Myndataka
Ræddu um það við ljósmyndarann fyrirfram hvernig myndir þú vilt fá og pass-
aðu að teknar séu myndir af ykkur brúðhjónunum ásamt ættingjum ykkar.
Augnablikið kemur ekki aftur og því mikilvægt að skipuleggja hlutina vel.[ ]
S í m i 5 0 5 0 3 0 5
w w w . s a g a b o u t i q u e . i s
Tol l fr já ls verslun skýjum ofar
Spennið beltin
nýr Saga Bout ique kominn í lo f t ið
Náðu þér í eintak af nýjasta Saga Boutique
á söluskrifstofum Icelandair og á ferðaskrifstofum.
AU
G
LÝ
SI
N
G
AS
TO
FA
S
KA
PA
RA
N
S
Saumaði níðþröngan
eldrauðan brúðarkjól
Gerður Bjarnadóttir kjóla-
meistari rekur Hnappinn á
Njálsgötu þar sem hún sér-
saumar kjóla og annan fatn-
að. Hún segir konur oftast
vita hvað þær vilji.
„Brúðarkjólar eru yfirleitt pant-
aðir hjá mér með góðum fyrir-
vara, til dæmis sex til átta mánuð-
um fyrr, en það er nauðsynlegt að
gefa sér góðan tíma því stundum
þarf að panta efnið frá útlönd-
um,“ segir Gerður Bjarnadóttir
en bætir við að hún reyni þó alltaf
að hjálpa þeim sem eru á síðustu
stundu.
„Ég saumaði eitt sinn brúðar-
kjól á tveimur vikum. Stúlkan
hafði keypt sér kjól með góðum
fyrirvara en varð svo ólétt og
passaði alls ekki í hann þegar til
kom,“ segir Gerður. „Sumar kon-
ur vita alveg hvernig kjól þær
vilja en aðrar eru alveg óákveðn-
ar og þá förum við saman í gegn-
um tískublöð og teikningar. Í
þeim tilfellum hönnum við kjólinn
saman,“ segir Gerður og bætir
við að áður en að máltöku og
sniðagerð komi þurfi konan að
vera búin að kaupa þau undirföt
sem hún ætli að nota undir kjóln-
um – það skipti mjög miklu máli
að mæla hana í þeim.
Aðspurð um kostnað segir
hún hann vera mjög mismun-
andi. „Ég ræði alltaf verð við
konurnar áður en hafist er handa
en lágmarksverð á brúðarkjól er
í kringum 50 þúsund krónur.
Verð á hverjum kjól fyrir sig
ræðst eðlilega af þeirri vinnu
sem fer í gerð hans. Perlusaum-
ur og önnur flókin handavinna
eykur að sjálfsögðu kostnaðinn,“
segir Gerður.
Hún segir hvíta brúðarkjólinn
vera algengastan en margar kon-
ur vilja hins vegar geta nýtt kjól-
inn seinna við önnur tækifæri og
þá koma allir litir til greina. „Ég
hefði viljað sjá framan í manninn
sem hélt að konan sín tilvonandi
yrði í hvítum hefðbundnum kjól
en hún vildi stríða honum og valdi
að láta sauma á sig eldrauðan,
fleginn og níðþröngan kjól í stað-
inn,“ segir Gerður og hlær.
Ef konur ákveða að láta sér-
sauma á sig kjól segir Gerður að
gæðin skipti öllu máli og því mik-
ilvægt að leita til viðurkenndra
fagaðila á borð við kjólameistara
eða sveins í kjólasaumi. „Von-
brigði með brúðarkjól geta varp-
að skugga á hátíðarstund,“ segir
Gerður. ■
Hvað segja
blómin?
Blóm segja oft meira en mörg
orð. Blóm hafa nefnilega skýra
táknræna merkingu auk þess að
vera falleg og ilmandi. Táknmál
blómanna nær aftur um aldir og
er talið eiga uppruna sinn í Eg-
yptalandi.
Hýasintur
Tákna festu og tryggð. Bláar fela í
sér ákveðni; ég helga þér líf mitt.
Hvítar tákna virðingu: ég met þig
mikils.
Rauðar rósir
Tákna einfaldlega ást.
Hvítar rósir
Tákna afneitun: ég elska þig ekki.
Gular rósir
Einnig afneitun: ég elska aðra
manneskju.
Orkideur
Tákna munað: ég mun auðga líf
þitt.
Nellikur
Tákna hrifningu.
Túlípanar
Henta vel til að játa einhverjum
ást sína.
Íris
Tákna tilfinningahita; hjarta mitt
brennur af ást.