Fréttablaðið - 05.07.2005, Síða 28
Gestir í fertugsafmæli Gunnars
Guðbjörnssonar óperusöngvara
eiga von á góðu í dag því mat-
maðurinn mikli og kona hans,
Ólöf Breiðfjörð, voru komin í
eldhúsið klukkan tíu í gærmorg-
un til að undirbúa veisluna.
„Það verður einhvers konar
pinnamatur en þó nokkuð mat-
mikill. Alla vega verður ekkert
kjúklingafæði,“ segir Gunnar og
hlær. Hann viðurkennir fúslega
að honum þyki gott að borða og
hann er sjálfur duglegur við
matseldina. „Ég er sífellt eld-
andi, bæði hér heima og þegar
ég er í útlöndum.“
Gunnar ferðast mikið starfs
síns vegna og dvelur við söng í
útlöndum í allt frá nokkrum dög-
um upp í vikur og jafnvel mán-
uði í senn. Þegar stoppin eru
lengri reynir hann að fá íbúðir
til afnota frekar en að búa á hót-
elum og eldar þá ofan í sig sjálf-
ur enda finnst honum einmana-
legt að fara einn á veitingahús.
Gunnar á von á um fjörutíu
gestum í afmælið, vinum sínum
og ættingjum. „Það verður smá
„fonn“, eins og sagt var í gamla
daga,“ segir hann. Þegar blaða-
maður hváir við að heyra orðið
fonn segir Gunnar að það hafi
verið notað af fólkinu hans og sé
sjálfsagt ættað úr dönsku.
Gunnar og fjölskylda eru ný-
komin úr fríi í Frakklandi og
þangað heldur hann bráðlega á
ný til að syngja. Hann sér svo
fram á að vera á Íslandi í ágúst
og lungann úr haustinu þegar
hann syngur í Íslensku óper-
unni.
Líf atvinnusöngvarans er
ekki alltaf dans á rósum, sam-
keppnin er hörð og fer enn
harðnandi. „Maður þarf að
halda sér við efnið og markaðs-
setja sjálfan sig,“ segir Gunnar
sem er nokkuð sáttur við sína
stöðu.
Einn af lyklunum að vel-
gengni er að geta brugðið fyrir
sig mörgum tungumálum,
þannig stækkar markaðssvæði
söngvarans. Þar er Gunnar vel
í sveit settur því hann talar sjö
tungumál og getur sungið á enn
fleirum.
„Ég var í máladeild í Verslunar-
skólanum á sínum tíma og átti
reyndar í hálfgerðum vandræðum
með stærðfræðina,“ segir Gunnar
sem telur litla stærðfræðiþekkingu
ekki há sér alvarlega. „Maður getur
reiknað út hvað maður fær í kaup
og hvernig maður á að eyða því.
Reyndar er alltaf auðveldara að
finna út hvernig maður á eyða,“
segir Gunnar hlæjandi. ■
20 5. júlí 2005 ÞRIÐJUDAGUR
CECIL RHODES (1853-1902)
fæddist þennan dag.
Það verður smá „fonn“
GUNNAR GUÐBJÖRNSSON ÓPERUSÖNGVARI ER FERTUGUR Í DAG.
„Mundu að þú ert Englendingur og hefur því
unnið fyrstu verðlaun í happdrætti lífsins.“
-Cecil Rhodes var breskur heimsvaldasinni sem kenndi Afríkulandið
Rhodesíu (þekkt í dag sem Simbabve) við sjálfan sig.
timamot@frettabladid.is
ANDLÁT
Þóra Guðlaug Þorsteinsdóttir, Lokastíg
18, Reykjavík, lést á Landspítalanum 30.
júní.
Tómas Magnússon, Stóru-Sandvík, Sel-
fossi, lést föstudaginn 1. júlí.
JAR‹ARFARIR
13.00 Séra Ágúst Kolbeinn Eyjólfsson,
prestur í Berge í Þýskalandi, verð-
ur jarðsunginn frá Kristskirkju,
Landakoti.
13.00 Halldór Sturla Friðriksson, Haða-
landi 20, verður jarðsunginn frá
Bústaðakirkju.
14.00 Ásta Laufey Haraldsdóttir frá
Reyni, Krókatúni 18, Akranesi,
verður jarðsungin frá Akranes-
kirkju.
14.00 Einar Torfason frá Haga, Horna-
firði, verður jarðsunginn frá Hafn-
arkirkju.
15.00 Séra Ragnar Fjalar Lárusson
verður jarðsunginn frá Hallgríms-
kirkju.
FÆDD fiENNAN DAG
Sesselja Sigmundsdóttir á Sólheimum
fæddist 1902.
GUNNAR GUÐBJÖRNSSON „Það verður einhvers konar pinnamatur en þó nokkuð
matmikill. Alla vega verður ekkert kjúklingafæði.“
Þennan dag árið 2000 fór fram
ein stærsta björgunaraðgerð
villtra fugla í Suður-Afríku. Yfir
átján þúsund afríkumörgæsir
höfðu þá verið fluttar í skjól en
varpsvæði þeirra á Dassen-eyju,
um fimmtíu mílur frá Höfðaborg,
voru í hættu vegna olíubrákar.
Björgunaðgerðirnar hófust viku
fyrr þegar tankskipið Treasure frá
Panama sökk úti fyrir Góðrar-
vonahöfða með um 14 þúsund
tonn af olíu innanborðs.
Afríkumörgæsin er eina mör-
gæsategundin í Afríku og er talin
í útrýmingarhættu. Slysið kom á
versta tíma en mökunartímabilið
stóð yfir auk þess sem einn þriðji
alls stofnsins lifði á sýkta svæð-
inu.
Í ágúst höfðu um 23 þúsund
fuglar verið handsamaðir og
þrifnir og sautján þúsund í viðbót
verið fluttir frá svæðinu. Í október
hafði öllum fuglum verið skilað
aftur út í náttúruna. Þúsundir
sjálfboðaliða frá Suður-Afríku og
um hundrað sérfræðingar frá öll-
um heimshornum störfuðu um
sextán tíma á dag til að geta þrif-
ið um 500 fugla dag hvern en
hálftíma tekur að þrífa einn fugl.
Kostnaðurinn var gífurlegur en
án þeirrar hjálpar er talið að
stofninn hefði dáið út fyrir árið
2010. Talið er að um 95 prósent
þeirra fugla sem var bjargað hafi
lifað af.
5. JÚLÍ 2000
ÞETTA GERÐIST MERKISATBURÐIR
1080 Ísleifur Gissurarson, fyrsti
biskup Íslands, andast.
1811 Venesúela hlýtur sjálfstæði
frá Spáni fyrst allra Suður-
Ameríkulanda.
1930 Sólheimar í Grímsnesi,
fyrsta heimilið hér á landi
fyrir þroskahefta, tekur til
starfa.
1954 BBC hefur sendingar á
sjónvarpsstöð sem ein-
göngu sýnir fréttir.
1975 Arthur Ashe sigrar á
Wimbledon-tennismótinu.
Hann var fyrsti svertinginn
til þess.
1983 George Bush, þáverandi
forseti Bandaríkjanna,
kemur í opinbera heim-
sókn til Íslands.
1991 Frakkar framkvæma kjarn-
orkutilraunir á Muruora-
eyjum.
fiúsundum mörgæsa bjarga›
FR
ÉT
TA
B
LA
Ð
IÐ
/H
EI
Ð
A
AFMÆLI
Ólafur Sigurvinsson
Hátúni 10 b, er 70 ára.
Garðar Halldórsson arkitekt er 63 ára.
Guðjón Arnar Kristjánsson, formaður
Frjálslynda flokksins, er 61 árs.
Jón Stefánsson söngstjóri er 59 ára.
Valdimar Örn Flygenring leikari er 46
ára.
Í dag ætlar Kristian Guttesen,
framkvæmdastjóri skákfélagsins
Hróksins, að bjóða bækurnar sínar
til sölu við útitaflið í Lækjargötu í
Reykjavík. Kristian fetar þar með í
fótspor Hrafns Jökulssonar, forseta
félagsins, sem seldi sínar bækur á
síðasta ári. Líkt og þá rennur ágóði
bókasölunnar til starfsemi skákfé-
lagsins sem fyrst og síðast snýst um
útbreiðslu skáklistarinnar og kynn-
ingu hennar fyrir æsku landsins.
Bókamarkaður Kristians hefst
klukkan tólf á hádegi og verða ýms-
ar uppákomur í boði. Til dæmis ætl-
ar Henrik Danielsen stórmeistari
og skólastjóri Hróksins að tefla við
gesti og gangandi og Valdimar Tóm-
asson bókasafnari ætlar að veita
áhugasömum upplýsingar og fróð-
leik um bækur Kristians.
Viðbúið er að margt í bókasafni
Kristians eigi eftir að fanga hug og
hjörtu fólks enda er hann bókelskur
í meira lagi. Og hann hefur ekki ein-
asta lesið bækur um ævina heldur
skrifað þær líka enda var hann í
hópi ungskálda um árabil. ■
www.steinsmidjan.is
Víkurbraut 46, Grindavík
Sími 426 7711
Fax 426 7712
www.es.is
Eignamiðlun Suðurnesja
Sigurður V. Ragnarsson,
löggiltur fasteignasali
Snjólaug Jakobsdóttir,
sölumaður
Hafnargötu 20,
230 Reykjanesbæ
Sími 421-1700
Víkurbraut 46, Grindavík
Sími 426 7711
Fax 4 6 7712
www.es.is
Sérlega glæsilegt einbýlishús á tveimur hæðum, auk bílskúrs, alls 350 fm.
Á eh er stofa, borðstofa, snónvarpshol og 4 svefnherbergi. Á nh eru tvær
fullbúnar studio íbúðir. Allar stéttar steyptar og stimplaðar með snjó-
bræðslukerfi. Frábær staður, mikið útsýni.
Verð 48.000.000.-
HEIÐARBAKKI 12, KEFLAVÍK
533 4300 564 6655
Salómon Jónsson lögg. fasteignasali Vilhjálmur Bjarnason lögg. fasteignasali
Fallegt vel viðhaldið ca 189,2 fm endaraðhús í Hvömmunum í Hafnarfirði.
Bjart og rúmgott hús m. stóru eldhúsi. Rúmgott fjölskyldurými við eldhús.
Innangengt í bílskúr, stórir sólballar báðu megin við húsið. Eign í sérflokki.
Verð 35.7m.
Raðhús Hafnarfirði
KRISTIAN GUTTESEN Selur bækurnar sínar við útitaflið í Lækjargötu í dag.
BÓKSALA VIÐ ÚTITAFLIÐ:
FR
ÉT
TA
B
LA
Ð
IÐ
/V
IL
H
EL
M
Bækur fyrir skák