Fréttablaðið - 05.07.2005, Qupperneq 30
5. júlí 2005 ÞRIÐJUDAGUR
> Við hrósum ...
... forráðamönnum FH fyrir þá herkænsku
sem félagið hefur beitt í málum tengdum
Davíð Þór Viðarssyni. Davíð, sem er
uppalinn hjá FH, var keyptur til Lilleström
fyrir fínan pening fyrir fjórum árum en á
síðustu tveimur árum hefur hann eytt
drjúgum tíma sem lánsmaður
hjá Hafnfirðingum. Og nú
hefur FH keypt Davíð Þór til
baka fyrir mun minni pening
en þeir fengu fyrir hann frá
norska félaginu á sínum
tíma. Fínn gróði hjá
Íslandsmeisturunum
þar...
Heyrst hefur ...
... að félögum í Intersport-deildinni
standi mikill uggur af Körfubolta-
akademíu Íslands. Þá ekki aðeins vegna
þess að sum þeirra munu missa
einhverja af sínum bestu ungu leik-
mönnum heldur ekki síður vegna þess
að þau óttast að lið akademíunnar verði
einfaldlega firnasterkt og mjög verðugur
andstæðingur.
sport@frettabladid.is
22
> Við hrósum ...
.... 1. deildarliðum Víkings og
Breiðabliks, sem
sýndu með
frammistöðu sinni í
VISA-bikarnum gær að
þau eiga fullt erindi í
úrvalsdeildina að ári.
Pálmi Haraldsson reyndist hetja ÍA í gærkvöld flegar hann skora›i sigurmark li›sins gegn Brei›ablik í
VISA-bikar karla í framlengingu. Á›ur höf›u Skagamenn lent undir gegn toppli›i 1. deildarinnar.
Skaginn marði sigur í háspennuleik
FÓTBOLTI „Það var mjög ljúft að
skora þetta mikilvæga mark,
sérstaklega þar sem það er ekki
svo oft sem maður setur hann,“
sagði mjög svo glaðbeittur Pálmi
Haraldsson, miðjumaður Skaga-
manna, við Fréttablaðið eftir að
hafa skotið Skagamönnum í 8-liða
úrslit VISA-bikarsins.
Það var fyllilega sanngjarnt að
Pálmi skuli hafa skorað fyrir ÍA
því að þeir gulklæddu réðu ferð-
inni lengst af í leiknum ef undan
er skilinn fyrsti hálftíminn. Bæði
lið höfðu fengið ágætis færi áður
en Kristján Óli Sigurðsson kom
taplausu liði Breiðabliks í sumar
yfir með frábæru marki eftir
hraða sókn.
Blikar lögðu áherslu á varnar-
leikinn í seinni hálfleik og Skaga-
menn voru mun meira með bolt-
ann og pressuðu frekar stíft á
köflum. Dean Martin fékk gott
færi um miðjan hálfleikinn en
fast skot hans sigldi rétt framhjá
markinu.
Á 75.mínútu gerði Ólafur Þórð-
arson skiptingu og setti Sigurð
Ragnar Eyjólfsson inn, það skilaði
árangri sjö mínútum síðar þegar
Sigurður skoraði gott skallamark
eftir aukaspyrnu. Eftir það gerð-
ist fátt, leiktíminn fjaraði út og
grípa þurfti til framlengingar.
Það var síðan áðurnefndur
Pálmi sem skaut Skagamönnum í
átta liða úrslitin þegar þrettán
mínútur voru liðnar af framleng-
ingunni. Hann fékk boltann rétt
við endamörk vítateigsins og
skaut að marki. Boltinn fór af
varnarmanni og þaðan framhjá
Hjörvari Hafliðasyni markverði
Breiðabliks og inn í markið.
- egm
LEIKIR GÆRDAGSINS
Visa-bikar karla:
VÍKINGUR–KR (3–3) 8–9
0–1 Garðar Jóhannsson (15.), 0–2
Gunnar Kristjánsson (27.), 1–2 Davíð Þór
Rúnarsson (30.), 2–2 Egill Atlason (33.),
2–3 Grétar Hjartarson (50.), 3–3 Hörður
Bjarnason (78.)
VALUR–HAUKAR 5–1
1–0 Garðar Gunnlaugsson (18.), 2–0
Sigurður Sæberg Þorsteinsson (35.), 3–0
Baldur Aðalsteinsson (51.),
3–1 Rodney Parry (52.), 4–1 Garðar
Gunnlaugsson (65.), 5–1 Garðar
Gunnlaugsson (72, víti.),
ÍA–BREIÐABLIK 2–1
0–1 Kristján Óli Sigurðsson (26.), 1–1
Sigurður Ragnar Eyjólfsson (85.), 2–1
Pálmi Haraldsson (103.).
Landsbankadeild kvenna:
FH–KEFLAVÍK 0–6
STAÐA EFSTU LIÐA:
BREIÐABLIK 7 7 0 0 28–5 21
VALUR 7 6 0 1 33–9 18
KR 7 4 0 3 23–13 12
ÍBV 7 4 0 3 25–17 12
KEFLAVÍK 7 4 0 4 22–23 9
Körfuboltaakademía Íslands, sem ný-
lega var stofnuð á Selfossi, er nýr kostur
fyrir efnilega leikmenn hér á landi sem
vilja stunda íþrótt sína af miklum krafti,
meðfram námi í framhaldsskóla, en
akademían verður tengd skólastarfi
Fjöbrautaskóla Suðurlands.
Athygli vekur að strákarnir sem valdir
verða í akademíuna munu keppa sam-
an sem lið, en ekki með liði íþróttafé-
laganna sem þeir æfðu hjá áður. Þess-
ari hugmynd svipar mikið til þess kerfis
sem notast er við í Bandaríkjunum,
Frakklandi og víðar, þar sem leikmenn
æfa hjá skólaliðum og keppa fyrir hönd
skólans í mótum.
Ólafur Rafnsson, formaður Körfuknatt-
leikssambands Íslands, fagnar því að
þessi kostur sé í boði. „Almennt séð er
sambandið hlynnt nánum tengslum á
milli náms og ástundun körfuknattleiks.
Lið sem keppir í Íslandsmóti verður að
vera skráð hjá félagi innan Íþróttasam-
bands Íslands, þannig að skólalið verða
að vera skráð með þeim hætti inn í
mót. KKÍ er þess vegna ekki tengt
þessu verkefni með beinum hætti, þótt
Brynjar Karl Sigurðsson, upphafsmaður
hugmyndarinnar, hafi kynnt þetta vel
fyrir okkur.“
Það færist í vöxt hér á landi að tengja
saman nám og íþróttaiðkun og er það
afar jákvæð þróun að mati Ólafs. „Það
er gott að vita til þess að samstarf um
metnaðarfullt nám og íþróttaiðkun sé
að aukast. Íþróttaskólinn í Reykjanesbæ
verður líka ánægjuleg viðbót, en þar
verður námið á háskólastigi. KKÍ hefur
ávallt brýnt það fyrir körfuknattleiks-
mönnum hér á landi, sem hafa áhuga á
því að reyna fyrir sér með bandarískum
háskólaliðum, að velja sér skóla sem
leggur mikið upp úr því að bjóða upp á
metnaðarfullt nám meðfram körfu-
boltaiðkuninni. Það er gott til þess að
vita að nú bjóðist efnilegum körfuknatt-
leiksleikmönnum
að gera þetta
strax á fram-
haldsskólaaldri
hér á landi.
Vonandi á
þetta verkefni
eftir að ganga
vel.“
ÓLAFUR RAFNSSON FORMAÐUR KKÍ: JÁKVÆTT AÐ TENGJA SAMAN NÁM OG IÐKUN ÍÞRÓTTA
Körfuboltaakademían sendir li› til keppni
Eskivellir 9 A og B eru tvö samliggjandi stigahús með lyftu,
annars vegar með 30 íbúðum og hins vegar með 24 íbúðum,
á 6 hæðum. Húsið er steinsteypt á hefðbundinn hátt,
einangrað og klætt að utan með báruformaðri álklæðningu
þannig að viðhaldskostnaður er lágmarkaður á komandi
árum. Íbúðunum verður skilað fullbúnum að utan sem innan,
án gólfefna. Baðherbergin eru sérlega glæsileg, flísalagðir
veggir og gólf með vönduðum flísum, hornbaðkar með
nuddi og innbyggðum hitastýrðum blöndunartækjum og
sturtu út úr vegg. Gólf í þvottahúsum verða einnig flísalögð.
Vandaðar innréttingar frá MODULIA og öll tæki að vandaðri
gerð.
Lóð og sameign fullfrágengin.
Sjá einnig: www.fmh.is
3ja herbergja 79,9 til 90,6 fm, verð frá 15,9 millj.
4ra herbergja 86,0 til 127,3 fm, verð frá 18,1 millj.
5 herbergja 138,9 fm til 142,1 fm, verð frá 23,4 millj.
22 stæði í bílakjallara
Annað:
Sérlega stórar svalir (16,2 til 21,9 fm)
Stór sérafnotaflötur á jarðhæð (28,0 til 37,5 fm)
Stutt í leik- og grunnskóla
Traustur verktaki Fagtak ehf.
Allar nánari upplýsingar veita sölumenn.
Glæsilegar íbúðir að
Eskivöllum 9 Hafnar f.
517 9500
Stærðir og verð
Eiður Arnarson
lögg. fasteignasali
Sigursveinn Jónsson Geir Þorsteinsson Sonja MagnúsdóttirViggó Jörgensson
Strandgötu 41 - 220 Hafnarfjörður - www.fmh.is Opið virka daga frá kl: 9:00 – 17:00
Á SÍÐUSTU STUNDU Pálmi Haraldsson
fagnaði með stæl eftir að hann hafði
skotið Skagamönnum í 8-liða úrslit VISA-
bikarsins. FRÉTTABLAÐIÐ/EIRÍKUR