Fréttablaðið - 05.07.2005, Side 31
ÞRIÐJUDAGUR 5. júlí 2005 23
Alex Ferguson, knattspyrnustjóriManchester United, hefur lagt
blessun sína yfir stefnuskrá sona
Malcoms Glazer
og biður stuðnings-
menn liðsins að
hafa sig hæga svo
allir geti einbeitt sér
að knattspyrnu.
Ferguson átti fund
með bræðrunum
um helgina og segir
ljóst að þeim sé
mikið í mun að
styðja við bakið á félaginu í því sem
það hyggst taka sér fyrir hendur.
„Þetta hefur verið erfiður tími fyrir
alla sem að liðinu koma, en nú er
kominn tími til að einbeita sér að
því sem skiptir máli í þessu, fótbolt-
anum sjálfum,“ sagði Ferguson.
Strigakjafturinn Craig Bellamy hjáNewcastle mun ekki hefja æfing-
ar með félögum sínum í liðinu í vik-
unni, heldur hefur honum verið
veittur vikufrestur til að finna sér
annað félag til að leika með á
næstu leiktíð. Uppúr sauð milli hans
og fyrirliðans Alan Shearer á síð-
ustu leiktíð, eftir að Bellamy sendi
Shearer háðsglósur vegna aldurs
hans með SMS skilaboðum eftir
einn tapleikinn hjá Newcastle, en
þá eru líka litlir kærleikar milli hans
og knattspyrnustjórans Graeme
Souness og því virðist sem hann
eigi sér enga framtíð hjá félaginu.
ÚR SPORTINUGerrard er á lei› frá Liverpool
FÓTBOLTI Struan Marshall, um-
boðsmaður Stevens Gerrard, fyrir-
liða Liverpool, olli miklu
fjaðrafoki í gær þegar hann lýsti
því yfir í viðtali við breska ríkisút-
varpið að samningaviðræður milli
Gerrards og Liverpool væru
komnar í ógöngur og myndu lík-
lega ekki halda áfram.
Rafael Benitez, knattspyrnu-
stjóri Liverpool, hélt strax í kjöl-
farið blaðamannafund þar sem
hann lýsti því yfir að hann vildi
endilega halda Gerrard hjá félag-
inu, þrátt fyrir orðróm þess efnis
að þeir hefðu rifist heiftarlega á
æfingasvæði félagsins um helgina.
„Ég hef alltaf sagt að ég vilji halda
Gerrard hjá Liverpool. Ég vonast
til þess hann verði þjálfari hér
þegar hann hættir að leika. Síðan
væri fínt ef hann yrði aðstoðar-
stjóri og jafnvel knattspyrnustjóri
þegar ég hætti. Ég er að reyna að
byggja upp lið hérna sem getur
unnið titla og ég vil einfaldlega
gera allt til þess að halda Gerr-
ard.“
Á fundinum tilkynnti Benitez
um kaup á fjórum nýjum leik-
mönnum. „Þessir fjórir leikmenn
munu styrkja leikmannahóp fé-
lagsins mikið. Ég stefni einnig á að
fá til mín tvo til þrjá leikmenn í
næstu viku.“
Þessir nýju leikmenn eru José
Reina, fyrrum markvörður Villar-
eal; miðjumaðurinn Mark Gonza-
les, landsliðsmaður Chile; Antonio
Barragan, vinstri bakvörður sem
kemur frá Sevilla, og Hollending-
urinn Boudewijn Zenden sem kem-
ur frá Middlesbrough.
Benitez var óánægður með yfir-
lýsingar umboðsmanns Gerrards
og sagði þær ótímabærar. „Ég hef
þrisvar sinnum reynt að hefja
samningaviðræður við Steven
Gerrard en hann hefur alltaf sagt
okkur að bíða . Núna ætlum við að
reyna semja en þá kemur þessi yf-
irlýsing frá umboðsmanninum.
Þetta kemur töluvert á óvart.“
Chelsea og Real Madrid reyna
nú að lokka Gerrard til sín en lík-
legt er talið að félögin þurfi að
greiða yfir þrjátíu milljónir punda
fyrir leikmanninn. -mh
HVAÐ? HVENÆR? HVAR?
19 20 21 22 23 24 25
Sunnudagur
MAÍ
■ ■ LEIKIR
19.15 Grindavík mætir Fylki á
Grindavíkurvelli í VISA-bikarkeppni
karla.
19.15 HK tekur á móti Keflvíking-
um á Kópavogsvelli í VISA-bikar-
keppni karla.
19.15 ÍBV mætir Njarðvík í Eyjum í
VISA-bikarkeppni karla.
19.15 FH tekur á móti KA á
Kaplakrikavelli í VISA-bikarkeppni
karla.
19.15 Þór fær Fram í heimsókn til
Akureyrar í VISA-bikarkeppni karla.
18.00 ÍA tekur á móti ÍBV í
Landsbankadeild kvenna.
20.00 Valur fær Breiðablik í
heimsókn í Landsbankadeild kvenna.
20.00 Stjarnan mætir KR í
Garðabænum í Landsbankadeild
kvenna.
■ ■ SJÓNVARP
18.25 Ofurhugaleikar á Sýn.
19.20 Strandblak kvenna á Sýn.
22.30 Toyota-mótaröðin í golfi á
Sýn.
Jose Mourinho knattspyrnustjóri Chelsea:
FÓTBOLTI Það fer ekki á milli mála
að undirbúningstímabilið í
ensku knattspyrnunni er að
byrja, því Jose Mourinho, knatt-
spyrnustjóri Chelsea, er byrjað-
ur að gefa út yfirlýsingar.
Í samtali við enska fjölmiðla
um helgina sagði Portúgalinn að
hann teldi mesta eyðslutímabilið
afstaðið hjá félaginu og segir að
framvegis verði mun minni um-
svif í leikmannamálum.
Þá tjáði hann sig um komu
sína inn í ensku úrvalsdeildina í
fyrra og viðurkenndi að stór-
karlalegar yfirlýsingar sínar
hefðu allt eins getað komið hon-
um í bobba og sagðist hann í
raun heppinn að herbragð hans
hefði virkað.
„En við náðum frábærum ár-
angri í fyrra og mér finnst töl-
urnar tala sínu máli þegar ég
segi að við séum besta lið í sögu
úrvalsdeildarinnar,“ sagði
Portúgalinn. - bb
Vi› erum besta li› sögunnar
FÓTBOLTI FH hefur keypt Davíð Þór
Viðarsson af Lilleström í Noregi,
en hann hefur verið á lánssamn-
ingi frá norska félaginu í sumar.
Davíð, sem er uppalinn hjá FH,
var búinn að vera samningsbund-
inn Lilleström í á fjórða ár.
Guðmundur Árni Stefánsson,
formaður knattspyrnudeildar FH,
var ánægður með að kaupin væru
gengin um garð. „Þetta eru
ánægjuleg tíðindi fyrir FH og
mun styrkja lið félagsins til langs
tíma.“
Davíð æfði vel með Lilleström
á undirbúningstímabilinu, en í
ljós kom að hann gat ekki byrjað
að spila með norska félaginu fyrr
en eftir fyrsta júlí þar sem ekki
var gengið frá félagsskiptum
hans frá FH, þar sem hann spilaði
sem lánsmaður í fyrra, til Lil-
leström í tæka tíð. - mh
Á FÖRUM Samningaviðræður
milli Stevens Gerrard og Liver-
pool sigldu í strand um helg-
ina, en talið var að Gerrard
myndi fyrr en seinna skrifa
undir langan samning við fé-
lagið. FRÉTTABLAÐIÐ/GETTYIMAGES
Knattspyrnufélögin Chelsea og Real Madrid reyna nú allt sem í fleirra valdi
stendur til fless a› fá Steven Gerrard, fyrirli›a Liverpool, til sín.
Landsbankadeild karla:
FH búi› a›
kaupa Daví›
KÖRFUBOLTI Landsliðsmaðurinn
Darrel Lewis, sem undanfarin ár
hefur leikið með liði Grindavíkur
í úrvalsdeildinni í körfuknattleik,
hefur skrifað undir samning við
ítalska liðið Cimberio Novara,
sem leikur í annarri deild þar í
landi. Lewis hefur um allnokkurn
tíma verið að leita sér að liði og
vildi helst reyna sig á erlendri
grundu eftir nokkur ár í úrvals-
deildinni á Íslandi.
Ljóst er að hjá ítalska liðinu fer
hann í mikið sterkari deild en hér
heima, þar hittir hann fyrir Donte
nokkurn Mathis sem lék nokkra
leiki fyrir Skallagrím fyrir tveim-
ur árum, en hefur verið hjá
Novara í tvö ár. Liðið hafnaði í
fimmta sæti deildarinnar í fyrra
og eygir því eflaust möguleika á
að komast upp um deild í ár.
- bb
Körfubolti:
Lewis farinn
til Ítalíu
Aðrir leikir í VISA-bikarnum í gærkvöld:
FÓTBOLTI Kristján Finnbogason
varði tvær vítaspyrnur fyrir KR í
dramatískri vítakeppni gegn Vík-
ingum í gærkvöld og var að öðr-
um ólöstuðum maðurinn á bak við
sigur KR í henni. Hinn 18 ára
gamli Gunnar Kristjánsson sýndi
stáltaugar þegar hann skoraði úr
sjöundu spyrnu KR í vítakeppn-
inni en áður höfðu liðin skorað og
klúðrað á víxl.
Það var mikið fjör í Víkinni í
gær og höfðu fjögur mörk litið
dagsins ljós á fyrsta hálftíma
leiksins. Gestirnir byrjuðu betur
og komust í 2-0 með mörkum frá
Garðari Jóhannssyni og Gunnari.
En með miklu harðfylgi náði 1.
deildarlið Víkings að koma sér
aftur inn í leikinn. Fyrst minnkaði
Davíð Þór Rúnarsson muninn og
aðeins þremur mínútum síðar
jafnaði Egill Atlason, fyrrum KR-
ingur, metin. Grétar Hjartarson
kom KR-ingum aftur yfir en
Hörður Bjarnason jafnaði á 78.
mínútu og því varð að framlengja.
Í henni voru Víkingar mun sterk-
ari aðilinn en þeir náðu ekki að
skora og því varð að grípa til víta-
spyrnukeppni þar sem KR-ingar
fóru að lokum með sigur eins og
áður segir.
Eins og við var að búast áttu
Valsmenn ekki í teljandi erfiðleik-
um með Hauka á heimavelli sín-
um og fóru með öruggan 5-1 sigur
af hólmi.
KR vann eftir vítaspyrnukeppni