Fréttablaðið - 05.07.2005, Page 40

Fréttablaðið - 05.07.2005, Page 40
SÍMANÚMER FRÉTTABLAÐSINS: 550 5000, fax: 550 5099 Ritstjórn: 550 5005, fax: 550 5006, ritstjorn@frettabladid.is DREIFING: dreifing@posthusid.is Auglýsingadeild: auglysingar@frettabladid.is Veffang: visir.is VIÐ SEGJUM FRÉTTIR SMÁAUGLÝSINGASÍMINN ER 550 5000 HEKLA, Laugavegi 174, sími 590 5000 www.hekla.is, hekla@hekla.is Umboðsmenn um land allt: Höldur hf., Akureyri, sími 461 6020 · HEKLA, Borgarnesi, sími 437 2100 · HEKLA, Ísafirði, sími 456 4666 HEKLA, Reyðarfirði, sími 470 5100 · HEKLA, Reykjanesbæ, sími 420 5000 · HEKLA, Selfossi, sími 482 1416 SIMPLY CLEVER SkodaOctavia Combi 4x4 Núna færðu kraftmikinn fjórhjóladrifinn Skoda Octavia Combi Turbo á lygilegu verði. Láttu ekkert stöðva þig. Komdu strax í dag og tryggðu þér öflugan fjórhjóladrifinn Skoda Octavia. 28.190 á mánuði m.v. 225.000 kr. útborgun og gengistryggðan bílasamning til 84 mánaða. Ál fe lg ur e ru s ta ða lb ún að ur á O ct av ia T ur bo 2.190.000 kr. verð aðeins aðeins 15 bílar í boði! Hvert á svo að fara um helgina? Veit ekki. Við eltum bara veðrið. Skítt með sólarleysið. Lognið er fyrir mestu. Vindhræðsla og veð- urhræðsla er ekki það sama. Vindóttinn magnast þegar fjórða tengdamömmuboxið er fest á þak- ið – eftir að fyrsta, annað og þriðja tókust á loft og hurfu upp til Oz í mismunandi veðraham. HVAR er súlan sem á að vera hér? Veit ekki, tókst þú ekki tjaldið nið- ur síðast? Jú, en þá var súlan á sín- um stað. Súlan finnst, tauhöllin rís – teppi, borð, stólar, prímus og grill. Hnegg hrossagauksins. And- varp í tjaldi. Ó, það er nú ekkert indælla en svefn í fersku tjald- stæðalofti. Ómur af harmónikku og syngjandi tjaldbúum. María, María. Viltu með mér vaka í nótt? Er að hvessa? Nei, nei, segir spúsi og snýr sér á hina. Jú, víst! orgar rokið. Það marrar í súlum og tjald- vagninn vaggar og vælir eins og gamalt sjóræningjaskip. Fljúgandi fortjald. Settirðu enga hæla? Jú, muldrar spúsi. Þeir gera ekki gagn. Farðu og settu grjót á svo við endum ekki í Oz eins og Dórótea forðum. Var ekki spáð logni í nótt? Jú, muldrar spúsi ergilegur og vindur sér fram úr á nærbrókinni. NÚ er mín ánægð með sinn. Sá á nærbrókinni sækir farg og kastar á tjaldsvuntur úti. Vindurinn öskr- ar af hlátri. Herkúles á brókinni stekkur upp í fjallajeppa – bakkar ákveðið, setur í fyrsta og brunar á fullri ferð á fortjaldið. Eitt augna- blik heldur spúsa að hann hafi fengið sig fullsaddan af vindnöldri, en bíllinn nemur staðar utan í tjaldinu, ofan á svuntunni. For- tjaldið er pikkfast undir bíldekki. Spúsi æðir ískaldur inn í svefn- tjald og undir sæng. Nú fer tjaldið ekki nema bíllinn fari fyrst, segir hann kátur og sofnar áður en hann snertir koddann. Hrossagaukur vekur tjaldbúa með hlátri. VEÐUROFSI, aurskriður og nauðganir, segja fyrirsagnir helg- arinnar. Allt snýst þetta um að vera í sambandi – í sambandi við unglingana, vindáttirnar og veður- stofuna. Sambandsleysi hefur jú leitt af sér heilu heimsstyrjaldirn- ar. Það rignir stöðuvötnum ofan í fyrsta kaffibollann. Hvernig er spáin fyrir næstu nótt? Jú, bara logn eins og í nótt. BAKÞANKAR KRISTÍNAR HELGU GUNNARSDÓTTUR Í útilegu

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.