Fréttablaðið - 14.07.2005, Page 4

Fréttablaðið - 14.07.2005, Page 4
KAUP Gengisvísitala krónunnar Bandaríkjadalur Sterlingspund Evra Dönsk króna Norsk króna Sænsk króna Japanskt jen SDR USD GBP EUR DKK NOK SEK JPY XDR 64,63 64,93 114,12 114,68 78,71 79,15 10,55 10,61 9,98 10,03 8,39 8,44 0,58 0,58 94,19 94,75 GENGI GJALDMIÐLA 13.07.2005 GENGIÐ HEIMILD: Seðlabanki Íslands SALA 110,13 4 14. júlí 2005 FIMMTUDAGUR Sakborningarnir nefndir í eyru prófessors löngu áður en ákærur voru birtar: Óska› rannsóknar á leka BAUGSMÁLIÐ Gestur Jónsson, hæstaréttarlögmaður og verjandi Jóns Ásgeirs Jóhannessonar í Baugsmálinu, hefur sent Boga Nilssyni ríkissaksaksóknara bréf þar sem óskað er eftir rannsókn á upplýsingaleka í Baugsmálinu. Málavextir eru þeir að 7. júlí ritaði prófessor Þorvaldur Gylfa- son pistil í Fréttablaðið sem hann nefndi „kannski tuttugu manns“. Í pistlinum lýsti prófessorinn því að vel tengdur virðingarmaður ís- lensks atvinnulífs hefði sest sér við hlið í flugvél og greint frá því að gefin yrði út ákæra á hendur sex einstaklingum sem hann nefndi alla með nafni. Þorvaldur kvaðst í pistlinum aldrei hafa heyrt þrjá þeirra nefnda. Þetta hefði rifjast upp fyrir honum þegar Ríkislögreglustjóri birti sömu aðilum ákærur. Gestur segir í bréfinu til ríkis- saksóknara að nauðsynlegt sé að fá svar við því hvort „vel tengdir“ virðingarmenn hafi átt aðgang að upplýsingum um rannsókn máls- ins meðan á henni stóð. „Sé rétt með farið virðist ákvörðun um ákæru á hendur „sexmenningun- um“ hafa verið tekin áður en rannsókn málsins var lokið hjá Ríkislögreglustjóra,“ segir jafn- framt í bréfinu. - jh Áhyggjur mó›ur komu lögreglunni á spori› Leitin a› sprengjumönnunum í Lundúnum fór a› bera árangur eftir a› mó›ir eins fleirra l‡sti eftir honum. Tali› er a› forsprakkarnir gangi enn lausir. BRETLAND, AP Símhringing örvænt- ingarfullrar móður kom bresku lögreglunni á sporið í leitinni að þeim sem frömdu sprengjutilræð- in í Lundúnum fyrir viku. Svarið við eftirgrennslan henn- ar reyndist annað og verra en hún átti von á – sonur hennar er einn þeirra fjögurra manna sem grun- aðir eru um að hafa sprengt sprengjur í þremur jarðlestum og einum strætisvagni og banað að minnsta kosti 52 manns. Lýsing móðurinnar á fötum sonarins kom heim og saman við þau sem voru á líki sem var svo illa farið að talið er að það sé af manninum sem sprengdi sjálfan sig í loft upp í tveggja hæða strætisvagni við Tavistock-torg, að því er dagblaðið The Times greindi frá í gær. Þrettán manns fórust í þeirri sprengingu. Maðurinn, sem var 19 ára og hét Hasib Hussain, sást ásamt þremur öðrum mönnum á upp- töku öryggismyndavélar á Kings Cross-lestarstöðinni, en upptakan var frá því kl. 8.30 á fimmtudags- morguninn, um 20 mínútum áður en sprengjurnar sprungu. Menn- irnir eru allir af pakistönskum uppruna en fæddir og uppaldir í Bretlandi. Lögreglan vissi að rannsóknin var keppni við tímann, þar sem á reið að finna hverjir staðið hefðu að tilræðunum; annars væri hætta á að þeir létu aftur til skarar skríða. Þótt sprengjumennirnir hafi sjálfir farist í árásunum er talið líklegt að samverkamenn þeirra eða hugsanlegur for- sprakki gangi enn lausir. Sá forsprakki gæti verið tengdur alþjóðlegu hryðjuverka- neti eins og al-Kaída og að sögn sérfræðinga er vel hugsanlegt að hann hafi komið til Bretlands til að leita nýrra liðsmanna í hinu „heilaga stríði“ og útvega þeim sprengiefni. „Ég trúi því einfald- lega ekki að verknaður eins og þessi geti verið einkaframtak þessara fjögurra ungu manna,“ hefur AP eftir Paul Wilkinson, sem starfar við hryðjuverkarann- sóknamiðstöð St. Andrews- háskóla í Skotlandi. audunn@frettabladid.is Hæstiréttur: Var›hald fellt úr gildi DÓMSMÁL Hæstiréttur felldi í gær úr gildi úrskurð Héraðsdóms Reykjavíkur frá 8. júlí þess efnis að meintur kynferðisglæpamaður skyldi sæta gæsluvarðhaldi til 15. júlí. Komst rétturinn að því að sókn- araðili hefði ekki fært haldbær rök fyrir varðhaldi enda brot hans framin fyrir alllöngu síðan. Sóknar- aðili byggði mál sitt á að ætla mætti að hinn ákærði reyndi að torvelda rannsókn málsins ef hann yrði lát- inn laus fyrir þann tíma enda væri rannsókn lítt á veg komin og skýrslutöku af þeim tveimur stúlk- um sem hann er grunaður um að hafa misnotað ekki lokið. -aöe Leeds-búar af pakistönskum uppruna Eftirfarandi upplýsingar hafa komið fram um þá sem frömdu sprengjutilræðin í Lundúnum hinn 7. júlí. Þeir eru allir af pakistönskum uppruna en fæddir og uppaldir í Englandi. - Shahzad Tanweer, 22 ára. Sótti Leed Metropolitan-há- skóla, þar sem hann lagði stund á íþróttafræði og sýndi krikket sérstakan áhuga. Hann á yngri bróður og tvær systur og bjó alla ævi í Beesten-hverfi í Leeds á Norður- Englandi. Faðir hans er frá Pakistan og rekur „fisk-og-flögu“-skyndibitastað. Tanweer fór til Lahore í Pakist- an í tvo mánuði fyrr á þessu ári til að nema íslömsk fræði. Rétt- arlæknisfræðileg gögn tengja Tanweer við sprenginguna sem varð í jarðlest nærri Aldgate- stöðinni. - Hasib Hussain, 19 ára. Bjó hjá fjölskyldu sinni frá fæðingu í Holbeck, útbæ Leeds. Frá september 1998 til júlí 2003 var hann nemi við Matthew Murray-menntaskólann. Hann varð trúaður múslimi fyrir um tveimur árum, eftir því sem lög- regla hefur eftir nágrönnum hans. Ökuskírteini og bankakort hans fundust í braki strætis- vagnsins sem var sprengdur við Tavistock-torg. - Mohammed Sidique Khan, 30 ára. Fæddist í Pakistan, á átta mánaða gamla dóttur. Hann bjó áður í sama hverfi í Leeds og Tanweer, en flutti til Dews- bury í Vestur-Yorkshire fyrir tæpu hálfu ári. Hann vann við gæslu fatlaðra barna, að sögn nágranna. Skilríki Khans fund- ust í braki lestarinnar sem sprengd var nærri Edgware Road-jarðlestarstöðinni. - Nafn fjórða tilræðismanns- ins hefur ekki komið fram. Hann er talinn hafa verið vinur hinna þriggja og hafa búið í Leeds. - aa HÚSLEIT Múslimi í Thornhill-hverfi í Dews- bury á Norður-Englandi, þar sem flestir íbúarnir eru af pakistönskum uppruna, tal- ar við lögreglukonu í gær, er gerð var hús- leit þar. Múslimar áhyggjufullir: Bretar s‡ni stillingu HRYÐJUVERK Tony Blair, forsætisráð- herra Bretlands, kallaði í gær eftir hertri löggjöf og alþjóðlegu átaki til að uppræta þá „illu“ hugmynda- fræði sem liggi á bak við hryðju- verkin í London fyrir viku. Blair og fleiri stjórnmálamenn hvöttu Breta til að sýna stillingu og dæma ekki alla múslima vegna ódæðisverka manna sem láta „brenglaða og eitraða mistúlkun“ á íslamstrú stjórna gerðum sínum. Talsmenn múslima tala um nauðsyn þess að foreldrar verndi börn sín fyrir heilaþvottartilraunum öfga- manna. Tilkynnt hefur verið um fleiri en 100 hefndarárásir frá því tilræðin voru framin. - aa VEÐRIÐ Í DAG ÞORVALDUR GYLFASON PRÓFESSOR Nokkur tími er liðinn frá því samtal hans og „virðingarmannsins“ átti sér stað. SAKNAÐ Veggspjöld með myndum af fólki sem er saknað eftir sprengjutilræðin sjást hér í grennd við Kings Cross-lestarstöðina í Lundún- um. Gefin hafa verið upp nöfn fjórtán þeirra 52 sem staðfest hefur verið að létu lífið. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /A P FR ÉT TA B LA Ð IÐ /A P Hryðjuverkin í Lundúnum: Lítil áhrif á flugi› HRYÐJUVERK Hryðjuverkin í Lund- únum á fimmtudag, þar sem að minnsta kosti 52 biðu bana og fjöldi særðist, hafa lítt eða ekki dregið úr áhuga fólks á að ferðast til borgar- innar. Guðjón Arngrímsson, upplýs- ingafulltrúi Icelandair, segir áhug- ann á borginni meiri nú en á sama tíma í fyrra. Birgir Jónsson, framkvæmda- stjóri Iceland Express, segir ein- staka farþega hafa seinkað för sinni um nokkra daga eða vikur. - bþs

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.