Fréttablaðið - 14.07.2005, Blaðsíða 6

Fréttablaðið - 14.07.2005, Blaðsíða 6
6 14. júlí 2005 FIMMTUDAGUR Persónuvernd vill að farið verði varlega í umfjöllun um einkamál: Bla›amenn gæti me›alhófs PERSÓNUVERND Stjórn Persónu- verndar hefur sent frá sér álit um meðferð persónuupplýsinga og myndbirtingar á fréttamiðlum. Í álitinu kemur fram að fréttamenn skuli gæta meðalhófs í meðferð per- sónuupplýsinga og hafa í huga hvaða hagsmunum það þjóni að fjalla um einkamálefni einstaklinga án þeirra samþykkis. Sérstaklega er einnig rætt um svokallaðar „opinberar persónur“ í áliti Persónuverndar. Þar er sagt að þótt sumar persónur, svo sem stjórnmálamenn, listamenn og aðrir þeir sem mikið eru í sviðsljósinu geti búist við því að meira sé fjallað um þær í fjölmiðlum en aðra al- menna borgara, þá sé álit Persónu- verndar að hinar opinberu persónur skuli njóta friðhelgi fjögurra veggja heimilsins og eins utan þeirra á ákveðnum stöðum, svo sem eins og á skemmtistöðum, sundlaug- um og líkamsræktarstöðvum. Einnig er minnst á í álitinu að þótt einhverjir einstaklingar geti talist opinberar persónur þá eigi það sama ekki við um fjölskyldur þeirra, vini og aðra sem þeim tengj- ast og hafa ekki valið að vera í sviðsljósinu. - oá Tekist á um gjaldtöku: Ríki› var s‡kna› DÓMSTÓLAR Ríkið var í gær sýknað af kröfum manns sem taldi sig hafa orðið fyrir ólögmætri gjaldtöku, en skattstjórinn í Reykjavík lagði á hann iðnaðarmálagjald á árunum 2001 til 2004. Maðurinn vísaði til þess að í landinu væri félagafrelsi og því ólögmætt að gera honum að greiða félagsgjöld til Samtaka iðnaðarins. Dómurinn vísaði til fyrri úrskurðar Hæstaréttar frá árinu 1998 þar sem ekki var fallist á að iðnaðarmála- gjaldið gæti talist félagsgjald, en tekjum af því mun varið til eflingar iðnaði og iðnþróun. Manninum var gert að greiða 300 þúsund krónur í málskostnað. - óká Mun R-listinn bjóða fram í næstu borgarstjórnarkosning- um? SPURNING DAGSINS Í DAG: Á að herða viðurlög við um- ferðarlagabrotum? Niðurstöður gærdagsins á visir.is 30% 70% Nei Já Farðu inn á fréttahluta visir.is og segðu þína skoðun KJÖRKASSINN ÍSLENSK DAGBLÖÐ Stjórn Persónuverndar segir opinberar persónur eiga að njóta friðhelgi heimilisins og eins á skemmtistöðum, sundlaugum og líkamsræktarstöðvum. Fyrrum íbúi Höfðaborgar lýsir ástandinu: Höf›aborg er mor›höfu›borg OFBELDI „Höfðaborg er morðhöf- uðborg heimsins,“ sagði Stefán Helgi Valsson, í Hádegisútvarpi Talstöðvarinnar í umsjón Frétta- blaðsins í gær. Stefán bjó í þrettán ár í Höfðaborg. „Morð eru daglegt brauð þarna þó ekki sé mikið talað um það núna þegar menn reyna frekar að leggja áherslu á uppbyggingu í landinu. Svo hefur Mandela gert margt mjög gott fyrir landið og menn beina frekar sjónum að því. Því verður þó ekki breytt að töl- fræðin segir að fyrir hverja hund- rað þúsund íbúa eru 150 drepnir. Þannig var ástandið í það minnsta þegar ég bjó þar en ég flutti fyrir fimm árum.“ Stefán fór ekki varhluta af of- beldinu meðan hann bjó í Höfða- borg en þrisvar sinnum var brot- ist inn í bíl hjá honum og tvívegis varð nágranni hans fyrir barðinu á innbrotsþjófum. Í annað skiptið var konu nauðgað. „Þetta er bara daglegt brauð í Höfðaborg, því miður,“ segir Stefán sem bar Suður- Afríkubúum vel söguna og sagði þá yndislegt fólk upp til hópa þó ástandið í landinu hefði þessar hræðilegu afleiðingar. ■ ÖRYGGISGÆSLA Í HÖFÐABORG Stefán seg- ir að þeir efnuðu í Höfðaborg verði að verja sig því morð og glæpir séu daglegt brauð í borginni. Ástæðuna segir Stefán helst vera hið gríðarlega bil milli efnaðra og fátækra í landinu. MORÐMÁL Desireé Oberholzer, 43 ára gömul kona, sem handtekin var í tengslum við morðið á Gísla Þorkelssyni, 54 ára göml- um Íslendingi búsettum í Suður- Afríku, játaði í gær aðild að mál- inu. Einnig situr í haldi vegna málsins 28 ára gamall maður að nafni Willie Theron. Þau voru leidd fyrir dómara í Boksburg í Suður-Afríku í gær, en réttað verður í máli þeirra 22. ágúst. Fólkið er sakað um morð, þjófn- að, fjársvik og um að hindra framgang réttvísinnar. Nafn Gísla var gert opinbert í gær eftir að haft var samband við hans nánustu ættingja, en hann á fjögur eldri systkini og uppkominn son, búsettan á Ís- landi. Vinkona Gísla í Jóhannes- arborg bar í gærmorgun kennsl á lík hans í líkhúsinu í Germi- ston, en lögregla hafði óttast að það tæki langan tíma vegna þess hve rotnun líksins var langt á veg komin. Það var falið í rusla- tunnu sem fyllt hafði verið með steypu þannig að aðeins sást í fæturna og hafði verið þar í um fimm vikur. Tunnan var geymd í bakgarði leigusala Willies Ther- ons í norðurhluta Boksburg, út- hverfi Jóhannesarborgar. Sá fann líkið fyrir tilviljun þegar hann færði til tunnuna. Ekki hefur enn verið skorið úr um hvernig parið myrti Gísla en Andy Pieke, talsmaður lög- reglu, segir standa til að krufn- ing fari fram í dag. Gísli er sagður hafa kynnst konunni fyrir nokkru síðan en þegar parið sem grunað er um að hafa myrt hann var handtekið höfðu þau meðal annars selt bíl hans. Þá höfðu þau reynt að komast yfir peninga á banka- reikningi Gísla en ekki tekist. Smári Sigurðsson, aðstoðar- yfirlögregluþjónn á alþjóða- deild Ríkislögreglustjóra, sagði málið alfarið vera á könnu lög- regluyfirvalda í Suður-Afríku. Embættið hafi engu síður haft fregnir af rannsókn málsins frá lögreglu þar. „Ekkert formlegt, heldur bara í síma,“ segir hann og taldi lögreglu ytra furða sig nokkuð á athyglinni sem málið vekti hér heima. „Þeir fá sennilega jafnmörg mál á dag og við á nokkrum árum.“ olikr@frettabladid.is Kona játar a›ild a› mor›i á Íslendingi Tvennt er í haldi lögreglu vegna mor›sins á Gísla fiorkelssyni í Su›ur-Afríku, 28 ára gamall ma›ur og 43 ára gömul kona. Rétta› ver›ur í máli fleirra í lok ágúst. Dánarorsök Gísla eru enn ókunn en hann ver›ur krufinn í dag. BETLAÐ Á GÖTU Í JÓHANNESARBORG Fátækt er mikil og glæpir tíðir í Jóhannesarborg í Suður-Afríku. Myndin er tekin fyrr á árinu á götu í borginni. Sjá má hvernig götubetlarar fara á milli bíla í von um að einhver gauki að þeim peningum. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /M YN D /A FP
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.