Fréttablaðið - 14.07.2005, Side 12

Fréttablaðið - 14.07.2005, Side 12
12 14. júlí 2005 FIMMTUDAGUR Ganga okkar hringinn í kringum landið er nú hálfnuð og rétt rúmlega það. 24 dagar að baki og 22 dagar eftir. Við erum því farnir að telja niður sem er góð tilbreyting frá því sem áður var. Í gær gengum við upp á Möðru- dalsöræfin og komum að Ár- mótaseli upp úr hádegi. Veðrið leikur við okkur, sól og blíða á öræfunum og gott að vera hér. Talsverð umferð er hér um slóð- ir, og þarf ekki að undra að ferðamenn komi hingað í stað þess að kúldrast undir skýjun- um á suðvesturhorninu. Í Sæmundarseli fengum við okkur kaffi og með því í gær og er óhætt að mæla með lumm- unum þar. Við gistum hins vegar á Skjöldólfsstöðum því þar er sundlaug. Við reynum alltaf að gista þar sem laugarn- ar eru svo við getum látið þreytuna líða úr okkur fyrir svefninn. Á þriðjudag fórum við upp að Kárahnjúkum og það var ein- staklega gaman að berja þess- ar miklu framkvæmdir augum þrátt fyrir hvassviðri og mold- rok. Í dag göngum við frá Ármóta- seli að Möðrudal og fikrum okkur svo niður í Mývatns- sveitina skref fyrir skref á næstu dögum. Kveðja, Guðbrandur og Bjarki. Farnir a› telja ni›ur HALTUR LEIÐIR BLINDAN: PÓSTKORT FRÁ BJARKA OG GUÐBRANDI nær og fjær „Mig langar til fless a› færa landsmönnum málverki› á n‡jan leik og vil frekar mynda tengsl vi› almenning en listaelítuna.“ EINAR HÁKONARSON LISTMÁLARI Í FRÉTTABLAÐINU. „fia› hefur aldrei veri› ætlun borgaryfirvalda a› fara illa me› starfs- konur sem hafa unni› hjá okkur í tugi ára. fiannig a› fletta er mis- skilningur sem ver›ur lei›réttur.“ STEINUNN VALDÍS ÓSKARSDÓTTIR BORGARSTJÓRI Í MORGUNBLAÐINU. OR‹RÉTT„ “ Sú var tíðin að hver einasti karl- maður sem kom nálægt viðskipt- um af einhverjum toga bar bindi um hálsinn. Sú tíð er liðin. Æ al- gengara er að karlmenn gangi bindislausir og þá jafnan með efstu og jafnvel tvær efstu skyrtutölurnar hnepptar frá. Ásgeir Höskuldsson, kaup- maður í herrafataversluninni Hjá Andrési, segir áberandi hversu karlar eru miklu frjálslegri í klæðaburði en var og telur ekki nokkra ástæðu til amast yfir þró- uninni. „Það sem skiptir máli er að maðurinn sé í heild sinni smekklega klæddur,“ segir Ás- geir. Hann þekkir það líka af reynslunni að tískan gengur í hringi; allt kemur aftur. „Bindin koma aftur,“ segir Ásgeir sem sjálfur er vanalega bindislaus í vinnunni en hnýtir þau um hálsinn við fínni tækifæri. Guðbjörg Sigurðardóttir fylg- ist vel með klæðaburði fólks og hefur gagnrýnt buxna- og flís- peysuklæðnað kvenna í Frétta- blaðinu. Hún skilur karlana í við- skiptunum vel. „Ég held að það sé ósköp þægilegt fyrir þá að vera án bindis,“ segir hún en leggur áherslu á að henni þyki karlmenn almennt fínni og virðulegri með fallegt bindi um hálsinn. „Mér þykja bæði Kári Stefáns- son og Jón Ásgeir afskaplega smart. Kári á bolnum undir jakk- anum og Jón svona frjálslegur með fráhneppta skyrtuna og síða hárið,“ segir Guðbjörg. bjorn@frettabladid.is Bindin á útlei› Þeim fjölgar sífellt körlunum í viðskiptalífinu sem ekki nota bindi við dagleg störf sín. Ásgeir í herra- fataversluninni Hjá Andrési segir tískuna ganga í hringi og veit fyrir víst að bindin koma aftur seinna. ÞÓRÓLFUR ÁRNASON Forstjóri Iceland Group. Bindislaus og með hálsinn beran. SKIL ÞÁ VEL Guð- björg Sigurðardóttir áhugakona um klæðnað. BINDIN KOMA AFTUR Ásgeir Höskuldsson kaup- maður. SEX KARLAR – EITT BINDI Frétt Morgunblaðsins um nýja stjórn FL Group. ÚTGEFANDINN Sigurður G. Guðjónsson, lögmaður og einn eigenda Blaðsins, er jafnan bindislaus. RAGNAR ÖNUNDAR- SON Framkvæmdastjóri Kreditkorts. NORÐANMENN Baldur Guðna- son, forstjóri Eimskips, og Þor- steinn Már Baldvinsson, forstjóri Samherja. BAUGUR ÁN BINDIS Jón Ásgeir Jóhannesson forstjóri og Hreinn Loftsson stjórnarformaður. GAMLI OG NÝI TÍMINN Feðgarnir Þórður Magnússon og Árni Oddur Þórðarson.

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.