Fréttablaðið - 14.07.2005, Síða 14

Fréttablaðið - 14.07.2005, Síða 14
Ví›tæk samsta›a um heilsársveg yfir Kjöl Nýr vegur um Arnarvatnsheiði og Stórasand, eins og hugur Norður- vegsmanna stefndi til í upphafi, hefði stytt leiðina á milli Akureyrar og Reykjavíkur um 81 kílómetra. Heilsársvegur um Kjöl styttir leiðina um 35 km. Er það ásættanleg stytting? Með tilliti til þess mótbyrs sem verk- efnið fékk þá teljum við svo vera auk þess sem þessi útfærsla styttir leiðina á milli Norður- og Suður- lands um fjórðung. Þar að auki benda gögnin sem við höfum í höndum til þess að þetta sé heldur ódýrari leið og því góð sáttalausn. Verður Kjalvegur þyrnir í augum Blönduósbúa og Skagfirðinga? Í Árnessýslu er um 20 þúsund manna frístundabyggð og með góð- um vegi um Kjöl tekur ekki nema eina og hálfa til tvær klukkustundir fyrir þetta fólk að skella sér norður í Skagafjörð og Austur-Húnavatns- sýslu. Heilsársvegur um Kjöl skapar því ótal ný sóknarfæri fyrir ferða- þjónustu í Skagafirði og á Blönduósi og því á ég ekki von á öðru en Skagfirðingar og Húnvetningar fagni þessum áformum. Hversu há verða veggjöldin? Það liggur ekki fyrir en þó má gera ráð fyrir að þau verði svipuð og í Hvalfjarðargöngum eða um 1000 krónur fyrir staka ferð. Þeir sem kaupa 10 eða 20 ferðir fá verulegan afslátt og stórnotendur enn meiri af- slátt. Sparnaður ökumanna verður því umtalsverður kjósi þeir að nota veginn. Framkvæmdin verður fjár- mögnuð með lánsfé að stærstum hluta og því ráðast veggjöldin að hluta til af þeim kjörum sem banka- stofnanir bjóða okkur. ANDRI TEITSSON stjórnarformaður Norðurvegar Gó› málami›lun HEILSÁRSVEGUR UM KJÖL SPURT & SVARAÐ 14 14. júlí 2005 FIMMTUDAGUR Sjaldan hefur verið jafn mikið rætt um að setja vegaframkvæmdir í einkaframkvæmd og nú um stundir. Þó að lítið hafi verið um slíkar framkvæmdir hér eru um fjórir áratugir síðan veggjald var fyrst innheimt á Íslandi. Hvenær var veggjald fyrst innheimt? Íslendingar þurftu fyrst að greiða veggjald fyrst eftir að Keflavíkurvegurinn var innheimt- ur. Þá var sett upp skýli nærri Straumsvík þar sem veggjaldið var innheimt. Hvar er veggjald innheimt nú? Veggjald er aðeins innheimt á einum stað á Íslandi í dag, í Hvalfjarðargöngum þar sem stakar ferðir fólksbíla kosta þúsund krónur en verðið fer niður í 270 krónur á ferð séu hundrað ferðir keyptar í einu. Hvaða hugmyndir eru um einkaframkvæmd? Þeir sem talað hafa fyrir Vaðlaheiðargöngum segja þau einu göngin á Íslandi, utan Hval- fjarðarganganna, sem væri hægt að fjár- magna með veggjaldi. Þó gera þeir ráð fyrir aðkomu ríkisins með niðurfellingu virðisauka- skatts og 500 milljóna framlagi. Hugmyndir voru reifaðar um veg um Arnkötludal og Gautsdal milli Hólmavíkur og Gilsfjarðar. Einnig hefur verið talað um Norðurveg sem stytti leiðina milli Akureyrar og Reykjavíkur um allt að 80 kílómetra. Einnig hefur verið orðað að byggja Sundabraut í einkafram- kvæmd en enn hafa fáir ljáð máls á því að innheimta veggjald þar. Veggjald fyrst innheimt á Keflavíkurvegi FBL-GREINING: VEGGJALD OG EINKAFRAMKVÆMD Í VEGAMÁLUM fréttir og fró›leikur ÓSKALISTINN Í VEGAMÁLUM DÝRUSTU VERKEFNI SEM KALLAÐ ER EFTIR 1. Jarðgöng til Eyja 20-33 milljarðar 2. Sundabrautin 8-9 milljarðar 3. Norðurvegur 5-7 milljarðar 4. Norðfjarðargöng* 6 milljarðar 1 2 3 4 *Seyðisfjörður-Norðfjörður-Eskifjörður FR ÉT TA B LA Ð IÐ /K K Nor›lendingar hafa horfi› frá umdeildum áformum um hálendis- veg yfir Stórasand en ætla fless í sta› a› taka höndum saman vi› Sunnlendinga um ger› heilsársvegar yfir Kjöl. Veggjöld eiga a› standa undir kostna›i vi› fram- kvæmdina og líst sam- göngurá›herra vel á hugmyndina. Hlutafélagið Norðurvegur ehf. var stofnað í febrúar síðastliðnum með að markmiði að undirbúa gerð heils- árvegar yfir Arnarvatnsheiði og Stórasand. Vegurinn hefði stytt ak- leiðina á milli Akureyrar og Reykja- víkur um 81 km og grófleg kostnað- aráætlun hljóðaði upp á 5,5 mill- jarða króna. Framkvæmdin átti að vera í höndum einkaaðila, fjár- mögnuð að mestu leyti með lánsfé sem greitt yrði til baka með inn- heimtu veggjalda. Gerð nýs hálendisvegar um Arnavatnsheiði og Stórasand var ekki að skapi samgönguyfirvalda en í samgönguáætlun er gert ráð fyrir uppbyggingu fjögurra hálendis- vega: Um Kaldadal, Sprengisand, Fjallabaksleið nyrðri og Kjöl. Hug- myndin mætti einnig andstöðu Skagfirðinga og Blönduósbúa sem töldu að ferðaþjónusta á svæðinu missa spón úr aski sínum vegna minni umferðar og eins þótti ýms- um orka tvímælis að vegurinn átti að liggja um Þjóðgarðinn á Þingvöll- um. Í því sambandi benti sveitar- stjórn Bláskógabyggðar á að í aðal- skipulagi Þingvallasveitar komi fram að hvers konar flutningar á olíu, bensíni og öðrum mengandi efnum séu ekki heimilaðir um þjóð- garðinn. Sveitarstjórn Bláskóga- byggðar skoraði því á norðanmenn að endurskoða tilgang Norðurvegar og skoða heldur þá kosti sem fælust í heilsársvegi um Kjöl. Taka höndum saman Stjórn Norðurvegar mat svo að and- staðan við Stórasandsveg væri of mikil til að framkvæmdin yrði að veruleika í náinni framtíð. Því hafa norðanmenn og Sunnlendingar nú tekið höndum saman; tilgangi Norð- urvegar ehf. verður breytt í sept- ember og félagið gert að undirbún- ingsfélagi um gerð heilsársvegar yfir Kjöl, sem fjármagnaður verði með lánsfé og rekinn með veg- gjöldum. Sunnlendingar, með Kjart- an Ólafsson þingmann í fylkingar- brjósti, eru að safna hlutafé á Suð- urlandi sam lagt verður í Norður- veg ehf. og líklega verður nafni fé- lagsins breytt í Kjalveg ehf. Stofnhlutafé Norðurvegar var 11 milljónir króna og er Kaupfélag Ey- firðinga stærsti hluthafinn með fimm milljónir króna. Þar á eftir kemur Akureyrarbær með þrjár milljónir króna og Hagar með tvær milljónir króna en gert er ráð fyrir að hlutafjárframlag Sunnlendinga verði um 10 milljónir króna. Frá Reykjavík verður ekið um núverandi veg um Hellisheiði og Hveragerði, upp í Grímsnes, fram hjá Gullfossi og inn á Kjöl en þar er nú þegar vegur sem opinn er yfir sumartímann. Sumarvegurinn verður byggður upp og gerður að 7,5 metra breiðum heilsársvegi með bundnu slitlagi og hann tengd- ur hringveginum með nýjum vegi frá Blöndulóni að þjóðvegi 1 í botni Skagafjarðar, nærri Silfrastöðum. Kjartan Ólafsson segir Selfyss- inga og uppsveitamenn mjög áhugasama um gerð heilsársvegar yfir Kjöl. „Vegurinn tengir saman Suður- og Norðurland og styttir leiðina á milli Selfoss og Akureyr- ar um 110 kílómetra; úr 420 kíló- metrum í 310 kílómetra. Kjalvegur hefur nú þegar verið byggður upp að sunnan og norðanverðu en eftir á að endurbæta innan við 100 km kafla. Við höfum látið verktaka gera kostnaðaráætlun og sam- kvæmt henni kostar uppbygging þess vegarkafla 1,2 milljarða króna og vegurinn í heild ekki nema ríflega þrjá milljarða króna. Hæst fer vegurinn hátt í 700 metra yfir sjávarmál og því nauðsynlegt að skoða vel veðurfarsgögn með tilliti til snjóalaga en staðkunnugir telja að snjóþyngsli verði ekki al- varlegt vandamál,“ segir Kjartan. Afstaða samgönguyfirvalda Einkaaðilar ráðast ekki í gerð heils- ársvegar um Kjöl nema með vilyrði ríkisins. Sturla Böðvarsson sam- gönguráðherra var ekki hrifinn af áformum Norðurvegar um veg yfir Stórasand og Arnarvatnsheiði en honum líst betur á heilsársveg yfir Kjöl. „Hugmyndin hefur lauslega verið kynnt fyrir mér og þó svo ég eigi eftir að sjá frekari gögn þá líst mér mjög vel á það sem ég hef séð og er tilbúinn að ræða við þá aðila sem að þessu máli koma. Hugmynd- in er í samræmi við samgönguáætl- un og ég tel ekki ólíklegt að af fram- kvæmdinni geti orðið. Stjórnvöld hafa hins vegar ekki tekið neina af- stöðu til þess hvort þau komi að fjármögnun framkvæmdarinnar og ekki er gert ráð fyrir að settir verði fjármunir í þetta verkefni á næstu fjórum árum,“ segir Sturla. Að mati Kjartans Ólafssonar styrkist ferðaþjónusta og verslun á Suðurlandi með tilkomu heilsárs- vegar yfir Kjöl en Helga Halldórs- dóttir, forseti bæjarstjórnar Borg- arbyggðar, segist ekki hafa miklar áhyggjur þó umferð minnki um Borgarfjörð. „Í aðalskipulagi fyrir Borgarnes er gert ráð fyrir því að núverandi vegur verði fluttur út fyrir byggðina og þó sú fram- kvæmd sé ekki tímasett þá er hún fyrirsjáanleg. Verslun og ferða- þjónusta í Borgarbyggð byggir að stærstum hluta á frístundabyggð í Borgarfirði og umferð vestur á Snæfellsnes og um Vestfirði,“ segir Helga. ■ LANGJÖKULL VARMAHLÍÐ SAUÐÁRKRÓKUR HOFSJÖKULL BLÖNDUÓS GEYSIR 1 KJALVEGUR Heilsársvegur verður byggður þar sem nú er sumarvegur um Kjöl en nýr vegur byggður frá Blöndulóni að þjóðvegi 1 í botni Skagafjarðar. STURLA BÖÐVARSSON Var ekki hlynntur gerð nýs hálendisvegar yfir Stórasand en líst vel á hugmyndir um heilsársveg yfir Kjöl. KJARTAN ÓLAFSSON Sunnlendingar eru mjög áhugasamir um gerð heilsársvegar yfir Kjöl. KRISTJÁN J. KRISTJÁNSSON BLAÐAMAÐUR FRÉTTASKÝRING VEGUR UM KJÖL

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.