Fréttablaðið - 14.07.2005, Page 16
Innipúkinn 2005
16 14. júlí 2005 FIMMTUDAGUR
Íslendingar keyptu sér vörur og þjón-
ustu með debetkortum á síðasta ári
fyrir tæpa 165 milljarða króna sam-
kvæmt tölum Reiknistofu bankanna.
Kemur margt forvitnilegt í ljós þegar
rennt er yfir umræddar tölur. Algeng-
ast er að fólk noti debetkort sín til að
greiða fyrir upphæðir frá þúsund krón-
um og upp í 2.500 krónur. Aðeins rúm
tólf prósent allra færsla eiga við um
hærri upphæðir en fimm þúsund og
ljóst að við dýrari kaup en það nýta
flestir sér kreditkort og dreifa þannig
greiðslum eða staðgreiða vörur með
peningum.
Athyglisvert er einnig að töluverður
fjöldi notar debetkort til að greiða fyrir
vörur sem kosta minna en hundrað
krónur. Reyndust tæp 265 þúsund
slíkar færslur færðar til bókar hjá RB á
síðasta ári eða samtals rúmar 20 millj-
ónir króna. Að sama skapi voru 107
þúsund færslur vegna hærri kaupa en
hundrað þúsund og nam heildarupp-
hæð þeirra viðskipta alls rúmum 41
milljarði árið 2004.
-aöe
Keypt fyrir 165 milljar›a
GRÍÐARLEG NOTKUN DEBETKORTA HJÁ LANDANUM:ÞJÓÐHAGSLEGUR SPARNAÐUR
PRÓSENT AF VERGRI LANDSFRAMLEIÐSLU 1960-2006
og hagur heimilanna
Útihátí›ir a› renna sitt skei›?
35
30
25
20
15
10
1960 20001970 1980 1990
Heimild: HAGSTOFA ÍSLANDS OG SEÐLABANKI ÍSLANDS
Aðeins 24 fyrirtæki í landinu nota leiðbeinandi skilaréttarreglur þær sem Iðnaðar- og við-
skiptaráðuneytið setti á fyrir tæpum sex árum. Voru reglurnar settar til að samræma verk-
lagsreglur um skilarétt viðskiptavina verslana og þjónustu og gerðar í samvinnu við marga
aðila. Taka þær til skilaréttar, skilafrests, gjafamerkja- og bréfa, útsöluvöruskila og inneign-
arnótna og eiga að tryggja að heiðarleiki og ábyrgð séu í fyrirrúmi. Skuldbinda til að
mynda þær verslanir sem þátt taka sig til að taka mót ógölluðum vörum sé þeim skilað
innan fjórtán daga frá kaupum.
Ekki hefur átakið borið ávöxt að ráði samkvæmt lista sem Neytendasamtökin halda saman
um þau fyrirtæki sem þátt í því taka en um 24 fyrirtæki er að ræða.
* Adams Smáralind
* BT
* Blanco y negro
* Bókabúð Máls og menningar
* Penninn-Eymundsson
* Daman
* Debenhams
* Dressmann
* Exit
* Griffill
* Hagkaup
* Iljaskinn
* Jack & Jones
* Kokka
* Office1
* Rammagerðin
* Selected
* SonyCenter
* Shoe Studio
* Topshop
* Útilíf
* Vero Moda
* Vila
* Zara
Fáir fylgja reglum um vöruskil
GÚMMÍKENND DEBETKORT
Oft er talað um að vegna gríðarlegrar
neyslu margra Íslendinga séu kort
þeirra orðin mjúk og gúmmíkennd af
notkun. Á síðasta ári notuðu Íslend-
ingar debetkort alls 45 milljón sinn-
um eða sem nemur rúmlega 160
færslum á hvert mannsbarn í landinu.
Einstaklega heppileg hátíð fyrir þá höfuðborgarbúa sem vilja skemmtun um Verslunar-
mannahelgina án þess að eiga á hættu að vakna í roki og rigningu og einhvern í svefn-
pokanum sem þú kannast ekki við.
Dagskráin er inni sem er galli ef veðurguðir sýna sitt rétta ljós. Þess utan eru þær hljóm-
sveitir sem stíga á stokk afar misjafnar og ólíklegt að þær hitti allar í mark hjá öllum.
Aðalnúmer: Mugison, Singapore Sling, Trabant, Hjálmar. Verð báða dagana: 3.900 Sjá nánar: innipukinn.com
Þjóðhátíð í Eyjum 2005
Það vita þeir sem reynt hafa að stemmningin í Eyjum er mögnuð þegar best lætur.
Fjölbreytt dagskrá að vanda fyrir alla fjölskylduna.
Það vita einnig margir sem reynt hafa að ekki er hlaupið að því að pakka saman og koma
sér á braut ef veður setur slæmt strik í reikninginn. Einnig má gera ráð fyrir að reikningur
fyrir því að komast til og frá Eyjum auk miðaverðs sé vart undir 20 þúsundum króna.
Aðalnúmer: Bubbi Morthens, Skítamórall, Í svörtum fötum Miðaverð: 8.500 í forsölu, 9.900 annars Sjá nánar: dalurinn.is
Álfaborgarsjéns 2005
Fámennt en góðmennt. Þetta agnarlitla bæjarfélag tekur stökkbreytingum yfir
Verslunarmannahelgina enda þarf ekki mikið til að allt iði af lífi og fjöri.
Langt að fara. Borgarfjörður eystri er ekki beinlínis í leiðinni fyrir marga enda hefur
raunin oftar en ekki verið sú að brottfluttir heimamenn nota þetta tækifæri til að koma
aftur og lyfta sér ærlega upp.
Aðalnúmer: Gestirnir sjálfir Miðaverð: Greitt fyrir gistingu og á dansleiki Sjá nánar: engin heimasíða
Ein með öllu 2005
Akureyri er jafnan góð heim að sækja og ekki versnar það þegar margs konar viðburðir eru
í boði fyrir gesti og gangandi fyrir utan það sem bærinn hefur venjulega upp á að bjóða.
Ölvun og sóðaskapur. Ölvun hefur verið mikil síðari ár í miðbænum og sóðaskapur
áberandi í kjölfarið. Verið gæti að þetta breyttist enda hafa bæjaryfirvöld hert á reglum
um þá sem gista á tjaldstæðum bæjarins.
Aðalnúmer: Fékkst ekki uppgefið Miðaverð: Greitt fyrir gistingu og á sérstaka viðburði Sjá nánar: engin heimasíða
Bindindismótið í Galtalæk 2005
Áningarstaður þeirra sem vilja skemmta sér í vímuefnalausu umhverfi.
Öll dagskrá fyrir yngri kynslóðina jafnan góð og margvísleg tækifæri.
Sé einhverjum enn létt í skapi þegar aðrir ganga til náða verður sá hinn
sami að hafa sig hægan ellegar er viðkomandi vísað frá svæðinu. Fremur
kostnaðarsamt miðað við lítið úrval hljómsveita.
Aðalnúmer: Love Guru Allstars, Hæsta hendin Miðaverð: 5.800 í forsölu
Sjá nánar: galtalaekur.is
Neistaflug 2005
Afar metnaðarfull dagskrá og mikið um að vera miðað við stærð
bæjarfélagsins. Golfmót og hjólareiðakeppni fyrir þá sem eru fyrir
heilbrigða lífshætti. Stórdansleikir og tónleikar á vægu verði með
landsþekktum hljómsveitum.
Töluverður spotti að fara nema um Austfirðinga sé að ræða.
Aðalnúmer: Sálin hans Jóns míns, Papar Miðaverð: Allt frítt nema 2.300
krónur á hverja tónleika Sjá nánar: neistaflug.is
Síldarævintýrið á Siglufirði
Hægt er að svala fortíðarþránni rausnarlega með heimsókn á Siglufjörð.
Góð söfn á staðnum, margt og mikið í boði sem tengist sjávarútvegi og
mörgu öðru sem Íslendingar hafa fengist við gegnum tíðina.
Hátíðin hefur verið með svipuðu sniði í nokkur ár og lítið nýtt þar að sjá
nema fyrir þá sem ekki hafa upplifað síldarstemmningu áður.
Aðalnúmer: Gestirnir sjálfir Miðaverð: Frítt að mestu Sjá nánar: siglo.is
Nú styttist í mestu ferðahelgi ársins
um Verslunarmannahelgina sem er
í fyrra laginu þetta árið. Minna hef-
ur farið fyrir auglýsingum vegna
viðburða og útihátíða sem fram fara
en oft áður enda er það mat margra
að þeim fari fækkandi sem sækja
slíkar samkomur sérstaklega.
Þetta árið er hefðbundið að
flestu leyti. Stóru samkomurnar
fjórar verða allar haldnar aftur. Ein
með öllu á Akureyri, Neistaflug á
Neskaupsstað, bindindismótið í
Galtalæk og Þjóðhátíð í Eyjum auk
fjölmargra minni víða um land. Sér-
stakur aðgangseyrir er innheimtur í
Galtalæk og í Eyjum en annars stað-
ar greiða gestir aðeins fyrir að
sækja tónleika eða aðra stærri við-
burði. Sé litið til þess hve eldsneyt-
isverð hefur hækkað undanfarið er
líklegt að fleiri líti til þess en áður.
Hér er lausleg úttekt á nokkrum
af hátíðum helgarinnar.
Margar aðrar hátíðir eru haldnar víða um land þótt með öðru umstangi sé. Hæst
ber þar unglingalandsmót í Vík í Mýrdal. Tvær kristilegar hátíðir verða haldnar á
landinu en þær hafa verið vel sóttar. Einnig má búast við gestafjölda á Skaga-
strönd, Sólheimum, Flúðum, Hellu, við Úlfljótsvatn og í Úthlíð.
+
–
–
+
–
+
–
+
–
+
–
+
–
+