Fréttablaðið - 14.07.2005, Side 18
Sú var tíð, og það er ekki ýkja
langt síðan, að saga þjóðanna
var í fyrsta og síðasta lagi
stjórnmálasaga. Slíkt var ofríki
stjórnmálanna í uppvexti þjóð-
ríkjanna á rústum lénsveldis á
19. öld. Bergmál þessa ofríkis
barst langt fram á 20. öld og
fram á þessa og birtist með
ýmsu móti. Barnaleikritin í
Melaskólanum um og eftir miðja
síðustu öld fjölluðu iðulega um
kónga og drottningar og prinsa í
álögum eins og ekkert væri
sjálfsagðara. Fréttatímar út-
varps og sjónvarps á okkar dög-
um eru sama marki brenndir,
þótt þeir hafi skánað talsvert frá
fyrri tíð: hlutfall stjórnmála-
frétta er ennþá langt umfram
mikilvægi stjórnmála í lífi fólks-
ins, eða svo sýnist mér. Ekkert
rifrildi milli stjórnmálamanna
er svo fáfengilegt, að frá því sé
ekki sagt í smáatriðum eins og
um stórtíðindi sé að tefla. Með
líku lagi eru ævisögur stjórn-
málamanna víða miklar fyrir-
ferðar. Hér heima hafa þó til-
tölulega fáir stjórnmálamenn
hirt um að skrifa sjálfsævisögur,
þótt undarlegt megi virðast, og
aðeins þrír forsætisráðherrar
fylla þann flokk: Stefán Jóhann
Stefánsson, Emil Jónsson og
Steingrímur Hermannsson, hin
síðasta skráð af Degi Eggerts-
syni lækni. Um nokkra aðra eru
til ævisögur í fullri lengd, t.d.
Hannes Hafstein og Ólaf Thors.
Íslandssagan er fátækari fyrir
vikið, því að góðar sjálfsævisög-
ur þétta og fylla þjóðarsöguna.
Sjálfsævisögur forsætisráð-
herranna þriggja hafa ýmsa
kosti hver á sinn hátt. En þær
eru öðrum þræði samdar í
sjálfsvörn eins og flestar aðrar
slíkar sögur, og það kann að rýra
gildi þeirra. Öðru máli gegnir
um fyrri hluta sjálfævisögu Jóns
Baldvins Hannibalssonar, fyrrv.
utanríkisráðherra (Tilhugalíf,
2002). Hún hefur þá sérstöðu
meðal slíkra bóka, að hún er ekki
skrifuð í sjálfsvörn, heldur
ræðst höfundurinn þvert á móti
harkalega gegn sjálfum sér fyr-
ir að hafa vaðið í villu og svíma í
stjórnmálum langt fram á miðj-
an aldur með því m.a. að binda
trúss sitt við rangan foringja,
föður sinn. Þessi játning Jóns
Baldvins vitnar um sjaldgæfan
kjark og stórhug og lofar góðu
um síðara bindið.
Sem leiðir hugann að Hannesi
Sigfússyni skáldi.
En fyrst þetta. Látum það
vera, hversu fáir stjórnmála-
menn hafa hirt um að auðga Ís-
landssöguna með endurminning-
um sínum á prenti. Hitt er enn
furðulegra, hversu fá íslenzk
skáld hafa birt minningar sínar.
Það hafa þó sum þeirra gert með
miklum brag. Minningabækur
Halldórs Laxness hafa m.a. þá
sérstöðu í þessum flokki bóka,
að þær eru alþekktar og mikið
lesnar, og sumir telja þær meðal
beztu bóka hans. Minningabæk-
ur Hannesar Sigfússonar
(Flökkulíf, 1981, og Framhaldslíf
förumanns, 1985) fóru á hinn
bóginn fyrir ofan garð og neðan
í bókaheiminum, hefur mér
virzt, fáir virðast nú kannast við
þær. Hannes Sigfússon (1922-
1997) var atómskáld og skjól-
stæðingur, aðdáandi og vinur
Steins Steinarr, nema Steinn gat
engum veitt nokkurt skjól, ekki
heldur sjálfum sér. Hannes
kvaddi sér hljóðs sem atómskáld
með kvæðabókinni Dymbilvaka
(1949) og birti fáeinar aðrar
bækur næstu 30 árin og þýddi
einar tuttugu og lét annars lítið
fyrir sér fara, ól manninn í Nor-
egi nokkurn hluta ævinnar og
birti að leikslokum þessar líka
skínandi endurminningar í
tveim bindum, þar sem hann
sallar sjálfan sig niður og dreg-
ur ekkert undan. Bækurnar lýsa
sviknum draumum, umkomu-
leysi og ævilangri fátækt á
fögru máli.
Æviminningar Agnars Þórð-
arsonar (Í vagni tímans, 1996, og
Í leiftri daganna, 2000) eru af
öðrum toga. Agnar hefur enga
ástæðu til að taka sjálfan sig í
gegn: hann er eitt helzta leik-
skáld Íslendinga, enda þótt verk
hans hafi ekki sézt á sviði í höf-
uðborginni um nokkurt skeið.
Það er skaði, því að t.d. Kjarn-
orka og kvenhylli (Iðnó, 1955) er
gott leikrit og á fullt erindi við
nútímann, einnig Gauksklukkan
(Þjóðleikhúsið, 1958); bæði eru
til á prenti. Útvarpsleikrit hans,
Víxlar með afföllum (1958), í níu
þáttum, vakti svo mikla athygli á
sinni tíð, að göturnar tæmdust,
eða svo var sagt; útvarpið eyddi
böndunum. Minningar Agnars
Þórðarsonar vitna um höfund í
stóru broti, skáld, sem lifir og
hrærist í bókmenntum heimsins
alls og hefur sitt á þurru, og þær
búa yfir miklum og hóglátum
þokka. Þetta eru minningabæk-
ur af því tagi, sem stórskáld ann-
arra þjóða skilja eftir sig: þær
fjalla minnst um höfundinn
sjálfan, mest um samferðamenn
hans innan lands og utan og and-
rúmið í kringum þá. Nafnaskrá-
in að leiðarlokum telur um þús-
und manns. ■
Síðastliðinn föstudag birtist frétt í Fréttablaðinu af þvíað Skipulagsráð Reykjavíkur hefur samþykkt að aug-lýsa breytingu annars vegar á skipulagi Barónsreits og
hins vegar Skuggareits neðar við Skúlagötuna. Þessi litla
frétt hvarf óneitanlega í skuggann af stærri atburðum –
daginn eftir sprenguárásirnar í Lundúnum.
Þótt fréttir af breyttu skipulagi í höfuðborginni skori ekki
hátt á heimsatburðaskalanum voru þarna á ferðinni býsna
mikil tíðindi fyrir borgarbúa. Og þá kannski sérstaklega
íbúa við göturnar frá Hverfisgötu og upp Skólavörðuholtið
því Skipulagsráð hefur sem sagt ákveðið að rétt sé að bæta
fleiri háhýsum við þau sem þegar eru risin við Skúlagötuna.
Hugmyndin er að bæta tveimur turnum, tólf og fjórtán
hæða, við húsin sem verið er að leggja lokahönd á í svoköll-
uðu Skuggahverfi, milli Klapparstígs og Frakkastígs. Í öðru
lagi vill Skipulagsráð að reist verði þrjú háhýsi milli Barón-
stígs og Vitastígs.
Nú er ekkert að því byggja hátt, þvert á móti mætti gera
meira af því að reisa há hús í Reykjavík í stað þess að teygja
byggðina lárétt upp til heiða og fjalla. En að gera það á þess-
um stað, við sjávarsíðuna, og svipta þar með allt fólkið sem
býr upp með Skólavörðuholtinu fjallasýn og útsýni út sund-
in blá, nær náttúrlega ekki nokkurri átt. Í öðrum löndum er
leitast við að byggja hátt uppi á hæðum og hafa byggðina
lækkandi niður að sjó. Nema auðvitað þar sem hraflað hefur
verið upp húsum með hraði eins og víða hefur verið gert til
dæmis við strendur Miðjarðarhafsins, unnendum arkitekt-
úrs og öðru smekkfólki til lítillar ánægju. Hótelturnarnir í
strandbænum Benidorm eru eitt hryggilegt dæmi sem
margir Íslendingar þekkja vel til.
Nú skal tekið fram að núverandi merihluti borgarstjórnar
og Skipulagsráðs hlaut skipulag Skúlagötu í arf frá fyrri
valdhöfum í borginni. Sjálfstæðismenn hljóta á sínum tíma
að hafa haft sjónarhorn sæfarenda í huga þegar þeir lögðu
grunn að háhýsabyggðinni við þennan hluta strandlengjunn-
ar; borgarmyndin hefur væntanlega átt að vera stássleg frá
sjó að sjá.
En af hverju R-listinn hefur kosið að taka þetta skipulag
upp á sína arma er erfitt að skilja.
Dagur B. Eggertsson, borgarfulltrúi R-listans og formað-
ur Skipulagsráðs, segir að með þessum tillögum fáist heild-
armynd á strandlengjuna, sem er vissulega rétt. En er það
virkilega eftirsóknarvert þegar sú mynd er slæm og gengur
á lífsgæði þeirra sem missa útsýni yfir þann fjólubláa
draum sem Skarðsheiðin er á fallegum vorkvöldum í
Reykjavík?
Það er synd að þessar hugmyndir skuli vera hluti af ann-
ars mjög tímabærum og metnaðarfullum áformum Dags og
félaga um uppbyggingu á svæðinu í miðborginni og kringum
Hlemm. ■
14. júlí 2005 FIMMTUDAGUR
SJÓNARMIÐ
JÓN KALDAL
Tillögur Skipulagsráðs um fleiri háhýsi við
Skúlagötuna ganga á lífsgæði íbúa Skólavörðuholts.
Benidorm
nor›ursins
FRÁ DEGI TIL DAGS
Hringurinn
1400 km á 15 dögum!
Söfnunarsímar:
907-2001 og skuldfærast þá 1000 kr. af
símareikningi
907-2003 og skuldfærast þá 3000 kr. af
símareikningi
Bankareikningur söfnunarinnar er
513-14-606030 kt. 511083-0369.
Það skiptir okkur öll máli
www.hjartaheill.is
Endurminningar
Skammgóður vermir
Sverrir Jakobsson, einn af innanbúðar-
mönnum og hugmyndafræðingum Vinstri
grænna, fjallar um R-lista viðræðurnar í
pistli á vefritinu Múrnum í gær. Hann
segir að ekki sé ljóst hvað það merki á
mannamáli þegar viðræðunefndin talar
um að fara í „nánari útfærslu og vinnu-
ferli“. Hann sér engin merki um að þessi
frestun „sé annað en skamm-
góður vermir“. Það blasi
við að „geti Samfylk-
ingin ekki fallist á
sanngjarnar tillögur
um skipun á listann
núna er ekki miklar
líkur á því að hún
muni gera það neitt
frekar eftir tvo
mánuði“.
Fengu í magann
Ástæðuna fyrir frestuninni telur Sverrir þá
„að í vikunni birtust skoðanakannanir
sem bentu til mikils fylgis Sjálfstæðis-
flokksins í Reykjavík. Samfylkingin stjórn-
ast af skoðanakönnunum og þær bentu
til þess að þetta væri augljóslega ekki
rétti tíminn til að slíta viðræðum. Mark-
aðsmenn flokksins fengu í magann við
tilhugsunina og ráðlögðu flokksforystunni
að bíða með slitin fram í ágúst“.
Hann telur að Samfylkingin ofmeti fylgi
sitt: „Að flytja ímyndað fylgi á milli kosn-
inga hljómar kannski vel þegar menn
ætla að tala digurbarkalega á fundum, en
rifjum nú upp fortíð sem ekki er beinlínis
löngu liðin. Þegar Samfylkingin var stofn-
uð var hún með 38% kjörfylgi sem átti
að mynda grundvöllinn að yfirtöku
krataklíkunnar á íslensku samfélagi. En
það reyndist þrautin þyngri að flytja þetta
fólk úr gömlum flokkum í nýjan, eins og
hverja aðra hreppsómaga.“
Ekki bjartsýnn
„Þannig að frestunin núna getur varla
haft mikið að segja nema að tilgangurinn
sé annað hvort að fresta sambúðarslitun-
um þangað til skoðanakannanir séu hag-
stæðari eða þá að Samfylkingin þurfi ein-
faldlega nokkrar vikur í viðbót til að öðl-
ast jarðsamband. Það er samt engin
ástæða til bjartsýni. Núna er Samfylking-
in aftur komin á þá skoðun að trúin á
eigið ágæti geti flutt fjöll. Við ættum að
vera búin að læra við hverju er að búast
af flokknum í þeim ham,“ segir Sverrir
Jakobsson.
gm@frettabladid.is
ÚTGÁFUFÉLAG: 365 – prentmiðlar RITSTJÓRI: Kári Jónasson FRÉTTARITSTJÓRAR: Sigurjón M. Egilsson og Sigmundur Ernir Rúnarsson AÐSTOÐARRITSTJÓRI: Jón Kaldal FULLTRÚI RITSTJÓRA:
Guðmundur Magnússon RITSTJÓRNARFULLTRÚI: Steinunn Stefánsdóttir AUGLÝSINGASTJÓRI: Þórmundur Bergsson RITSTJÓRN OG AUGLÝSINGAR: Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík AÐAL-
SÍMI: 550 5000 SÍMBRÉF Á FRÉTTADEILD: 550 5006 NETFÖNG: ritstjorn@frettabladid.is og auglysingar@frettabladid.is VEFFANG: visir.is UMBROT: 365 – prentmiðlar PRENTVINNSLA:
Ísafoldarprentsmiðja ehf. DREIFING: Pósthúsið ehf. dreifing@posthusid.is Fréttablaðinu er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu, Suðurnesjum og Akureyri. Einnig er hægt að
fá blaðið í völdum verslunum á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. ISSN 1670-3871
LESTU GREININA Á VISIR.IS
OG SEGÐU SKOÐUN ÞÍNA
Í DAG
SJÁLFSÆVISÖGUR
STJÓRNMÁLAMANNA OG
SKÁLDA
ÞORVALDUR
GYLFASON
Hitt er enn fur›ulegra, hversu
fá íslenzk skáld hafa birt minn-
ingar sínar.