Fréttablaðið - 14.07.2005, Blaðsíða 24
Haraldur Ólafsson, prófessor í
mannfræði, stefnir á æskuslóðir
á afmælisdag sinn. „Ég ætla að
fara vestur að Staðarhrauni þar
sem ég ólst upp hjá fósturfor-
eldrum og fara síðan austur í
Stykkishólm þar sem ég fædd-
ist,“ segir Haraldur sem hefur
ekki haldið stórt upp á afmæli
sitt síðan hann varð fimmtugur.
Á sextugsafmæli sínu var hann í
Svíþjóð hjá dóttur sinni og fyrir
fimm árum hjá syni sínum sem
var við nám í Frakklandi. „Það
var mjög eftirminnilegt. Við
fengum okkur að borða á litlum
veitingastað í Suður-Frakklandi.
Síðan gengum við út í kvöldið og
það var fólksfjöldi á götunum og
spilað og dansað og flugeldar
enda þjóðhátíðardagur Frakka,“
segir Haraldur sem hlakkar til
að geta loks eytt afmælisdegi
sínum með báðum börnum sín-
um og barnabörnum.
Haraldur er nýlega hættur að
kenna við Háskóla Íslands þar
sem hann var við störf í hartnær
þrjátíu ár. Enn er hann þó viðloð-
andi háskólalífið og hefur dokt-
orsnema sem hann fylgist með.
Hann segir gífurlegar breytingar
hafa orðið á síðustu áratugum.
„Þegar ég kom að Háskólanum
var verið að undirbúa Félagsvís-
indadeild. Þarna voru örfáir nem-
endur en góðir,“ segir Haraldur
en Félagsvísindadeild er sú
stærsta í Háskólanum í dag.
„Stóra breytingin fyrir utan hina
miklu fjölgun er meistara- og
doktorsnámið sem hefur komið til
á þessum árum og hefur þar verið
lyft grettistaki af háskólayfir-
völdum og stúdentum,“ segir Har-
aldur sem telur Háskólann á
mörgum sviðum vera fullgildan
rannsóknarháskóla.
Þó að Haraldur hafi alltaf haft
gaman af því að kenna, sérstak-
lega í smærri hópum, saknar
hann þessi ekki. „Ég var orðinn
dálítið leiður á að hlusta á sjálfan
mig. Með árunum fer maður að
taka eftir því að brandararnir
fara að verða svolítið þunnir,“
segir Haraldur og hlær. Hann
segir að hann og aðrir kennarar
fyrstu árin hafi notið mikillar
fjölbreytni. „Ég varð að kynna
mér ýmsar greinar sem ég hafði
litla þekkingu af,“ segir Haraldur
sem telur að fyrstu árin hafi jafn
mikill tími farið í lestur og hjá
nemendum sínum.
Haraldur vinnur núna heima,
segist ætla að hreinsa burt gaml-
ar syndir, ritgerðir og verk sem á
eftir að klára. Þá vinnur hann að
þýðingum franskra bókmennta
og hver veit nema bókarkorn
verði til á næstu árum. ■
24 14. júlí 2005 FIMMTUDAGUR
ANTON TSJEKHOV (1860-1904)
lést þennan dag.
HARALDUR ÓLAFSSON, PRÓFESSOR Í MANNFRÆÐI, ER 75 ÁRA Í DAG
Leiddist að hlusta á sjálfan sig
„Ef þú hræðist einmanaleikann
skaltu ekki giftast.“
Anton Tsjekhov var ástsælt rússneskt leikritaskáld sem skrifaði
meðal annars verkin Björninn, Ivanov og Þrjár systur.
timamot@frettabladid.is
PRÓFESSOR Í MANNFRÆÐI Haraldur var einn af fyrstu kennurum við Félagsvísindadeild Háskóla Íslands og starfaði þar í hartnær 30 ár.
Þennan dag í París árið 1789
réðust uppreisnarmenn inn í Ba-
stilluna, konunglegt virki sem var
notað sem fangelsi, einkum fyrir
pólitíska andófsmenn. Bastillan
féll í hendur alþýðunnar og var
síðar lögð í rústir. Þetta markaði
upphaf frönsku byltingarinnar
sem einkenndist af áratugs upp-
námi í stjórnmálum landsins og
óttafengnum tíma þar sem Lúð-
vík konungi sextánda var steypt
af stóli og tugþúsundir manna,
þar á meðal konungurinn og eig-
inkona hans María Antonetta,
voru líflátnar.
Þessi dagur hefur ávallt gengið
undir nafninu Bastilludagurinn og
er þjóðhátíðardagur Frakka.
Bastillan var byggð árið 1370
sem virkisveggur til að verjast
ágangi Englendinga. Henni var
síðar breytt í fangelsi og fengu
fæstir fanganna réttarhöld heldur
var kastað þangað undir beinni
skipun frá konungi. Þessi stóra
og ógnandi bygging varð því
nokkurs konar ták fyrir harðstjórn
konungsættarinnar.
Í sumarbyrjun árið 1789 stefndi
Frakkland hraðbyri að byltingu.
Mikill matarskortur jók þá reiði
sem þegar beindist að stjórnar-
háttum Lúðvíks sextánda. Árið
1792 var konungsveldið afnumið
og konungur og drottning háls-
höggvin fyrir landráð ári síðar.
Bastillan var rifin að skipun nýrrar
stjórnar uppreisnarmanna og 6.
febrúar árið 1790 var síðasti
steinninn afhentur þjóðinni.
14. JÚLÍ 1789
ÞETTA GERÐIST MERKISATBURÐIR
1099 Kristnir riddarar ná yfirráð-
um í Jerúsalem í fyrstu
krossferðinni.
1839 Skírnarfontur sem Bertel
Thorvaldsen gaf Dómkirkj-
unni í Reykjavík er vígður.
Við athöfnina er drengur
skírður í höfuðið á lista-
manninum.
1958 Hópur írakskra hermanna
fremja valdarán og velta
Faisal konungi úr stóli en
talið er að hann hafi látist í
árásinni.
1974 Vegurinn yfir Skeiðarársand
er opnaður og þar með
lýkur gerð hringvegarins
um landið. Byggðar voru
tólf brýr sem samanlagt
voru um tveir kílómetrar.
1999 Örn Arnarson verður Evr-
ópumeistari unglinga í 200
metra skriðsundi á móti í
Moskvu.
Bastillan fellur í hendur alfl‡›unnar
Elskulegur eiginmaður minn, faðir okkar, tengda-
faðir, afi og langafi,
Kristmundur Jóhannesson
bóndi að Giljalandi, Haukadal, Dalasýslu
er lést aðfaranótt 6. júlí sl. verður jarðsunginn frá Stóra-Vatns-
hornskirkju laugardaginn 16. júlí kl. 14.
Sigríður Bjarnadóttir
Sigurbjörg Kristmundsdóttir Pétur Guðsteinsson
Bjarni Kristmundsson Áshildur Eygló Björnsdóttir
Hallur Kristmundsson Aðalheiður Hanna Björnsdóttir
Jóhanna Gísladóttir Fernand Lupion
afabörn og langafabarn
Hjartans þakkir til allra þeirra sem á einn eða annan
hátt sýndu okkur samúð og vinarhug við fráfall elsku
pabba okkar, tengdapabba, afa, langafa, bróður og mágs,
Jóhanns Páls Ingólfssonar
Uppsölum, Eyjafjarðarsveit,
Sérstakar þakkir fær starfsfólk lyfjadeildar Fjórðungssjúkrahúss-
ins á Akureyri fyrir frábæra umönnun.
Lilja Jóhannsdóttir Örn Tryggvason
Ásdís Jóhannsdóttir Örn Arason
Inga Jóhannsdóttir Rúnar Arason
Jóhann Jóhannsson Hjördís Henriksen
Halla Jóhannsdóttir Ragnar Torfi Geirsson
Ingólfur Jóhannsson Matthildur Ásta Hauksdóttir
Bergur Ingólfsson Regína Pétursdóttir
barnabörn og barnabarnabörn.
Móðir okkar og tengdamóðir,
Ásta Einarsdóttir
frá Reykjadal,
andaðist á Heilbrigðisstofnun Vestmannaeyja 8. júlí sl.
Jarðsett verður frá Landakirkju í Vestmannaeyjum laugardaginn
16. júlí kl. 14.
Elín Gréta Kortsdóttir Sigurður Sigurðsson
Guðbjörg Júlía Kortsdóttir Grímur Jóhannesson
Elskulegur sonur okkar, bróðir, mágur og frændi,
Hjálmar Vagn Hafsteinsson
Túngötu 18, Sandgerði,
verður jarðsunginn frá Ytri-Njarðvíkurkirkju föstudaginn 15. júlí
kl. 14.00.
Sigrún Ásgeirsdóttir Hafsteinn Oddsson
Sonja Hafsteinsdóttir Halldór Þorvaldsson
Ásgerður Hafsteinsdóttir
Díana Hafsteinsdóttir Aleksandrs Mavropulo
og frændsystkini.
Þakkir
Hjartanlegar þakkir færi ég öllum þeim sem glöddu mig með
nærveru sinni að Árbliki þ. 5.júní sl. í tilefni 80 ára afmælis míns.
Einnig þakka ég öllumþeim sem sendu skeyti og hringdu.
Sérstaklega þakka ég barnabörnunum mínum, Sigurdísi og Denna,
fyrir framúrskarandi hjálp við veitingar. Kærar þakkir allir sem
komu þar að. Lifið heil og Guð blessi ykkur öll.
Lilja Sveinsdóttir • N – Hundadal, Dalasýslu. www.steinsmidjan.is