Fréttablaðið - 14.07.2005, Síða 25
Smáauglýsingar
byrja í dag á bls. 9
Flokkar
Bílar & farartæki
Keypt & selt
Þjónusta
Heilsa
Skólar & námskeið
Heimilið
Tómstundir & ferðir
Húsnæði
Atvinna
Tilkynningar
Góðan dag!
Í dag er fimmtudagur 14. júlí,
195. dagur ársins 2005.
REYKJAVÍK 3.38 13.34 23.27
AKUREYRI 2.51 13.18 23.42
Heimild: Almanak Háskólans
Sólarupprás Hádegi Sólarlag
María Sigrún Hilmarsdóttir sjónvarps-
fréttakona er dálítið fatafrík og í fata-
skápnum hennar er að finna ýmislegt
sniðugt þó að einn kjóll standi upp úr.
„Í fataskápnum mínum kennir ýmissa
grasa en það er einn kjóll sem stendur upp
úr sem mér finnst skemmtilegur. Það er
sumarkjóll með vatnaliljum á sem ég
keypti í Hennes og Mauritz í London fyrir
tveim árum,“ segir María en það var ekki
hlaupið að því að kaupa kjólinn. „Hann var
ekki til í minni stærð. Það var einn til í
númer 42 en ég nota yfirleitt númer 38. Ég
keypti hann samt og fór með hann til
saumakonu þegar ég kom heim sem
minnkaði hann fyrir mig. Nú er hann eins
og hann hafi verið saumaður utan um
mig.“
„Ég nota kjólinn ekkert voðalega mikið
enda er þetta kjóll sem maður notar á góð-
viðrisdegi til að fara í garðveislu, brúð-
kaup eða eitthvað þvíumlíkt,“ segir María
sem er dálítið fatafrík.
„Ég er frekar mikið fyrir föt en ég kaupi
yfirleitt mikið í einu og mjög sjaldan. Ég er
alls ekki mikið fyrir merki eða með dýran
smekk. Þegar ég sé falleg föt þá kaupi ég
þau – hvort sem það er á flóamarkaði eða
einhvers staðar annars staðar.“
lilja@frettabladid.is
Einn kjóll stendur upp úr
tiska@frettabladid.is
Sala falsaðrar hönnunar nam
um það bil ellefu milljörðum
punda á síðasta ári sem er
mun meira en á síðustu árum.
Glæpamenn nota nú netsíður
eins og Ebay til að ná til sín
viðskiptavinum. Falsaðar hönn-
unarvörur seljast fyrir mörg
hundruð dollara á Ebay og er
margur kaupandinn afar
svekktur þegar hann fær
fölsuðu vöruna í hendurnar.
Fatahönnuðurinn Valentino
mun fá Superstar verðlaunin á
22. Fashion Group
International Night of the Stars
athöfninni sem fer fram
27. október. Valentino
hefur klætt sumar fal-
legustu konur heims
eins og Juliu Roberts,
Halle Berry, Jackie
Onassis, Elizabeth
Taylor og Gwen
Stefani. Fata-
hönnuðurinn Al-
berta Ferretti
mun líka fá
verðlaun, sem
og förðunar-
fræðingurinn
Pat
McGrath.
Óléttu poppstjörnuna Britney
Spears langar mikið að setja á
markað sína eigin meðgöngu-
fatalínu. Spears, sem mun
fæða sitt fyrsta barn í október á
þessu ári, er með fullt af hug-
myndum sem geta gert óléttu-
kúluna mun tískulegri. „Það er
fullt af ljótum fötum í verslun-
um fyrir verðandi mæður. Ég
skil ekki af hverju verslanir
bjóða ekki upp á meira töff
föt,“ segir Spears.
Ofurfyrirsætan Kate Moss
hefur ráðið hinn fræga tísku-
ljósmyndara Mario Testino til
að taka myndir í væntanlegu
brúðkaupi sínu þar sem hún
mun giftast skrýtna rokkaran-
um Pete Doherty. Parið hefur
verið saman síðan í janúar á
þessu ári og ætlar að ganga
í það heilaga á heimili
Moss í Glouchestershire í
Englandi seinna á þessu
ári. Mario tekur yfirleitt
mörg hundruð pund fyr-
ir myndatöku en gefur
Moss vænan afslátt þar
sem hún hefur unnið
oft með honum áður.
María notar uppáhaldskjólinn ekki mikið enda passar hann vel í brúðkaup eða garðveislur.
LIGGUR Í LOFTINU
í tísku
FASTEIGNIR HEIMILI HEILSA HÚS NÁM FERÐIR MATUR BÍLAR ATVINNA BRÚÐKAUP TÍSKA TILBOÐ o.fl.
KRÍLIN
Ég fékk fimm
krónur til að
fara með í
kirkjuna en
svo kostaði
ekkert inn.
Gullæði grípur um sig
BLS. 5
][
SMÁAUGLÝSINGASÍMINN ER 550 5000 OG Á visir.is
Piero Fornasetti hann-
aði matardiska sem eru
geysivinsælir en andlit
sömu konunnar kemur
fyrir á þeim öllum í mis-
munandi útfærslum.
Einir heitustu matardisk-
arnir á markaðnum í dag
eru Fornasetti diskarnir
sem eru eiginlega of flottir
til að borða af.
Þeir voru hannaðir af Pi-
ero Fornasetti en hann not-
aði andlit einnar konu á öll-
um diskunum í mismunandi
útfærslum og í dag eru til
rúmlega 350 tegundir af
diskum.
Ekki allar gerðir af disk-
unum eru í framleiðslu í
dag en sonur Piero,
Barnaba, tók yfir fyrirtæki
föður síns er hann lést árið
1998 og hóf endurfram-
leiðslu á vissum teg-
undum.
Hægt er að nálgast
diskana og nánari upp-
lýsingar um Fornasetti
fyrirtækið á vefsíð-
unni fornasetti.com og
kosta þeir um sex þús-
und íslenskar krónur
stykkið. ■
ÞÚ GETUR PANTAÐ
SMÁAUGLÝSINGAR
Á visir.is
Heitustu matar-
diskarnir í dag
Piero notaði andlit sömu konunnar á alla
diskana sína.
Piero Fornasetti. Fyrir aftan hann
má sjá diskana frægu.
FR
ÉT
TA
B
LA
Ð
IÐ
/V
AL
LI