Fréttablaðið


Fréttablaðið - 14.07.2005, Qupperneq 27

Fréttablaðið - 14.07.2005, Qupperneq 27
3LAUGARDAGUR 8. janúar 2005 Íslensk sumarblóm í vasa Fíflar og sóleyjar njóta sín jafnvel betur í blómavasa en úti í garði. Matarstell sjónvarpskokksins Jamie Oliver lætur ekki nægja að elda matinn heldur hannar hann skálar og fleira í eldhúsið. Í nokkur ár hafa verið framleidd matarstell úr hágæða postulíni í nafni Jamie Oliver, kokksins fræga. Nýjasta stellið hans heitir Vintage chic og þar er gamaldags útlit allsráðandi með nýtískulegu sniði. Litirnir eru hvítir og bláir og ekki klikkar Jamie á hagnýtu hlutun- um eins og að hafa mælieiningar innan á skálunum. Bollarnir eru skrautlegir með blómum, doppum eða litlum flugvélum og líta bæði út fyrir að vera eitthvað sem amma átti í sínu eldhúsi og eitthvað sem lítill strákur hefur hannað. Hægt er að skoða allt stellið á vefsíðunni www.smallislandtrader.com. Stellið hans Jamie er bæði rómantískt og strákalegt. Baldursbrár eru fallegar einar og sér. Sumarið er tíminn til að ganga í barndóm og fara út að tína blóm. Hægt að búa til mjög fallegan blómvönd úr villtum íslenskum sumarblómum og fá þannig af- skorin blóm í vasa án þess að greiða fyrir þau eina einustu krónu. Eina sem þarf að gera er að fara út í næstu órækt með opn- um huga og leyfa sköpunargáf- unni að blómstra. Náttúran býður upp á allskon- ar liti og gaman að leika sér með samsetningar. Fíflar og sóleyjar fara vel með fjólum, baldursbrár eru fallegar einar og sér og hægt að setja nokkur strá í vönd til að gefa skemmtilegan gráan lit. Ágætt er að hafa í huga að velja eins hávaxin blóm og mögulegt er. Íslensk villiblóm eru flest smágerð og af einhverjum ástæð- um virðast þau alltaf vera stærri í sínu náttúrulega umhverfi en þegar á að koma þeim fyrir í vasa. Ef fólki finnst garðurinn sinn eða garðurinn hjá nágrönnunum ekki vera nógu villtur er auðveld- lega hægt að fara á stúfana. Til dæmis er blómahaf í Öskjuhlíð- inni og í Elliðaárdalnum þar sem hægt er að fá innblástur með því að kanna hvernig móðir náttúra raðar sínum blómum saman. Fíflar geta verið skemmtilegir í stórum vöndum með sóleyjum og fjólu. Lifum - Njótum - Brosum www.bergis.is 550 5000 AUGLÝSINGASÍMI
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.