Fréttablaðið - 14.07.2005, Page 31
Mikið lagt í tískuviku hérlendis
Iceland Fashion Week hefst í
dag en þar leggja sextán ungir
hönnuðir verk sín í dóm gesta –
sem meðal annars eru
Hollywoodstjörnur og fulltrúar
erlendra fjölmiðla.
FIMMTUDAGUR 14. júlí 2005
Á meðan sumartíska þessa árs er enn á útsölu kynna tískuhúsin tísk-
una fyrir næsta sumar en herratískusýningunum fyrir sumar 2006
lauk í síðustu viku hér í París. Að vanda er margt forvitnilegt að sjá
en þeir herrar sem ætla sér að fylgja tískunni næsta sumar að hætti
John Galliano eða Jean Paul Gaultier ættu að byrja á magaæfingun-
um núna. Karltýpa næsta sumars er nefnilega „ultra sexy“, gengur
í skærum litum og gegnsæjum, fráhnepptum skyrtum með bert á
milli laga. Því þarf skíðabrettið að vera á sínum stað.
John Galliano er ekki bara hönnuður Dior tískuhússins heldur á
hann sitt eigið merki, John Galliano, þar sem hann hannar meðal
annars karlmannaföt. Sýningin var í anda jarðafarargöngu svert-
ingja í New Orleans þar sem djasshljómsveit fylgir kistunni og föt-
in svört en svo færðist fjör í leikinn og sýningin fór yfir í Hari
kristna stemningu, með stórum trommum og appelsínugula litnum
sem einkennir föt þeirra sem aðhyllast Hari kristna. Þarna mátti sjá
flottar bútasaumsgallabuxur með útsaumi og allar fyrirsæturnar
með nærbuxunar upp úr buxunum, auðvitað merktar hönnuðinum
með hans gotneska letri.
Sama má segja um sýningu Dolce og Gabbana í Mílanó, litir,
gallabuxur með alls kyns skreytingum eins og smellum, götum,
þröngir bolir og opnar skyrtur. Hedi Slimane, hönnuður karllínu
Dior, heldur áfram með mjónutískuna sína sem minnir helst á
Twiggy í karlútgáfu, fölir og mjóir, ungir strákar, sem líta út fyrir að
vera þrettán og hálfs árs er ímynd Herra Dior! Á mörkum hvort
hægt er að kalla stílinn sexý fyrir vikið. Buxurnar verða áfram á
hælunum næsta sumar.
Auðvitað eru tískuhús sem eru á klassískari línum og fara var-
lega með litina svo sem Prada sem býður næsta sumar upp á línu
sem samanstendur af ljósgráum jökum og buxum, bláu með örlitlu
af grænum peysum í bland. Reyndar er herralína Prada 2006 óvenju
litlaus og Miuccia Prada hefur ekki farið langt til að finna upp hjól-
ið að þessu sinni. Stefano Pilati, hönnuður Yves Saint Laurent, leitar
að vanda í smiðju gamla meistarans, lítil áhætta tekin þar. Pilati
virðist þó ná betri tökum á herratískunni en kvenhönnun sinni og í
þetta sinn er það uppáhaldsland gamla Saint Laurent, Marokkó, sem
er uppspretta innblásturs Pilati.
Næsta sumar verða herraskórnir með hlébarðamunstri. En ístr-
an er algjörlega úti næsta vor og sumar þannig að nú eru um 330
dagar til stefnu. Ef allt bregst verður fitusog síðasta hálmstráið.
Úr háborg tískunnar
BERGÞÓR BJARNASON SKRIFAR FRÁ PARÍS
„ L’homme ultra sexy “
er maður næsta sumars
NÝ SENDING
Kjólar – Toppar
Jakkar – Skór
Tískuhátíðin Iceland Fashion
Week stendur fram á mánudag og
að sögn Láru Guðrúnar Ævars-
dóttur kynningarfulltrúa er mikið
lagt í tískuvikuna og erlendir
gestir farnir að streyma til lands-
ins. „Tískusýningin sjálf verður á
Vegamótastíg á laugardaginn og
þar munu stíga á stokk íslenskar
fyrirsætur klæddar hönnun eftir
sextán unga hönnuði sem koma
hvaðanæva að úr heiminum. Þess-
ir hönnuðir eru að kynna sig og
sína fatalínu fyrir alþjóðlegum
fjölmiðlum og kaupendum,“ segir
Lára.
Fjölmargir erlendir fjölmiðlar
munu fjalla um sýninguna í ár,
meðal annars Vogue Italia og
Paris, Fashion Television Paris,
Wireimage.com, Robb Young frá
Clifton House og Diane Pernet,
framleiðandi og dálkahöfundur
fyrir Vogueparis.com. British
Fashion Council sendir einnig
fulltrúa sinn á sýninguna. „Í dag
verður mátun og val á fyrirsæt-
um í Vetrargarðinum í Smára-
lind,“ segir Lára, „og fróðlegt og
skemmtilegt fyrir fólk að koma
og fá forsmekkinn þar.“
Iceland Fashion Week er hald-
in í samstarfi við MAC, Toni &
Guy, Óliver, Vegamót, Lögregluna
í Reykjavík , FM 957, Og Vodafo-
ne, Íslandspóst, Karon, Smára-
lind, Allrahanda og Miðbæjar-
samtökin. Frekari upplýsingar
um dagskrána er að finna á
IcelandFashionWeek.is.
edda@frettabladid.is
Þessi sérstaki rauði kjóll settur blómum er
eftir sænska hönnuðinn Alice Lodge.
FR
ÉT
TA
B
LA
Ð
IÐ
/A
R
U
N
N
EV
AD
ER
50-70%
afsláttur
af öllum útsöluvörum.
Erum að taka upp nýjar vörur.
Enn meiri verðlækkun!
Kringlunni • Sími 533-2290
Nýjar vörur
á útsölunni
Nýtt kortatímabil
Meiri
verðlækkun
allt að
50%
ÚTSALA
ÚTSALA
30-80% AFSLÁTTUR