Fréttablaðið - 14.07.2005, Síða 42

Fréttablaðið - 14.07.2005, Síða 42
14. júlí 2005 FIMMTUDAGUR > Við biðlum til ... ... systur þeirra Ásthildar og Þóru B. Helgadætra um að fresta brúðkaupi sínu sem fyrirhugað er sama dag og íslenska kvennalandsliðið í knattspyrnu mætir því Bandaríska hinn 24. júlí nk. Hvorugar gefa kost á sér vegna brúðkaupsins og þarf ekki að fjölyrða um hversu slæmt er fyrir lið Íslands að vera án þeirra systra gegn einu sterkasta landsliði heims. Heyrst hefur ... ... að handknattleiksmaðurinn Ólafur Stefánsson hafi á sinn einstaka hátt náð að týna lyklinum að fataskáp sínum í búningsklefa Lauga þar sem hann stundar nú æfingar af kappi yfir sumartímann. Ólafur sást nýlega stumra um gólf Lauga með stærðarinnar járnklippur sem síðan voru notaðar til að opna hengilásinn. sport@frettabladid.is 26 > Við hrósum ... .... Atla Eðvaldssyni, þjálfara Þróttar, fyrir að mæta á leiki klæddur stílhreinum jakka- fötum. Atli ber af öðrum þjálfurum deildarinnar, en allir hafa þeir gert að vana sínum að mæta á völlinn í æfingagallanum eða í þykkum úlpum merktum sínu félögum. Fyrirli›i Liverpool, Steven Gerrard skora›i öll mörk Liverpool í 3-0 sigri gegn velska li›inu Total Network Solutions í 1. umfer› Meistaradeildarinnar í gær. Gerrard betri en enginn FÓTBOLTI Margir höfðu á orði í síð- ustu viku að enginn gæti leyst Steven Gerrard af hjá Liverpool. Þá var hann á barmi þess að fara frá félaginu en á síðustu stundu ákvað hann að vera áfram og skrifaði undir nýjan samning. Í gær sýndi Gerrard og sannaði að þeir sömu höfðu líklega rétt fyrir sér. Hefði ekki verið fyrir hinn magnaða Gerrard er alls ekki víst að Liverpool hefði unnið leikinn gegn TNS í gær. Gerrard, sem að sjálfsögu bar fyrirliðabandið, sannaði heldur betur mikilvægi sitt hjá liðinu með því að skora öll þrjú mörk liðsins í leiknum – hvert öðru glæsilegra. Leikmenn TNS sýndu aðdá- unarverða baráttu í 90 mínútur á Anfield og gáfust aldrei upp þrátt fyrir mikla yfirburði heima- manna. Allir leikmenn Liverpool, að Gerrard undanskildum, voru gjörsamlega mislagðir fætur upp við mark TNS og var greinilegt að leikmenn eru langt frá því að vera komnir í almennilegt leikform. Flestir leikmanna Liverpool byrj- uðu að æfa í síðustu viku og því kannski ekki hægt að fara fram á stærri sigur. Þriggja marka for- skot fyrir síðari leik liðanna ætti að vera feykinóg fyrir Evrópu- meistarana í næstu viku. Rafael Benitez, knattspyrnu- stjóri Liverpool, stillti upp blönduðum hópi af lykilmönnum og nokkrum yngri og óreyndari leikmönnum og er líklegt að hann tefli fram enn meira varaliði í síðari leiknum. -vig Robert Pires hjá Arsenal vill fá langtímasamning hjá félaginu: FÓTBOLTI Forráðamenn tyrkneska stórliðsins Galatasary segjast vera mjög nálægt því að ná samn- ingi við Robert Pires, franska miðjumanninn hjá Arsenal. Staðfest hefur verið að Pires neitaði nýlega árs framlengingu á samningi sínum við Arsenal sem rennur út, að öllu óbreyttu, eftir næstu leiktíð. Pires er í leit að langtíma samningi sem forráða- menn Arsenal eru tregir til að veita honum, en Galatasary er reiðubúið að semja við Pires til fjögurra ára. Galatasary er ekki eina liðið sem hefur áhuga á Pires, en Valencia og önnur lið á Spáni vilja ólm fá Pires í sínar raðir. Forráðamenn Arsenal eru sagðir líklegir til að taka góðu til- boði í Pires berist það nú, í stað þess að eiga á hættu að missa hann frítt frá sér næsta sumar. Pires er sagður vilja bíða með að taka ákvörðun um framtíð sína þar til að komið er í ljós hvað verður um Patrick Vieira, fyrir- liða Arsenal, en sögusagnir um að hann sé á leið til Juventus verða sífellt sterkari. Að sögn ýmissa fjölmiðla í Bretlandi er Pires ekki mjög spenntur fyrir því að vera áfram hjá Arsenal fari svo að Vieira hverfi á brott, en allt velt- ur þetta á því hvort forráðamenn Arsenal sjá sér fært að bjóða Pires langtímasamninginn sem hann vill. -vig Galatasary fylgist vel me› gangi mála Klæðnaður Atla Eðvaldssonar, nýráðins þjálfara Þróttar í Landsbankadeild karla, vakti mikla kátínu á meðal Köttaranna, stuðningsmannahóps Þróttar, í leikn- um gegn ÍA í fyrradag. Minnti Atli um margt á Jose Mourinho hjá Chelsea, klæddur í dökkan og síðan frakka yfir jakkafötin og er ekki hægt að segja annað en að það hafi verið eilítið meiri klassi yfir Atla en hjá kollega hans hjá ÍA, Ólafi Þórðarsyni, sem var eins og venjulega klædd- ur í æfingagalla Skaga- liðsins. „Við erum gríðarlega ánægðir með Atla. Hann er einstaklega flottur,“ segir Halldór Gylfason, leikari og ein helsta driffjöður þeirra Köttara uppi í stúku. Undir dyggri stjórn Halldórs stærstan hluta leiksins sungu Köttararnir í kór: „Óli í jakkafötin, Óli í jakka- fötin“ en áttu þeir ekki eftir að eiga erindi sem erfiði. „Við vonuðumst eftir að sjá útlits- breytingu á Óla í hálfleik en hann fór ekki í jakkafötin eins og við báðum hann um. En það er mikill klassi yfir Atla,“ segir Halldór og bætir við að það sé mun meiri stíll yfir honum heldur en Ásgeiri Elíassyni, fyrrverandi þjálfara liðsins. Halldór segir ýmis- legt til í samanburð- inum við Mourinho en að Atli minni sig þó frekar á annan frægan kappa. „Mér finnst eins og við séum komnir með Klaus Augenthaler Íslands. Atli er fágað- ur og yfirvegaður á hliðarlínunni.“ Per- sónulega segir Halldór að hvorki jakkafötin né æfingagallinn eigi við sig. „Ef ég væri þjálfari væri ég inni á vellin- um. Spilandi þjálfari,“ segir Halldór, sem ótt- ast ekki örlög Þrótt- ara í ár. „Ég er alveg sann- færður um að Atli nái að halda okkur uppi.“ STUÐNINGSMENN ÞRÓTTARA: EINSTAKLEGA ÁNÆGÐIR MEÐ KLÆÐNAÐ ATLA EÐVALDSSONAR fia› er mikill klassi yfir Atla sem fljálfara Opna BYKO mótið 2005 Keppnisgjald er 3.000 kr. Skráning á www.golf.is og í skála í s: 486 4495 Laugardaginn 16. júlí Punktakeppni: 5 fyrstu sætin fá verðlaun Önnur verðlaun: Nándarverðlaun, allar fjórar par 3 brautirnar Allir fá glaðning á fyrsta teig Dregið úr skorkortum Opna BYKO mótið verður haldið í Golfklúbbi Kiðjabergs BYGGIR MEÐ ÞÉR Glæsileg verðlaun: Mótið er opið öllum kylfingum. Punktakeppni + besta skor Hæsta forgjöf er 24 fyrir karla og 28 fyrir konur. Án forgjafar: 3 fyrstu sætin fá verðlaun Sami aðili getur ekki fengið verðlaun bæði í punktakeppni og án forgjafar N ÝR 18 HOLU G O L F V Ö L L U R18HOLUR A-landslið kvenna valið fyrir leik gegn Bandaríkjunum: Ásthildur og fióra ekki me› FÓTBOLTI Jörundur Áki Sveinsson, þjálfari A-landsliðs kvenna í knattspyrnu, hefur valið lands- liðshópinn fyrir vináttulandsleik gegn Bandaríkjunum, en leikur- inn fer fram hinn 24. júlí í Los Angeles. Athygli vekur að systurnar Ásthildur og Þóra Helgadætur eru ekki í hópnum. „Systir þeirra giftir sig þessa helgi og þær verða viðstaddar athöfnina og komast því ekki með. Þeirra er að sjálf- sögðu sárt saknað.“ Margar ungar stelpur, sem eru lykilmenn í A-landsliðinu, verða ekki með í þessari ferð þar sem þær verða með U-21 landsliðinu í Svíþjóð á sama tíma. „Það eru margar stelpur sem hefði verið gott að nota í A-landsleikinn, en leikir U-21 landsliðsins skipta miklu máli og þess vegna ákváð- um við að nota flestar stelpurnar sem gjaldgengar voru í yngra liðið þar.“ Með yngra liðinu verða meðal annarra Greta Mjöll Samúels- dóttir og Margrét Lára Viðars- dóttir, en þær hafa verið með bestu leikmönnum Landsbanka- deildar kvenna í sumar. Tveir nýliðar eru í A-landslið- inu, þær Björk Gunnarsdóttir og Sandra Sigurðardóttir. -mh Íslandsmótið í hestaíþróttum: Hör› keppni framundan HESTAR Íslandsmótið í hestaíþrótt- um hefst í dag á Kjóavöllum, reið- velli hestamannafélagsins And- vara í Garðabæ. Sigurður Sæmundsson lands- liðsþjálfari í hestaíþróttum er viss um að keppni verð hörð. „Heimsmeistaramót íslenska hestsins fer fram í Svíþjóð í næsta mánuði og enn eru laus sæti í landsliðinu. Ég ætla mér að velja hópinn eftir þetta mót og á von á því að margir keppendur berjist um landsliðssætin.“ Hundrað tuttugu og níu knapar eru skráðir á mótið, en keppni hefst í dag klukkan átta að morgni, og er stíf dagskrá alveg fram á laugardagskvöld. -mh SIGURÐUR SÆMUNDSSON Það eru enn þá laus sæti í íslenska landsliðinu í hesta- íþróttum, sem keppir á heimsmeistarmóti íslenska hestsins í Svíþjóð í næsta mánuði. . FRÉTTABLAÐIÐ/SIGURÐUR ÁSTHILDUR HELGADÓTTIR Fyrirliðans í ís- lenska landsliðinu verður sárt saknað í leiknum gegn Bandaríkjunum, sem eiga eitt besta lið í heiminum. UPPGJÖR EYJANNA Eyjamenn taka á móti færeyska liðinu B36 í Evrópukeppninni á Hásteinsvellinum í Eyjum í kvöld. Evrópuleikir ÍBV og Keflavík: Sögulegur leik- ur í Eyjum FÓTBOLTI Eyjamenn og Keflvíking- ar spila í dag fyrri leik sinn í 1. umferð undankeppni Evrópu- keppni félagsliða. ÍBV tekur á móti færeyska liðinu B36 á Há- steinsvellinum í Vestmannaeyjum en Keflvíkingar leika á útivelli gegn FC Etzella í Lúxemborg. Það verður söguleg stund í Vestmannaeyjum því þetta er í fyrsta sinn sem íslensk og færeysk félagslið mætast í Evrópukeppni en leikur liðanna hefst klukkan 18:00. B36 er nú í þriðja sæti fær- eysku deildarinnar en liðið endaði í öðru sæti á síðasta tímabili sjö stigum á eftir meisturum HB. Markahæsti leikmaður liðsins á þessu tímabili var einmitt Alan Mörköre en lék hann með ÍBV frá 1999 til 2000. Auk þessa leika með- al annars með liðinu Fróði Benja- minsen sem lék með Fram í fyrra og Pól Thorsteinsson sem lék í Valsvörninni í 1. deildinni 2000. Leikur VISA-bikarmeistara Keflavíkur fer fram á Stade du Deich leikvanginum í Ettelbrück og hefst klukkan 16:30 að íslensk- um tíma. Þetta er í þriðja sinn sem íslenskt lið mætir liði frá Lúxem- burg og í bæði skiptin höfðu ís- lensku liðin betur. Valur sló út Jeu- nesse d’Esch út úr Evrópukeppni meistaraliða 1967 og á fleiri mörk- um skoruðum á útivelli og fyrir tíu árum sló síðan KR lið Greven- macher út úr Evrópukeppni bik- arhafa. -óój Opna breska golfmótið: Nicholas kve›ur á St. Andrews GOLF Einn frægasti og sigursæl- asti golfari allra tíma, Jack Nick- laus, kveður á 134. opna breska meistaramótinu sem hefst á St. Andrews -golfvellinum í dag. Þetta verður 164. og síðasta stórmótið sem kappinn tekur þátt í en fyrsta var fyrir 46 árum síðan. Nicholas hefur unnið 18 stórmót á ferlinum og endaði 19 sinnum í öðru sæti eitthvað sem engum öðrum hefur tekist. -óój STEVEN GERRARD Spilaði frábærlega í gær og var algjör yfirburðamaður á vellinum, þrátt fyrir að hafa að undan- förnu gengið í gegnum erfiðasta tíma ævi sinnar, að eigin sögn. FRÉTTABLAÐIÐ/GETTYIMAGES

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.