Fréttablaðið - 14.07.2005, Blaðsíða 50
34 14. júlí 2005 FIMMTUDAGUR
Saga Búlgakovs um örlagaeggin á
talsvert erindi við okkur í dag.
Sjálfsagt hefði hann sjálfan tæplega
rennt grun í hver þróunin yrði á
Vesturlöndum í fréttaflutningi og
upplýsingamiðlun í upphafi tuttug-
ustu og fyrstu aldar, en við sem lif-
um á þessari túrbó-upplýsingaöld
verðum áþreifanlega vör við afleið-
ingar afbakaðs og misvísandi
frétta- og upplýsingaflæðis nú á
dögum. Hitt er svo annað mál hvort
sýning þessa leikhóps sem komin er
saman eftir sex ár til að endurskapa
vel heppnaða sýningu frá stúdenta-
árunum eigi jafnmikið erindi upp á
leiksvið í atvinnuleikhúsi, þrátt fyr-
ir að margir sem þar komu við sögu
hafi sótt sér menntun í listinni.
Fjörugt hugmyndaflug
Ekki skortir hugmyndaflugið í
þessa sýningu og leikstjórinn kann
ýmislegt fyrir sér í því að finna
flottar sviðslausnir – en að koma
innihaldi verksins í ögrandi brenni-
punkt og krefja áhorfendur um að
taka afstöðu til innihaldsins er ekki
það sem skiptir máli hér. Samtölin
verða stefnulaus og drukkna oft í of
miklum aðgerðum og líkamstilburð-
um á sviðinu og þegar söngnúmerin
bresta á þá er textaframburður svo
óskýr að ekki skilst eitt einasta orð.
Undanskilið er besta lag sýningar-
innar sem sungið er af Esther Taliu
í hlutverki Maríu en einmitt það
verður alveg óskiljanlegt í ljósi þess
að María þessi er utangátta í allri
rás viðburðanna. Sömuleiðis var
hljóðstjórnin ónákvæm og ljósin
svo dauf að stundum sást ekki í leik-
arana á sviðinu. Einhvern veginn
var alltof mikið los á öllu og lopinn
teygður svo að sýningin, eins löng
og hún annars var, hélt ekki athygli
áhorfandans við söguna.
Misgóðir leikarar
Leikararnir stóðu sig misvel en Ilm-
ur Kristjánsdóttir sýndi það að hún
er klassa leikkona, en mér virtist
hún tapa stundum einbeitingu á
þeirri sýningu sem ég var (2. sýn-
ing) og mér fannst ég merkja
þreytu á rödd hennar. Hún skilaði
vönduðum leik engu síður. Tveir
leikarar debútera í þessari sýningu,
Ólafur Steinn og Aðalbjörg Þóra.
Þau komust bæði vel frá sínu. Ólaf-
ur vann áreynslulítið úr sínum
karakter og gerði hann sympatísk-
an en Aðalbjörg spilaði meira á kó-
míkina í sínum leik. Maríanna Clara
er prýðis gamanleikkona en það
voru of miklar brotalamir í per-
sónusköpuninni til að allt gengi upp.
Slöpp persónusköpun
Persónusköpun almennt var ábóta-
vant í þessari sýningu og það gerði
sitt til að gera áhorfandann sinnu-
lausan gagnvart þeim sem lifðu at-
burði sögunnar. Stefán Hallur og
Sveinn Ólafur gengu af krafti í að
túlka sína ýktu karaktera en þeir
forseruðu of mikið og þar af leið-
andi datt botninn úr öllu saman þótt
þeir væru oft fyndnir. Sena ráðherr-
ans snerist of mikið í kringum
leiklausnina og þess vegna fór allt
sem hann sagði fyrir ofan garð og
neðan. Sólveig Guðmundsdóttir
uppskar þó hlátur áhorfenda. Hall-
grímur og Magnús áttu ágæta
spretti sem hermennirnir en fram-
sögn þeirra var á stundum ábóta-
vant.
Gott rokk
Búningar og leikmynd voru hug-
vitssamlega gerð og sama máli
gegnir um hár og förðun. Höfuð-
búnaður hermannanna var kostu-
legur. Hreyfimyndirnar og annað
sem varpað var á tjaldið kom vel út.
Tónlistin er fyrir sinn hatt gott rokk
en söngurinn var ærið misjafn og
hljóðnemarnir ekki alltaf að virka.
Það gætti ýmissa áhrifa en heildar-
svipurinn skýr. Í heildina áhuga-
verð sýning en hefði mátt skera og
snyrta betur til. ■
Listin er fjöregg samtímans
ILMUR KRISTJÁNSDÓTTIR Ilmur í hlutverki sínu sem prófessorinn í Örlagaeggjunum.
Valgeir Skagfjörð segir leikkonuna sýna það í verkinu að hún er klassa leikkona.
NIÐURSTAÐA: Ekki skortir hugmyndaflugið í
þessa sýningu og leikstjórinn kann ýmislegt fyr-
ir sér í því að finna flottar sviðslausnir – en að
koma innihaldi verksins í ögrandi brennipunkt
og krefja áhorfendur um að taka afstöðu til
innihaldsins er ekki það sem skiptir máli hér.
Garth Ennis er býsna hress og
skemmtilegur myndasöguhöfund-
ur sem kallar ekki allt ömmu sína
þegar kemur að blóðsúthellingum
og ofbeldi. Hann vakti fyrst at-
hygli með margrómuðum sögum
um The Preacher og kom svo hin-
um refsiglaða Punisher til bjargar
með hinni mögnuðu og hrottalegu
sögu Born. Sögur Ennis af The
Punisher, sem koma svo í fram-
haldinu, eru það hressilegasta
sem sést hefur af þessu haus-
kúpuskreytta bófabana og kær-
komin vítamínsprauta fyrir blóð-
þyrsta aðdáendur kappans.
Ennis er á Punisher-nótum í
sögum sínum um The Rifle Briga-
de, harðsnúnustu sérsveit sem
sögur fara af. Sögurnar gerast í
seinni heimsstyrjöldinni og fjalla
um ævintýri sex manna hersveit-
ar undir stjórn hins eitilharða
Hugo Darcy kafteins. Þessir kón-
ar taka að sér, með bros á vör,
vonlaus verkefni sem eru ávísun á
skelfilegan dauðdaga og eru oft-
ast handan við víglínu óvinanna.
Þetta gengi minnir mest á 12
rudda úr samnefndri bíómynd
nema hér eru ruddarnir aðeins
sex og helmingi bilaðari en hópur-
inn sem Lee Marvin leiddi á hvíta
tjaldinu.
Persónusköpunin er ekki upp á
marga fiska en hver hermaður
sérhæfir sig í ákveðnum drápsað-
ferðum en leggja ekki mikið til
málanna að öðru leyti. Tröllið
Sergeant Crumb segir til dæmis
aldrei annað en „EY-OOP!“ á milli
þess sem hann drepur þýska her-
menn með berum höndum, Geez-
er liðþjálfi gargar ekkert nema
„YER AHT OF ORDAH!“ og eini
Ameríkaninn í hópnum, Hank the
Yank, er sérfræðingur í meðferð
sprengiefna og heyrist aldrei
segja annað en „GAWD
DAMMIT“. Skoski sekkjapípu-
leikarinn The Piper lætur sér svo
nægja að drepa menn með skelfi-
legum hljóðfæraleik sínum en er
þögull sem gröfin þess á milli.
Það er því Darcy sem er óum-
deild aðalpersóna sagnanna og að-
altöffarinn en undirmaður hans,
Cecil „Doubtful“ Milk, gerir
honum stundum lífið leitt með því
að tjá honum ást sína á viðkvæm-
um augnablikum.
Þessir skrattakollar gera
Hitler og hans hyski margar skrá-
veifur og skemmta lesendum um
leið með frábærum fantaskap.
Þetta verður þó óneitanlega svo-
lítið einhæft til lengdar en þegar
maður er um það bil að fá nóg af
blóðslettum og fjúkandi útlimum
nær Ennis góðu flugi í sögunni
Operation Bollock en þar þurfa
Darcy og félagar að komast yfir
annað eista Adolfs Hitler sem er
þeirri náttúru gætt að sá sem ber
það í formalínkrukku er ósigr-
andi. Sagan minnir um margt á
Raiders of the Lost Ark en sjúkur
húmorinn gerir það af verkum að
hún verður ógleymanlegur uppá-
snúningur á ævintýri Indiana Jo-
nes. Þórarinn Þórarinsson
Ráni› á t‡nda eistanu
ADVENTURES IN THE RIFLE BRIGADE
HÖFUNDUR: GARTH ENNIS
TEIKNARI: CARLOS EZQUERRA
NIÐURSTAÐA: Persónusköpunin er ekki
upp á marga fiska en hver hermaður sér-
hæfir sig í ákveðnum drápsaðferðum en
leggja ekki mikið til málanna að öðru
leyti. Ofbeldi og groddahúmor er aðal-
málið og þegar ruddaskapurinn fer að
verða full einhæfur kemur Ennis með
geggjaðan og ógleymanlegan uppásnún-
ing á Riders of the Lost Ark.
[ MYNDASÖGUR ]
UMFJÖLLUN
Forsýningar í kvöld kl. 19 örfá sæti laus
Forsýning fös. 15/7 kl. 19 örfá sæti laus
Frumsýning sun. 17/7 kl. 16 örfá sæti laus
Miðasölusími 568 8000 • midasala@borgarleikhus.is
Miðasala á netinu www.borgarleikhus.is Miðasalan í Borgarleikhúsinu er opin:
5/7, 11/7, 12/7, 13/7 kl. 14-18 6/7, 7/7, 8/7, 14/7, 15/7, 17/7, 22/7, 28/7 kl. 14-20
10/7, 17/7 kl. 12-18 LOKAÐ 18/7 - 21/7, 23/7-27/7, 29/7-11/8
KALLI Á ÞAKINU
e. Astrid Lindgren • Í samstarfi við Á þakinu
Su 26/6 kl 14, Lau 9/7 kl 14, Su 10/7 kl
14, Su 17/7 kl 14
ÖRLAGAEGGIN-SÖNGLEIKUR
2. sýning 9/7, 3. sýning 14/7, 4. sýning
15/7, 5. sýning 16./7, 6. sýning 22/7, 7.
sýning 24/7 og lokasýning 28/7
LEIKLIST
VALGEIR SKAGFJÖRÐ
Örlagaeggin
Borgarleikhúsið, Reykvíska Listaleikhúsið.
Söngleikur byggður á sögu Míkaíl Búlgakov.
Sýnt á Litla sviðinu.
Leikgerð: Höskuldur Ólafsson Tónlist: Pétur Þór
Benediktsson og Höskuldur Ólafsson Leik-
mynd: Elma Backman Búningar: Björg Guð-
mundsdóttir Dansar: Halla Ólafsdóttir Hár og
förðun: Eva Guðjónsdóttir Hreyfimyndir: Hlynur
Magnússon Hljóð og raftónlist: Steini Plastik
Leikstjóri: Bergur Þór Ingólfsson Leikarar: Ilmur
Kristjánsdóttir, Maríanna Clara Lúthersdóttir,
Ólafur Steinn Ingunnarson, Esther Talía Casey,
Sveinn Ólafur Gunnarsson, Aðalbjörg Þóra Árna-
dóttir, Stefán Hallur Stefánsson, Sólveig Guð-
mundsdóttir, Hallgrímur Ólafsson og Magnús
Guðmundsson.
Föstudagur 15. júlí Örfá sæti
Föstudagur 22. júlí
Fimmtudagur 5. ágúst