Fréttablaðið - 14.07.2005, Page 54
Frægasta draugahúsamynd síð-
ustu áratuga er án efa The Shin-
ing eftir Stanley Kubrick en hún
var byggð á samnefndri sögu
hrollvekjumeistarans Stephen
King. King sótti innblástur sinn til
stallsystur sinnar, Shirley
Jackson, en sígild draugasaga
hennar, The Haunting of Hill
House hefur verið kvikmynduð í
tvígang. Robert Wise
kvikmyndaði bókina með fínum
árangri árið 1963 en Jan De Bont
svo aftur með ömurlegum afleið-
ingum árið 1999.
Áður en Kubrick lét Jack
Nicholson ganga af göflunum með
öxi í yfirgefnu skíðahóteli í The
Shining var The Amityville Horr-
or draugahúsamynd númer eitt,
tvö og þrjú og er enn lykilverk
ásamt The Shining og The Haunt-
ing of Hill House. Myndin kom í
bíó árið 1979 og sló strax í gegn og
rakaði saman milljónum dollara í
miðasölunni.
Alvöru hryllingur
The Amityville Horror fékk slag-
kraft sinn ekki síst frá þeirri stað-
reynd að hún byggði á raunveru-
legum atburðum en árið 1974 var
heil fjölskylda myrt í svefni í
gömlu húsi á Long Island. Ronald
DeFeo yngri játaði svo skömmu
síðar að hafa banað foreldrum sín-
um og systkinum vegna þess að
„raddir í húsinu“ sögðu honum að
gera það. Nokkru síðar fluttu ung
hjón í húsið án þess að vita nokk-
uð um skelfilega fortíð þess. Illir
andar hússins flæmdu þau út á um
það bil tveimur vikum og þau
máttu þakka fyrir að sleppa lif-
andi frá draumaheimili sínu.
Eiginmaðurinn virtist á
þessum stutta tíma vera að missa
vitið og ógnaði fjölskyldunni.
Prestur sem reyndi að kveða
óværuna niður beið þess aldrei
bætur að glíma við myrkraöflin
innan veggja heimilisins.
The Amityville Horror naut
mikilla vinsælda á Íslandi um það
leyti sem mynböndin voru að
festa sig í sessi og var þá leigð út
í dönskum umbúðum og hét
„Huset som Gud glemte“.
James Brolin, sem er þekktast-
ur fyrir leik sinn í sjónvarpsþátt-
unum Hotel og í seinni tíð fyrir að
vera eiginmaður Barböru Strei-
sant lék húsbóndann sem myrti
næstum fjölskyldu sína og
Margot Kidder (Lois Lane í
Superman) lék eiginkonuna. Rod
Steiger setti hins vegar mestan
svip á myndina í hlutverki prest-
ins.
Gæti gerst í Hlíðunum
Framleiðendur nýju myndarinnar
endurgerðu síðast myndina The
Texas Chainsaw Massacre en sú
tilraun þeirra tókst býsna vel og
því vildu þeir eðlilega höggva
tvisvar í sama knérunn. Þeir
komust þó fljótt að því að það er
lítið til af spennandi hryllings-
handritum á sveimi um þessar
mundir og þeir ákváðu því að
halda endurvinnslunni áfram:
„Texas Chainsaw Massacre
sýndi okkur að fólk virðist frekar
vilja hryllingssögur sem byggja á
raunverulegum atburðum,“ segir
Brad Fuller, einn framleiðend-
anna, en hann ólst upp í grennd
við Amityville-húsið og man enn
eftir gæsahúðinni sem hann fékk
þegar hann ók fram hjá því á
árum áður.
„Hryllingsmyndir sem eiga sér
stoð í raunveruleikanum snerta
fólk dýpra þar sem það trúir því
að það sem það sér á tjaldinu geti
komið fyrir það sjálft. Þess vegna
fylgja þessar myndir fólki eftir
löngu eftir að það yfirgefur
bíósalinn,“ segir Fuller, sem hik-
aði því ekki við að veðja á endur-
vinnslu Amityville.
Ný vínblanda á gömlum belg
Gagnrýnendur virðast almennt
sammála um að Fuller og félagar
megi vel við una og að nýja mynd-
in sé í raun og veru betri en sú
upprunalega. Söguþræðir mynd-
anna eru vitaskuld býsna áþekkir
en hér er þó kafað dýpra í atburð-
ina og ýmsu gefinn gaumur sem
var sleppt í myndinni frá 1979.
„Það erfiðasta við endurgerðir
er að áhorfendur bera myndina
strax saman við forverann og fólk
hefur miklar meiningar um
Amityville-hryllinginn og hvað
raunverulega gerðist og hvað
ekki,“ segir Fuller. „Þegar við
ákváðum að gera þessa mynd vor-
um við sammála um að best væri
að þróa söguna með því að taka
lykilatriðin úr gömlu myndinni og
bæta þáttum úr málinu sem hafa
ekki verið skoðaðir áður.“
thorarinn@frettabladid.is
38 14. júlí 2005 FIMMTUDAGUR
The Amityville Horror
Internet Movie Database 5,8 / 10
Rottentomatoes.com 22% / Rotten
Metacritic.com 6,9 / 10
Madagaskar
Internet Movie Database 6,3 / 10
Rottentomatoes.com 54% / Rotten
Metacritic 6,8 / 10
Elvis has left the building
Internet Movie Database 5,1 / 10
NÝJAR KVIKMYNDIR
(DÓMAR Í ERLENDUM MIÐLUM)
[ SMS ]
UM MYNDIRNAR Í BÍÓ Húsið sem Guð gleymdi
„It’s not who
I am under-
neath, but
what I
do that
d e f i n e s
me.“
- Bruce Wayne hefur sínar sérstöku leiðir til
þess að játa fyrir æskuástinni sinni að hann
sé í raun og veru Leðurblökumaðurinn.
bio@frettabladid.is
Leikkonan Kim Basinger var á hátindi
frægðar sinnar í níunda áratug síðustu
aldar en hún skaust upp á stjörnuhimin-
inn og stimplaði sig inn sem kyn-
bomba í James Bond-myndinni
Never Say Never Again árið 1983.
Þar mætti Sean Connery ansi
roskinn til leiks í hlutverki njó-
snara hennar hátignar
og heillaði Basinger
upp úr skónum. Bas-
inger lék svo á móti
Robert Redford ári
síðar í The Natural og síðan
á móti leikaranum og
leikskáldinu Sam
Shepard í Fool for
Love. Myndin byggði á
verki Shepard og var
leikstýrt af ekki minni
manni en Robert Alt-
man. Basinger hefur unnið undir stjórn
margra merkra leikstjóra og árið 1986
lenti hún í klónum á Adrian Lyne sem
gerði út á kynþokka hennar í
erótísku myndinni 9 1/2
Weeks þar sem erótíkin
kraumaði milli hennar
og Mickey Rourke.
Þetta sama ár lék hún
á móti hjartaknúsar-
anum Richard Gere
í No Mercy en síðan
hallaði undan færi í
myndunum Blind
Date þar sem Bruce
Willis var að fóta sig í
bransanum, Nadine,
slappri gamanmynd með
Jeff Bridges og síðast og
allra síst hinni arfaslöku
My Stepmother is an
Alien. Basinger fékk gott tækifæri árið
1989 þegar Tim Burton fékk hana til að
leika Vicky Vale í Batman þar sem
Michael Keaton klæddist blökubúningn-
um. Basinger náði ekki að fylgja Batman
eftir og birtist næst í hinni langdregnu To
Hot To Handle með þáverandi eigin-
manni sínum Alec Baldwin. Næstu
myndir, Final Analysis, Cool World. The
Real McCoy, Wayne’s World 2, The
Getaway og Prét -á- Porter, gerðu lítið
fyrir feril hennar sem var á hraðri niður-
leið þar til hún sýndi góða takta í L.A.
Confidential árið 1997. Frammistaða
hennar þar skilaði henni Óskarsverð-
launum sem besta leikkona í aukahlut-
verki en tilboð um bitastæð hlutverk létu
samt á sér standa. Hún sýndi þó hvað í
henni býr sem drykkfeld móðir Eminems
í 8 Mile árið 2000 og sýndi þar að líf er
eftir kynbombuárin.
EKKI MISSA AF...
... hinni stórgóðu Voksne menn-
esker eftir Dag Kára Pétursson.
Myndin kemur í rökréttu fram-
haldi af glæsilegu byrjendaverki
Dags Kára, Nói albínói, og rétt
eins og þar byggir hann frásögn-
ina á persónum og stemningu
frekar en rökréttum og klassísk-
um söguþræði. Sýningum á
myndinni fer fækkandi þannig að
nú fer hver að verða síðastur að
sjá hana í kvikmyndahúsi í
Reykjavík. Voksne mennesker er
mynd sem lætur engann ósnort-
inn og synd að missa af henni.
Kynbomba komin af léttasta skei›i
Aðeins 599 kr.
5 690691 2000
08
Lífsreynslusaga • Heils
a • • Matur
• Krossgáturg•á~t
27. tbl. 67. árg., 13. júl
í 2005.
Aðeins
599 kr.
Er mamma
þín stjórnsöm?
Hvað er til ráða?
Óhrædd við
frægðina!
Kolbrún
Björnsdóttir
nýr stjórnandi
morgunsjón-
varps
Það sem þú
vissir ekki ...
Sigmundur
Ernir
Hvað gera
mömmur
þegar
skólarnir loka?
Náttúrulæknir
sem kann ráð
við stressi
Fjölmiðlakonur
skemmta sér!
Hvað segja
stjörnumerkin
um sumarið?
Andlitslyfting
heima hjá þér
Systirin
bjargaði
lífi hans!
Alvarleg veikindi
Jóns Valgeirs
Gunnarssonar
kostuðu hann
eiginkonuna
4 athafnakonur
í Borgarbyggð
00 Vikan27.
tbl.'05-1
1.7.2005
11:38 Pag
e 1ný og fersk í hv
erri viku
Náðu í eintak á næsta sölustað
Kvikmyndir þar sem Elvis-eftir-
hermur koma við sögu hafa notið
vinsælda meðal kvikmyndagerða-
manna í Hollywood. Þær hafa
margar hverjar ekki hlotið náð
fyrir augum almennings nema ef
vera skyldi Honeymoon in Vegas
með Nicolas Cage.
Elvis Has Left The Building
segir frá snyrtivörusölukonunni
Harmony Jones sem virðist
vera tengd kónginum á einn eða
annan hátt. Hún fæddist daginn
sem Presley kom fram í frægum
Ed Sullivan-þætti og móðir
hennar, sem er bifvélavirki,
gerði við Kadiljákinn hans.
Örlögin haga málum hins
vegar þannig að fyrir tilviljun
drepur hún nokkrar Elvis-eftir-
hermur og skilur eftir sig slóð
dauðra kónga í suðvesturríkjum
Bandaríkjanna.
Kim Basinger leikur hina sein-
heppnu Harmony Jones. John
Corbert fer með hlutverk Elvis
Gluffman í myndinni. Hann heill-
aði margar konur upp úr skónum
þegar hann lék Aidan Shaw í Sex
and the City. ■
SIN CITY Er tvímælalaust svalasta mynd
ársins og besta mynd sumarsins að mati
gagnrýnanda Fréttablaðsins.
Sin City
„Undir allri þessari snilld kraumar svo eðaltónlist,
menguð seiðandi saxófónleik, sem bindur alla
þessa svart/hvítu dýrð saman í film noir í sinni
tærustu mynd. Sin City er hátæknilistaverk og um
leið óður til svart/hvítu reyfarana sem áttu sitt
blómaskeið upp úr 1940.“
ÞÞ
War of the Worlds
„War of the Worlds er ekki léleg heimsendamynd
en hún er heldur ekki það sem ég hélt að Spiel-
berg og Cruise gætu gert.“
FGG
Batman Begins
„Svona á að gera Batman-myndir og okkar maður
hefur aldrei verið betri og maður getur varla beðið
eftir að fá að sjá meira af Bale í gervi svalasta
myndasögutöffara allra tíma.“
ÞÞ
Mr. and Mrs. Smith
„Mrs. and Mrs. Smith er þvottekta sumarmynd;
fyndin, spennandi, smart, töff og vel gerð og skart-
ar tveimur skærustu kvikmyndastjörnum sam-
tímans í aðalhlutverkum. Þetta nægir til þess að
enginn ætti að verða svikinn af kynnum sínum við
hjónin Pitt og Jolie.“
ÞÞ
Draugahúsið er sígilt minni í hryllingsmyndum sem
fjalla þá oftast um fólk sem flytur inn í gömul hús þar
sem draugar fyrri eigenda ganga berserksgang. The
Amityville Horror er frumsýnd í dag en hún er endur-
gerð samnefndrar myndar frá árinu 1979.
THE AMITYVILLE HORROR Sundrung fjölskyldunnar í einhverri mynd er kjarninn í
nær öllum hryllingsmyndum með tilheyrandi freudískum undirtónum. Þessi mynd er
engin undantekning en í þessu tilfelli hrynur fjölskyldan saman innan frá í tilraun sinni
til þess að láta ameríska drauminn rætast í stóru einbýlishúsi.
Feigir Elvisar