Fréttablaðið - 23.07.2005, Page 8
1Með hvaða körfuboltaliði leikur JónArnór Stefánsson næsta vetur?
2Hvað heitir stjórnarformaður Spari-sjóðs Hafnarfjarðar?
3Við hvers konar krabbameini hefurlyfið Herceptin reynst vel?
SVÖRIN ERU Á BLS. 46
VEISTU SVARIÐ?
8 23. júlí 2005 LAUGARDAGUR
Enn er ráðist að erlendum diplótmötum í Írak:
Sendirá›sstarfsmönnum rænt
BAGDAD, AP Tveimur alsírskum
sendiráðstarfsmönnum í Írak var
rænt í Bagdad í fyrradag.
Alsírsku diplómatarnir voru á
leiðinni úr sendiherrabústaðnum í
sendiráðið þegar byssumenn
stöðvuðu bíl þeirra. Tvímenning-
arnir voru dregnir ásamt bílstjór-
anum út úr bifreið sinni og síðan
var ekið á brott með þá.
Fyrir tveimur vikum var þrem-
ur sendiráðsstarfsmönnum rænt í
Bagdad, meðal annars sendiherra
Egyptalands. Hann fannst myrtur
nokkrum dögum síðar. Bersýni-
lega vakir fyrir mannræningjun-
um að hræða önnur arabaríki frá
því að eiga í stjórnmálasambandi
við ríkisstjórnina í Bagdad.
Súnníar neita enn að halda
áfram þátttöku í stjórnarskrár-
nefnd Íraks eftir að félagi þeirra
var ráðinn af dögum í vikunni, þar
sem þeir telja að öryggi sitt sé
ekki lengur tryggt. Ákvörðun
súnníanna setur samningu stjórn-
arskrárinnar í uppnám en henni á
að ljúka 15. ágúst næstkomandi.
Afar mikilvægt er að súnníar beri
ekki skarðan hlut frá borði í
plagginu þar sem þeir eru þegar
mjög ósáttir við sitt hlutskipti. ■
Olíufélögin eru tilbúin að kaupa olíu til baka:
Fólk er vara› vi›
a› geyma olíu
LÖGREGLUMÁL Almenningur er var-
aður við þeirri hættu sem af því
getur skapast að geyma birgðir af
dísilolíu í og við íbúðarhús segir í
tilkynningu frá Ríkislögreglu-
stjóra, Brunamálastofnun og Um-
hverfisstofnun.
Kemur tilkynningin tæpum
mánuði eftir að ljóst er að fjöl-
margir hömstruðu olíu áður en ný
olíulög tóku gildi 1. júlí. Var það
fyrirséð þar sem verðið hækkaði
um helming á einni nóttu og vör-
uðu meðal annars olíufélögin sjálf
við því að þetta gæti átt sér stað
löngu áður en breytingin tók gildi.
Er í tilkynningunni bent á að
ólöglegt sé að geyma birgðir af
þessu tagi við ófullnægjandi að-
stæður og öll slík meðferð í raun-
inni ólögleg. Segir að olíufélögin
séu reiðubúin að kaupa olíu til
baka sé hún í sama ástandi og þeg-
ar hún var keypt en hjá olíufélög-
unum fengust þær upplýsingar að
þá yrði boðið innkaupsverð eins
og það var fyrir mánaðamót.
-aöe
Álversbryggjan á Reyðarfirði:
Skemmdir
óverulegar
ÓHAPP Tjónið sem varð á nýju
álversbryggjunni í Reyðarfirði
þegar skutur Skaftafells,
leiguskips Samskipa, rakst á
bryggjuna síðastliðinn þriðju-
dag er talið óverulegt. Sveinn
Þórarinsson, hjá Verkfræði-
stofu Austurlands sem hefur
eftirlit með framkvæmdum við
álvershöfnina, segir að tjónið
hlaupi á hundruðum þúsunda
króna en ekki milljónum.
Skemmdirnar á Skaftafelli
verða metnar í Reykjavík en
þangað kom skipið í fyrra-
kvöld.
- kk
EMILÍANA TORRINI Líkt og Kjarval varði
Emilíana hluta af sinni æsku á Borgarfirði
eystra.
Borgarfjörður eystri:
Tónleikahald í
fiskverkunarhúsi
SKEMMTUN Emilíana Torrini heldur
tónleika ásamt hljómsveit sinni í
Bræðslunni, gömlu fiskverkunar-
húsi á Borgarfirði eystri, í dag en
húsið hefur ekki áður verið nýtt til
tónleikahalds. Tónleikarnir eru lið-
ur í menningarhátíðinni Þakka þér
fyrir að ég kom sem Kjarvalsstofa
á Borgararfirði stendur fyrir á
morgun.
Á meðal þess sem í boði verður á
hátíðinni, auk tónleikanna, er
gönguferð um slóðir Kjarvals, sýn-
ingin Vættir í verkum Kjarvals og
málþing um meistarann. -kk
GEORGÍA
VARPAÐI HANDSPRENGJU Maður
sem var handtekinn í Georgíu þeg-
ar George W. Bush var í heimsókn í
landinu í maí síðastliðnum hefur
viðurkennt að hafa hent hand-
sprengju að forsetanum þar sem
hann ávarpaði útifund í höfuðborg-
inni Tbilisi. Sprengjan sprakk
reyndar ekki enda hefði tilræðið þá
eflaust vakið nokkru meiri athygli.
SAMNING STJÓRNARSKRÁR Í UPPNÁMI
Ibrahim al-Jaafari forsætisráðherra skoraði
á súnnía að taka sæti sín á ný í stjórnar-
skrárnefnd Íraks í gær.
ÓFULLNÆGJANDI GEYMSLA OLÍU Þrjár ríkisstofnanir vara við geymslu á dísilolíu í og við
heimili og við aðrar ófullnægjandi aðstæður tæpum mánuði eftir að ljóst er að hundruð
hömstruðu mikið magn áður en breytingar urðu á olíugjaldinu um síðustu mánaðamót.
FR
ÉT
TA
B
LA
Ð
IÐ
/H
EL
G
I
Minkastofninn á Íslandi
allt a› sjötíu flúsund d‡r
Fjöldi minka á Íslandi gæti veri› hvar sem er á bilinu 7.000 til 70.000. Kostna›ur vi› minkavei›ar hefur
aukist jafnt og flétt sí›ustu ár án fless a› nokkur vitneskja liggi fyrir um árangur af vei›unum.
VEIÐAR Þrátt fyrir stöðuga aukn-
ingu minkaveiða hér á landi
hefur stofnstærð minks aldrei
verið metin. „Það skiptir öllu
máli að vita hve stór stofninn er
ef við eigum að halda honum
niðri,“ segir Áki Ármann Jóns-
son, forstöðumaður veiðistjórn-
unarsviðs Umhverfisstofnunar.
Kostnaður við veiðarnar hefur
síðustu ár verið um fjörutíu
milljónir á ári og farið vaxandi.
Árleg veiði hefur verið rúmlega
sjö þúsund dýr og þykir aukin
veiði benda sterklega til þess að
stofninn fari sístækkandi.
Öðru gegnir um tófur, en þar
er vitað að stofnstærð að vori er
nálægt fjögur þúsund dýrum.
Náttúrustofnun Vesturlands
hefur síðustu ár stundað rann-
sóknir á minkum. „Við erum að
reyna að koma stofnstærðinni á
hreint. Vonandi gefur það okkur
einhverja betri hugmynd,“ segir
Menja von Schmalensee sviðs-
stjóri. „Við vitum að minkar
deyja af mörgum öðrum or-
sökum en veiði og stofninn gæti
því verið stór.“
Síðustu árin hefur stofnunin
unnið að því að handsama minka
á Snæfellsnesi, merkja þá og
sleppa þeim síðan aftur. Minka-
veiðimenn skila síðan öllum
veiddum minkum, merktum sem
ómerktum, til stofnunarinnar til
frekari rannsókna.
Menja vill koma því á fram-
færi að rannsóknir Náttúru-
stofnunarinnar bitni alls ekki á
veiðum á mink. „Við erum ekki
að taka peninga frá veiði-
mönnum.“ Hún segir fé stofnun-
arinnar vera algerlega aðskilið
því fé sem fer til veiða á mink-
um, nema auðvitað að því leyti
að um ríkisfé sé að ræða. Það
komi bæði sjálfstætt af fjárlög-
um og einnig úr vísindasjóðum
sem styrki rannsóknir. „Aðal-
markmið okkar með rannsókn-
unum er að fá niðurstöður sem
nýtast við stjórnun veiða. Það
hljóta allir að vilja að
peningarnir sem fara í veiðar
séu nýttir á sem skilvirkastan
hátt.“
Eftir nokkrar vikur er búist
við því að stofnstærðin á Nesinu
liggi fyrir og að á grundvelli
hennar verði í kjölfarið unnt að
reikna út stofnstærð minks um
allt land. -grs
MINKUR Í BÚRI Enn er nokkuð um að minkar sleppi úr búum og bætist við stofn villtra
minka.