Fréttablaðið - 23.07.2005, Page 12
Þ að er ekki við Alfreð Þorsteinsson borgarfulltrúa að sakastað Framsóknarflokkurinn er í vanda í Reykjavík. Þess síð-ur er við Önnu Kristinsdóttur, hinn borgarfulltrúa flokks-
ins, að sakast hvernig komið er, fylgið er nánast ekkert og fátt
bendir til að það lagist áður en kosið verður til sveitarstjórna og
enn ólíklegra er að nokkuð jákvætt gerist hjá Framsókn áður en
sætaskipti verða ákveðin innan R-listans, verði að framboði hans
á annað borð.
Miklar væntingar framsóknarmanna um betri tíð með for-
manninn sem forsætisráðherra hafa ekki ræst. Þær hafa orðið að
hinu öndverða. Flokkurinn er í vanda staddur og ef fer sem horf-
ir mun flokkurinn gjalda þess næsta vor, þegar kosið verður í
sveitarstjórnarkosningum. Vandinn er ekki bara í Reykjavík,
hann er um allt land. Hann er hins vegar sýnilegastur í Reykja-
vík. Í nýju kjördæmi forsætisráðherra mælist fylgið minna en
dugar til að fá einn borgarfulltrúa.
Á meðan borgarfulltrúar hinna tveggja R-listaflokkanna
sperra stélin fara framsóknarmenn með veggjum. Þeir segjast
meira að segja vera tilbúnir til að gefa eftir stjórnarformennsku
í Orkuveitunni verði það til að tryggja áframhaldandi líf R-list-
ans, en framboðið er líftaug Framsóknar til að eiga fulltrúa í
borgarstjórn. Í sérframboði er hætt við að flokkurinn fái engan
kjörinn. Þessi er staða Framsóknarflokksins þegar vonir allra
flokksmanna stóðu til þess að sókn með forsætisráðherra í stafni
yrði flokknum til ómælds framdráttar.
Kjarkinn vantar ekki í aðra. Árni Þór Sigurðsson, leiðtogi
Vinstri grænna í Reykjavík, sem er nýkominn heim eftir að hafa
dvalist á borgarinnar kostnað í Brussel í langan tíma, segir at-
hugasemdir Össurar Skarphéðinssonar, alþingismanns og fyrrum
formanns Samfylkingarinnar, heimskulegar. Össur benti á að
Samfylkingin þurfi ekki Vinstri græna eða Framsókn til að bjóða
fram R-listann. Óháðir dugi. Þetta hljómar heimskulegt í eyrum
Árna, en ekki í allra eyrum. Stefán Jón Hafstein er heldur ekki
hrifinn af Össuri. Hann kvartar og segir erfitt að þagga niður í
honum, en með aðkomu sinni að framboðsmálum í Reykjavík hef-
ur Össur heldur betur hrist upp í vonum og væntingum frambjóð-
endanna, það er þeirra sem eiga eitthvað undir sér. Framsókn sit-
ur hjá og bíður þess sem verða vill.
Skyndikannanir eru gerðar hér og þar og Össur, sem segist
ekki hafa hugleitt að sækjast eftir embætti borgarstjóra, fær
meira fylgi þar en þeir sem sannanlega ganga með borgarstjór-
ann í maganum. Það er ekki síst af þeim sökum sem aðkoma Öss-
urar er sögð óþægileg og að erfitt sé að þagga niður í honum.
Þetta segja þeir sem halda að framhald R-listans snúist um fram-
bjóðendurna og það hver verði hvar.
Hitt má ekki gleymast að fæst bendir til að vandi Framsóknar
leysist með aðild að R-listanum. Þar er mikill ágreiningur og oft
takmarkaður áhugi á áframhaldi. Þess vegna eru spennandi tím-
ar framundan; verði R-listinn til áfram er það ekki vegna órofa
stuðnings baklandanna í flokkunum. Vinstri grænir og Samfylk-
ing þurfa að gefa mikið eftir til að endurnýja samstarfið en Fram-
sókn gott betur, hún er tilbúin að gefa allt til að fá að vera með. ■
23. júlí 2005 LAUGARDAGUR
SJÓNARMIÐ
SIGURJÓN MAGNÚS EGILSSON
Framsóknarflokkurinn er í vanda þegar innan
við ár er til sveitarstjórnakosninga.
Frá væntingum
til vonleysis
FRÁ DEGI TIL DAGS
Vandast málið
Tvær grímur eru runnar á þá sem voru
orðnir sannfærðir um að Páll Magnús-
son hefði bak við tjöldin tryggt sér
embætti útvarpsstjóra ríkisins áður en
hann sagði upp sem sjónvarpsstjóri
Stöðvar tvö. Á lista yfir umsækjendur,
sem birtur var síðdegis á
fimmtudag, er nefnilega
nafn sómakonunnar El-
ínar Hirst, fréttastjóra
Sjónvarpsins. Hana
prýða ekki færri kostir
en Pál, hún þykir
fagmaður fram í
fingurgóma, en
svo hefur hún
það sér til ágætis
að vera kona á
tímum þegar mikil eftirspurn er eftir
kvenkyninu til forystustarfa í þjóðfélag-
inu. Enginn gæti af neinni sanngirni
gagnrýnt Þorgerði Katrínu ef hún veldi
hana.
Vel tengd
Ekki þykir svo spilla fyrir Elínu Hirst
gagnvart veitingarvaldinu að hún mun
vera í ágætu talsambandi við þá menn
í Sjálfstæðisflokknum sem eru krónískt
önugir út í Ríkisútvarpið, og draga víg-
línuna í þjóðfélaginu gjarnan við þann
ágæta en svolitið rauðleita útvarpsþátt,
Spegilinn. Þessir sömu menn munu
ekki vera með öllu áhrifalausir þegar
spurt er hvað sé þóknanlegt Flokknum.
Svo eru hagkvæmnisrök Elínu í hag:
Maður hennar, Friðrik Friðriksson, sem
lengi var forstöðumaður breiðbands-
þjónustu Símans, mun nú kominn til
starfa hjá hinni ríkissjónvarpsstöðinni,
Skjá einum. Samstarfs- og sameining-
arviðræður gætu þá farið fram heima í
eldhúsi þeirra hjóna.
Ekki afskrifa
Ekki er þó ástæða til að afskrifa Pál
Magnússon með öllu. Allra síst eftir að
fréttist að hann hefði á dögunum verið
að veiðum í Svartá með sjálfum utan-
ríkisráðherranum, fráfarandi formanni
Sjálfstæðisflokksins, Davíð Oddssyni.
Sameiginlegur góðvinur þeirra er Kári
Stefánsson sem ætla verður að leggi
sínum gamla blaðafulltrúa inn gott orð
auk vísindalegra sannana fyrir góðum
genum.
gm@frettabladid.is
ÚTGÁFUFÉLAG: 365 – prentmiðlar RITSTJÓRI: Kári Jónasson FRÉTTARITSTJÓRI: Sigurjón M. Egilsson AÐSTOÐARRITSTJÓRI: Jón Kaldal FULLTRÚI RITSTJÓRA: Guðmundur Magnússon
RITSTJÓRNARFULLTRÚI: Steinunn Stefánsdóttir AUGLÝSINGASTJÓRI: Þórmundur Bergsson RITSTJÓRN OG AUGLÝSINGAR: Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík AÐALSÍMI: 550 5000 SÍMBRÉF Á
FRÉTTADEILD: 550 5006 NETFÖNG: ritstjorn@frettabladid.is og auglysingar@frettabladid.is VEFFANG: visir.is UMBROT: 365 – prentmiðlar PRENTVINNSLA: Ísafoldarprentsmiðja ehf.
DREIFING: Pósthúsið ehf. dreifing@posthusid.is Fréttablaðinu er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu, Suðurnesjum og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum
verslunum á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. ISSN 1670-3871
Eins mikið og ég vil trúa því að
opinber umræða muni geta af sér
opið, fjölbreytt og lýðræðislegt
samfélag þá verð ég að viður-
kenna að oft er erfitt að halda
trúnni. Hvað hefur til dæmis ver-
ið mikið rætt um fjölmiðla á Ís-
landi undanfarin tvö ár eða svo?
Og hver er mælieiningin? Þúsund
tonn? Milljón metrar? Billjón bull
eða trilljón tuð? Þrátt fyrir allan
þennan pappír, allan þennan út-
sendingartíma, allt þetta tal og
allt þetta erfiði – öll þessi mannár
í tjáningu og mannaldir í lestur og
hlustun – þá sé ég ekki að umræð-
an hafi þokast neitt áfram. Við
erum á eilífum byrjunarreit. Og
snúum auk þess vitlaust.
En þetta er svo sem ekki skrít-
ið. Fjölmiðlar á Íslandi eru sér-
deilis skakkir, saga þeirra sérstök
og allt umhverfi þeirra undarlegt.
Það er leiðinlegt að vera sífellt að
minna fólk á hversu vanþróað
samfélag okkar er; en það er engu
að síður nauðsynlegt. Það eru inn-
an við 19 ár síðan einkaaðilar
fengu að opna útvarpsstöð eða
reka sjónvarp. Þótt það séu bráð-
um 30 ár síðan dagblað án tengsla
við stjórnmálaflokka hóf göngu
sína eru aðeins rúm fjögur ár síð-
an annað slíkt blað leit dagsins
ljós. Við þurfum að minna okkur á
þetta í hvert sinn sem við metum
íslenska fjölmiðla. Við verðum að
vara okkur á sögunni. Ef við mið-
um aðeins við það sem við erum
vön – eða það sem við ólumst upp
við – erum við í raun að kalla eft-
ir fjölmiðlum sem valdatæki eða
framlengingu annars valds, en
ekki sem veitendum sjálfsagðrar
þjónustu. Og fjölmiðlar eru lítið
annað en einmitt þetta; veitendur
þeirrar þjónustu að safna saman
og afhenda okkur helstu fréttir
dagsins og dágóðan skammt af
skemmtan og fróðleik. Ef við
hefðum ekki fjölmiðlana þyrfum
við sjálf að leggjast í símann að
afla frétta. Svipað og ef enginn
væri kaupmaðurinn og enginn
bóndinn og við þyrftum að elta
uppi kýr að mjólka. Samskipti
okkar við fjölmiðlana eru á engan
hátt ólík viðskiptum okkar við
kaupmanninn og bóndann; ef
mjólkin er súr leitum við annað.
Þegar horft er til eldri miðla
verður þessi þjónustuhugmynd
næstum byltingarkennd. Er Ríkis-
útvarpið ekki líkara kirkju en
kaupmanninum á horninu? Og er
Mogginn ekki frekar kaupfélags-
stjóri en bóndi? Auðvitað líða
þessir gömlu miðlar fyrir að hafa
verið stórveldi á hinum eldri tím-
um þegar fjölmiðlum var stýrt af
stjórnmálaflokkum og voru hluti
af valdabatteríi þeirra. En þótt
ýmsum virðist hægt ganga munu
bæði Moggi og RÚV ná áttum og
koma sterkari út úr tímabærri og
hollri sjálfsmyndarkreppu.
En þótt sjá megi batamerki á
miðlunum er umræðan alltaf jafn
vitlaus. Í gusu vikunnar af fjöl-
miðlatali mátti greina nokkur við-
tekin rangindi undanfarinna miss-
era. Einna mest áberandi var heit
sannfæring fyrir því að fjölmiðla-
rekstur væri varasamur bisness –
nánast garanteraður taprekstur.
Þetta er dálítið skrítin skoðun. Ég
man að þegar við á Fréttablaðinu
vorum að hefja samkeppni við
Moggann var talað um Árvakur af
heldur meiri virðingu en ríkis-
sjóð. Ef einhver þessara erlendu
lánshæfnisfyrirtækja hefðu vitað
að Árvakur væri til er ég viss um
að þau hefðu skellt á Moggann
þreföldu A-i og bætt við öllum
þeim plúsum sem þau eiga. Eins
er það í útlöndum; þar eru æði
mörg stöndug fjölmiðlafyrirtæki
sem óþarfi er að vorkenna.
Auðvitað er það svo að mörg-
um fjölmiðlafyrirtækjum gengur
illa á Íslandi. Ríkisútvarpið nær
til dæmis aldrei endum saman
þrátt fyrir veglega meðgjöf frá
almenningi og nokkur einkafyrir-
tæki eru í bölvuðu basli. En það
sama má segja um verktaka-
bransann, kaupmennina og út-
gerðina. En við höfum fyrir
löngu lært að afskrifa ekki verk-
töku, verslun og útgerð þótt sum-
ir í þessum greinum standi í
stappi. Samkvæmt áætlunum
sem 365 hafa lagt fram í Kaup-
höllinni ætlar það fyrirtæki að
skila afgangi af rekstri sem nem-
ur 2 til 2,5 milljónum króna á dag
á þessu ári. Samkvæmt uppgjöri
fyrstu þrjá mánuði þessa árs var
afgangurinn í efri mörkum þessa
markmiðs. Fyrirtækið mun opin-
bera uppgjör næstu þriggja mán-
aða í byrjun ágúst og síðan koll af
kolli á þriggja mánaða fresti á
meðan fyrirtækið er skráð í
Kauphöllinni. Það skiptir því litlu
hvernig menn helst vildu hafa
hlutina eða hverju þeir vilja trúa;
það er mjög auðvelt að afla sér
upplýsinga um hvort – og þá
hvernig – hægt er að reka fjöl-
miðla sem eðlilegan og arðbæran
bisness.
En ef til vill hentar þessi staða
ekki öllum – ekki þeim sem vilja
hafa fjölmiðlana veika og vesæla;
þurfalinga á ríkissjóði og háða
vernd og velvilja stjórnmála-
flokkanna. Einu sinni var útgerðin
í þessari stöðu, verslunin og verk-
takarnir, og stjórnmálahöfðingj-
arnir höfðu öll ráð í hendi sér,
gátu gefið einum líf og drepið
annan. Við sem munum átökin við
að losa aðrar atvinnugreinar und-
an pilsfaldi ríkisvaldsins látum
hitann í umræðunni um fjölmiðl-
ana ekki koma okkur á óvart. Það
sem er hins vegar skrítnara er að
sumir fjölmiðlamenn virðast
sakna hins gamla tíma og þrástag-
ast á vesöld fjölmiðla og volæði
eins og það sé órjúfanlegur hluti
sjálfsmyndar þeirra að eiga allt
sitt undir hlýlegu augnatilliti
ráðamanns og traustvekjandi
klappi á öxlina. ■
Hin ljúfsára vesöld
LESTU GREININA Á VISIR.IS
OG SEGÐU SKOÐUN ÞÍNA
GUNNAR SMÁRI
EGILSSON
Í DAG
SKRIFAR UM SKRÍTNAR
HUGMYNDIR FJÖLMIÐLA-
MANNA UM FJÖLMIÐLA