Fréttablaðið - 23.07.2005, Síða 13
Vi› bi›jum flví farflega okkar a›
s‡na vagnstjórum flolinmæ›i og
skilning, og leita frekar til uppl‡s-
ingafljónustunnar en vagn-
stjóranna eftir svörum. fieir hafa
nóg me› a› aka vagninum, halda
áætlun og setja sig inn í akstur
eftir n‡ja lei›akerfinu.
S‡num strætó flolinmæ›i
Í dag hefjum við hjá Strætó akstur
eftir nýju leiðakerfi. Kerfið er
talsvert frábrugðið gamla leiða-
kerfinu og breytingarnar umtals-
verðar. Þegar breytingar eru
gerðar á leiðakerfi strætisvagna
hefur það áhrif á notendur þjón-
ustunnar. Þeir þurfa að endur-
skipuleggja ferðir sínar, læra á
nýtt leiðakerfi og laga sig þannig
að breyttum aðstæðum. Við hjá
Strætó erum þess fullviss að hjá
meginþorra fólks batni þjónustan,
ferðatími styttist og skiptingum
fækkar. Það sýnist reyndar sitt
hverjum um ágæti nýja leiðakerf-
isins. Margir hafa haft samband
við upplýsingaþjónustu Strætó
vegna nýja leiðakerfisins og
fengið útskýringar og aðstoð við
að átta sig á breyttum leiðum. Oft-
ast kemur á daginn að áhyggjur
þess efnis að nýja leiðakerfið væri
afturför frá því gamla eru á mis-
skilningi byggðar. Við hvetjum
alla til að kynna sér leiðakerfið,
nýta sér þjónustuna í gjaldfrjálsa
upplýsingasímanum 800 1199 og
strætóvefinn straeto.is
Mikið mæðir á vagnstjórum
hjá Strætó næstu daga og vikur.
Þeir, eins og aðrir, þurfa tíma og
tækifæri til að læra vel á nýja
leiðakerfið, aðlaga sig breyttum
akstursleiðum og tímatöflum.
Þrátt fyrir að staðið hafi verið vel
að öllum undirbúningi meðal
annars með æfingaakstri eftir
nýju leiðunum, má alltaf búast við
að einhverjir hnökrar komi í ljós.
Við biðjum því farþega okkar að
sýna vagnstjórum þolinmæði og
skilning, og leita frekar til upplýs-
ingaþjónustunnar en vagnstjór-
anna eftir svörum. Þeir hafa nóg
með að aka vagninum, halda
áætlun og setja sig inn í akstur eft-
ir nýja leiðakerfinu. Þá biðjum við
einnig ökumenn á höfuðborgar-
svæðinu að sýna strætó tillitssemi
og þolinmæði. Við hvetjum öku-
menn til að leggja sitt af mörkum
svo vagnarnir komist greiðlega
leiðar sinnar, gefa þeim tækifæri
til að komast út í umferðina frá
biðstöðvum og að öðru leyti að
liðka fyrir vögnunum í umferðinni
eins og frekast er kostur.
Höfundur er framkvæmdastjóri
Strætó bs.
13LAUGARDAGUR 23. júlí 2005
ÁSGEIR EIRÍKSSON
UMRÆÐAN
NÝTT LEIÐAKERFI
STRÆTÓ
AF NETINU
ÍS
LE
N
SK
A
A
U
G
LÝ
SI
N
G
A
ST
O
FA
N
/S
IA
.I
S
U
TI
2
90
42
07
/2
00
5
SMÁRALIND SÍMI 545 1550 GLÆSIBÆ SÍMI 545 1500 KRINGLUNNI SÍMI 545 1580
útsala
viðbótar-
afsláttur
20prósent
íþróttaskór sundföt sportfatnaður barnafatnaður
Reiknast við kassa,
til viðbótar áður auglýstum 30-70% afslætti
um helgina
Ungfrú Skyr.is
Í fréttum Ríkisútvarpsins „...” var greint frá
því að ung íslensk kona hefði verið hand-
tekin á flugvelli í Tel Aviv. „...” Það sem ekki
kemur fram í frétt RÚV er að að Arna Ösp
Magnúsardóttir, er sama manneskjan og
gárungarnir þekkja undir nafnin Ungfrú
skyr.is eftir að hún ásamt öðrum réðist á
gesti á ráðstefnu um álframleiðslu á Nor-
dica hótel fyrr í sumar. Nú er margt skyn-
samt sem óskynsamt fólk ósammála um
rætur vandans fyrir botni Miðausturlanda
og lausn hans. Vefþjóðviljinn hefur þó ekki
heyrt um neinn enn þá sem telur skort á
fólki sem aflar skoðunum sínum fylgis
með ofbeldi þar um slóðir. Það vekur líka
athygli hversu greiðan aðgang þeir sem
berjast gegn Ísraelstjórn hafa að Ríkisút-
varpinu. Skyldi það vera mat fréttamanns
að um mannúðarsamtök sé að ræða?
Vekur það virkilega ekki upp spurningar ef
að sú sem skilgreinir samtök sem mann-
úðarsamtök, bíði dóms á Íslandi fyrir að
beita ofbeldi? Þar sem minnst er á Ungfrú
skyr.is má geta að á sama tíma og fyrr-
greindir atburðir urðu í Ísrael var Herra
skyr.is, Ólafur Páll Sigurðsson, önnum
kafinn á Kárahnjúkum þar sem mótmæl-
endur ollu tjóni með því að hindra lögleg
störf manna með því meðal annars að
hlekkja sig við vinnuvélar.
Vefþjóðviljinn á andriki.is
Sprengt í London og Bagdad
Nokkrum dögum eftir að íslamistarnir
sprengdu í Lundúnum drápu aðrir ísla-
mistar helmingi fleira fólk í Bagdad. Frá því
var auðvitað líka sagt í öllum fréttum. En
hvort sem blaðamönnum er ljúft eða leitt
að viðurkenna það (því að þeir þykjast
margir vera svo hlutlægir og alþjóðasinnað-
ir) er fréttaflutningurinn gjörólíkur, vegna
þess að „fréttamatið“ er þannig að endur-
tekin morð hætta að vera frétt ef þau eru
langt í burtu – og þrátt fyrir allar utanlands-
ferðirnar eru blaðamenn og fréttamenn
þjóðhverfir og Vesturlandahverfir og geta
ekki annað. Allra síst ef þeir vilja ekki einu
sinni horfast í augu við það. Það þarf eng-
um að koma á óvart að sprengingar í ná-
grannalöndum valdi hér írafári og leggi
undir sig fjölmiðla. Hér á Múrnum reyna
menn hins vegar eins og venjulega að
segja ekki sömu sögu og allir hinir heldur
bæta dráttum í heimsmynd lesenda sinna
með því að benda á það sem aðrir fjölmiðl-
ar eru ekki fullir af „...” Hér á Múrnum hefur
það viðhorf verið ráðandi að þetta fólk eigi
heimtingu á okkar samúð líka.
Ármann Jakobsson á murinn.is
Öryggi flutt út
Útrás er uppáhaldsorð íslendinga um þess-
ar mundir. Það er útrás í viðskiptalífinu, það
er útrás í listalífinu, það eru allir sem vett-
lingi geta valdið í útrás. Útrásin er svo mikil
að menn hljóta að fara að hafa áhyggjur af
því að það verði einhver eftir. Einn þeirra
sem ætlar sko ekki að sitja eftir er utanríkis-
ráðherrann okkar, herra Davíð Oddsson.
Davíð horfði í fyrstu með öfundaraugum á
Jón og Björgólf og Bakkabræður og Iceland-
express og KB banka og alla hina. En svo
áttaði hann sig á því að ef hann ætti ekki að
gleymast þá yrði hann að taka þátt í leikn-
um. Og það eina sem Davíð gat flutt út var
öryggi. Hann hugsaði líklega með sér að þar
sem Íslandi dygðu 4 óvopnaðar flugvélar til
þess að verja landið þá hlytum við að hafa
fullt af ónýttu öryggi til þess að flytja út. Ís-
land skyldi reyna að komast að í Öryggisráði
Sameinuðu þjóðanna. Röksemdafærslan er
líklega sú að fyrst við gátum farið í stríð án
þess að hafa her þá getum við farið í Örygg-
isráðið án þess að geta boðið upp á neitt
öryggi, nema þá náttúrulega til útflutnings.
Þorleifur Örn Arnarson á politik.is