Fréttablaðið - 23.07.2005, Síða 22
22 23. júlí 2005 LAUGARDAGUR
Málaferlunum er nýlokið en þau
hófust vegna greinar sem birt var í
Vanity Fair árið 2002. Í bakgrunni
voru morð Manson-fjölskyldunnar
þar sem hin ólétta eiginkona Pol-
anskis, leikkonan Sharon Tate, var
meðal fórnarlamba. Polanski er í
greininni sakaður um að hafa gripið
um mitti leikkonu á leið sinni til
jarðarfararinnar og sagt: „Ég geri
þig að næstu Sharon Tate“. Þessi
ummæli hafa nú verið dæmd dauð
og ómerk. Enn og aftur hefur sjón-
um verið beint að þeirri staðreynd
að Polanski er flóttamaður undan
réttvísinni þó svo að téðir tveir dag-
ar í Kaliforníu árið 1969 gleymist
raunar aldrei.
Látum Helter Skelter hefjast
Sumarnótt, 9. ágúst 1969, í Kaliforn-
íu. Sharon Tate hafði boðið fjórum
vinum sínum í heimsókn til sín enda
var Polanski staddur í Evrópu við
upptökur á nýrri mynd. Hún var
komin átta og hálfan mánuð á leið
og vildi ekki vera ein. Þau sátu öll
saman að tedrykkju þegar meðlimir
Manson-fjölskyldunnar ruddust inn
á heimilið. Afleiðingarnar voru
slátrun sem kostaði sjö manns lífið.
Hún var ógeðfelld aðkoman þeg-
ar húshjálp Polanski-hjónanna kom
að. Það var búið að drepa alla, þar á
meðal hina ófrísku Tate, og blóð-
slettur var að finna úti um allt.
Nærri heimili Polanski-hjónanna
fundust hjónin Leno og Rosemary
LaBianca myrt. Á bæði heimilunum
var búið að rita með blóði „Helter
Skelter“ og „Death to the Pigs“ á
veggi.
Það var Charles Manson, trúar-
leiðtogi hóps sem kallaði sig Man-
son-fjölskylduna, sem fyrirskipaði
þessi morð. Fylgismenn Mansons
trúðu því að hann væri Jesú Kristur
endurborinn. Hann væri fimmti
engillinn, hinir fjórir væru Bítlarn-
ir. Hann predikaði kynþáttastríð
milli svartra og hvítra sem hann
kallaði Helter Skelter, eftir lagi
Liverpool-drengjanna. Þetta kyn-
þáttastríð átti að hefjast í kringum
sjöunda áratuginn en þegar sá spá-
dómur rættist ekki fyrirskipaði
Manson morðin. Hann taldi svarta
kynstofninn óhæfan til að hefja
nokkuð án þess að sá hvíti hefði
kennt honum það. Morðin áttu að
leiða til Armageddon, heimsendis,
þar sem eingöngu meðlimir í Man-
son-fjölskyldunni lifðu af auk
svartra þræla sem þeir gætu notað.
Susan játar allt
Í fyrstu var lögreglan í Los Angeles
ráðþrota og hafði ekki hugmynd um
hverjir gætu staðið að slíkum ódæð-
isverkum. Málið skýrðist ekki fyrr
en Susan Atkins, sem hafði verið
handtekin grunuð um morð, sagði
samfanga sínum frá þessum slátr-
unum. Hún sagði enn fremur frá
áætlunum um að drepa Elizabeth
Taylor með því að brenna Helter
Skelter yfir allt andlit hennar. Það
hefði verið á stefnuskránni að vana
Richard Burton og senda lim hans í
pósti ásamt augum Taylor til Eddie
Fisher. Þá átti að flá Frank Sinatra
lifandi á meðan hann hlustaði á
sjálfan sig.
Með þessum vitnisburði komst
lögreglan á spor Manson-fjölskyld-
unnar og náði að klófesta trúarleið-
togann. Réttarhöldin yfir honum
breyttust í sirkus þar sem enginn úr
Manson-fjölskyldunni vildi viður-
kenna að Charles Manson væri höf-
uðpaurinn. Þegar minnst var á nafn
hans lét Charles í sér heyra með
margvíslegum hætti og allt ætlaði
um koll að keyra þegar Manson-
meðlimirnir fóru með kvæði á lat-
ínu í hvert skipti sem nafn hans var
nefnt. Manson sjálfur mætti í rétta-
höldin með rautt X á enninu.
Eftir 22 vikur krafðist dómarinn
þess að lokavörnin yrði flutt. Verj-
andi Manson-fjölskyldunar, Ronald
Hughes, stóð þá upp og sagði: „Hr.
dómari. Ég legg mál mitt í dóm“.
Þetta reyndust hans síðustu orð, því
nokkrum dögum síðar fannst hann
myrtur. Hughes varð þó síðasta
fórnarlamb sértrúarhópsins því það
tók kviðdómendur níu daga að
dæma Manson og fylgismenn hans
seka.
Charles Manson fékk þyngstu
refsinguna. Hann varð þar af leið-
andi fyrsti fjöldamorðinginn sem
dæmdur var í fangelsi án þess að
hafa nokkru sinni drepið mann.
Manson er í dag einn vinsælasti
fangi Bandaríkjanna og hafa lög
hans, textar og margt annað tengt
honum ratað á heimasíður.
Polanski handtekinn
Næstu ár reyndust Polanski mjög
erfið þar sem hann hafði ekki ein-
ungis misst konu sína heldur einnig
ófætt barn. Meðferðin á líkunum
var hræðileg og lík Tate mjög illa
farið.
Polanski eyddi næstu árum sín-
um í sorg og sagði meðal annars í
réttarhöldunum á dögunum að hann
hefði notað kynlíf til þess að sefa
sársaukann. Árið 1974 virtist Pol-
anski hafa náð sér og leikstýrði
Jack Nicholson, Fay Dunaway og
hinum aldna John Huston í
Chinatown. Hún sló umsvifalaust í
gegn og Polanski komst aftur í
sviðsljósið. Hann og Nicholson lifðu
hinu góða lífi sem fylgir velgengni í
borg kvikmyndanna.
Árið 1977 var það þó Polanski
sjálfur sem komst í kast við lögin
þegar hann var kærður fyrir að
hafa gefið þrettán ára gamalli
stúlku áfengi og eiturlyf og í kjöl-
farið haft mök við hana. Þetta atvik
átti sér stað inni á baðherbergi
Nicholsons.
Polanski flúði land og settist að í
París, þar sem hann hefur búið síð-
an. Hann má ekki stíga niður fæti í
þeim löndum sem hafa gert fram-
salssamning við Bandaríkin. ■
Dagarnir sem Hollywood mun aldrei gleyma
Roman Polanski er flóttama›ur undan réttvísinni, á flví leikur enginn vafi. Freyr Gígja Gunnarsson rifja›i upp tvö mál sem enn á n‡
voru dregin fram í dagsljósi› vegna mei›yr›amáls sem Polanski vann á dögunum.
SHARON TATE Þessi mynd var tekin af Sharon Tate aðeins nokkrum dögum áður en
Manson-fjölskyldan réðst að henni og vinum hennar og myrti á grimmilegan hátt.
CHARLES MANSON Hann taldi meðlimum sértrúarhóps síns trú um að hann væri
fimmti engillinn. Hinir fjórir væru Bítlarnir.
ROMAN POLANSKI Leikstjórinn pólski var fundinn sekur um að hafa gefið þrettán ára gam-
alli stúlku eiturlyf og áfengi og haft síðan mök við hana. Hann flúði land og býr nú í París.
MEL GIBSON
Kappinn er að byrja á nýrri mynd sem
mun fylgja eftir hinni gríðarvinsælu The
Passion of Christ.
Gibson leikst‡r-
ir Apocalypto
Leikarinn Mel Gibson ætlar næst
að leikstýra kvikmyndinni
Apocalypto. Eins og oft áður er
Gibson fastur í gamla tímanum í
þessari mynd, sem gerist fyrir
3000 árum.
Talið er að myndin sé byggð á
sögu gyðinga um hóp sem gerði
uppreisn gegn spilltum konungi.
Hátið gyðinga, Hanukah, er
einmitt byggð á þessari sögu. Gib-
son mun ekki fara með aðalhlut-
verk í myndinni en það gerði hann
ekki heldur í síðustu mynd sinni,
The Passion of Christ. ■