Fréttablaðið - 23.07.2005, Qupperneq 24
24 23. júlí 2005 LAUGARDAGUR
Ég rak augun í tölvugerðaljósmynd í Fréttablaðinuum daginn, sem á að sýna
framtíðarútlit við strönd Slipps-
ins í Reykjavík. Ég fór að velta
þessari mynd fyrir mér og prófaði
að lyfta húsunum þremur upp
hvert á annað og byggja á hæðina
til að skapa pláss við sjóinn. Hér
fylgja tvær snöggsoðnar útfærsl-
ur (þar sem notast er við skipu-
lagsmyndina). Ég vona að þessar
útfærslur verði til þess að menn
fari að velta því fyrir sér hvort
ekki megi gera eitthvað miklu
betra og skemmtilegra við svæðið
en nú er áætlað.
Með því að byggja á hæðina
væri jafnframt hægt að leyfa litlu
skrítnu húsunum eins og ham-
borgarabúllunni hans Tomma að
standa. Þannig mætti tvinna sam-
an það sem er sérstakt á staðnum
og skapa um leið íbúðabyggð þar
sem margir gætu búið, ný íbúða-
hús sem féllu að hverfinu og yrðu
byggð á hæðina en eyddu ekki öllu
plássi á jörðu niðri.
Og alskemmtilegast væri ef
ein af dráttarbrautunum yrði gerð
þannig úr garði að þar yrði dregið
upp skip. Það myndi gera heim-
sókn á þetta svæði enn forvitni-
legri fyrir ungviðið.
Að byggja ofan í jörðina
Japanskur vinur minn spurði einu
sinni: Hvers vegna er Reykjavík
öll byggð á hlið?
Ég hváði, og skildi ekki strax
hvað hann átti við.
Jú, svaraði hann: Það eru öll
hús svo breið og löng og flöt og
lág að þau eru eins og múrveggir
sem eru beinlínis reistir til að
girða fyrir allt útsýni frá götun-
um. Þegar maður fer um borgina
sér maður nær aldrei í gegnum
húsastöppuna niður að sjó, og öll
eru þessi hús upp á fáeinar hæðir.
Borgin er eins og lokaðar
vinnubúðir reistar til bráðabirgða
sem á að flytja fljótlega burt! Og
það skrítnasta af öllu: Þar sem ný-
byggingar virðast eiga að rísa í
Reykjavík eru teknir svo djúpir
grunnar að stór hluti húsa er horf-
inn neðan jarðar. Það er beinlínis
verið að byggja ofan í jörðina. Til
hvers og hvað kostar svona jarð-
vinna?
Er þetta ekki einfaldlega það
sem er að gerast enn eina ferðina
á Mýrargötu og slippsvæðinu?
Það er einfalt að fara á netið og
skoða í heild rammaskipulag Mýr-
argötu og slippsvæðisins (http://-
www.myrarg.is/). Og hvað blasir
við? Á þessu svæði á að byggja
lágreistar húsalengjur upp á fá-
einar hæðir. Þessar húsalengjur
mynda órofna múrveggi, hvern
ofan í öðrum og minna helst á
verkamannabústaðina gömlu við
Hringbraut. Þá gernýta þeir svo
allt land á jörðu niðri að varla
verður þar auður blettur, auk þess
að girða af nær alla sýn til hafs.
Er þetta það sem fólk vill? Ég
sá að ungur ofurhugi var að rétt-
læta þessa hugmynd í Fréttablað-
inu og sagði: „Slippurinn verður
menningarsvæði.“
Ég spyr: menningar hvað?
Hvernig verður eitt hverfi menn-
ingarsvæði?
Er þetta menningarsvæði?
Hvað býr á bak við þessa orðnotk-
un? Á að jaska orðinu menning á
þetta til að afsaka flatneskjuna.
Ég á bágt með að trúa því, að
„menningunni“ sé gerður greiði
með þessu.
Húsalengju upp á endann
En hvað er þá til ráða, ef tilgang-
urinn er að skapa góða íbúða-
byggð á svæðinu? Hvernig má
halda áætluðum íbúafjölda og
jafnvel auka hann?
Ein leið er að reisa húslengj-
urnar upp á endann. Eða að lyfta
húsunum upp á hvert annað eins
og ég hef gert á myndunum. Og
ekki bara þeim húsum, heldur
nær öllu hverfinu. Gera eins og
krakkar í kubbaleik, setja einn
kubb ofan á annan. Hvað myndi
þá gerast? Plássið á jörðu niðri
myndi aukast um helming. Og enn
meir ef við bættum fleiri kubbum
ofan á hina tvo.
Eins og bent er á í texta með
myndunum skyggðu hærri hús
ekki á útsýni fyrir nokkrum
manni því eftir að komið er upp
yfir fjórar hæðir er komið upp
yfir öll önnur mannvirki sem eru
nú þegar á svæðinu fyrir aftan
fyrirhugað byggingarsvæði, og
ekkert til sem hægt er að skyggja
á. Annað er að útsýnið úr húsun-
um sjálfum yrði dýrlegt, út yfir
sundin og höfnina, en ekki bara
kaldur múrveggurinn beint á
móti.
Hefur þjóðin ekki uppgötvað
lyftuna?
Hvað er það sem veldur því að
fyrirbæri eins og skipulag Mýrar-
götu og slippsvæðisins kemur
fram? Ég hef heyrt þá kenningu
að svo stutt sé síðan þjóðin bjó í
torfhúsum upp á eina eða tvær
hæðir að hún hafi ekki enn náð að
tileinka sér þá uppfinningu sem
lyftan er. Hvort þessi kenning er
tómt grín, er ekki gott að segja, en
óneitanlega væri hægt að heim-
færa hana upp á þetta skipulag,
þar sem flatneskjan ræður ríkj-
um.
Hægt væri að gerbreyta svæð-
inu með því að byggja það á hæð-
ina í stað þess að læsa það inni í
múrveggjum. Gera það opið og
gera hluta af slippnum að sjálfu
umhverfinu eins og Danir hafa
gert í Köben með sín gömlu hafn-
armannvirki.
Glæsileg hús á hæðina á þess-
um stað í borginni, myndu lyfta
upp flatneskjunni og kompónera
yndislega á móti Hallgrímskirkju
og Sjómannaskólanum. Borgin
myndi rísa upp við dogg og
vakna.
Hvar er að finna þá sýn sem
frelsar okkur frá flatneskjunni?
Hrafn Gunnlaugsson er kvik-
myndaleikstjóri og áhugamaður
um skipulag Reykjavíkur. Meðal
mynda hans er Reykjavík í nýju
ljósi þar sem hann setti fram ýms-
ar hugmyndir um framtíðarskipu-
lag höfuðborgarsvæðisins.
Skipulagsrá› Reykjavíkur kynnti á dögunum hugmyndir um n‡tt skipulag á
gamla slippsvæ›inu vi› M‡rargötu. Hrafni Gunnlaugssyni leist ekki á flá fram-
tí›ars‡n sem flar birtist og hefur a›rar hugmyndir a› skipulagi svæ›isins.
Upp úr flatneskjunni
ÚTFÆRSLA HRAFNS Á þessari mynd hef ég lyft húsunum þremur hvert upp á annað, og gert þau öll að einu húsi. Þannig myndaðist pláss fyrir þann opna fiskmarkað sem Reykjavík vantar, rými yrði fyrir dráttarbraut við sjóinn þar
sem draga mætti upp skip sem gæti þjónað sem leikskóli og kaffistofa. Og hvað myndi gerast meira; útsýni myndaðist til hafs ofan úr hverfinu. Og kæmi nýja húsið til með að skyggja á einhvern – yrði það ekki meira en það sem
hvort eð er yrði byggt, því þegar komið er yfir fjórar hæðir á þessum stað er komið upp fyrir alla aðra byggð.
TILLAGA SKIPULAGSYFIRVALDA Á þessari mynd frá skipulagsyfirvöldum sést ströndin
við Slippinn eins og gert er ráð fyrir að hún verði byggð: þrjú lágreist hús sem loka að-
gengi að hafi og gyrða fyrir ströndina.
ÚTFÆRSLA HRAFNS Hér hef ég hækkað tvö af húsunum til að þrefalda íbúafjölda
þeirra og lyfta byggðinni upp úr flatneskjunni. Á milli húsanna yrði stórt autt svæði sem
nýta mætti á svipaðan hátt og gert er ráð fyrir á fyrri myndinni.
Glæsileg hús á hæðina á þessum stað í borginni,
myndu lyfta upp flatneskjunni og kompónera yndislega á
móti Hallgrímskirkju og Sjómannaskólanum“
,,