Fréttablaðið


Fréttablaðið - 23.07.2005, Qupperneq 49

Fréttablaðið - 23.07.2005, Qupperneq 49
LAUGARDAGUR 23. júlí 2005 33 www.toyota.is ÍS LE N SK A A U G LÝ SI N G A ST O FA N /S IA .I S T O Y 28 96 7 0 6/ 20 05 Toyota, Nýbýlavegi 4-8, sími 570 5070 Sumir draumar rætast Avensis - Upplifun Verð frá 2.340.000 kr. Avensis stendur undir miklum væntingum. Bíllinn er ríkulega hlaðinn staðalbúnaði. Innri hönnun einkennist af miklu rými og þægindum fyrir ökumann og farþega. Avensis hefur sjálfvirkan regnskynjara á þurrkum, tölvustýrða loftræstingu í miðstöð, hágæða hljómflutningstæki og afar fullkominn hemlunar- og öryggisbúnað. Komdu í reynsluakstur og láttu drauma þína rætast í veruleikanum. Næst ekur þú Avensis. N‡tt líf Kvennaskólans á Blönduósi Um síðustu helgi var haldin há- tíðin „Matur og menning“ á Blönduósi. Af því tilefni var sett upp sýning í Kvennaskólanum á Blönduósi og var hún að margra mati hápunktur hátíðarinnar sem nú var haldin í þriðja skipti. Hundruð manna heimsóttu skól- ann og var ákveðið í ljósi hins mikla áhuga sem sýn- ingin vakti að henni verði framhaldið. Verð- ur sýningin opin næstu þrjár helgar, til 7. ágúst, frá kl. 14-17. Umsjón með sýning- unni hefur Aðalbjörg Ingvarsdóttir, en hún var síðasti skólastjóri skólans sem var lagður niður fyrir röskum ald- arfjórðungi, árið 1978. Síðan hefur ýmis starf- semi verið í skólanum en því miður hefur hús- ið verið í fremur lítilli notkun undanfarin ár og hefur þessu reisulega húsi hrakað nokkuð og er farið að láta á sjá. „Húnvetningar og fyrr- um nemendur skólans sem heimsóttu okkur um síðustu helgi voru margir snortnir af því að sjá skólann kominn í notkun aftur og lýstu yfir vonum sínum um að sýningin yrði opin áfram, helst til fram- búðar. Vonandi bera Húnvetningar gæfu til að varð- veita skólann og sögu hans og blása lífi í þetta merka hús. Við sjáum vísi að nýju lífi skólans með nýstofnuðu Textílsetri sem hér hefur aðsetur og vinnustofu Textíls ehf sem verið hefur hér í nokkur ár,“ segir Aðalbjörg. „Skólinn á mikið safn muna en að auki höfum við fengið að láni hannyrðir frá fyrrum nem- endum og afkomendum þeirra en við settum okkur það mark- mið að geta sýnt muni frá öllum áratugum í sögu skólans, allt frá stofnun hans 1879 og þar til hann lagðist af 99 árum síðar. Þetta tókst og það eru margir gullmol- arnir sem eru til sýnis, verk sem tekið hefur tugi og jafnvel hund- ruð klukkutíma að vinna. Verkin endurspegla tíðarandann hverju sinni og við útbjuggum tvö nem- endaherbergi í anda þriðja og sjöunda áratugarins þar sem sjá má hvernig líf og umhverfi stúlknana hefur verið á þeim tímum. Skólaspjöldin segja líka mikla sögu sem og bréf, minningabrot, greinar og fundar- gerðir skólanefndar sem hafa verið hengd upp á veggi skólans og veita innsýn í anda hvers tíma. Það er með ólíkind- um hve mikið hefur varðveist af gamalli handavinnu og marg- ir voru hissa á að sjá verk eftir ömmur og langömmur sínar og hvað þau voru í góðu ásigkomulagi þrátt fyrir mikla notkun. Börnin mín voru til dæmis alveg stein- hissa að sjá kjól sem amma mín, Herborg Friðriksdóttir, saum- aði er hún nam við skólann veturinn 1907-1908. Þau mundu eftir mynd af móður minni sem kornabarni í þessum kjól en höfðu ekki hugmynd um að hann væri ennþá til, hvað þá að hann væri nánast sem nýr. Þetta er svokallaður undirkjóll eftir tísku þess tíma en ég sé ekki betur en hann hafi staðist tímans tönn fyllilega, allavega tók sonardóttir mín sig vel út þegar við klæddum hana í kjól- inn. Það eru mikil menningar- verðmæti fólgin í handverkinu sem stúlkurnar á skólanum unnu og ég vona að þessi sýning opni augu manna fyrir mikil- vægi þess að varðveita þessa sögu og þetta reisulega og fal- lega hús.„ ■ S‡ningu úr aldarsögu skólans framhaldi› næstu helgar Ef menntun vantar snót Sagt er að Matthías Jochumsson hafi sent Elínu Briem, for- stöðukonu, tvö ljóð sem hann nefndi Skólaminni og voru ort í tilefni 25 ára afmælis skólans eins og glöggt kemur fram í Skólaminni II. Ljóðin voru ort árið 1902 en skólinn varð 25 ára árið 1904. Við skólasetningu það ár var skólasöngurinn sunginn í fyrsta skipti, Skólaminni I, Notað var erlent lag sem nú er gleymt. Sú hefð myndaðist a.m.k. síðar að syngja aðeins fyrsta er- indi ljóðsins ásamt viðlagi. Þegar skólinn nálgaðist að verða 60 ára (1939) hóf Kristján Sigurðsson kennari frá Brúsa- stöðum máls á því að skólinn þyrfti að eignast lag við skóla- sönginn. Naut hann stuðnings Ástu Sighvatsdóttur kennara við skólann, og leitað var til Sigvalda Kaldalóns um að semja lag. Lagið samdi Sigvaldi árið 1937 og voru honum greiddar 25 krónur fyrir. Á afmælishátið skólans 17. og 18. júní 1939 sungu námsmeyjar lagið við ljóð það er Matthías orti í til- efni 25 ára afmælisins, undir stjórn Sóveigar Benediktsdótt- ur forstöðukonu. (skv.skólaskýrslu 1938-40). Viðlag ljóðsins er svohljóðandi: Í sálarþroska svanna býr sigur kynslóðanna. Og hvað er menning manna, ef menntun vantar snót? FIMM KYNSLÓÐA KJÓLL Aðalbjörg Ingvarsdóttir heldur á Aðalbjörgu Helgu sonardóttur sinni í kjól sem langa- langamma þeirrar litlu saumaði í skólanum 1907-8. Á innfelldu myndinni má sjá Sigríði langömmu í kjólnum árið 1912.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.