Fréttablaðið - 23.07.2005, Side 52

Fréttablaðið - 23.07.2005, Side 52
23. júlí 2005 LAUGARDAGUR > Við furðum okkur á ... ... slakri frammistöðu Íslandsmeistaranna Birgis Leifs Hafþórssonar og Ólafar Maríu Jónsdóttur á Íslandsmótinu í golfi en bæði eru atvinnumenn í greininni og hafa verið að taka þátt í evrópsku mótaröðinni í ár. Birgir Leifur er sex höggum á eftir efsta manni og Ólöf María þarf að vinna upp níu högg á tveimur síðustu dögunum. Heyrst hefur ... ... að mörg ensk lið séu á eftir Íslendingnum Hannesi Sigurðssyni sem leikur með norska liðinu Viking. Hannes hefur verið orðaður við úrvalsdeildarliðið WBA og 1. deildarliðið Stoke en þau eru ekki þau einu sem ætla sér að kræka í framherjann sterka. Hannes hefur unnið sér fast sæti í byrjunarliði Viking og lék sína fyrstu A-landsleiki á árinu. sport@frettabladid.is 34 > Við sendum hlýja strauma ... .... til 18 ára landsliðsins í körfubolta sem spilar í dag við Finna klukkan 17.15 að íslenskum tíma mikilvægan landsleik í undanúrslitum Evrópukeppninnar í Slóvakíu. Með sigri koma íslensku strákarnir 18 ára landsliðinu upp í A-deild í fyrsta sinn í sögunni. Dregi› var í undanúrslit í Visa-bikarkeppni karla og kvenna í gær. Tvö bestu li› Landsbankadeildar kvenna, Valur og Brei›ablik, drógust saman en hjá körlunum keppa FH og Fram annars vegar og Valur mætir Fylki í hinum leiknum. Draumaúrslitaleikur í vændum? FÓTBOLTI Bæði í bikarkeppni karla og kvenna eru þrjú efstu lið Landsbankadeildanna tveggja enn með í keppninni. Það var því nokkuð ljóst að tvö af toppliðun- um þremur myndu mætast inn- byrðis í undanúrslitum bikar- keppninnar. Svo fór að efstu liðin í Landsbankadeild kvenna dróg- ust saman, Breiðablik og Valur, en liðin mætast hinn 24. ágúst á Kópavogsvelli. Á sama tíma tekur KR á móti 1. deildarliði Fjölnis, sem er nú í undanúrslitum bikars- ins í fyrsta sinn í sögu félagsins. Hjá körlunum fengu toppliðin tvö hvort sinn andstæðinginn, Valur mætir Fylki og FH-ingar etja kappi við Framara. Báðir leikirnir fara fram á Laugardals- velli, dagana 3. og 4. ágúst. Valsmenn mæta einmitt Fylki í deildinni á miðvikudaginn kemur og mætast liðin því tvisvar á einni viku. „Það er dæmigert að lenda á móti sama liðinu í deild og bikar með skömmu mililbili,“ sagði fyr- irliði Fylkis, Valur Fannar Gísla- son. „En ég átti mér enga óska- mótherja, það er bara gott að vera kominn svona langt í keppninni. En við munum leggja allt í leikinn enda er þetta eini titillinn sem við eigum möguleika á.“ Fyrrum félagi Vals Fannars hjá Fylki, Kjartan Sturluson, stendur nú á milli stanganna í Valsliðinu. „Jú, það er alltaf gam- an að mæta gömlu félögunum og þetta verður vissulega stórleikur. En við ætlum okkur sigur þó svo að Fylkisliðið sé sterkt. Ég býst við hörkuleik en nenni varla í framlengingu, enda þarf að ná myndum úr leiknum í sjónvarps- fréttirnar klukkan tíu,“ sagði Kjartan í léttum dúr. Heimir Guðjónsson, fyrirliði Íslandsmeistara FH, sagði að vissulega hefðu það verið mikil vonbrigði að komast ekki áfram í forkeppni Meistaradeildar Evr- ópu en að sínir menn væru engu að síður jákvæðir. „Persónulega var mér sama á móti hverjum við lentum. Við ætlum okkur að sjálf- sögðu í úrslitaleikinn og þá þurf- um við að vinna Fram rétt eins og önnur lið. Fram undan er erfiður leikur í Vestmannaeyjum þar sem við mætum ÍBV í deildinni og við getum ekki leyft okkur að vera værukærir þrátt fyrir ágæta stöðu í deildinni. Ég sé því fram á skemmtilega baráttu,“ sagði Heimir. Helena Ólafsdóttir tók nýverið við liði KR af Írisi Björk Eysteins- dóttur, sem fór í barnseignarleyfi. Hún hefur fylgst vel með KR- stúlkum í sumar og segir að þær eigi meira inni en þær hafi sýnt. „En Fjölnisstúlkur hafa verið að standa sig vel og við höfum ekki efni á að vanmeta neinn. Þær vilja sanna sig og fara lengra enda í fyrsta sinn í undanúrslitum bik- arsins. Við erum þar að auki að missa leikmenn úr okkar hópi sem fara til útlanda í nám og gæti ég trúað að um sé að ræða þrjá til fjóra leikmenn,“ sagði Helena. eirikurst@frettabladid.is ÚRSLIT GÆRDAGSINS 1. deild karla í fótbolta: VÍKINGUR–ÞÓR AK. 4–0 Davíð Þór Rúnarsson 2, Andri Steinn Birgisson, Björgvin Vilhjálmsson. KA–FJÖLNIR 6–1 Jóhann Þórhallsson 3, Pálmi Rafn Pálmason 2, Hreinn Hringsson – Pétur Georg Markan. STAÐA EFSTU LIÐA: BREIÐABLIK 10 8 2 0 17–3 26 VÍKINGUR 11 6 4 1 25–6 22 KA 11 6 2 3 23–10 20 VÍKINGUR Ó.10 4 2 4 9–19 14 HK 10 3 4 3 12–11 13 Íslandsmótið í golfi: EFSTU KARLAR EFTIR 2 DAGA Heiðar Davíð Bragason, GKj (67–74) -3 Ólafur Már Sigurðsson, GR (71–72) -1 Sigurpáll Geir Sveinsson, GKj (74–70) 0 Hjalti Pálmason, GOB (69-75) 0 Björgvin Sigurbergsson, GK (74–71) +1 Ingi Rúnar Gíslason, GKj (70–76) +2 Birgir Leifur Hafþórsson, GKG (70–77) +3 Örlygur Helgi Grímsson, GV (74–73) +3 Sigmundur Einar Máss., GKG (78–69) +3 Kjartan Dór Kjartansson, GKG (73–74) +3 EFSTU KONUR EFTIR 2 DAGA Þórdís Geirsdóttir, GK (74–74) +4 Tinna Jóhannsdóttir, GK (76–78) +10 Ragnhildur Sigurðard., GR (78–77) +11 Nína Björk Geirsdóttir, GKj (77–78) +11 Ólöf María Jónsdóttir, GK (80–77) +13 Anna Lísa Jóhannsdó., GR (79–82) +17 HVAÐ? HVENÆR? HVAR? 20 21 22 23 24 25 26 Laugardagur JÚLÍ ■ ■ LEIKIR  14.00 KS fær Víking Ólafsvík í heimsókn á Siglufjörð í 1.deild karla.  14.00 Breiðablik tekur á móti Völsungi á Kópavogsvelli í 1.deild karla. ■ ■ SJÓNVARP  10.50 Formúla 1 á RÚV.  12.10 Mótorkross á RÚV.  12.30 Strandblak á Sýn.  13.30 Motorworld á Sýn.  14.30 Bandaríska mótaröðin í golfi á Sýn.  15.00 Íslandsmótið í golfi 2005 á Sýn.  16.00 Íslandsmótið í golfi 2005 á Sýn.  19.00 Spænski boltinn á Sýn.  20.40 Hnefaleikar á Sýn.  22.40 Hnefaleikar á Sýn. Fyrrverandi leikmaður írska landsliðsins ekki ráðinn til Notts County: FÓTBOLTI Steve Staunton, sem spilað hefur meðal annars með Liverpool, Aston Villa og Coventry á ferli sínum, vildi komast að hjá Notts County sem þjálfari og leikmaður, en Guðjón Þórðarson ákvað að ráða hann ekki til starfa. „Ég gat farið aðrar leiðir sem mér fannst skynsamlegri. Ég fékk hingað unga leikmenn sem ég þurfti ekki að greiða fyrir, og svo er ég með Mike Whitlow, fyrrverandi samherja Guðna Bergssonar hjá Bolton, en hann mun aðstoða mig við þjálfun og er þar að auki góður leikmaður.“ Guðjón segir undirbúnings- tímabilið hjá Notts County hafa gengið vel, en leikmenn félags- ins hafa æft tvisvar á dag í nokkrar vikur. „Það er mikið leikjaálag í neðri deildunum á Englandi, og til þess að þola það verða leik- menn að vera í góðu líkamlegu ástandi. Æfingarnar ganga vel og ég er farinn að hlakka til þess að mótið hefjist.“ Leikmannahópurinn hjá Notts County er ekki stór en Guðjón vonast til þess að hann dugi á komandi tímabili. „Ég er með tuttugu og tvo leikmenn núna, og það gætu komið tveir leikmenn til viðbótar en það er ekkert víst. Ég ætla mér að nota þessa leikmenn sem ég er með núna á tímabilinu og þess vegna æfum við mikið núna. Ég held að leikmenni taki þessu æfingaálagi ágætlega því þeir vita að þetta er nauðsynlegt. Það er erfitt að spila fjörutíu og sex deildarleiki á tímabili og taka að auki þátt í þremur bikar- keppnum. Þess vegna er ég á því að æfingarnar þurfi að vera erf- iðar á þessum tíma.“ - mh Gu›jón ré› Staunton ekki til Notts Mads Thunø Laudrup, sonur knatt- spyrnumannsins Michael Laudrup sem nú þjálfar Brøndby, er staddur hér á landi að spila með FC København á Rey Cup- mótinu í knattspyrnu. Mads er einn af efnilegustu leikmönnum Danmerkur og er einn þriggja leikmanna FC Køben- havn sem leika með U-17 ára landsliði Danmerkur. Jonny Larsen, þjálfari FC København, segir Mads og faðir hans Michael ekki líka knattspyrnumenn, en er þó á því að Mads verði framtíðar- landsliðsmaður Dana. „Mads hefur mikla hæfileika. Hann spil- ar á miðjunni og er virkilega góð- ur í að taka á móti bolta og hefur mjög góðan leikskilning. Sendingar hans eru góðar og staðsetningarnar einnig. Michael var rosalega góður leikmað- ur á sínum tíma, sá allra besti sem ég hef séð, en Mads hefur þó alla eiginleikana sem þarf til þess að ná langt í atvinnumennsku í dag. Hann hefur hraða, tækni og er góður í vörn, betri en bræðurn- ir Brian og Michael voru, en þeir voru fyrst og fremst sókn- armenn þegar þeir voru ung- ir. Hann hefur mikla hlaupa- getu og heldur einbeitingu vel. Ég hugsa að hann eigi eftir að verða atvinnumaður hjá stóru félagi í Evrópu eins og pabbi hans.“ FC København spilaði gegn Þrótti Reykjavík í sínum fyrsta leik og vann eitt núll. „Það var erfiður leikur. Þróttur spilaði ágætan fótbolta og strákarnir í liðinu voru duglegir. Ég var ekki nógu ánægður með þennan leik, en ég veit að strákarnir eiga eftir að sýna hvað í þeim býr. Þetta lið FC København er eitt besta lið Danmerkur í þessum aldurs- hópi.“ Erkifjendur FC København er lið Brøndby, og því kom svolítið á óvart þegar Mads skrifaði undir tveggja ára samning við FC København, þar sem faðir hans er þjálfari Brøndby. „Michael var ánægður með hvernig við vorum að haga málum í unglingaþjálfuninni og sagði því syni sínum að halda áfram hérna, því hann hefur tekið framförum hjá okkur. Ég er fullviss um að Mads verður einn af betri miðjumönnum Danmerkur eftir fimm ár og jafnvel fyrr.“ SONUR MICHAEL LAUDRUP: KEPPIR Á REY CUP Mads getur or›i› einn besti leikma›ur Danmerkur EFST Heiðar Davíð Bragason og Þórdís Geirsdóttir héldu forystunni eftir annan dag á Íslandsmótinu í golfi. Íslandsmótið í golfi í Leirunni Halda bæ›i forystunni GOLF Heiðar Davíð Bragason úr Kili og Þórdís Geirsdóttir úr Keili halda forystunni á Íslandsmótinu í golfi sem fer fram við frábærar aðstæður í Leirunni. Heiðar Davíð Bragason úr Kili var 2 höggum yfir pari í dag og er því þremur höggum undir pari í heildina. Heiðar hefur nú tveggja högga forustu á Ólaf Má Sigurðs- son úr GR. Jafnir í þriðja sæti, höggi á eftir Ólafi, eru síðan Sig- urpáll Geir Sveinsson, Kili, sem lék best á öðrum degi og Hjalti Pálmason, Golfklúbbi Bakkakots. Íslandsmeistarinn Birgir Leifur Hafþórsson tapaði sex höggum á fyrri níu í gær en náði að laga að- eins skorið á seinni níu en er samt sex höggum á eftir efsta manni. Í kvennaflokki hefur Þórdís Geirsdóttir úr Kili öruggt sex högga forskot á félaga sinn úr Keili, Tinnu Jóhannsdóttur. Þórdís hefur leikið fyrstu 36 holurnar á fjórum höggum yfir pari. Ragn- hildur Sigurðardóttir úr GR og Nína Björk Geirsdóttir úr GKj koma næstar en Íslandsmeistar- inn Ólöf María Jónsdóttir er fimmta, níu höggum á eftir Þór- dísi. Síðustu tveir dagarnir verða í beinni útsendingu á Sýn. -óój DRÓGU ANDSTÆÐINGANA Valur og Fram komu fyrst upp úr pottinum og voru því fulltrúar þeirra liða, Sigurbjörn Örn Hreiðarsson og Framarinn Þórhallur Dan Jóhannsson, fengnir til að draga hvor sinn andstæðinginn í undanúrslitum bikarkeppninnar. Fréttablaðið/Páll GUÐJÓN ÞÓRÐARSON Íslenski knattspyrnustjórinn hjá Notts County býr lið sitt undir komandi átök. Hann ákvað að ráða ekki Steve Staunton til félagsins. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.