Fréttablaðið - 23.07.2005, Blaðsíða 54
38 23. júlí 2005 LAUGARDAGUR
Lífið er eins og kassi af
súkkulaðimolum, mað-
ur veit aldrei hvaða
mola maður fær,
sagði Forrest Gump.
Þetta er Disney- út-
gáfan af lífinu; góð
fyrir börn og
heimskt fólk.
Lífið er auðvitað ekkert eins og
kassi af súkkulaðimolum (nema við
séum að tala um einhvers konar
variety pack með karrísúkkulaðivið-
bjóð innan um góðu molana). Það er
meira svona eins og ávaxtakarfa
(mínus Birgitta og Jónsi) þar sem
helmingurinn af ávöxtunum eru
úldnir.
Svo framarlega sem góðu ávext-
irnir eru í meirihluta og maður deyr
ekki úr næringarskorti þá er þetta
svo sem allt í góðu. Það þarf ekki
nema nokkur jarðarber til að lífga
upp á tilveruna. En súkkulaðilík-
ingin var ekki það eina sem Forrest
klikkaði á. Hvaða gloría er í því að
vita aldrei hvaða mola maður fær?
Fyrir svona „control freaks“ eins og
mig er þetta einstaklega slæmt mál.
Ég vil fá að vita hvar jarðarberin
eru og hvernig ég á að nálgast þau.
Svo lendir maður stundum í því
að standa frammi fyrir mörgum
góðum kostum og þurfa að velja á
milli þeirra. Valkvölin er sennilega
það úldnasta í þessu öllu saman. Það
er alveg hreint glatað að þurfa að
fórna djúsí jarðarberi fyrir eitthvað
annað, sérstaklega þegar maður veit
aldrei hvort maður hefur valið rétt.
Fyrir mér er lífið frekar eins og
10.000 bita púsluspil sem maður
hefur enga fyrirmynd að. Er þetta
mynd af kisu sem lætur sólina
sleikja sig eða borgarmynd úr Fen-
eyjum? Það getur verið fáránlega
flókið að tjasla púsluspilinu saman,
jafnvel þótt mann gruni hvert
myndefnið er. Maður þarf að prófa
sig endalaust áfram og að lokum er
þrautseigja og einskær heppni það
eina sem virkar.
Forrest hafði samt rétt fyrir sér
að súkkulaði er mikilvægt í lífinu.
Mér sýnist ég vera búin að finna
ástæðuna fyrir súkkulaðifíkn minni.
Innst inni viljum við eintóma súkku-
laðisæta hamingju, og til að fylla
upp í tómið er ekkert hentugra en
eitt stykki Draumur. ■
STUÐ MILLI STRÍÐA
RÓSA SIGNÝ GÍSLADÓTTIR GERIST SPEKINGUR
Úldnu ávextirnir
M
YN
D
: H
EL
G
I S
IG
U
RÐ
SS
O
N
Eftir Patrick McDonnell
■ PONDUS
■ GELGJAN
■ KJÖLTURAKKAR
■ BARNALÁN
■ PÚ OG PA Eftir SÖB
Eftir Kirkman/Scott
Eftir Jerry Scott & Jim Borgman
Eftir Frode Överli
Nú þegar við erum
komin ofan í, skulum
við æfa okkur að búa
til loftbólur undir
vatninu.
Jæja, krakkar! Hann meinti að búa
til loftbólur með
munninum, Kjartan!
Við fáum ekki
nógu há laun
fyrir þetta.
VOFF
VOFFVOFF
Endursent til
sendanda.
Tuttugu mínútur í leikhúsið....
Þrjár mínútur í garðinum. Tíu
mínútur í röðinni. Níutíu mín-
útur í að horfa á myndina.
Tuttugu og þrjár
mínútur til þess
að komast
heim.
Það gera tvö þúsund kall fyrir
fóstruna... sextánhundruð fyrir
miða og fjögur hundruð fyrir
popp og kók...
Samkvæmt þessum
tölum getum við
annað hvort ráðið
fóstru eða farið í
bíó en ekki bæði.
Ákvarðanir.... ákvarðanir....
Hei!
Tóti! Þú ætlar
að játa eitthvað
fyrir Dóru.
Já,
Vala.
Dóra! Ég svaf
hjá mömmu
þinni! ... Í þínum
nærfötum!
Hvað
þá?!
Ég ætla að drepa þig,
gangsterinn þinn!
Ó, guð! Nei!
Nei!
Og hér
kemur
mamma!
Bella! Ég
kláraði ostakök-
una sem var í
ísskápnum.
Sjúki mað-
ur! Þú sérð
eftir þessu!